Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 31 jltagMiifrlafrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BIÐLISTAR MINNIS S JÚKR A * ISLENDINGAR státa af lengri meðalævi en flestar aðrar þjóðir. Breytt aldursskipting þjóðarinnar, það er hækk- andi hlutfall fullorðins fólks í íbúatölu, kallar á hinn bóginn á vaxandi heilbrigðisþjónustu vegna öldrunarsjúkdóma, ekki sízt minnissjúkdóma (heilabilunar), sem stafa af trufl- un í miðtaugakerfi. Talið er að sjúklingar hér á landi, sem eiga við þennan sjúkdóm að stríða, séu 1.500 til 3.000 talsins, eða 5-10% landsmanna 65 ára og eldri. Eitt til tvö hundruð ný tilfelli bætast við ár hvert. Talið er að fimmti hver einstaklingur, áttatíu ára eða eldri, eigi við þennan sjúkdóm að stríða. Sjúkdómurinn lýsir sér í minnistapi, einkum á því sem er nær í tíma, og erfiðleikum á að átta sig á umhverfi sínu. Álag á aðstandendur þessara sjúklinga getur verið gífur- legt, enda þurfa þeir oft á tíðum viðvarandi eftirlit, sem vart er á færi útivinnandi fólks að veita. Viðbrögð ríkis og sveitarfélaga, hér á landi sem annars staðar, eru af ýmsum toga, m.a. eftir stigi sjúkdómsins; hefðbundin heimaþjónusta, sjúkrahússtengd heimahlynning, dagvistun, sambýli og lokaðar sjúkradeildir. íslenzkt samfélag hefur ekki aðlagað sig sem skyldi breyttri aldursskiptingu og nauðsynlegri öldrunarþjónustu. Þannig segir Þór Halldórsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítala, í viðtali við Morgunblaðið, að samkvæmt vist- unarmati séu um 200 öldrunarsjúklingar í mjög brýnni þörf á biðlista fyrir hjúkrunarheimili; þar af að minnsta kosti helmingur með minnissjúkdóma. Vandinn er stærri ef miðað er við landið allt. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu Félagsmálastofnunar, seg- ir mjög brýna þörf fyrir kvöld- og helgarþjónustu við minn- issjúka, sem njóti dagvistar virka daga. Fullorðið fólk, sem skilað hefur heilli starfsævi til samfé- lagsins, á lagalegan og siðferðilegan rétt á viðunandi heil- brigðisþjónustu. íslenzkt samfélag verður að taka sér tak og aðlaga sig breyttri aldursskiptingu þjóðarinnar með svipuðum hætti og aðrar menningarþjóðir. Á það skortir umtalsvert. ; | VESTFJARÐAGÖNG TÍMAMÓT í samgöngumálum Vestfirðinga urðu sl. laug- ardag, þegar jarðgöngin milli ísafjarðar, Flateyrar og Suðureyrar voru formlega tekin í notkun að viðstöddum miklum fjölda heimamanna. Óhætt er að fullyrða, að göng- in eru bylting í samgöngum fjórðungsins, og munu hafa • víðtæk áhrif á öll samskipti íbúanna og á þróun atvinnulífs- ins. Vestfjarðagöngin eru alls 9.120 metra löng og eru þau næstlengstu á Norðurlöndum. Kostnaðurinn er um 4,3 millj- arðar króna, sem er 16% umfram upphaflega áætlun. Helsta skýringin á viðbótarkostnaði er vatnslekinn,_ sem upp kom í júlí 1993. Vatnið er að hluta til leitt til ísafjarðar, þar sem skortur hefur verið á góðu neyzluvatni, og unnið er nú að vatnslögn til Hnífsdals. Jarðgöngin munu vafalaust hafa mikil áhrif á mannlíf allt á norðanverðum Vestfjörðum og þróun menningarlífs og opinberrar þjónustu. Byggðirnar í nágrenni ganganna verða í raun eitt atvinnusvæði. Þann 