Morgunblaðið - 17.09.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.09.1996, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Heildarvelta í verslunargrei í janúar til júní 1995 og 1998 (í millj.kr., án vsk., á verðlagi hvers árs) jan.-júní jan.-júní Veltu- Heildsöludreifing áfengis 1995 1996 breyting og tóbaks, smásala áfengis 4.766,1 4.431,8 -7,0% Heildsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum 10.856,7 12.750,9 17,4% Byggingavöruverslun 4.656,1 5.065,0 8,8% Sala á bílum og bílavörum 8.422,9 10.555,4 25,3% Önnur heildverslun 40.570,1 44.540,7 9,8% Heildverslun samtals: 69.271,9 77.343,7 H 11,7 Fiskverslun 403,7 460,1 14,0 Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala 14.486,2 15.060,4 4,0% Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 3.981,8 4.088,2 2,7% Blómaverslun 771,3 833,7 8,1% Sala vefnaðar- og fatavöru 2.428,0 2.651,5 9,2% Skófatnaður 342,3 344,7 0,7% 6 Bækur og ritföng 1.296,8 1.434,8 ■ 10,6% |Lyf og hjúkrunarvara 2.016,2 2.254,4 I111Æ% | Búsáhöld, heimilis- |tæki, húsgögn 4.250,1 4.687,2 M10.3% | Úr, skartgripir, Ijós- myndavörur, sjóntæki 505,4 536,9 1 6,2% I Snyrti- og hreinlætisvörur 266,6 291,9 , 9,5% SÖnnur sérverslun, s.s. sportvörur, f leikföng, minjagripir, frímerki o. fl. 1.729,5 1.734,7 0,3% j Blönduð verslun_________________14.758,9 15.381,8 14,2% Smásöluverslun samtals: 47.236,9 49.760,3 1 5,3% VERSLUN SAMTALS: 116.508,8 127.104,1 1 9,1% Stóraukin umsvif í verslun Hræringar í verslunarmálum á ísafirði Bjömsbúð með tílboð í kaupfélagsverslunina VERSLUN Björns Guðmundssonar hf. á Isafirði hefur ásamt fleiri aðil- um þar í bæ gert tilboð í verslun Kaupfélags ísfirðinga. Rekstur Kaupfélagsins á Ísafirði hefur gengið illa að undanförnu og hefur Kaupfélag Suðumesja einnig gert tilboð í verslun þess eins og fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag. Björn Garðarsson, verslunarstjóri Björnsbúðar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ásamt fleiri aðilum gert tilboð í kaup- félagsverslunina. Boðið hefði verið í rekstur, búnað og vörubirgðir en ekki í sjálft húsnæðið. Ef af kaupun- um yrði væri ætlunin hins vegar að sameina kaupfélagsverslunina og Björnsbúð á einum stað. Yrði líklega reynt að leigja núverandi húsnæði kaupfélagsverslunarinnar undir hina sameinuðu verslun. Björn vildi að svo stöddu ekki gefa upp hvaða aðilar stæðu að til- boðinu með Björnsbúð en sagði að þeir væru einnig frá Ísafirði. „Við teljum eðlilegt að ekki sé gengið fram hjá starfandi fyrirtækjum í verslun- arrekstri hér á svæðinu ef til þess kemur að kaupfélagsverslunin verði seld. Með því að sameina rekstur Björnsbúðar og kaupfélagsins næð- um við meiri hagkvæmni í rekstrin- um og gætum þannig aukið vöruúr- valið og lækkað verðið." Búist er við að tilboð Björnsbúðar og Kaupfélags Suðurnesja verði tek- in fyrir á stjórnarfundi Kaupfélags Isafjarðar fljótlega. Nýr hugbúnaður í þróun fyrir tölvukerfi fiskmarkaðanna Kaupendur fá beinan að- gangað uppboðskerfinu ÍSLANDSMARKAÐUR hf. sem annast rekstur uppboðskerfis fisk- markaðanna, Boða, hefur í undir- búningi að bjóða fiskkaupendum beinan aðgang að tölvukerfinu, þannig að þeir geti tekið þátt í upp- boðum með sínum eigin PC-tölvum. Frá þessu er greint í nýju frétta- bréfi fyrirtækisins. Uppboðskerfið Boði hefur verið notkun frá árinu 1994, en það teng- ir saman sjálfstæða