Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 37
i x »\ i m i#i 11 ^ n ri MORGUNBLAÐIÐ STÆKKUIM KRÖFLUVIRKJUNAR ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996' 37 Morgunblaðið/Árni Sæberg SEINNI vélasamstæða Kröfluvirkjunar er óuppsett í stöðvarhúsinu. Hér stendur Hinrik Árni Bóasson, fyrsti vélstjóri, við hverfilhjólið. NÝJU holurnar, nr. 27 og 28, eru á miðju gufuöflunarsvæðinu. Hér er verið a flylja borinn Jötun frá holu 27 og í baksýn sést stöðvarhús Kröfluvirkjunar o þar fyrir framan stígur gufa upp úr kæliturninum. Fyrsta borholan lofar góðu Vegna fyrirhugaðrar stækkunar Kröfluvirkjun- ar hafa starfsmenn Jarðborana hf. borað nýja 1.100 metra djúpa holu. Helgi Bjarnason blaðamaður og Arni Sæberg ljósmyndari urðu þess áskynja í heimsókn að Kröflu að bormenn binda vonir við að holan skili sínu. Á sama tíma eru starfsmenn virkjunarinnar að und- irbúa uppsetningu seinni vélasamstæðunnar. JÖTUNN, stærsti bor Jarðbor- ana hf., hefur lokið við borun annarrar af tveimur holum sem boraðar verða á Kröflu á þessu ári og er að hefja hreinsun á botnfalli í holu frá 1991. Nýju holurnar eru þúsund til tólfhundruð metra djúpar víðholur sem ætlaðar eru til öflunar lágþrýstigufu fyrir stækkun Kröfluvirkjunar. Jafnframt vinna starfsmenn virkjunarinnar að undirbúningi fyrir uppsetningu seinni vélasamstæðu virkjunarinnar. Fyrri áfangi stækkunar Þegar Kröfluvirkjun var byggð voru keyptar tvær 30 megawatta vélasamstæður fyrir stöðina og hús og önnur mannvirki miðuð við það. Fyrri vélasamstæðan var gangsett í ágúst 1977 en sú síðari hefur enn ekki verið sett upp vegna þess að gufuöflunin brást, meðal annars vegna jarðhræringa á svæðinu. Á síðustu árum hafa verið boraðar til- raunaholur og hefur komið fram að þær lofi góðu. Stjórn Landsvirkjunar ákvað fyrr á þessu ári að láta setja upp seinni vélasamstæðuna og afla gufu til framleiðslu á 15 MW í fyrsta áfanga. Fyrir- hugað er að framkvæmd- um við þennan áfanga ljúki fyrir lok næsta árs. Kostnaður er áætlaður um 700 milljónir kr. Til að nýta seinni vélasamstæðuna til hálfs, eins og nú er fyrirhugað, þarf að afla gufu úr lágþrýstisvæð- inu við Kröflu með borun nokkurra 1.000 til 1.200 metra djúpra hola. Til að nýta vélina til fulls þarf að bora 2.000 metra holur, sækja há- þrýstigufu, en ekki hefur verið ákveðið hvernig að því verður stað- ið. Samið var við Jarðboranir hf. um að bora tvær holur á þessu ári og hreinsa eina eldri. Við verkið er not- aður stærsti bor landsins, Jötunn. Starfsmenn Jarðborana byijuðu að undirbúa sig eftir miðjan ágúst og hafist var handa við borun holu núm- er 27 þegar vika var liðin af ágúst. Nokkuð góð hola Verkið gekk mjög vel að sögn Dagbjarts Sigursteinssonar bor- stjóra og lauk um miðja þessa viku. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu við á Kröflu- svæðinu var verið að taka niður borinn og flytja að holu 26 sem er 2.100 metra háþrýstihola frá 1991 sem blés aðeins í stuttan tíma og skemmdist. Á að reyna að hreinsa holuna og hefst það verk í dag. Bormenn hættu þegar hola 27 var orðin 1.104 metra djúp. „Við höldum að hún geti orðið nokkuð góð en maður veit þó aldrei um árangurinn fyrr en henni hefur verið hleypt upp,“ segir Dagbjartur. Hann segir að holan fái nú hvíld þannig að hún geti hitnað eðlilega alla leið upp og síðan verði hún látin blása eftir einn eða tvo mánuði. „Óskadraum- urinn er að fá næga orku úr þessum tveimur holum