Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Einar Valur Kristjánsson yf- irkennari fæddist á Kirkjubóli í Skut- ulsfirði 16. ág'úst 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Isa- fjarðar 7. septem- ber síðastliðinn á 63. aldursári. For- eldrar hans voru Krisljana Krist- jánsdóttir og Krist- ján Söebeck. Einar Valur fór barn að aldri í fóstur til hjónanna Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum og Sigríðar Guðmundsdóttur og var ættleiddur af þeim. Árið 1960 gekk Einar Valur að eiga Guðrúnu Eyþórsdóttur tónskálds á Sauðárkróki Stef- ánssonar og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur (d. 1992). Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru: 1) Eyþór Kristján, f. 31. des. 1959, kvæntur Ásgerði Þóreyju Gísladóttur; þau eiga tvö börn: Guðrúnu og Einar Bjarna. 2) Sigríður, f. 16. okt. 1961, gift Óla Páli Engilberts- syni; þau eiga tvö börn: Stefán Atla og Guðrúnu Þóreyju. 3) Atli Stefán, f. 20. október 1966, býr með Ingunni Helgadóttur; þau eiga einn son: Patrik Snæ. 4) Auðunn, f. 24. nóvember 1975, unnusta hans er Guðrún Arna Valgeirsdóttir. Einar eignaðist son fyrir hjónaband: Kristján Þóri, f. 15. janúar 1954, með Sigríði Huldu Ketils- dóttur. Þau Einar Valur og Guðrún Eyþórsdóttir slitu sam- vistir árið 1981. Guðrún Iést Það er einkennileg tilfinning að segja um föður sinn, að hann sé farinn. Finna hversu sárt hans er saknað en um leið að finna til þakk- lætis fyrir allt það, sem hann hefur gefið og gert. Skemmtileg atvik lífsins bera þar ofar öllu öðru. Þú varst í raun alveg ótrúlegur maður. Þú varst okkur systkinunum góður faðir en um leið besti vinur og félagi, sem stóðst með okkur í gegnum súrt og sætt. Sem íþróttamaður áttir þú reynslu og þekkingu, sem þú varst óspar að miðla til okkar. Þú þekkt- -^ir til allra íþróttagreina og varst sjálfur keppnismaður. Fyrir íslands hönd varst þú valinn til þátttöku á Ólympíuleikunum í Cortina á Ítalíu árið 1956. Þar var árangur þinn góður, jafnvel þótt ekki sé miðað við höfðatöluna margumræddu. í allri þinni keppni og öllum þín- um störfum, þá gleymdir þú aldrei þeirri lífshugsjón að miðla öðrum af þinni reynslu og leiðbeina og hvetja. Þannig varst þú alla tíð minn besti stuðningsmaður. Þú varst maðurinn, sem hvattir mig áfram og taldir í mig kjark þegar illa gekk og gladdist með mér þeg- ar vel gekk. Jafnvel þótt þú byggir áfram fyrir vestan og ég í Reykjavík, þá áttir þú ætíð þinn fulltrúa á hveijum leik og talaðir við hann áður en þú hringdir í mig. Svo var skeggrætt um leikinn og frammistöðuna og það eitt lagt að leiðarljósi að gera betur næst. Áhugi þinn á skíðum, knattleikj- hinn 17. apríl 1987. Einar Valur bjó um 12 ára skeið með Valgerði Jónsdótt- ur frá Vorsabæ á Skeiðum, kennara á Isafirði. Síðustu árin var sambýlis- kona hans Gréta Sturludóttir, kenn- ari á Flateyri. Einar Valur lauk íþróttakennara- prófi frá íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni árið 1956, handavinnu- kennaraprófi árið 1957 og sótti ýmis námskeið í íþróttum og handmennt. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut 1955 til 1957, Barna- og unglingaskóla Ólafs- fjarðar 1957-58, Barnaskóla Isafjarðar frá 1958 og yfir- kennari frá 1984. Þá kenndi hann á íþróttanámskeiðum um áratuga skeið og gegndi marg- víslegum trúnaðarstörfum fyr- ir íþróttahreyfinguna. Einar Valur keppti um ára- bil á skíðum, m.a. á Ólympíu- leikunum i Cortina á Ítalíu árið 1956. Þá keppti hann í knatt- spyrnu og síðustu árin í golfi, auk þess sem hann starfaði að uppbyggingu golfvallar í Tungudal. Einar spilaði brids í áratugi og tók þátt í mörgum bridsmótum heima og heiman. Hann hlaut margvíslegar viður- kenningar og verðlaun fyrir íþróttaiðkanir sínar. Útför Einars Vals fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. um og nú síðast golfinu var ekki aðeins í orðum. Þú framkvæmdir þínar hugmyndir og fékkst aðra í lið með þér. Allt þetta var okkur börnum þínum hvatning til þess að reyna að standa okkur. Þú gafst okkur gott nesti út í lífið og lagðir þannig grundvöll í lífi okkar, sem hefur reynst okkur sterkur og traustur. En skyndilega eru orð þín og athafnir orðin að minningu. Helgri minningu í hugum okkar, því þú varst okkur öllum svo einstaklega kær. Við söknum þín öll en erum samt viss um að heyra hvatningu þína okkur til handa. Við minnumst þess góða sem þú gafst okkur og viljum reyna að bera það áfram til okkar bama. Ég veit ekki hvert leið þín Iiggur nú. En ég er þess fullviss, að þú munt standa þig hvert sem för þín stefnir. Síminn mun ekki hljóma með sama spenningi og áður, því röddin þín hefur þagnað í þessum heimi og spyr ekki lengur um árangur og frammistöðu. Engu að síður þá ætla ég að muna áfram það sem þú sagðir. Ég mun varð- veita það allt og reyna að standa við mitt. Ofar öllu þá var það heiðarleiki og réttsýni, sem þú lagðir til grund- vallar í iífinu og það sama gilti um allar íþróttir. Þú vildir að í hraustum líkama mætti búa heilbrigð sál. Þannig vil ég muna þig og þakka þér vináttu og leiðsögn. Ég bið þann mátt, sem er mestur og sterk- astur í þessum heimi að leiða þig og varðveita. Atli S. Einarsson. Andlátsfregn er þess eðlis að hún kemur nánast alltaf á óvart, jafnvel þótt við henni hafi verið búist um sinn. Þessi tímamót mannlegrar til- veru hljóta ævinlega að verða til þess að í hugum þeirra er enn halda göngunni áfram leiftra minningarn- ar, myndir sem lifna og líða hjá, líkt og á tjaldi. Þegar samstarfsfólk Einars Vals gegnum ár og áratugi lítur til baka, er sannarlega enginn hörgull á minningum honum tengdum, enda aðeins rúmt ár síðan hann hvarf frá störfum við grunnskólann vegna veikinda. Við sjáum fyrir okkur vel til hafðan, glaðbeittan mann, skunda til starfa árla morguns. Mann, sem tók kvabbi og kenjum „kvennastéttar" af einstakri ljúf- mennsku og var ævinlega tilbúinn að rétta hjálparhönd þar sem henn- ar var þörf. Mann sem barðist fyrir áhugamálum sínum af ákafa og harðfylgi - stundum svo að ýmsum þótti nóg um. Mann sem greiddi götu nýliða og var alltaf til staðar, mann sem var á einhvern óskilgreinanlegan hátt svo ótrúlega mikið lifandi. Einar Valur var glaður maður í góðra vina hópi og sannkallaður höfðingi heim að sækja. Iðulega naut samstarfsfólkið einnig gest- gjafaeðlis hans á vinnustað, því ósjaldan kom það fyrir, einkum í lok vinnuviku, að Einar Valur þreif bláa kaskeitið „höfuðatriðið", og var horfínn. Innan örskotsstundar var hann kominn aftur, glettinn og brosandi með bréfpokann, fískaði upp úr honum