1. júní si. voru sex sveitarfélög sameinuð í nágrenni ganganna, ísafjörður, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Mýrahreppur í Dýrafirði og Mosvallahreppur í Önundarfirði. Allt mun þetta stuðla að því að gera búsetu fýsilegri og draga úr eða stöðva brott- flutning fólks. Næsta stórverkefnið í sameiningarmálum á norðanverð- um Vestfjörðum verður væntanlega í atvinnulífinu, en brýn nauðsyn er á því að styrkja starfsgrundvöll sjávarútvegsfyr- irtækjanna, en þau hafi átt við mikla rekstrarörðugleika að stríða. Þótt Vestfirðingar geti nú státað af einhverju mesta samgöngumannvirki landsins eru mikil verkefni fram undan í vegamálum í fjórðungnum, því langt er í land með að þau teljist viðunandi. Halldór Blöndal samgönguráðherra, sagði við opnun ganganna, að næst þyrfti að tengja vestfirzkar Íbyggðir við hringveginn og minnti á í því sambandi, að Alþingi hefði þegar ákveðið uppbyggingu vegarins um Djúp. Á sunnanverðum Vestfjörðum verður mikil samgöngubót, þegar Gilsfjarðarbrú verður opnuð á næsta ári. Horfur eru því á, að innan fárra ára verði Vestfirðir komnir í traust vegarsamband við aðra landshluta allt árið. ^_ Breska tryggingafélagið Ibex Motor Polieies hjá Lloyd's hefur sölu bílatrygginga fyrir félagsmenn FIB innan skamms FYRIR rúmlega ári hóf Félag íslenskra bifreiðaeigenda að vekja athygli á því að iðgjöld af bílatryggingum hér á landi væru 50-100% hærri en í nágrannalöndunum. Sex vátrygg- ingafélög annast nú bílatryggingar fyrir landsmenn og eru tvö félaganna með um 70% markaðarins. Það eru Vátryggingafélag íslands, sem er með um 40% trygginganna, og Sjóvá-Almennar sem er með um 30% trygginganna. Hélt FÍB því fram að full ástæða væri til að tryggingafélögin lækkuðu iðgjöldin, og þá ekki síst vegna þess að stór hluti þeirra færi í sívaxandi bótasjóði tryggingafélaganna sem lítil þörf væri fyrir. Sjóðunum er einkum ætlað að mæta óuppgerðum slysatjónum og eru nú rúmlega 13 milljarðar króna í þeim. Fyrstu við- brögð tryggingafélaganna við gagn- rýni FÍB voru m.a. að halda því fram að slysatíðni hér á landi væri marg- falt meiri en erlendis og eina leiðin til að lækka iðgjöld bílatrygginga væri að umferðarslysum fækkaði. Miklar umræður og skoðanaskipti urðu í kjölfar gagnrýni FÍB og yfir- lýsinga félagsins um að það ætlaði að bjóða bílatryggingar félagsmanna út. I þessum umræðum kom m._a. fram að það væri ekki ætlun FÍB að standa í stríði við tryggingafélög- in, heldur vildi félagið þvert á móti að tryggingafélögin gerðust sam- starfsaðili þess í baráttunni fyrir lækkun rekstrarkostnaðar ökutækja. FÍB ákvað í ágúst í fyrra að óska eftir tilboðum í bílatryggingar fé- lagsmanna sinna og safna yfirlýsing- um frá að minnsta kosti 10 þúsund bíleigendum um að þeir væru reiðu- búnir til að skipta um tryggingafélag ef þeim stæðu til boða hagstæðari kjör. Um 130 þúsund bílar eru í land- inu og hver fjölskylda að meðaltali með 1,4 bíla, þannig að um 10% af bílatryggingum yrðu boðnar út á vegum FÍB næði félagið þessu mark- miði sínu. Framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafélaga lýsti því yfir að umræða FÍB um iðgjöld bíla- trygginga