Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ánægja með framkvæmd kosninga í Bosníu þrátt fyrir dæmi um kosningasvindl Helsta áhyg’gjuefnið hve fáir flóttamenn kusu Sar^jevo. Reuter, The Daily Telegraph. EFTIRLITSMENN með kosningun- um sem fram fóru í Bosníu á laugar- dag, sögðu þær hafa farið vel fram, þrátt fyrir efasemdir um fram- kvæmd þeirra og ótta margra við það til hvers úrslitin kunni að leiða. Kosningaþáttaka var á milli 60% og 70% að sögn fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSE). Hins vegar lýsti stjórnar- flokkur múslima, Lýðræðishreyf- ingin, því yfír að hann myndi ekki viðurkenna úrslit kosninganna á svæði Bosníu-Serba. Stjórnvöld víða um heim hafa lýst ánægju sinni með kosningarnar; m.a. Rússar, Bandaríkjamenn og fjölmörg Evr- ópuríki. Þá lýsti Riehard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, því yfir á sunnudag að Alija Izet- begovic, forseti Bosníu, og Slobod- an Milosevic, forseti Serbíu, myndu funda í París á næstunni, jafnvel síðar í vikunni. Um miðjan dag á sunnudag hætti kjörstjórn í lýðveldi Bosníu-Serba talningu án þess að gefa á því skýr- ingu. Sendinefnd ÓSE hélt þegar til Pale og eftir nokkutt málþóf féllust Serbar á að hefja talningu að nýju. Þá hefur reynst erfitt að að fá nákvæmar tölur um kjörsókn, og mat ÖSE um að hún hafi verið á milli 60% og 70% er ekki byggt á nákvæmum upplýsingum. Fáir flóttamenn kusu Kris Janowski, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir helsta áhyggjuefn- ið vera hversu fáir flóttamenn hafi farið yfir á þau svæði sem er á valdi andstæðinganna, til að kjósa. Gert hafði verið ráð fyrir að allt að 140.000 múslimar myndu skrá sig á kjörskrá þar sem þeir bjuggu áður en stríðið braust út en eru nú á valdi Serba eða Króata. Ellemann-Jensen eftirmaður Bildts? Kaupmannahöfn. MorgunblaðiA. EFTIR að Carl Bildt, yfírmaður upp- byggingarinnar í Bosníu, tilkynnti í síðustu viku að hann myndi láta af störfum um næstu áramót eru uppi vangaveltur um hver verði eftirmað- ur hans. Samkvæmt danska blaðinu Politiken hefur Uffe Ellemann-Jens- en, formaður Vinstriflokksins og fyrrum utanríkissráðherra, verið nefndur. Enn er ekki Ijóst hvert áframhaldandi fyrirkomulag upp- byggingarinnar verður og gæti það haft áhrif á eftirmannsvalið. Carl Bildt hefur frá upphafi undir- strikað að afskipti hans af Bosníu- deilunni, fyrst sem sáttasemjari og síðan sem yfirmaður uppbyggingar- innar, séu tímabundin og hann ætli sér áfram að vera virkur I sænskum stjórnmálum. í viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter segist hann geta haldið áfram í Bosníu en kjósi að snúa nú heim til Svíþjóðar. Frammistaða Bildts hefur á köflum verið harðlega gagnrýnd í banda- rískum fjölmiðlum, meðan honum hefur verið hrósað ákaft víða í Evr- ópu fyrir að vinna erfitt starf við ómögulegar aðstæður. Uffe Ellemann-Jensen var um tíma talinn hugsanlegur fram- kvæmdastjóri Nato og nú hefur nafn hans verið nefnt í bosnískum fjöl- miðlum sem eftirmaður Bildts, en Ellemann-Jensen neitar að einhver alvara sé þar að baki. Rætt hefur verið um að starf Bildts verði lagt undir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, én fulltrúi hennar í Bosníu er Bandaríkjamaðurinn Robert Frowick. Opinberlega er ekki farið að ræða eftirmann Bildts, §n enginn vafi er á að á bak við tjöldin