Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLADW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK * I haust- blíðunni á Austurlandi Borað á ný við Kröflu Góður árangur af fyrstu holunni Vopnafirði. Morgunblaðið. ÞÆR nutu sín í blíðviðrinu á Vopnafirði um helgina syst- urnar Berglind og Dagný og Kristín vinkona þeirra var einnig komin þeim til aðstoðar í steypubrotasölunni. Þeim fannst þó betra að hafa sól- hlíf. „Steypubrotin er hægt að nota í pínulitil dúkkuhús,“ bentu þær væntanlegum kaupendum á. Blíðviðrið þessa haustdaga hefur verið með slíkum eindæmum í þessum landshluta að elstu menn muna ekki annað eins. FYRSTA borholan, sem boruð hefur verið við Kröflu_ i allmörg ár, lofar góðu, að mati Asgríms Guðmunds- sonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun. Vonir standa til að hún gefi af sér 5-10 kíló á sekúndu af Iágþrýsti- gufu, eins og stefnt var að í upphafi. Undirbúningur að stækkun Kröfluvirkjunar hófst í haust. Jöt- unn, stærsti bor Jarðborana hf., var fluttur að Kröflu og hefur nú lokið við fyrri holuna af tveim sem áform- að er að bora í ár. Borun var hætt þegar holan var orðin 1.104 metrar. Borholan fær nú að jafna sig um tíma og verður síðan látin blása. Undirbúa uppsetningu Ef vonir jarðfræðinga ganga eftir þarf aðeins að bora hina holuna til að næg lágþrýstiorka fáist fyrir fyrri áfanga stækkunar Kröfluvirkjunar. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um það hvernig staðið verður að öfl- un háþrýstigufu sem einnig þarf fyr- ir stækkun. Starfsmenn virkjunarinnar eru jafnhliða þessu að taka til vélarhluta og undirbúa uppsetningu seinni véla- samstæðu virkjunarinnar. Báðar vélasamstæðurnar voru keyptar á sínum tíma en aðeins önnur var gangsett vegna þess að gufuöflun brást. ■ Fyrsta borholan/37 Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Elsti bóndi landsins bregður búi Þórður í Haga hundrað ára Mikið Ijón í innbroti MIKLUM verðmætum var stol- ið í innbroti í hús á Seltjamar- nesi sem tilkynnt var til lög- reglu rétt fyrir klukkan 18 í gær. Húsráðendur höfðu verið erlendis í fimm daga og uppgöt- vaðist innbrotið fyrst þegar þeir sneru heim. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var miklum verðmæt- um stolið, þar á meðal öllum skartgripum húsfreyju, um 100 þúsund krónum í erlendum gjaldeyri, skrautbelti af skaut- búningi sem metið er á eina milljón króna og ýmsum per- sónulegum munum öðrum. Þjófamir gengu mjög illa um að sögn lögreglu en nágrannar urðu ekki varir við mannaferðir. Rannsókn málsins er í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins. ÞÓRÐUR Runólfsson, bóndi í Haga í Skorradal, verður hundrað ára á morgun. Þórður er elsti starfandi bóndi landsins, en hann ætlar að fella fjárstofn sinn í haust og hætta búskap. Þórður hefur verið bóndi í Haga frá árinu 1922. Þá bjuggu um fjörutíu manns sunnanvert við Skorradalsvatn á átta bæjum, en nú er Þórður einn eftir. Bragi Þórðarson bókaútgefandi, sem gefur út bók um Þórð í haust, segir þetta nokkuð lýsandi fyrir þrautseigju Þórðar. „Hann er ótrúlega kraftmikill og duglegur maður sem gefst aldrei upp.“ Þórður hefur búið einn i Haga síðustu ár eða frá því að kona hans, Halldóra Guðlaug Guðjóns- dóttir, lést. Hann hefur verið með nokkra tugi kinda síðustu ár og hænur. Hann fékk í fyrsta skipti aðstoð við gegningar í fyrravetur, en fram að því hafði hann að mestu séð sjálfur um gegningar. Nágrannar hans og ættingjar hafa aðstoðað hann við heyskap og smölun. Bústofninum fargað Fyrir skömmu lét Þórður farga hænunum. Óskar Þórðarson, son- ur hans, sagði að hænurnar hefðu ÞÓRÐUR í Haga verður hundrað ára á morgun. verið orðnar nokkuð gamlar og hættar að verpa. Faðir sinn hefði séð eftir hænsnakorni í þær þegar hann fékk engin egg og látið slátra þeim. I haust verður öllum Banaslys undir Hafnarfjalli Kona lést og barn slasaðist mikið UNG kona lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið um klukkan 20 í gærkvöldi undir Hafnar- íjalli. Hún hélt á ársgömlu barni sínu. Það slasaðist alvar- lega og var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi og þaðan með þyrlu til Reykjavíkur. Konan hafði verið farþegi í hópferðabíl á leið frá Reykja- vík til Borgarness. Hún steig út úr hópferðabílnum, gekk aftur fyrir hann og upp á þjóð- veginn, og varð þá fyrir bif- reið sem kom úr gagnstæðri átt og var á suðurleið. Talið er að konan hafi látist sam- stundis. Barnið var flutt með sjúkra- bifreið á sjúkrahúsið á Akra- nesi og þaðan með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þyrlan lenti í Fossvogi klukkan rétt rúmlega 22. Barnið var lagt inn á gjör- gæsludeild í nótt en var ekki talið í lífshættu. Samið um 85 milljóna lyfjaafslátt FÉLAG íslenskra lyfsöluleyfishafa og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert með sér samkomulag um allt að 85 milljóna lyfjaafslátt á tímabil- inu 1. ágúst til 31. desember 1996. Að sögn Karls Steinars Guðnason- ar, forstjóra Tryggingastofnunar, var lyijaafsláttur lögbundinn en eftir að nýju lyfjalögin tóku gildi féll hann niður. „Við leituðum eftir samkomu- lagi við apótekara um afslátt eins og áður en afslátturinn var eiginlega lögþvingaður," sagði hann. „Þetta varð niðurstaðan og er upphæðin svipuð og áður en lyfjalögin tóku gildi." kindum í Haga fargað, en þær eru nærri tuttugu. Þórður er þekktur fyrir góða frásagnargáfu og ótrúlegt minni. Hann man viðburði sem gerðust í byrjun aldarinnar eins og þeir hefðu gerst í gær. Hann fylgist einnig með fréttum og þekkir því ágætlega til atburða dagsins í dag. Hann hlustar á útvarp, en er hættur að geta lesið blöð. Þórður hefur verið heilsu- hraustur fram undir þetta, en heilsunni hefur heldur hrakað á þessu ári. Hann hefur tvisvar kom- ist í lífsháska. í annað skiptið féll hann niður um ís á Skorradals- vatni og komst heim við illan leik, kaldur og hrakinn. Fyrir átta árum kom upp eldur í eldhúsinu á Haga, en Þórður náði að kæfa eldinn áður en illa fór. Þórður og Halldóra eignuðust tvö börn, Óskar og Dóru. Óskar vinnur nú að bók um föður sinn, en hún hefur að geyma sögur um Þórð og ævistarf hans. Einnig eru í henni frásagnir Þórðar af við- burðum sem hann upplifði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.