væri ómálefnaleg og til þess ætluð að fjölga félagsmönnum í FÍB. Óljós loforð um lækkuð ið- gjöld til félagsmanna væru einungis agn fyrir nýja félaga. _ Yfirlýst markmið FÍB var að ná fram 20-30% lækkun á bílatrygg- ingum og í desember síðastliðnum kom fram að félagið ætlaði að senda 14 erlendum tryggingafyrirtækjum, sex íslenskum félögum og fjórum tryggingamiðlurum og umboðs- mönnum erlendra tryggingafélaga hér á landi útboðsgögn vegna fyrir- hugaðs útboðs FÍB á ökutækjatrygg- ingum fyrir félagsmenn sína. Útboðsfrestur var til 19. janúar og þá kom í Ijós að lægsta tilboðið var frá NHK tryggingamiðluninni, sem nú heitir Alþjóðleg miðlun hf., fyrir hönd Ibex Motor Policies at Lloyd’s. Nú síðla sumars var því lýst yfir að FÍB hefði samið við Ibex Motor Policies at Lloyd’s, en Alþjóð- leg miðlun hf., sem er í eigu vátrygg- ingamiðlaranna Gísla Maack og Halldórs Sigurðssonar, mun annast sölu trygginganna til félagsmanna FÍB. Fram hefur komið að félagsmenn FÍB fá að minnsta kosti 25% lækkun á iðgöldum sínum og að þeir muni halda sínum bónus. Tryggingarnar verða seldar undir heitinu FÍB- trygging og hefur Alþjóðleg miðlun hf. ráðið sjö menn til starfa á skrif- stofu félagsins til að annast söluna sem hefst innan skamms. Einn af best reknu og arðbærustu hópum Lloyd’s Að sögn Gísla Maack eru um 400 tryggingahópar (,,syndicates“) á vá- tryggingamarkaði Lloyd’s og sér- hæfa þeir sig í ákveðnum tegundum trygginga. Ibex Motor Policies at Lloyd’s er einn af þessum trygginga- hópum og sérhæfir hann sig í bíla- tryggingum á Bretlandi og írlandi, en Gísli segir hann hafa verið einn af sex best reknu og arðbærustu hópunum innan Lloyd’s. Forstöðu- íslensku félögin búa sig undir aukna samkeppni Ljóst er að talsverðar sviptingar verða á íslenskum tiyggingamark- aði þegar breska tryggingafélagið Ibex Motor Policies hjá Lloyd’s ------------------------------------------ byrjar að selja félagsmönnum FIB bílatryggingar á næstunni. Hallur Þorsteinsson kynnti sér félagið og sjónarmið forsvarsmanna stærstu íslensku vátryggingafélaganna varðandi væntanlega samkeppni. Rúnar Guðmundsson Axel Gíslason Olafur B. Thors Gísli Maack rriaður hópsins og helsti ábyrgðar- maður („underwriter") heitir Ray Brick og hefur hann verið í forsvari fyrir Ibex Motor Policies at Lloyd’s síðastliðin 10-15 ár. Á síðasta ári velti tryggingahópurinn um 305 milljónum sterlingspunda, eða um 31,5 milljörðum íslenskra króna. „Lloyd’s er búið að ganga í gegnum ýmsa þró- un, en endurskipulagning þess var að ganga í gegn. Fyrir skömmu mældist Lloyd’s með fimmfalt gjaldþol miðað við það sem þarf að vera samkvæmt útreikningum breska viðskiptaráðuneytisins sem hefur eftirlit með tryggingamálum í Bretlandi. Tryggingahóparnir innan Lloyd’s eru hver og einn með sjóði líkt og íslensku tryggingafélögin, en á þriggja ára fresti þurfa þeir hins vegar að tæma sjóði sína á meðan íslensku félögin þurfa aldrei að gera það. Þetta er gert þannig að sjóðirn- ir eru gerðir upp og óviss mál eru endurtryggð hjá einhveijum öðrum. Þannig tæma þeir sjóðina og síðan er hagnaðurinn reiknaður út. Þessi tryggingafélög borga