er leit- að logandi ljósi að réttum manni. Aukinn viðbúnaður í Persaflóa Minni líkur taldar á árás Bagdadr Moskvu, Washington. Reuter. BANDARÍKJAMENN héldu áfram hernaðaruppbyggingu í Persaflóa þótt William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem er á ferð um svæðið, hafi ekki tekist að afla mikils stuðnings meðal þeirra ríkja, sem sneru bökum saman þegar her íraka var hrakinn brott frá Kúveit í Persaflóastríðinu. Kúveitar sam- þykktu í gær formlega áætlun Bandaríkjamanna um að senda fimm þúsund hermenn til Kúveit. Þrátt fyrir viðbúnað Bandaríkja- manna virðist hafa dregið úr líkum á að árásin, sem Perry sagði fyrir helgi að væri yfirvofandi, verði gerð. Irakar hafa dregið í land og Bill Clinton Bandaríkjaforseta skortir stuðning. „Við höfum ekki leitað uppi ágreining við Saddam Hussein [for- seta íraks],“ sagði Clinton þegar hann var spurður um líkur á frekari árásum Bandaríkjamanna. Perry var í Tyrklandi í gær og var fámáll er hann hélt þaðan til London eftir viðræður við þarlenda ráða- menn. Þótti augljóst að hann hefði sótt lítinn stuðning til Tyrkja. Clinton fyrirskipaði aukinn viðbún- að í Persaflóa eftir að írakar skutu á bandarískar flugvélar á eftirlits- flugi yfir hinu svokallaða flugbann- svæði. Flugbannsvæðin í írak eru tvö, í norður- og suðurhluta landsins. írakar mega ekki fljúga yfir þessum svæðum og hafa Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eftirlit með því. írakar tilkynntu hins vegar á föstudag að þeir mundu hætta að skjóta á eftirlitsvélamar. Bob Dole, forsetaframbjóðandi repúblikana, gagnrýndi Clinton í gær fyrir að láta nægja að erta íraka í stað þess að veita þeim raunverulega refsingu. Gagniýni repúblikana á Clinton hefur færst í aukana undan- fama daga. Raunin varð sú að um 20.000 manns úr þessum hópi kusu og segir Janowski að meirihlutinn hafi óttast að fara yfir á yfirráða- svæði andstæðinganna. Um 4.000 Serbar fóru yfir á svæði múslima og Króata til að kjósa, þrátt fyrir þrýsting eigin yfirvalda um að kjósa í serbneska lýðveldinu. Sagði Janowski nokkur dæmi um að komið hefði verið í veg fyr- ir að fólk kysi. Alvarlegasta tilfell- ið hefði verið í Kopaci skammt frá Goradze, þar sem serbnesk yfirvöld hefðu meinað um 600 múslimum aðgang að kjörstað, á þeim for- sendum að þeir hefðu ekki tilskilin leyfi. í Sarajevo tafðist kosning um nokkrar klukkustundir á þrem- ur kjörstöðum og varð að kalla til hermenn úr fjölþjóðaliði IFOR til að stilla til friðar á einum þeirra. Nokkrar klukkustundir liðu án þess að eftirlitsmenn fylgdust með kjöri í Pale, höfuðstað Bosníu- Serba. Gleymdu serbneskir starfs- menn kjörstjórnar að merkja fingur þeirra með bleki sem kosið höfðu, sem gert er tila að koma í veg fyrir að menn kysu í tvígang. Til- kynntu Bosníu-Serbar í lok kjör- dags að um 1,3 milljónir Serba hefðu kosið, sem þýðir að allir Bosníu-Serbar, þar með talin börn, hefðu neytt kosningaréttar. Þá var sagt að kjörstað hefði verið komið upp í skólabyggingu þar sem talið er að framin hafi verið fjöldamorð á múslimum í stríðinu. Þetta og fleiri svipuð at- vik hafa orðið til þess að ÖSE hef- ur ekki enn lýst kosningarnar gild- ar. í gær höfðu 75 mótmæli borist vegna framkvæmdar kosninganna. Verður að úrskurða í kærumálum innan 72 klukkustunda frá því að þau berast. Reuter EFTIRLITSMAÐUR fylgist