Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 25 Mögrnið óperusýning Morgunblaðið/Árni Sæberg SONGVARAR og hljórasveitarstjóri voru hylltir í lok sýningar. Viðar Gunnarsson, Aida Ingibergsdótt- ir, Garðar Cortes, Þorgeir Andrésson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Bergþór Pálsson og Loftur Erlingsson. TONLIST íslcnska ópcran GALDRA-LOFTUR Ópera í þremur þáttum eftir Jón Ásgeirsson byggð á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar: Hljómsveitarstjóri Garðar Cortes. Leikstjóri Halldór E. Laxnes. Leikmynd Axel Hallkell. Búningar: Hulda Kristín Magnús- dóttir. Lýsing David Walters. Laug- ardagur 14. september 1996. EINN glæsilegasti viðburður árs- ins í íslensku listalífí var í sum- arbyijun þegar íslenska óperan frumsýndi í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík óperuna Galdra-Loft eftir tónskáldið Jón Ásgeirsson. Óperan var þá flutt sex sinnum fyrir fullu húsi við frábærar undir- tektir. Nú hefur íslenska óperan aftur hafið sýningar á umræddri óperu og var fyrsta sýning laugar- daginn 14. september sl. Eftir frum- sýningu verksins skrifaði undirrituð dóm um verkið en síðan hefur tón- skáldið breytt tónferlinu í lok óper- unnar og einnig er hlutverkaskipan nokkuð breytt. Alda Ingibergsdóttir syngur nú hlutverk Dísu í stað Þóru Einarsdóttur og Viðar Gunnarsson sem fer með hlutverk Gottskálks grimma syngur nú hlutverk Gamla, sem Bjarni Thor Kristinsson söng áður. Sýningin á laugardagskvöldið var óvenjuiega sterk og mögnuð, allt frá því að fyrstu tónar forleiks- ins hljómuðu og þar til tjaldið féll í sýningarlok. Söngvararnir voru mættir til leiks tvíefldir eftir sum- arið og hljómsveitin spilaði listavel. Hljómsveitarstjórinn, Garðar Cort- es, stjórnaði flutningnum af öryggi og glæsibrag og náði óvenju sterkri samvinnu milli söngvara og hljóm- sveitar. Garðar er mjög vaxandi hljómsveitarstjóri og sá íslenskur tónlistarmaður sem ég tel að ís- lenskir söngvarar geti bundið mest- ar vonir við sem óperustjórnanda. Það er ómetanlegt fyrir söngvara Fyrirlestur á frönsku um ljóðlist FRANC Ducros, ljóðskáld og pró- fessor við Université Paui Valéry í Montpellier, flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekildeildar Há- skóla íslands og Alliance francaise, miðvikudaginn 18. september kl. 20.30 í húsakynnum Alliance franc- aise, Austurstræti 3 (2. hæð. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku og íjallar um ljóðlist í Frakk- landi á ofanverðri 19. öld. Hann ber yfirskriftina Stéphane Mallarmé — Le tombeau de Charles Baudelaire. Stéphane Mallarmé (1842-1898) var ásaml Victor Hugo, Charles Baudelaire og Arthur Rimbaud, eitt merkasta ljóðskáld Frakka á 19. öld. Hann naut hvorki frægðar né frama í lifanda lífí en hefur haft ómæld áhrif á ljóðlist 20. aldar, jafnt á frönsku sem öðrum tungumálum, og hafa íslensk ljóðskáld, m.a. Jón Óskar, Thor Vilhjálmsson og Gunnar Harðarson, fært sum kvæða hans í íslenskan búning. Franc Dueros er hefur m.a. ritað bók um ljoðlist Tommaso Campan- ella (1568—1639). Meðal annarra bóka hans má nefna ijóðabækurnar Ombres Lointaines (1983), Les yeux, la terre (1993), Poésies, figures tra- versées (1995) og þýðingar hans á ljóðum Michelangelós (1996). Fyrirlesturinn er öllum opinn. að hljómsveitarstjóri þekki hvernig söngrödd sem hljóðfæri vinnur, því þá eru mestar líkur á því að hægt sé að ná því besta út úr söngvurun- um. Söngvarar í essinu sínu Söngvararnir voru í essinu sínu þetta kvöld og fóru á kostum í leik og söng. Þorgeir Andrésson, sem fer með hið kröfuharða hlutverk Galdra-Lofts, söng af léttleika, röddin var björt og kraftmikil og gerði hann hlutverkinu framúrskar- andi góð skil. Hin óvenjulega háa raddlega hlutverksins útheimtir mjög góða hæð og úthald og segja má að Þorgeir sé hvíldarlaust á sviðinu alla sýninguna. Elín Ósk Óskarsdóttir var frábær í hlutverki Steinunnar og náði ótrúlegri radd- legri breidd í hlutverkinu, sem ligg- ur frá lága g upp á háa c. Elín er ein okkar besta óperusöngkona, raddsviðið er breitt og óþvingað og hún nær afar vel að túlka persónur í gegnum sönginn þannig að úr verði sannfærandi heild. Þau Þor- geir og Elín voru mögnuð í öðrum þætti óperunnar, sem er reyndar dramatískasti þáttur verksins. Bergþór