jólaköku, jafnvel eðalbakkelsið vínarbrauð og út- deildi meðal viðstaddra, rétt til þess eins að sjá brúnirnar léttast ögn á þreytulegum samkennurum sínum. Einar var ákafur keppnismaður og tók þátt í ýmsum íþróttum af lífí og sál og hvatti aðra til hins sama. Hann stundaði golf og skíði, skotveiðar og bridge um árabil. Álitlegt safn verðlaunagripa prýddi skápa og veggi á heimili hans. En Einar átti einnig annað safn í fórum sínum sem hann var ósínkur á að veita samferðafólkinu hlutdeild í; ókjör af gamansögum úr ýmsum áttum, um menn og málefni, til þess eins sagðar að létta lund og vekja bros. Éinar Valur hafði gaman af ferðalögum og fyrir tveimur árum dreif hann sig til Ameríku, þar sem öldruð móðir hans býr. Á því ferða- lagi naut hann samfylgdar Grétu Sturludóttur, sambýliskonu sinnar. Þessi tími varð honum ógleymanleg upplifun, en þegar kom að náms- ferð samstarfsfólksins til Danmerk- ur í vor, leyfði heilsa Einars ekki þátttöku hans þótt hugur stæði til. En fyrir tilstuðlan Grétu, sem var þar sannarlega verðugur fulltrúi hans, fylgdist hann þó grannt með úr fjarlægð. í veikindum Einars og ekki síst þegar að leikslokum dró, reyndist Gréta Einari, ásamt börnum hans, ómetanlegur bakhjarl. Við sendum þeim öllum, ástvin- um Einars og vandamönnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur, biðjum Guð að blessa þá og minnumst þess öll að þótt nú sé: - tár í auga, trútt um mál og tregi í okkar hjörtum, þá fínna aftur sálir sál á sólarlendum björtum. (Þóra Karlsdóttir) Við þökkum Einari Val sam- fylgdina. Vinir og samstarfsfólk við Grunnskólann á Isafirði. Hugur Einars Vals hneigðist snemma til íþrótta og komst hann fljótlega í fremstu röð sinna jafn- aldra í mörgum íþróttagreinum. Skíðin urðu þó fljótlega númer eitt hjá honum og kom að því að hann varð verðugpir fulltrúi íslands á vetrarólympíuleikunum í Cortina 1956, þar sem hann stóð sig með prýði. Á þessum árum var Einar einnig prýðisgóður keppnismaður í sundi, knattspyrnu (bæði sem mark- maður og útispilari), handknattleik og jafnvel körfubolta. Eftir að hin- um eiginlega keppnisferli Einars lauk hélt hann áfram að stunda íþróttir og vann þá til íslandsmeist- aratitla í blaki og badminton auk þess sem hann náði góðum tökum á golfíþróttinni. Jafnframt því að skara fram úr í líkamlegum íþrótt- um, gerði Einar það einnig í hinum andlegu, skák og brids. Einar var snemma til forystu fall- inn. Gegndi hann ótal trúnaðar- og stjórnunarstörfum fyrir íþrótta- hreyfínguna á ísafírði og ber þar hæst þátt hans í uppbyggingu skíða- íþróttarinnar á ísafirði og við gerð golfvallarins í Tungudal, sem telja má hans fósturbarn. Einar aflaði sér kennararéttinda og varð smíðakennsla hans aðalævi- starf. Hafði Einar brennandi áhuga á öllum skóla- og uppeldismálum, hafði á þeim sínar skoðanir, sem hann fór ekki dult með, þó að hann gerði sér grein fyrir því að þær öfluðu honum ekki alltaf vinsælda hjá stjómendum. Ég kynntist Einari fyrst vel er við hittumst sem andstæðingar við spilaborðið. Reyndist hann erfiður andstæðingur. Kaus ég því heldur að hafa hann sem samherja en and- stæðing. Fljótlega fórum við að spila saman og vorum við fastir spilafé- lagar í keppnisbrids í á annan ára- tug. Var það mér mikils virði að kynnast þessum mikla