með talningu í borginni Doboj á svæði Bosníu-Serba. Er búist við að talning standi a.m.k. til morguns. Menntun, glæpir og alnæmi áhyggjuefni BANDARÍKJAMENN hafa mestar áhyggjur af því að menntun fari hrakandi, aukningu glæpa og út- breiðslu alnæmis. Þetta kemur fram í könnun sem bandaríska blaðið The Washington Post gerði á því hvaða málefni yllu landsmönnum mestu hugarangri. Þar kom ennfremur fram að fæstir láta sig utanríkismál og ástand heimsmála nokkru varða. Skoðanakannanir sem þessi hafa töluverð áhrif á forsetakosningamar í Bandaríkjunum og munu frambjóð- endur án efa móta málflutning sinn eftir þeim. Skoðanakönnunin var fram- kvæmd í júlí og ágúst og voru þátt- takendur beðnir um að svara því hvort tiltekin áttatíu atriði yllu þeim miklum áhyggjum eður ei. Efst á lista yfír áhyggjuefni var sú fullyrðing að bandaríska mennta- kerfinu færi hrakandi. Sögðu 62% hafa verulegar áhyggjur af þessu. 61% höfðu miklar áhyggjur af aukn- ingu glæpa og sama hlutfall taldi aukna útbreiðslu alnæmis mikið áhyggjuefni. 58% sögðu ástæðu til að hafa áhyggjur af því hversu dýr góð háskólamenntun væri og 57% töldu það áhyggjuefni að of margir færðu sér velferðarkerfíð í nyt. Söguleg sátt Rúm- enaog Ungverja RÚMENAR og Ungveijar undirrituðu í gær sögulegan samning um réttindi ung- verska minnihlutans í Rúmen- íu og er vonast til, að hann bindi enda á væringarnar milli ríkjanna. Eru þjóðarleiðtogar á Vesturlöndum mjög ánægðir með þessar sættir enda eru þær forsenda fyrir því, að Rúmenía og Ungveijaland geti fengið aðild að vestrænum stofnunum, Evrópusamband- inu og NATO. McGeorge Bundy látinn MCGEORGE Bundy, þjóðarör- yggisráðgjafi Bandaríkjafor- setanna Johns F. Kennedys og Lyndons B. Johnsons 1961-66, lést í gær á 77. aldursári á sjúkrahúsi í Boston. Bundy réði miklu um viðbrögð Banda- ríkjamanna í deilunni um so- véskar kjarnaflaugar á Kúbu, um landgönguna í Svínaflóa og hernaðinn I Víetnam. Móðir Teresa meiddist MÓÐIR Ter- esa meiddist lítillega á höfði þegar henni varð fótaskortur í gærmorgun en talsmaður Woodlands- hjúkrunarheimilisins í Kalk- útta sagði, að meiðslin væru ekki alvarleg. Er hún nú á gjörgæsludeild og var beðið niðurstöðu ýmissa rannsókna. Móðir Téresa, sem er 86 ára gömul, er nýstigin upp úr al- varlegum veikindum. Le Pen boðar byltingu JEAN-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakk- landi, skoraði í gær á stuðn- ingsmenn sína að búa sig und- ir byltingu og spáði því, að stjórnkerfíð í landinu væri að hruni komið. Sagði hann Þjóð- fylkinguna eina geta bjargað Frakklandi frá niðurlægingu og úrkynjun. Skoðanakönnun, sem birt var í gær, sýnir, að kjósendur eru á báðum áttum í afstöðu sinni til Þjóðfylking- arinnar. Flestir töldu flokkinn kynda undir kynþáttahatri en naumur meirihluti styður samt ýmis baráttumál hans. Vill spænskt lýðveldi FLESTIR stjórnmálamenn á Spáni brugðust ókvæða við í gær þegar Julio Anguita, leið- togi kommúnista, lagði til, að stjórnarskrá landsins frá 1978 og konungdæmið yrðu afnum- in og tekið upp sambandsríki eins og var á lýðveldisti'manum fyrir borgarastyijöldina. Astæðan fyrir þessari tillögu kommúnista er sú, að ríkis- stjórnin hefur hunsað dómsúr- skurð um að birta leyniskjöl um stríð stjórnvalda gegn að- skilnaðarsinnum meðal Baska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.