fiskmarkaði undir merki Islandsmarkaðar. Fyrir tíma Boða þurftu fiskkaupendur að fara á miili markaða til þess að bjóða í fisk. Átta fiskmarkaðir eru tengdir Boða gegnum víðnet Pósts og síma, en útstöðvarnar sem tengdar eru við kerfið verða 17 innan skamms. Upp- lýsingar um fisk í boði eru aðgengi- legar samtímis á öllum mörkuðum. Uppboð fara þannig fram að kaupendur sitja við tölvu og sérstök uppboðsklukka sem telur niður myndar verðið á fiskinum. Þegar það verð birtist á skjánum sem kaupandi er tilbúinn að greiða, ýtir hann á hnapp og fær fiskinn á því verði. Með þessu hafa allir kaupendur jafna möguleika á að bjóða í fisk. Nú er verið að þróa möguleika á að kaupendur geti tengst kerfinu gegnum PC-tölvur sínar og tekið þátt í uppboðum frá skrifborði sínu. Andrés H. Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Islandsmarkaðar hf., sagði að hugmyndin væri sú að bjóða kaupendum forrit fyrir sínar PC- tölvur. Með þessum hugbúnaði gætu þeir tengst uppboðskerfinu og sett fram tilboð í þann fisk sem þeir vildu kaupa. Sérstök Unix-tölva yrði not- uð til að taka við tilboðunum og koma þeim inn í uppboðskerfið. Hann sagði að þetta nýja kerfi yrði hugsanlega boðið kaupendum um næstu áramót, en það yrði fyrst prófað á mörkuðunum. Þetta kæmi sérstaklega þeim kaupendum til góða sem byggju íjarri útstöðvum kerfisins. Kaup ferðamanna á skattfijálsum varningi Ullin hefuryfirburði Veltanjókst um 10,5 milljarða HEILDARVELTA í verslun jókst alls um 10,5 milljarða króna eða 9,1% fyrstu sex mánuði ársins frá því á sama tímabili árið 1995, skv. virðisaukaskattsskýrslum. Á meðfylgjandi yfirliti sem Þjóðhagsstofnun hefur tekið sam- an sést að velta í smásöluverslun hefur aukist um 5,3%, en velta í heildsöluverslun um 11,7%. Þróunin er ákaflega misjöfn í einstökum greinum, ef marka má þessar tölur, en hafa þarf í huga að tilfærsla gæti hafa átt sér stað milli flokka. Þá þarf að skoða sölu- tölur yfir áfengi og tóbak með það í huga að heildsöludreifing á áfengi var gefín fijáls í byrjun ársins. ÞJÓÐVERJAR kaupa mest af skatt- fijálsum varningi hér á landi en Bandaríkjamenn og Svíar eru í öðru og þriðja sæti. Mest er sótt í ullar- vöru og eru 75% endurgreiðslna virð- isaukaskatts til erlendra ferðamanna vegna hennar. Fyrirtækið Europan Tax-free Shopping á íslandi (ETS) var stofn- að í apríl á þessu ári og hóf milli- göngu um endurgreiðslu virðisauka- skatts til eriendra ferðamanna hinn 25. júní. í tölum frá fyrirtækinu kemur fram að frá þeim tíma hefur fyrirtækið gefið út um ellefu þúsund endurgreiðsluávísanir að söluand- virði 118 milljónir króna. Tæp 17% af andvirði endur- greiðslna fóru til Þjóðvetja eða rúm- ar 18 milljónir. Bandaríkjamenn urðu í öðru sæti með 9,2% eða tíu milljónir og Svíar í hinu þriðja með 8,2% eða níu mítljónir. Að meðaltali keypti hver þeirra, sem nýttu sér þjónustuna, skattfijálsar vörur fyrir 10.076 krónur. Ullarvörur gnæfa hátt yfir aðra vöruflokka en í veltu námu þær rúmum 75% af heildinni. Þar á eftir koma bækur, 6%, minja- gripir, 4,3% og gjafavörur, 2,92%. Jónas Hagan Guðmundsson, framkvæmdastjóri ETS segir að margar íslenskar verslanir séu full- komlega samkeppnishæfar við er- lendar verslanir í verði, sérstaklega þegar ferðamönnum sé boðin 15% endurgreiðsla á virðisaukaskatti. „Við munum í auknum mæli leggja áherslu á að kynna íslenskar verslan- ir fyrir og í því skyni