Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Félag þroskaþjálfa verður stéttarfélag Líkur á átökum á aðalfundi í dag Deilt um aðild að launþegasamtökum FRETTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Handverksfólk á Garðatorgi HANDVERKSFOLK var með sýningu og sölu á framleiðslu sinni um helgina á Garðatorgi, sem er yfirbyggt torg við versl- unarmiðstöðina í Garðabæ. Mátti þar sjá ýmiss konar handavinnu eins og útskorna og málaða tré- vöru, prjónavöru, blómaskreyt- ingar, dúkkur og dúkkuföt, silki- myndir, postulín og margt fleira. Handverkssýning sem þessi hef- ur verið haldin nokkrum sinnum áður og stefnt er að því að hún verði haldin aðra helgi í hverjum mánuði í vetur. Landnámsbyggð fundin á utanverðu Snæfellsnesi LEIFAR landnámsbæjar, sem fór í eyði fyrir árið 1000, fundust við uppgröft á utanverðu Snæfellsnesi um helgina. Staðurinn, sem grafið var á, er nefndur Gerðuberg eða írskubúðir, og er hann skammt frá Utnesvegi við svokallaða Gufunesmóðu. Virð- ist um fjölda húsarústa að ræða, fleiri en fundizt hafa á nokkru öðru þekktu landnámsbýli. í svonefndum Hákonarhól, sem þarna er, fannst kuml með jarðneskum leifum eins ábúanda bæjarins frá 10. öld, en hugsanlegt er að hér sé um að ræða hluta landnámsminja Alfarins Válasonar, sem samkvæmt Land- námu nam land milli Beruvíkur- hrauns og Ennisfjalls, að sögn Bjarna F. Einarssonar, fornleifa- Refabani kærður Dýraverndunarfélag Reykjavíkur hefur kært hjón sem drápu ref á förnum vegi til sýslumanns á Akur- eyri, fyrir að hafa brotið ákvæði dýraverndunarlaga sem mæla fyrir um veiðar á dýrum. Frétt birtist um drápið í Ríkisút- varpinu 7. september síðastliðinn, og var þar greint frá því að Jón Þórar- insson, bóndi á Hræringsstöðum í Svarfaðardal, hafi unnið á refi þegar hann var í fjallgöngu með konu sinni og dætrum skammt fyrir ofan svo- nefnd Bakkabjörg. Hann náði í skottið á refnum þeg- ar hann var að skjótast inn í holu og tókst að hremma hann með því að binda aðra afturlöpp dýrsins með skóreimum af gönguskó eiginkon- unnar. Hann tók síðan eggjagrjót og klauf dýrið í herðar niður. Drápinu lýsti Jón sjálfur í frétt útvarpsins. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarfélags Reykjavíkur, seg- ir að ekki hafi komið annað til greina en kæra manninn. „Hann barði dýrið til óbóta með steini, sem er hreinlega bannað lög- um samkvæmt, og konan hjálpaði til og er ekkert minna sek. Manninum var það ljóst að hann væri að bijóta af sér, því í samtali við Ríkisútvarp- ið kvaðst hann ætla að nota féð fyr- ir skottið til að borga sekt að öllum líkindum. Mér finnst þetta mál alveg hreint ótrúlegt," segir Sigríður. fræðings, sem stjórnar uppgreftrin- um. Bjarni hefur í sumar unnið að skrásetningu fornminja á utanverðu Snæfellsnesi á vegum umhverfis- ráðuneytisins og nefndar, sem skip- uð hefur verið vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs á Snæfellsnesi. Að uppgre_ftrinum_ standa ásamt Bjarna þeir Ólafur Ólafsson sýslu- maður og Sæmundur Kristjánsson frá Rifi. Grafið niður á 3 hús Grafið var niður á 3 hús. Eitt þeirra hefur líklega verið fjós. Erf- itt er að segja til um tilgang ann- ars hússins, en það geymir mikil mannvistarlög. Þriðja húsið er skál- inn. Grafið var niður á gólf skál- ans, sem reyndist sjálft bergið. Virðist hafa verið hreinsað frá berg- inu um miðju skálans. Veggir virð- ast hafa verið byggðir úr torfi ein- göngu, sem bendir til, að sögn Bjarna, að um norðurnorskan menningararf sé að ræða. Byggir hann þá skoðun sína á því að ekki var notað gijót í veggi eins og tíðk- aðist í Suður-Noregi og á Bretlands- eyjum. Bjarni segir þennan fund hafa tekið af allan vafa um að hér sé um að ræða hreinnorræna byggð. Ekkert bendi til írskrar arfleifðar. Bjarni bendir á, að þessi forna landnámsbyggð sé sérstaklega vel til þess fallin að grafa hana upp og kanna í heild sinni. MIKLAR líkur eru taldar á að aðal- fundur Félags þroskaþjálfa í dag, þriðjudag, verði átakafundur, en þar á að ganga til atkvæða um að breyta því úr fagfélagi í stétt- arfélag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er aðallega tekist á um það hvort nýtt stéttarfélag eigi að vera innan Starfsmannafélags rík- isstofnana, í samræmi við vilja stjórnar, eða sækja um beina aðild að BSRB. Stjórn vill í SFR Á fundinum liggur fyrir tillaga frá stjórn um að félagið verði