Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS „Lét brenna fólk“ Frá Minervu M. Haraldsdóttur: NÚ ER haustið að ganga í garð og fer ekki hjá því, eins og á öllum tímamótum, að við stöldrum við, hugleiðum og gerum úttekt á því tímabili sem er að ljúka. Núna er það íslenska ör-sumarið. Hér vil ég aðeins deila með ykk- ur huglcdðingum mínum um sýn- inguna „íðir ’96“, sem haldin var í Laugardalshöllinni 18.-21. júlí sl. Ég var svo lánsöm að fá tæki- færi til þess að taka þátt í þessum stórkostlega viðburði sem fulltrúi lítils fyrirtækis austan af héraði, sem er að hefja framleiðslu á pijónavörum. Heilmiklu var kostað til farar og undirbúnings og ómæld vinna gefin til að vel mætti takast. Mörgum fannst erfitt að skilja slagorð sýningarinnar: „Markaðs- setjum íslensku fjósafýluna“ því ekkert var þarna sem minnti á fjós eða nautgripi. Af mörgu góðu fólki sem ég kynntist á sýningunni var aðeins ein kona úr sveit, en allir hinir úr borg eða bæ. Fólk var með hinar fjölbreytt- ustu vörur unnar úr margvíslegu hráefni, m.a. íslensku ullinni, stein- um, roði, þangi, tré, málmum, silki, leir, refaskinnum, hreindýraleðri, mannshári o.fl. Þarna voru græð- andi smyrsl, ilmandi sápur, krydd, föndurvörur, textílvörur, sam- kvæmiskjólar, nýjustu uppfinning- ar hugvitsmanna, atvinnu- og áhugafólk hlið við hlið. Breiddin og fjölbreytnin var með ólíkindum. En hvenær skyldi nýi fjósa- ilmurinn frá Rósu koma á markað- inn? Hún er hæfileikarík fjöllista- kona, lærður hönnuður, tónlistar- maður og leikkona. Þar hljómaði íðir Kærar þakkir, Rósa! kliðmjúk tónlist hennar í eyrum okkar með tilheyrandi jarmi, gelti, hneggi og gaggi, milli þess sem hin þriggja metra háa og svera „týpíska“ sveitakelling (?), frú Sig- ríður í skautbúningi, þrumaði yfir okkur með sinni strigabassarödd svo undir tók í höllinni og drundi mikinn: „Elskurnar mínar, gangið í bæinn og andið að ykkur fjósafýl- unni, fáið ykkur skyr, slátur, vejl- ing og pönnukökur." I beinu fram- haldi stigu á svið hinar ofurnettu íslensku fegurðardrottningar í guðdómlegum kjólum frá Rómo í Keflavík. Það kostaði ekki nema 1.000 kr. á mínútuna að fá að sýna á tískusýningunum, sem voru alltaf öðru hvoru. Stemmningin var yndislega sveitó og rómantísk, undirstrikuð af áðurnefndri tónlist og um leið umhverfið svo hlýlegt; snjóhvít spray-lökkuð birkitré á hvít- lökkuðum járnstöndum alveg í stíl við básana. Það vantaði bara smá sáldur af glimmeri á trén til að fullkomna gjörninginn. Síðast en ekki síst verð ég að minnast á lýsinguna, sem var al- farið með litlum ljóskösturum sem sýningaraðilar urðu að taka á leigu að morgni sýningardags og kost- uðu ekki nema 1.500 kr. stykkið en innstungan 2.000 kr. Mátti heyra óánægjukurr í skúmaskot- um vegna þessa, en sumu fólki er aldrei hægt að gera til hæfis. Mér fannst þetta bara eðlilegt miðað við það stórátak að taka alla Laugardalshöllina á leigu í fjóra daga og standa straum af öllum tilheyrandi kostnaði. Básarnir voru á sanngjörnu verði, þ.e. 4 fermetrar á 30.000 kr. og má þá reikna með að stærri básarnir hafi verið leigðir á 60.000 kr. Þarna voru um 130 aðilar með bása og gætti ýmissa grasa eins og áður er getið. Aðgangseyrir miðaðist við að- gang að íþróttaleik, 600 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Ég vil að lokum lýsa ánægju minni með frábæra markaðssetn- ingu, kynningu og auglýsingu á sýningunni, sem var svo hugvit- samlega komið fyrir á þaki hallar- innar; risa risa stórum svörtum plastdúk með gullnu letri „íðir 96“ og hefur það örugglega ekki farið framhjá neinum sem átti leið hjá þá klukkutíma sem dúkurinn tolldi á þakinu, en blessaður sunnan- vindurinn blés undir hann og sleit allar festingarnar, þannig að dúk- urinn fauk til jarðar og lá þar samankrumpaður út sýninguna. En það má alltaf gera ráð fyrir smá óhöppum og ekkert til að gera veður út af. Svo enn og einu sinni: Takk fyrir, Rósa! MINERVA M. HARALDSDÓTTIR, skólastjóri Tónlistarskóla Norðurhéraðs og frístundapijónakona hjá ísadóru ehf. Brúarási, Egilsstöðum. Frá Þorsteini Guðjónssyni: í EINNI hinna fróðlegu og skemmtilegu greina sinna um ís- lensk mannanöfn, telur Gísli Jóns- son upp nokkra menn með Páls- nafni, þar á meðal, að (á 17. öld) var uppi sr. Páll Björnsson í Selár- dal, „stórgáfaður maður og undar- legur, kunni hebresku, hélt mælskuskóla, gerði út þilskip, trúði á galdra og lét brenna fólk.