því skatt af öllum tekjum sín- um gagnstætt því sem ís- lensku tryggingafélögin gera, en hér á landi eru nú 13 milljarðar króna skattlausir í bílasjóðunum eingöngu,” segir Gísli. Hann segir að í stað hlutafjár þurfi hver og einn trygg- ingahópur innan Lloyd’s að safna nöfnum einstaklinga sem leggi fram traustar ábyrgðir, og auk þess standi allar eigur þessara einstaklinga að veði ef í Ijós komi að ábyrgðirnar dugi ekki fyrir bótagreiðslum. Þegar tryggingahópur hafi farið illa hjá Lloyd’s, sem aðallega hafi komið fyrir út af ábyrgðartryggingum vegna mengunar og náttúruham- fara, þá séu allar þessar ábyrgðir innkallaðar og síðan ef á hafi þurft að halda hafi verið gengið að eigum þess fólks sem áhættuna hefur tekið og gengist í ábyrgðir fyrir skuldbind- ingum tryggingahópsins. „Það er því í raun og veru ekki Lloyd’s sem er að tapa heldur þeir sem spila á Lloyd’s markaðnum, og þarna gildir því sama grundvallar- reglan og í kauphöllinni í New York. Það er ekki hún sjálf sem getur tap- að á viðskiptum heldur þeir einstakl- ingar sem fjárfesta. Ef hins vegar færi svo að allar eignir þeirra aðila sem að tryggingahóp standa dygðu ekki til að greiða bótakröfu þá er komið að því sem kallað er „Central Fund“ hjá Lloyd’s, eða miðsjóði, en í hann leggja allir sem eru á Llo- yd’s markaðnum ákveðna prósentu og kemur hann til viðbótar sem Aldrei gerst í sögunni að Lloyd’s haffi ekki borgað lögmæta bótakröfu trygging. Það hefur aldrei gerst í sögunni að Lloyd’s hafi ekki borgað lögmæta bótakröfu. Þess má geta að allur íslenski bílatryggingamark- aðurinn er innan við 1% af bílatrygg- ingum Lloyd’s, og sýnir það hver stærðarhlutföllin eru,“ segir Gísli. Geta selt á lægra verði og samt hagnast Aðspurður hvernig Ibex Motor Policies at Lloyd’s geti boðið upp á að minnsta kosti 25% lægri iðgjöld á bílatryggingum en íslensku trygg- ingafélögin sagði Gísli að Lloyd’s hefði fengið allar tölur um íslenska tryggingamarkaðinn, en Vátrygg- ingaeftirlitið hefði greint markaðinn talnalega eftir hverri grein. Þetta hefðu sérfræðingar Lloyd’s skoðað og teldu þeir sig geta selt bílatrygg- ingar hér á lægra verði en íslensku tryggingafélögin og samt hagnast á því, en þeir ætluðu að sjálfsögðu ekki að tapa á þessum viðskiptum. „Það er auðvitað deginum ljósara að afkoma bílatrygginga á íslandi hefur verið bókfærð þannig að al- gjörlega óraunhæf tillegg í bótasjóði hafa verið færð sem kostnaður og þannig myndað tap sem er ekki til. Það þarf ekki mikinn bókhaldsmann til að sjá hvað þarna er á seyði. Það er þó virðingarvert og okkur öllum í hag að íslensku tryggingafélögin skuli safna í sjóði og styrkja sig í sessi, en það er hins vegar ekki vátryggingatakinn sem á að borga þetta heldur hluthafarnir. Þeir eiga að leggja fram meira hlutafé og byggja félögin sín upp annars vegar með arði og hins vegar með auknu hlutafé. Þeir sem fá hagnaðinn af félögunum eiga því líka að byggja upp styrk þeirra en ekki þeir sem tryggja hjá þeim. í þessu er kannski fólginn sá grundvallarmunur sem er á milli tryggingamarkaðarins hér á landi og markaðarins í Bretlandi. Lloyd’s byggir ekki upp bótasjóði