Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Heildarvelta í verslunargrei í janúar til júní 1995 og 1998 (í millj.kr., án vsk., á verðlagi hvers árs) jan.-júní jan.-júní Veltu- Heildsöludreifing áfengis 1995 1996 breyting og tóbaks, smásala áfengis 4.766,1 4.431,8 -7,0% Heildsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum 10.856,7 12.750,9 17,4% Byggingavöruverslun 4.656,1 5.065,0 8,8% Sala á bílum og bílavörum 8.422,9 10.555,4 25,3% Önnur heildverslun 40.570,1 44.540,7 9,8% Heildverslun samtals: 69.271,9 77.343,7 H 11,7 Fiskverslun 403,7 460,1 14,0 Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala 14.486,2 15.060,4 4,0% Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 3.981,8 4.088,2 2,7% Blómaverslun 771,3 833,7 8,1% Sala vefnaðar- og fatavöru 2.428,0 2.651,5 9,2% Skófatnaður 342,3 344,7 0,7% 6 Bækur og ritföng 1.296,8 1.434,8 ■ 10,6% |Lyf og hjúkrunarvara 2.016,2 2.254,4 I111Æ% | Búsáhöld, heimilis- |tæki, húsgögn 4.250,1 4.687,2 M10.3% | Úr, skartgripir, Ijós- myndavörur, sjóntæki 505,4 536,9 1 6,2% I Snyrti- og hreinlætisvörur 266,6 291,9 , 9,5% SÖnnur sérverslun, s.s. sportvörur, f leikföng, minjagripir, frímerki o. fl. 1.729,5 1.734,7 0,3% j Blönduð verslun_________________14.758,9 15.381,8 14,2% Smásöluverslun samtals: 47.236,9 49.760,3 1 5,3% VERSLUN SAMTALS: 116.508,8 127.104,1 1 9,1% Stóraukin umsvif í verslun Hræringar í verslunarmálum á ísafirði Bjömsbúð með tílboð í kaupfélagsverslunina VERSLUN Björns Guðmundssonar hf. á Isafirði hefur ásamt fleiri aðil- um þar í bæ gert tilboð í verslun Kaupfélags ísfirðinga. Rekstur Kaupfélagsins á Ísafirði hefur gengið illa að undanförnu og hefur Kaupfélag Suðumesja einnig gert tilboð í verslun þess eins og fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag. Björn Garðarsson, verslunarstjóri Björnsbúðar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ásamt fleiri aðilum gert tilboð í kaup- félagsverslunina. Boðið hefði verið í rekstur, búnað og vörubirgðir en ekki í sjálft húsnæðið. Ef af kaupun- um yrði væri ætlunin hins vegar að sameina kaupfélagsverslunina og Björnsbúð á einum stað. Yrði líklega reynt að leigja núverandi húsnæði kaupfélagsverslunarinnar undir hina sameinuðu verslun. Björn vildi að svo stöddu ekki gefa upp hvaða aðilar stæðu að til- boðinu með Björnsbúð en sagði að þeir væru einnig frá Ísafirði. „Við teljum eðlilegt að ekki sé gengið fram hjá starfandi fyrirtækjum í verslun- arrekstri hér á svæðinu ef til þess kemur að kaupfélagsverslunin verði seld. Með því að sameina rekstur Björnsbúðar og kaupfélagsins næð- um við meiri hagkvæmni í rekstrin- um og gætum þannig aukið vöruúr- valið og lækkað verðið." Búist er við að tilboð Björnsbúðar og Kaupfélags Suðurnesja verði tek- in fyrir á stjórnarfundi Kaupfélags Isafjarðar fljótlega. Nýr hugbúnaður í þróun fyrir tölvukerfi fiskmarkaðanna Kaupendur fá beinan að- gangað uppboðskerfinu ÍSLANDSMARKAÐUR hf. sem annast rekstur uppboðskerfis fisk- markaðanna, Boða, hefur í undir- búningi að bjóða fiskkaupendum beinan aðgang að tölvukerfinu, þannig að þeir geti tekið þátt í upp- boðum með sínum eigin PC-tölvum. Frá þessu er greint í nýju frétta- bréfi fyrirtækisins. Uppboðskerfið Boði hefur verið notkun frá árinu 1994, en það teng- ir saman sjálfstæða fiskmarkaði undir merki Islandsmarkaðar. Fyrir tíma Boða þurftu