Pálsson fer með hlut- verk Olafs. Rödd Bergþórs var í „toppformi" og leikur hans var gríp- andi góður. Loftur Erlingsson söng Andann af mýkt og fegurð og féll áreynslulaust inn í hlutverk sam- visku Lofts. Viðar Gunnarsson, sem fór með hlutverk Gottskálks grimma í sumar bætir nú við sig hlutverki Gamla og opnar óperuna með stórbrotinni byijunararíu og söng hann bæði hlutverkin af krafti og öryggi. Bassarödd Viðars naut sín sérlega vel í hlutverki Gamla. Með hlutverk Dísu fer Alda Ingi- bergsdóttir. Söngvar Dísu eru frá höfundarins hálfu léttari og lýrísk- ari en aðrir söngvar óperunnar, enda Dísa ímynd sakleysis og feg- urðar. Þetta er frumraun Óldu á íslensku óperusviði og gerði hún margt vel. Miðsvið raddarinnar hljómaði þó lítið, það er eins og raddbeitingin sé of grunn og það kom líka niður á háum tónum, þar vantaði oft mýkt og yfirhljóm þrátt fyrir góða raddhæð. Alda hefur góða náttúrurödd og með aukinni reynslu og æfíngu mun röddin þroskast betur. Leikur Öldu var góður, einkum í lok 1. þáttar með Lofti og í þriðja þætti, og hún var falleg Dísa. Þáttaskil í íslensku tónlistarlífi Jóni Ásgeirssyni hefur tekist með Galdra-Lofti að semja óperu sem er óvenju áhrifamikið sviðs- verk. Tónlist og leikgerð er vel upp byggð dramatískt, hver þáttur fyr- ir sig er fjölbreyttur, þar skiptast á ljóðrænir söngvar og dramatískir hápunktar og í lok hvers þáttar nær spennan hámarki. Eins og áður sagði hefur Jón breytt tón- ferli óperunnar í lokaþætti. Hann fellir þar út hlutverk Gamla og lætur í staðinn biskupana syngja lokasönginn að Lofti látnum með Dísu og Ólafi. Að mínu mati nær hann með þessari lausn rökréttari niðurstöðu, sem gerir lokaþátt óperunnar fegurri. Mikið veltur á því að vel takist til með sviðsmynd, búninga, ljós og leikstjórn. Sviðsmynd, búningar og leikmynd eru með því besta sem ég hef séð í íslensku óperunni. Axel Hallkell býr til listaverk á svið- inu með smá halla og taflborðsgólf- fleti, fáeinum súlum og listrænum hálfveggjum, stórum gólfkerta- stjaka og táknrænum leikmunum á gólfi ásamt einum stól. Lýsing Dav- íðs Walters er áhrifamikil en í raun látlaus og litabreytingar ljósanna gerðar af list. Búningar Huldu Kristínar eru mjög í stíl við persón- ur og hjálpa til við persónusköpun- ina, sérlega er litasamsetningin skemmtileg. Leikstjórn Halldórs E. Laxness er markviss og sú leið sem hann hefur lagt mesta áherslu á, að láta söngvaranna túlka látbragð og hreyfingar út frá söngnum, skil- aði sér mjög vel nú, þegar sýningin er endurflutt því leikur sögnvar- anna er öruggur, sannfærandi og eðlilegur. Ég álít að óperusmíð Jóns Ás- geirssonar Galdra-Loftur marki að vissu leyti þáttaskil í íslensku tón- listarlífi að því leyti að hann semur fyrir söngröddina fyrst og fremst. Tónlistin er spennandi, lagræn og sterk, iaus við tilgerð og tísku- strauma. Tilfinningar og örlög sögupersónanna leysast úr iæðingi í söngferlinu, sorgin, gleðin, létt- leikinn, drengskapurinn, valdið, brjálæðið, hatrið og ástin, allt er þetta málað með tónhendingum sem söngvaranum er gert að koma til skila. Það eru því persónurnar sem skapa tónferlið. Þess vegna nær óperan að hrífa okkur með sér á sögusviðið og gera okkar að þátt- takendum í því sem þar fer fram. Af hjarta þakka ég Jóni Ásgeirs- syni fyrir að hafa gefíð okkur þetta einstaka listaverk. Galdra-Loftur er mögnuð óperusmíð og ómetan- legt framlag til íslensks tónlistar- lífs. Þuríður Pálsdóttir T / L Frá 16. september höfum við opið frá kl. 9-17 Skandia LAUGAVEGI 170 • SfMI 540 50 BO • FAX 540 50 61 Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: Handfært þókhald Tölvugrunnur Ritvinnsla Töflureiknir Verslunarreikningur Gagnagrunnur Mannleg samskipti Tölvubókhalcj Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfestíng tíl framtí&ar „Ég hafði samband við Tölvuskóla Islands og ætlaði að fá undirstöðu i bókhaldi og var mér bent á skrif- stofutækninámið. Eftir að hafa setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nú get ég nýtt mér þá kosti, sem tölvuvinnslan hefur upp á að bjóða. Ég mæli eindregið með þessu námi." Ólafur Benediktsson, starfsmaður Glófaxa. Öll námsgögn innifalin * Tölvuskóli Islands Höfðabakka 9 • Simi 567 14 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.