“ (Les- bók 7. sept. bls. 13). Við þetta vil ég gera athugasemd. „Lét brenna fólk“ kemur þarna fram eins og aukatriði. Þar var þó ekki um neina smámuni að ræða. Fjöldi fólks hlaut þann dauðdaga af hans völdum. Að öðru leyti eru atriðin í fróðleiksgrein Gísla eflaust rétt, og enginn efar að Páll sá hafi haft námsgetu á yngri árum. En gáfumann mundi ég aldrei kalla hann, heldur myrkrahöfðingja. Nokkrum sinnum á langri ævi hef ég orðið var við tilhneigingu til að vekja upp þennan 17. aldar áhrifavald og heíja hann til skýj- anna. En þá hefur sjaldan þurft nema fáein orð til að vísa Páli Björnssyni niður í dómadagsgröf sína að nýju, því að sögufróðir menn hafa alltaf vitað um ofsóknir hans gegn saklausu fólki; enda var meðal þess fjölda, sem hann kom á bálið, þrennt af heimilisfólki hans sjálfs. Mér hefur blöskrað að sjá, hve sumir sagnfræðingar hafa litið sljóum augum á slíkt athæfi; víst verður að stilla gagnrýni á liðna tíma í hóf, en hitt er líka jafnvíst, að Páll í Selárdal var ógnvaldur í samtíð sinni og skildi fátt eftir sig minnisstætt annað en blóðug spor og brunna kesti. Um „vísindi og heimspeki" Páls í Selárdal, má hafa þetta til marks, úr lærðri ritgerð hans um hala- stjörnur (,,kómetur“): „Guð skapar kómeturnar af því blóði og blóðugum syndum, sem á jörðunni drýgjast og á jörðina úthell- ast, hvað allt uppstígur í hæðirnar. Því svo segir Jesaja spámaður: „Ránglætið brennur sem eldur.““ Síðasti hluti tilvitnunarinnar er þarna til þess að „sanna“, að hala- stjörnur séu gerðar úr syndum. Ég endurtek: sr. Páll heldur, að hala- stjörnur séu framleiddar úr synd- um. Slík var „heimspeki“ sr. Páls í Selárdal. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum Kjör smæl- ingjanna skert Frá Eggerti E. Laxdal: VINUR minn er vistmaður á Ási í Hveragerði og hefur fengið vasa- peninga frá Tryggingastofnun rík- isins að upphæð 10.000 kr. á mán- uði. Þessi upphæð nægði honum hvergi, svo hann tók það til ráðs að fá sér vinnu tvo tíma á dag, til þess að auka tekjur sínar, fyrir þetta fær hann 200 kr. á tímann, sem gefa 5.000 kr. á mánuði. Þá bregður svo við að Tryggingastofn- unin dregur af honum 3.000 kr. á mánuði af vasapeningunum þannig að hann fær aðeins 12.000 kr. á mánuði í allt. Það borgar sig því ekki að vinna. Allir sjá að þetta er smánarlegt og nær ekki nokkurri átt. Höfundur að þessu eru fjármálaráðherra, með sínar háu tekjur og launauppbót, sem hann fékk og nemur 40.000 kr. á mánuði, og tryggingamálaráð- herra, sem veður í milljónum. Þetta er hjartalaust fólk, sem treður tilfinningalaust á kjörum smælingjanna. Getur þetta gengið þannig áfram? Ég segi nei. Davíð konungur í Israel segir í sálmum sínum á þessa leið. „Drottinn, hver er sem þú, er frelsar hinn umkomulausa frá þeim, sem honum er yfirsterkari, hinn hijáða og snauða, frá þeim, sem rænir hann.“ EGGERT E. LAXDAL, Box 174, 810 Hveragerði. Kvöldmarkaður Kolaportsins er spennandi vettvangur fyrir einstaklinga og fyrirtœki til aS selja mikið vörumagn ó stuttum tfma. -spennandi sölumöguleVkor ' tveggja vikna kvoldmarkaai KvöldmarkaSurinnhfíSt ALLTAF GOTT VEÐUR OG GÓÐ STEMMNING í KOLAPORTINU Frábœrt tœkifœri til aó selja nýja vöru eða losa sig við gamla vörulagerinn! RISAEDLUG AROUR VERDUR OPINN A SAMA SflMA OG KVOLDM 'A'RIKfA'ÐU RINN KOLAPORTIÐ kemur ailtaf a ovart ÞJ pantar sölupláss i'sima 562 50 30 HEFST EFTIR í DAG HEIMSVIÐBURÐUR íLAUGARDALSHÖLL Alþjóðlega sjávarútvegssýningin 18.-21. sept.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.