fiskkaupendur að fara á miili markaða til þess að bjóða í fisk. Átta fiskmarkaðir eru tengdir Boða gegnum víðnet Pósts og síma, en útstöðvarnar sem tengdar eru við kerfið verða 17 innan skamms. Upp- lýsingar um fisk í boði eru aðgengi- legar samtímis á öllum mörkuðum. Uppboð fara þannig fram að kaupendur sitja við tölvu og sérstök uppboðsklukka sem telur niður myndar verðið á fiskinum. Þegar það verð birtist á skjánum sem kaupandi er tilbúinn að greiða, ýtir hann á hnapp og fær fiskinn á því verði. Með þessu hafa allir kaupendur jafna möguleika á að bjóða í fisk. Nú er verið að þróa möguleika á að kaupendur geti tengst kerfinu gegnum PC-tölvur sínar og tekið þátt í uppboðum frá skrifborði sínu. Andrés H. Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Islandsmarkaðar hf., sagði að hugmyndin væri sú að bjóða kaupendum forrit fyrir sínar PC- tölvur. Með þessum hugbúnaði gætu þeir tengst uppboðskerfinu og sett fram tilboð í þann fisk sem þeir vildu kaupa. Sérstök Unix-tölva yrði not- uð til að taka við tilboðunum og koma þeim inn í uppboðskerfið. Hann sagði að þetta nýja kerfi yrði hugsanlega boðið kaupendum um næstu áramót, en það yrði fyrst prófað á mörkuðunum. Þetta kæmi sérstaklega þeim kaupendum til góða sem byggju íjarri útstöðvum kerfisins. Kaup ferðamanna á skattfijálsum varningi Ullin hefuryfirburði Veltanjókst um 10,5 milljarða HEILDARVELTA í verslun jókst alls um 10,5 milljarða króna eða 9,1% fyrstu sex mánuði ársins frá því á sama tímabili árið 1995, skv. virðisaukaskattsskýrslum. Á meðfylgjandi yfirliti sem Þjóðhagsstofnun hefur tekið sam- an sést að velta í smásöluverslun hefur aukist um 5,3%, en velta í heildsöluverslun um 11,7%. Þróunin er ákaflega misjöfn í einstökum greinum, ef marka má þessar tölur, en hafa þarf í huga að tilfærsla gæti hafa átt sér stað milli flokka. Þá þarf að skoða sölu- tölur yfir áfengi og tóbak með það í huga að heildsöludreifing á áfengi var gefín fijáls í byrjun ársins. ÞJÓÐVERJAR kaupa mest af skatt- fijálsum varningi hér á landi en Bandaríkjamenn og Svíar eru í öðru og þriðja sæti. Mest er sótt í ullar- vöru og eru 75% endurgreiðslna virð- isaukaskatts til erlendra ferðamanna vegna hennar. Fyrirtækið Europan Tax-free Shopping á íslandi (ETS) var stofn- að í apríl á þessu ári og hóf milli- göngu um endurgreiðslu virðisauka- skatts til eriendra ferðamanna hinn 25. júní. í tölum frá fyrirtækinu kemur fram að frá þeim tíma hefur fyrirtækið gefið út um ellefu þúsund endurgreiðsluávísanir að söluand- virði 118 milljónir króna. Tæp 17% af andvirði endur- greiðslna fóru til Þjóðvetja eða rúm- ar 18 milljónir. Bandaríkjamenn urðu í öðru sæti með 9,2% eða tíu milljónir og Svíar í hinu þriðja með 8,2% eða níu mítljónir. Að meðaltali keypti hver þeirra, sem nýttu sér þjónustuna, skattfijálsar vörur fyrir 10.076 krónur. Ullarvörur gnæfa hátt yfir aðra vöruflokka en í veltu námu þær rúmum 75% af heildinni. Þar á eftir koma bækur, 6%, minja- gripir, 4,3% og gjafavörur, 2,92%. Jónas Hagan Guðmundsson, framkvæmdastjóri ETS segir að margar íslenskar verslanir séu full- komlega samkeppnishæfar við er- lendar verslanir í verði, sérstaklega þegar ferðamönnum sé boðin 15% endurgreiðsla á virðisaukaskatti. „Við munum í auknum mæli leggja áherslu á að kynna íslenskar verslan- ir fyrir og í því skyni munum við hefja útgáfu