munum við hefja útgáfu kynningarrits fyrir er- Ienda ferðamenn." Stóll með stíl! Staflanlegur stóll fyrir hótel, skóla, mðstefnusali og samkomuhús. Staðgreiðsluverð: 9.800 kr. 108 Reykjavík, sími 553 2035 Nýrforstöðu- maður þróunar- sviðs Skeljungs • ARNÞÓR Halldórsson hefur ver- ið ráðinn forstöðumaður þróun- arsviðs hjá Skeljungi hf. og tekur hann við starfinu um miðjan sept- ember. Amþór er byggingaverkfræð- ingur frá Háskóla Islands 1985, lauk MSCE prófi frá University of Washington í Se- attle í Bandaríkj- unum 1987, stund- aði nám í viðskipta- háskóla Kaup- mannahafnar 1995 og lauk MBA pröfi með áherslu á stjórnun og mark- aðsfræði frá Uni- versity of Was- hington í Seattle í Bandaríkjunum íjúní 1996. Arnþór hefur starfað sem verkfræðingur hjá Hönnun hf., Sir Alexander Gibb and partners á Bret- landi og hjá ABKJ Consulting Engineering í Seattle í Bandaríkj- unum. Á síðasta ári var Arnþór verk- efnisstjóri Reykjavíkurhafnar við frumhönnun og skipulagningu stækkunar olíuhafnar við Eyjagarð í Örfírisey. Arnþór er fæddur 1961. Hann á eitt barn. Nýrfram- kvæmdastjóri hjáFrigghf • SIGURÐUR Geirsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Friggjar hf. frá og með 1. nóvember næstkomandi. Frá því Skeljungur hf. keypti hlutafélagið Frigg fyrr á þessu ári hefur starfsemi Friggjar verið end- urskipulögð og hagrætt í rekstrin- um með góðum ár- angri og er ráðning nýs framkvæmdastjóra liður í því starfi. Sigurður er rekstrartæknifræð- ingur frá Tækniskólanum í Óðinsvé- Arnþór Halldórsson um 1980. Hann starfaði sem deildar- stjóri efnavörudeildar Skeljungs hf. frá 1984 til 1987_ og sem fram- kvæmdastjóri hjá ísfugli frá 1987 til 1988. Frá þeim tíma hefur hann verið deildarstjóri innkaupadeildar Flugleiða með aðsetur á Keflavíkur- flugvelli. Sigurður er fæddur 1954 og er eiginkona hans Guðlaug Ein- arsdóttir kennari. Þau eiga tvö börn. Ráðinn til ESB • INDRIÐI Benediktsson hefur verið ráðinn til starfa við fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins í Brussel. Hann vinnur hjá stjórnardeild XII fyrir rannsóknir og tækniþróun, sem fer með málefni, er varða rann- sóknasamvinnu miili aðildarlanda Evrópska Efna- hagssvæðisins. Indriði er doktor í náttúrufræðum frá Freie Univers- itiit í Bcrlín og starfaði áður hjá Háskóla íslands og Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Indriði Benediktsson. Fundað um sjávarútveg LANDSBRÉF hf. munu efna til fundaraðar í tengslum við sjávarút- vegssýninguna, sem hefst á morgun. Um er að ræða fjóra stutta morgun- verðarfundi og eru þeir ætlaðir út- gerðarmönnum og öðrum stjórnend- um sjávarútvegsfyrirtækja, fulltrú- um sölusamtaka í sjávarútvegi og stjórnendum fyrirtækja sem þjóna sjávarútvegi. Á morgun, miðvikudag, fjallar Brynjólfur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Granda, um samruna og sam; starf sjávarútvegsfyrirtækja. Á fimmtudaginn fjallar Steinþór Ólafs- son framkvæmdastjóri Pesquera Si- glo, S.A. de C.V. í Mexíkó um upp- byggingu sjávarútvegsfyrirtækja er- lendis. A föstudag fjallar Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri UA um landvinnslu og á síðasta fundin- um á laugardag veltir Albert Þ. Jóns- son, verðbréfamiðlari, því fyrir sér hvort verð á sjávarútvegsfyrirtækj- um sé orðið of hátt. Fundirnir hefj- ast kl. 8.30 á 2. hæð á Hótel íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.