keppnis- manni. Einar var sannkallað nátt- úrubarn í brids, frumleikinn var slík- ur að fáir réðu við hann, sama hvort þeir hétu Zia, Belladonna eða Omar Shariff. Margir voru þeir topparnir, sem við fengum fyrir frábæra úr- spilatækni hans. Kynni okkar við spilaborðið þróuðust fljótlega í vin- áttu. Ótal samverustundir áttum við einnig á golfvöllum og í skíðalöndum og fórum í gönguferðir um fjöll og firnindi. Þá hef ég verið tíður gestur á heimili Einars og setið þar margra veisluna. Það var mér mikils virði að kynn- ast Einari og eignast hann að vini. Hann hafði þau áhrif á líf mitt, að ég tók upp heilbrigðari lifnaðar- hætti. Sjálfur var hann ímynd karl- mennskunnar og hreystinnar. Það kom því eins og reiðarslag er hann fyrir rúmum tveimur árum greindist með þann sjúkdóm, er nú hefur sigr- að hann, en æðruleysi hans var slíkt og sigurvilji, eða kannski kald- hæðni, að honum varð að orði fljót- lega eftir að hann fékk vitneskju um sjúkdóminn: „Þetta verður bara til að jafna leikinn.“ Annars er Ein- ari best lýst með hinu forna íslenska orðtaki: „Hann var drengur góður.“ Einari var það mikið lán að kynn- ast heiðurskonunni Grétu Sturlu- dóttur frá Flateyri skömmu áður en hann fékk vitneskju um sjúkdóm sinn. Umhyggja hennar og ást gerði honum lífíð miklu léttbærara á þrautarstund. Að leiðarlokum vil ég þakka Ein- ari fyrir samveruna. Ég bið Guð að styrkja ættingja hans í sorg þeirra og ég votta þeim mína innilegustu samúð. Arnar G. Hinriksson. Við fráfall Einars Vals Kristjáns- sonar yfirkennara vil ég minnast langrar og traustrar vináttu okkar á liðinni tíð. Leiðir okkar lágu fyrst saman er við 12 og 13 ára drengir kepptum á skíðum í Stórurð á ísafírði. Einar keppti fyrir Hörð á ísafirði, en ég fyrir Þrótt í Hnífs- dal. Þarna urðu okkar fyrstu kynni, sem þróuðust í góða vináttu í tugi ára. Éinar var afar vel gerður mað- ur, bæði til líkama og sálar, og al- ger bindindismaður. Hann var traustur vinur og sagði sína mein- ingu tæpitungulaust og af hrein- skilni. Þegar við vorum 18 ára gamlir vorum við saman á skíðaskólanum á Seljalandsdal ásamt 12 öðrum nemendum undir stjórn Guðmundar Hallgrímssonar skíðakennara. Þetta var eini skíðaskólinn á landinu þá og komu nemendur alls staðar að til að stunda þar nám. Þetta var okkur ógleymanlegur tími og töluð- um við oft um þá góðu daga. Einar Valur var landsþekktur íþróttamaður, sem skíðamaður, knattspyrnumaður, golfleikari, bad- mintonspilari og bridgespilari, en það var nánast sama hvar hann bar niður í íþróttum, árangur var alls staðar góður. Einar keppti á skíðum á Ólympíuleikunum í Cortina á ítal- íu sem fulltrúi Islands og Isafjarðar og má segja að það hafí verið há- punktur á hans glæsilega íþrótta- ferli. Man ég vel eftir þegar hann kom heim af leikunum og sagði okkur frá hvernig mesta og glæsi- legasta íþróttakeppni fer fram. EINAR VALUR KRISTJÁNSSON Við Einar kepptum og störfuðum saman að íþróttum frá því við hitt- umst í Stórurð sem drengir og allt til áramóta 1995-96 er hann varð að hætta vegna veikinda eða í tæp 49 ár. Á árunum 1972-74 réðust við í að byggja okkur einbýlishús við Hjallaveg 1 og 3 hér á ísafírði. Húsin voru ekki bara hlið við hlið heldur eftir sömu teikningu. Vorum við nágrannar í rúmlega 20 ár og bar