kynningarrits fyrir er- Ienda ferðamenn." Stóll með stíl! Staflanlegur stóll fyrir hótel, skóla, mðstefnusali og samkomuhús. Staðgreiðsluverð: 9.800 kr. 108 Reykjavík, sími 553 2035 Nýrforstöðu- maður þróunar- sviðs Skeljungs • ARNÞÓR Halldórsson hefur ver- ið ráðinn forstöðumaður þróun- arsviðs hjá Skeljungi hf. og tekur hann við starfinu um miðjan sept- ember. Amþór er byggingaverkfræð- ingur frá Háskóla Islands 1985, lauk MSCE prófi frá University of Washington í Se- attle í Bandaríkj- unum 1987, stund- aði nám í viðskipta- háskóla Kaup- mannahafnar 1995 og lauk MBA pröfi með áherslu á stjórnun og mark- aðsfræði frá Uni- versity of Was- hington í Seattle í Bandaríkjunum íjúní 1996. Arnþór hefur starfað sem verkfræðingur hjá Hönnun hf., Sir Alexander Gibb and partners á Bret- landi og hjá ABKJ Consulting Engineering í Seattle í Bandaríkj- unum. Á síðasta ári var Arnþór verk- efnisstjóri Reykjavíkurhafnar við frumhönnun og skipulagningu stækkunar olíuhafnar við Eyjagarð í Örfírisey. Arnþór er fæddur 1961. Hann á eitt barn. Nýrfram- kvæmdastjóri hjáFrigghf • SIGURÐUR Geirsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Friggjar hf. frá og með 1. nóvember næstkomandi. Frá því Skeljungur hf. keypti hlutafélagið Frigg fyrr á þessu ári hefur starfsemi Friggjar verið end- urskipulögð og hagrætt í rekstrin- um með góðum ár- angri og er ráðning nýs framkvæmdastjóra liður í því starfi. Sigurður er rekstrartæknifræð- ingur frá Tækniskólanum í Óðinsvé- Arnþór Halldórsson um 1980. Hann starfaði sem deildar- stjóri efnavörudeildar Skeljungs hf. frá 1984 til 1987_ og sem fram- kvæmdastjóri hjá ísfugli frá 1987 til 1988. Frá þeim tíma hefur hann verið deildarstjóri innkaupadeildar Flugleiða með aðsetur á Keflavíkur- flugvelli. Sigurður er fæddur 1954 og er eiginkona hans Guðlaug Ein- arsdóttir kennari. Þau eiga tvö börn. Ráðinn til ESB • INDRIÐI Benediktsson hefur verið ráðinn til starfa við fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins í Brussel. Hann vinnur hjá stjórnardeild XII fyrir rannsóknir og tækniþróun, sem fer með málefni, er varða rann- sóknasamvinnu miili aðildarlanda Evrópska Efna- hagssvæðisins. Indriði er doktor í náttúrufræðum frá Freie Univers- itiit í Bcrlín og starfaði áður hjá Háskóla íslands og Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Indriði Benediktsson. Fundað um sjávarútveg LANDSBRÉF hf. munu efna til fundaraðar í tengslum við sjávarút- vegssýninguna, sem hefst á morgun. Um er að ræða fjóra stutta morgun- verðarfundi og eru þeir ætlaðir út- gerðarmönnum og öðrum stjórnend- um sjávarútvegsfyrirtækja, fulltrú- um sölusamtaka í sjávarútvegi og stjórnendum fyrirtækja sem þjóna sjávarútvegi. Á morgun, miðvikudag, fjallar Brynjólfur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Granda, um samruna og sam; starf sjávarútvegsfyrirtækja. Á fimmtudaginn fjallar Steinþór Ólafs- son framkvæmdastjóri Pesquera Si- glo, S.A. de C.V. í Mexíkó um upp- byggingu sjávarútvegsfyrirtækja er- lendis. A föstudag fjallar Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri UA um landvinnslu og á síðasta fundin- um á laugardag veltir Albert Þ. Jóns- son, verðbréfamiðlari, því fyrir sér hvort verð á sjávarútvegsfyrirtækj- um sé orðið of hátt. Fundirnir hefj- ast kl. 8.30 á 2. hæð á Hótel íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.