með því að selja tryggingar á yfir- verði heldur er safnað fleiri nöfnum með tilheyrandi tryggingar á bak við sig til að byggja upp styrk,“ segir Gísli. Bent hefur verið á að vátrygg- ingafélagið Skandia hf. hafi raun- verulega tapað um 300 milljónum króna á bílatryggingum þtjú fyrstu ár starfsemi félagsins hér á landi, og sænskir eigendur félagsins hafi lagt því til fjármagn til að standa undir þessu tapi. Gísli segir að þeg- ar Skandia kom hér inn á markaðinn hafi félagið boðið örlítið lægri ið- gjöld en hin vátryggingafélögin, en síðan sest við sama borð og þau í fákeppninni og tekið þátt í leiknum með þeim. „Skandia fór að leggja í bótasjóð- inn og byggja upp styrk og þannig myndaðist tap hjá þeirn. Þeir komu því inn í fákeppnina og tóku þátt í leik þeirra sem fyrir voru, en það mun Lloyd’s hins vegar ekki gera,“ segir Gísli. Um 98% félagsmanna FÍB ná umræddum afslætti Á næstu vikum verður iðgjalda- skrá vegna FÍB-trygginga birt og segir Gísli að þá muni koma í ljós hvort öllum félagsmönnum FÍB muni standa til boða að minnsta kosti 25% lægri iðgjöld en þeir hafa þurft að greiða hjá íslensku trygg- ingafélögunum. „Það hefur alltaf verið stefna Llo- yd’s að verðleggja hveija áhættu eftir því hvað hún á að kosta. íslensku trygginga- félögin hafa haldið því Svigrúm til að r , , . . , lækkaein- fram að þau borg, með staka þættl og hilntnríivnnmmi mon rvrtr*. ■ ** bílatryggingum með öðr- um tryggingum. Það er þeir allir hópast til Lloyd’s og þá kæmi það sem heitir „antiselection”. En fyrir þá sem eru góðir ökumenn og hafa verið tjónalitlir er afsláttur- inn mjög mikill, og ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að um 98% af meðlimum FÍB muni ná þess- um afslætti. Við erum fyrst og fremst að þjóna þessum viðskipta- vinum og það eru þeir sem fá þessa tryggingu,” segir Gísli. Góð og rökrétt afgreiðsla Ákveðin skilyrði eru fyrir því að erlent tryggingafélag megi bjóða bílatryggingar hér á landi. Það þarf að snúa sér til vátryggingaeftirlits- ins í heimalandi sínu sem síðan send- ir vátryggingaeftirlitinu hér á landi staðfestingu á því að félagið upp- fylli skilyrði um gjaldþol og eftir það er félagið skráð í dómsmálaráðu- neytinu. Félagið þarf að tilnefna uppgjörsfulltrúa hér á landi svo fólk þurfi ekki að sækja bætur sínar til útlanda, og loks þarf félagið að vera aðili að Ajþjóðlegum bifreiðatrygg- ingum á íslandi, sem er sameign- arfélag bílatryggingafélaganna og kemur fram fyrir hönd erlendra tryggingafélaga þegar erlendir bílar valda tjóni hér á landi og annast uppgjör fyrir þeirra hönd. Þessi skilyrði hefur Ibex Motor Policies at Lloyd’s nú uppfyllt og segir Gísli að félagið hafi fengið mjög góða og rökrétta afgreiðslu og stjórnvöld og aðrir sem þurft hafi að leita til verið að öllu leyti til fyrirmyndar. Gísli segir að ef hann eigi að spá einhveiju um bílatryggingamarkað- inn á næstunni þá reikni hann auð- vitað með því að íslensku vátrygg- ingafélögin muni nú skyndilega sjá sér fært að lækka iðgjöld bílatrygg- inga. Það sé af hinu góða og með því sé markmiðinu náð. „Við bendum hins vegar fólki á að það verð sem við munum bjóða sé