fyrir túrbínuna en ég held að ekki séu margir svo bjartsýnir að treysta á það. Líklegra er að nauðsynlegt reynist að bora fleiri,“ segir Dag- bjartur. Borstjórinn talar hér af nokkurri reynslu því hann hefur verið annar af tveimur verkstjórum við að minnsta kosti 22 holur við Kröflu. Brytjaður nið- ur stykki fyrir stykki BORUN lokið við holu 27. Borturn Jötuns hefur verið felldur og bormenn vinna við að vefja upp borvírana fyrir flutning að holu 26. DAGBJARTUR Sigursteinsson hefur borað flestar holurnar við Kröflu. Hann hefur því gengið í gegnum sætt og þó aðallega súrt. með for- ráðamönnum virkjunarinnar. „Þetta hefði orðið stórglæsilegt ef Kröflu- eldar hefðu ekki komið upp. Ef allar holurnar hefðu til dæmis orðið eins og sú fyrsta hefðu sex dugað,“ seg- ir Dagbjartur. Hann var oftast á svæðinu þegar gosin komu og segir að sér hafi þótt leiðinlegt þegar byrj- aði að gjósa í fríum. „Þetta er allt farið að róast núna,“ segir Dagbjart- ur og á ekki von á óróleika. Telur hann að frekar megi líta á holurnar sem öryggisventla til að tappa af svæðinu fremur en að borunin komu óróleikanum af stað. 500 tonn að þyngd Ekki er gott að tefja borstjórann meira. Hann er að stjórna niðurrifi Jötuns og það er ekki lítið verk. Borinn og búnaðaður hans er um 500 tonn að þyngd. Er hann brytj- aður niður stykki fyrir stykki, í 20-25 tonna einingar sem unnt er að færa að næstu holu. Tekur flutn- ingurinn 4-5 daga. Menn renna blint í sjóinn með næsta verkefni á Kröflusvæðinu, hreinsun holu númer 26. Það getur tekið allt frá tíu dögum og upp í mánuð, að sögn Dagbjarts. Þegar henni er lokið verður byijað á holu númer 28 og býst hann við að ljúka borun hennar í nóvember. Tólf tíma vaktir Föst ellefu manna áhöfn er á born- um auk bílstjóra sem er í stöðugum ferðum. Unnið er á tólf tíma vöktum allan sólarhringinn. Úthaldið er mis- langt því frí verður að miðast við stöðu verksins. Ekki er hægt að stoppa borinn hvenær sem er. Við holu 27 var til dæmis aðeins hægst að stöðva þegar svokaliaðri vinnslu- fóðringu var lokið þannig að fyrra útaldið var tólf og hálfur sólarhring- ur og hið síðara íjórtán og hálfur. „Menn eru vanir þessu, þeir vita að hverju þeir ganga þegar þeir ráða sig til vinnu hjá fyrirtækinu," segir Dagbjartur. „Þeir sem eru nýir hér skoða sig um, hinir liggja inni og lesa,“ segir Dagbjartur um frístundirnar. Vinnu- flokkurinn býr í sumarhúsum í Vog- um og fer vel um mannskapinn, að sögn Dagbjarts. Undirbúa vélauppsetningu Um leið og urmið er að gufuöflun vegna stækkunar Kröfluvirkjunar eru starfsmenn hennar að undirbúa uppsetningu seinni vélasamstæð- unnar. Vélin hefur verið óuppsett í stöðvarhúsinu frá byijun. Hinrik Árni Bóasson, fyrsti vélstjóri Kröflu- virkjunar, segir að starfsmenn virkj- unarinnar séu að taka til vélarhlut- ana. Uppsetningin sjálf verði vænt- anlega boðin út en starfsmenn Kröfluvirkjunar muni sinna ýmsum þjónustu- störfum við verktakana. Á sínum tíma var byggður kælitum fyrir þessa vél og spennar eru klárir, þannig að uppsetning vélarinn- ar er stærsti verkþátturinn við stækk- un virkjunarinnar, fyrir utan gufuöfl- unina. Þó hefur verið unnið að ýmsum endurbótum og nú er rnikið unnið við að koma upp góðu loftræstikerfi í stöðvarhúsinu. Sautján menn vinna við Kröfluvirkjun og mun þeim ekki verða fjölgað þó virkjunin stækki. Undirbúa upp- setningu véia samstæðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.