aldrei skugga á. Lífshlaup Einars var farsælt þó að stundum drægi fyrir sólu eins og alltaf gerist í lífinu. Hann var vinmargur enda traustur maður og mikið í félagsmálum þar sem hann kynntist fjölda fólks. Eins og áður sagði lágu leiðir okkar Einars mikið saman og á ég margar góðar minn- ingar frá okkar samveru sem ég þakka fyrir og geymi. Einar átti marga vini. Ég veit að honum þótti mjög vænt um vinskap og samheldni badmintonfélaganna sem höfðu spilað með honum í tugi ára. Þar var mjög samheldinn hópur sem gerði margt skemmtilegt sam- an, og minnist ég vel þegar við héldum fyrsta þorrablótið á Hjalla- vegi 1. Fyrir hönd þessa hóps kem ég á framfæri kveðjum og þakklæti fyrir samveruna. Að leiðarlokum kveð ég góðan vin. Far þú í friði. Björn Helgason. Haustið er gengið í garð. Þessi árstíð sem er svo ljúfsár. Fegurð sumarsins víkur og haustlitir gróð- urs taka yfir. Ferðum ísfirskra kylf- inga í unaðsreit sinn, golfvöllinn í Tungudal, fækkar og þeir ganga frá kylfum sínum til vetrargeymslu og láta sig hlakka til næsta vors. Þá skal enn á ný taka upp þráðinn og gleyma sér við golfleik með vinum sínum og kunningjum. Erfítt verður að sætta sig við að einn okkar besti félagi og máttar- stólpi golfíþróttarinnar á ísafírði, Einar Valur Kristjánsson, verður þá ekki á meðal okkar. Einar Valur var mjög fjölhæfur íþróttamaður og stundaði á lífsleið- inni fjölmargar íþróttagreinar, hann lagði sig ávallt allan fram bæði í Ieik og starfi. Eins og aðrir ísfirskir krakkar hóf hann sinn skíðaferil á Jóns Andréssonar-túninu og átti glæsilegan feril sem keppnismaður á skíðum. M.a. keppti hann á vetrar- ólympíuleikunum á Ítalíu árið 1956. Af þeim íþróttagreinum sem Einar Valur lagði stund á má nefna, auk skíðanna, knattspyrnu, blak, körfu- bolta, sund, badminton, skák, brids og golf. Fljótlega eftir stofnun Golfklúbbs ísafjarðar gekk Einar Valur í félag- ið og varð þá strax mjög virkur félagsmaður. Hann sat í vailarnefnd félagsins frá árinu 1981 og í stjórn G.I. frá 1984 og var vallarstjóri í fjölmörg ár. Á fyrstu árum golfsins var golfvöllurinn staðsettur í Fremri-Hnífsdal við erfiðar aðstæð- ur. Þó hafði hann sinn sjarma og eigum við margir góðar endurminn- ingar frá þeim tímum. En fljótlega varð ljóst að þetta gat aldrei orðið okkar framtíðargolfvöllur. Var því hafín mikil og ströng barátta meðal ísfirskra kylfinga fyrir golfvelli í Tungudal, og var Einar Valur þar fremstur í flokki. Einar Valur var okkar mesti eldhugi, kröftugur fé- lagsmaður, baráttumaður fyrir vexti og viðgangi golfsins hér í bæ. Hann var óþreytandi við að vinna að því að golfvöllurinn okkar yrði sem glæsilegastur og að sem flestir bæjarbúar fengju að kynnast golf- inu og þessari dásamlegu útivistar- paradís okkar í Tungudal. Er óhætt að segja og á engan hallað, að Ein- ar Valur hafi verið guðfaðir golfvall- arins í Tungudal. En nú er hann fallinn í valinn langt um aldur fram. Kannski kenn- ir það manni að líf og heilsa eru ekki sjálfgefin. Nú er það okkar hlutverk að halda merki golfsins á loft. Það er víst, að stórt skarð hefur verið höggvið í raðir okkar ísfirskra kylfinga við fráfall vinar okkar Ein- ars Vals. Með harm í hjarta, virð- ingu og söknuði kveðjum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.