ekki til frambúðar nema fólk fylki sér á bak við þetta og kenni íslensku tryggingafélögunum lexíu sem þau geti þá nýtt sér í öðrum tryggingum, því það þarf líka að lækka heimilis- og húseigendatryggingar og aðrar tryggingar. Það er nefnilega engin ástæða til þess, þó að maður búi á íslandi, að þurfa að borga miklu hærri tryggingaiðgjöld en alls staðar annars staðar," segir hann. Athugasemdir við umboð Félagsmenn FÍB eru nú tæplega 19 þúsund og hefur þeim fjölgað úr 4-5 þúsundum frá því FÍB byij- aði að kvarta yfir vátryggingamál- unum og iðgjöldum bílatrygginga. Um fimm þúsund félagsmanna munu þegar hafa veitt félaginu umboð til að segja tryggingum sín- um upp hjá vátryggingafélögunum og segist Gísli Maack búast við gíf- urlegri fjölgun eftir að iðgjaldaskrá vegna FÍB-trygginga hefur verið birt. Rúnar Guðmundsson, skrifstofu- stjóri Vátryggingaeftirlitsins, segir að athugasemdir hafi borist frá Sambandi íslenskra tryggingafé- laga, SÍT, í október í fyrra um fyrir- komulag á því umboði til uppsagna bílatrygginga sem FIB var þá að fá frá félagsmönnum sínum. Oskaði SÍT álits Vátryggingaeftirlitsins á því hvort þar væru eðlileg yinnu- brögð viðhöfð og eðlilega staðið að málum. „Umboðið er ansi víðtækt og SÍT ---------- var með efasemdir um að þetta umboð stæðist eins og það væri úr garði gert. Niðurstaða okkar var sú að með hliðsjón af lögum um vátryggingastarfsemi hugsanlega auðvitað röng aðferð því þörf að hækka gerðum við ekki athuga- sá sem á engan bíl og tek- ur til dæmis heimilistrygg- ingu á ekki að þurfa að greiða niður bílatryggingu fyrir einhvern annan. Á sama hátt á t.d. ekki að greiða niður bílatryggingar fyrir 17 ára unglinga, sem að meðaltali lenda í tveim tjónum fyrsta árið eftir að þeir bytja að aka bíl. Að sjálfsögðu verður ekki umræddur afsláttur hjá okkur fyrir unglinga, því þá myndu aðra semdir við umboðið. Þessu var svarað fljótlega af okkar hálfu og síðan var það núna í byrjun september að við fengum nýtt erindi frá SÍT þar sem gagn- gert er verið að frjalla um þær upp- sagnir sem hafa verið að berast og er það mál í vinnslu hjá okkur,“ segir Rúnar. FÍB sendi tryggingafélögunum tiltekinn fjölda af uppsögnum trygg- inga félagsmanna fyrir lok ágúst vegna gjalddaga 1. október næst- komandi og að sögn Rúnars eru vátryggingafélögin að vega það og meta hvort þær uppsagnir, sem þau hafa verið að fá, séu gildar. Rúnar segist hafa svarað SÍT því til fyrir hönd Vátryggingaeftirlitsins að það teldi uppsagnirnar gildar. „Síðan kom erindi númer þtjú sem nú er til skoðunar, en álitaaefnið er að í einhveijum tilvikum hafa eig- endaskipti átt sér stað á ökutækjum og spurningin hvaða áhrif það hefur á þessar uppsagnir. Það virðist að það sé ekki alveg vandað nóg til verka og bunkinn sendur í einhvetj- um tilvikum ekki alveg nógu vel skoðaður. Þetta er nú í athugun hjá okkur,“ segir Rúnar. í umboði félagsmanna FÍB heim- ila þeir félaginu að segja tryggingu sinni upp og ganga frá nýjum trygg- ingasamningi fyrir þeirra hönd, en skilyrt er að viðkomandi fái að vita hvert iðgjaldið verður áður en geng- ið verður frá nýjum samningi. „Staðan er ekki þannig að FÍB geti upplýst hver iðgjöldin verða. Það þarf jafnframt að minnast þess sem er mjög mikilvægt atriði í um- ræðunni um ökutækjatryggingar að gild uppsögn er háð því skilyrði að nýr samningur komist á hjá öðru tryggingafélagi. Þannig að hjá þess- um hóp sem nú var að segja upp fyrir lok ágúst með gjalddaga 1. október kemur uppsögn því aðeins til framkvæmda að viðkomandi hafi gengið frá nýjum samningi fyrir 1. október. Sá sem sendi inn uppsögn fyrir 30. ágúst og gerir síðan ekki neitt verður því einfaldlega áfram hjá sínu gamla tryggingafélagi næsta árið,“ segir Rúnar. Snýst um leikreglur Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár- Almennra og formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga, segir að mál þetta snúist einfaldlega um leik- reglur. Vátryggingafélag geti ekki fellt niður bíltryggingu hjá sér nema alveg sé ljóst að bíllinn sé kominn í tryggingu hjá öðru félagi. „Þessi umboð sem menn skrifuðu undir til FÍB byggðust á því að þau yrðu ekki virk nema því aðeins að viðkomandi aðilar fengju vitneskju um það fyrirfram hvað þeim stæði til boða. Við höfðum ástæðu til að ætla að sú vitneskja hefði ekki legið fyrir í öllum tilvikum og kannski hvergi. Þar af leiðandi báðum við Vátryggingaeftirlitið að athuga þetta, þannig að okkar bækur væru réttar og það væri ekki verið að segja hér upp einhvetjum trygging- um þar-sem umboðið til að segja upp tryggingunum væri hugsanlega ekki í lagi. Þetta snýst eingöngu um fagmennsku í vátryggingum og hef- ur í sjálfu sér ekkert með sam- keppni við FÍB, Lloyd’s eða neinn annan að gera. Tryggingafélögin hér eru í harðri samkeppni sín á milli, en menn verða að virða þessar leikreglur einungis öryggisins vegna. í fyrstu atrennu taldi eftirlitið að það væri ekkert við þetta að athuga þar sem umboð- ið hefði verið endurnýjað, en í ljós kom hins vegar að einhver hluti þessara umboða, sem voru send inn til félaganna, var vegna trygginga sem voru ekki lengur í gildi, en menn höfðu selt bílana í millitíðinni eða eitthvað annað. Það varð ti! þess að menn sögðu að það gæti ekki verið að þessir aðilar hefðu endurnýjað umboð FÍB til að senda þessar uppsagnir þar sem þeir ættu ekki lengur þessa bíla, og þá vakn- aði spurningin hvemig væri með alla hina. Samkeppnin kemur þessu máli ekkert við, þetta eru bara tæknileg atriði sem verða að vera í lagi,“ segir Ólafur. Taka verður á samkeppni Aðspurður hvernig hann teldi að vátryggingafélögin brygðust við væntanlegri samkeppni frá Ibex Motor Policies at Lloyd’s sagði Olaf- ur að hver og einn yrði að skoða það mál í sínum ranni. „Ég býst við að menn bíði eftir því samkeppninnar vegna að sjá hvort það er rétt að tvítugur strák- ur, sem er meðlimur í FÍB, fái 25% afslátt af iðgjaldi sínu eins og mér sýnist nú að sé búið að lofa, eða hvort það eru einhvetjar aðrar leik- reglur sem gilda þarna heldur en menn þekkja. Við hjá Sjóvá-Almenn- um höfum stöðugt verið að breyta iðgjöldum og bæta inn í stofninn okkar og annað þess háttar og við munum halda því áfram. í fyrsta lagi munum við bara keyra okkar braut eins og við höfum gert áður og tilkynnt að við munum gera í kjölfar góðrar afkomu hjá félaginu. Síðan er spurningin hvernig menn bregðast við samkeppni. Samkeppni er auðvitað alltaf samkeppni og menn verða að taka á henni, en hvað menn treysta sér til að gera verður bara að koma í ljós. Að því er okkur varðar þá erum við að sjálf- sögðu að skoða hvað við gerum fyr- ir okkar viðskiptamenn, en það er út af fyrir sig óháð þessari sam- kep_pni,“ segir hann. Ólafur segir að hann geti ekkert um það fullyrt hvort svigrúm sé til mikilla almennra iðgjaldalækkana. Það hafi ekki verið svigrúm til þess, og það sé í raun hiutverk Vátrygg- ingaeftirlitsins að meta það hvort félögin eru farin að ganga á þau öryggismörk sem þeim ber að hlíta. „Félögin verða þá að mæta þessu á einhvern hátt. Enda hafa þau ver- ið að gera ýmsa hluti, og t.d. verið að ná árangri með því að lækka rekstrarkostnaðinn og auka fjár- munatekjur sínar. Og þegar afkom- an er góð eins og hún hefur til dæmis verið fyrri partinn á þessu ári hjá Sjóvá-Álmennum þá er það einfaldlega stefna okkar að láta við- skiptamenn okkar njóta þess. Hvað við getum gert umfram það er svo óráðin gáta,“ sagði Ólafur. Ótímabært að segja til um viðbrögð Axel Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingafélags íslands, segir að ótíma- bært sé að segja nokkuð um það hvernig félagið muni bregðast við væntanlegri samkeppni frá Ibex Motor Policies at Lloyd’s þar sem ekkert hafi heyrst frá tryggingafé- laginu um skilmála og kjör ennþá og fréttaflutningur einungis verið frá FÍB. „Það er félagið sjálft sem ákveður gjaldskrána og hana má í sjálfu sér byggja upp á misjafnan hátt, og það fer kannski eftir því hversu mikil útjöfnun verður í þeirri gjaldskrá sem þeir hugsa sér. Hún gæti hæg- lega orðið eitthvað frábrugðin gjald- skrám íslensku félaganna þótt heild- ariðgjöldin verði kannski ekkert mjög frábrugðin. Vátryggingar snú- ast nú einu sinni um útjöfnun á tjón- um og tjónakostnaði og það má gera á ýmsan hátt,“ segir Axel. Hann segist. leyfa sér að efast um að heildarvátryggingarkostnaður í bifreiðatryggingum eigi eftir að lækka um 25% _við þetta, en Vá- tryggingafélag íslands verði hins vegar búið undir væntanlega sam- keppni. „Það gæti verið svigrúm til að lækka einstaka þætti og hugsanlega nauðsynlegt að hækka aðra, og það hefur gerst í gegnum árin að slíkar breytingar hafi orðið eftir því hvern- ig tjónareynslan hefur verið. Hún er að breytast frá ári til árs og með því fylgjumst við náið. Ég fullyrði að við höfum betri upplýsingar held- ut' en nokkrir aðrir um það hver raunverulegur tjónakostnaður er. Það er hins vegar hægt að byggja upp iðgjaldaskrá miðað við einhvetj- ar erlendar reynslutölur og hugsan- lega eru menn að gera það. Ég get hins vegar ekki haft neina rökstudda skoðun á því hvað þarna kemur fram fyrr en ég sé það, og áður en það liggur fyrir er út í hött að fara að velta viðbrögðunum nákvæmlega fyrir sér. Auðvitað eru íslensku fé- lögin með ákveðinn markað sem þau ætla sér að þjóna áfram, og við hjá VÍS ætlum okkur að sjálfsögðu að þjóna viðskiptavinum okkar vel áfram,“ sagði Axel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.