stétt- arfélag innan SFR, en félagið hef- ur haft aðild að því sem fagfélag um árabil. Á fundinum er hins vegar breytingartillögu að vænta frá hópi þroskaþjálfa sem telur aðrar leiðir vænlegri. „Stjórnin er afar einsýn og jafn- vel skammsýn og kynnir félögun- um eingöngu eina leið að eigin frumkvæði. Mikið hefur þurft til þess að fá stjórn til að kynna fleiri möguleika en það er gert í blaði sem sent var út. Að mínu mati hallar þó aðeins á hlut BSRB í þeim upplýsingum, í samræmi við vilja stjórnar í málinu, og það er alið á ótta fólks við að breyta til“ segir Guðný Stefánsdóttir ein þeirra sem vill beina aðild að BSRB, þótt hún útiloki ekki aðrar launþegahreyfingar síðar, þar á meðal BHMR. Tíminn af skornum skammti Tíminn er hins vegar af skornum skammti að hennar sögn, þar sem 1. október næstkomandi þarf að vera búið að láta viðsemjendur þroskaþjálfa vita af stofnun stétt- arfélags, og þá þurfa þessi mál að liggja ljóst fyrir. Því þurfi að hafa hraðar hendur og benda félags- mönnum hið fyrsta á fleiri mögu- leika en til þessa hafi verið ræddir. „Við erum starfsstétt með lög- gilt starfsheiti og starfsvettvang og höfum nokkra sérstöðu innan SFR fyrir vikið, því að ekki eru margar stéttir með fagmenntun innan félagsins. SFR hefur því átt í talsverðum vanda að semja um kaup og kjör fyrir þennan breiða hóp og við höfum dregist aftur úr ef litið er til stétta sem eru að vinna á svipuðum starfsvettvangi. Þær stéttir sem hafa stofnað eigið stétt- arfélag innan BSRB, eins og t.d. sjúkraliðar, hafa náð að þoka launamálum sínum upp á við,“ segir Guðný. Fjárhagslegir hagsmunir Hún kveðst einnig telja fjár- hagslega hagsmuni vera í húfi. Eins og málum sé nú komið greiði hún 1,3% af launum sínum til SFR, en verði félagið aðili að SFR sem stéttarfélag, hækki þetta gjald í 2%. „Áfram fer 1,3% til SFR en á móti höfum við samningsrétt, af- gangurinn eða 0,7% er þá þeir fjár- munir sem Félag þroskaþjálfa hefði til eigin reksturs. Við höfum reynt að fá svör við því hvað SFR bjóði fyrir þessa peninga, og er sagt að það sé aðallega húsnæði í höfuðstöðvum þeirra og aðstoð við kjarasamninga. Aðild að BSRB þýðir hins vegar gjald upp á 0,35% fyrir sömu þjón- ustu að undanskildu húsnæði og þyrftum við því að leigja sjálf. Stjórn félagsins segir það kosta 120 þúsund krónur að reka skrif- stofu en værum við sjálfstæð í BSRB kosti það um 1,5 milljónir, sem er alltof há upphæð að okkar mati,“ segir hún. Enn dregnir stórlaxar úr Iðunni MENN eru enn að fá þá stóra og glæsilega í Iðunni, í lok síðustu viku veiddust þar tveir boltar, 23 og 20 punda, báðir á flugu. Þann dag veiddust 10 laxar, þar af helmingur 13 til 23 punda. Gæðunum er hins vegar mis- skipt í Árnessýslu, skammt undan er Sogið og þar hefur veiði verið slök í sumar og er mál kunnugra að þar þurfi að taka til hend- inni við að færa ána aftur til fyrri vegs og virðingar. Að sögn veiðimanna, sem voru nýverið við Iðuna, voru komnir um 300 laxar í veiði- bókina. Fengu þeir 10 laxa og daginn áður var 9 löxum iandað auk nokkurra sjóbirt- inga. Aliur var laxinn meira og minna leg- inn. Virtist talsverður lax vera á svæðinu en lítið eða ekkert nýlega gengið úr hafinu. Það er mál sumra að veiðin sé allmiklu meiri heldur en 300 laxar, þar sem brögð séu að því að afli sé ekki skráður. MENN hafa verið að fá stóra urriða í Minnivallalæk í allt sumar. Þessi Svíi hafði heppnina með sér og náði 9 punda fiski á litla straumflugu. 23 punda laxinn, sem var hængur, veiddi Jósef Ólafsson og notaði hann tveggja tommu túbuflugu sem svipar mjög til Colly Dog. 20 punda laxinn var hrygna og tók rækjutilbrigði sem heitir Dorn Rækja. Nokkur fiskför er fyrir nokkru hafin af Iðusvæðinu upp í neðri svæði Stóru Laxár í Hreppum, sem á sér jafnan stað á haustdög- um. Glefsur hafa komið í veiðina á umrædd- um svæðum í Stóru Laxá, einn daginn veidd- ust 7 laxar og þann næsta voru þeir 8. Yfir 200 laxar hafa veiðst á svæðunum. Sogið dauft... „Þetta eru um 200 laxar. Við vorum í Bíldsfelli og fengum tvo. Þetta eru allt of fáir laxar og það er auk þess mjög lítið af stórum laxi. Þetta er sorgleg staðreynd og það þarf að taka til hendinni að koma Sog- inu aftur á sinn rétta stað,“ sagði Ólafur Ólafsson, formaður árnefndar SVFR fyrir Sogið; í samtali við Morgunblaðið um helg- ina. Ólafur sagði fleira en eitt hafa valdið ástandinu í sumar, m.a. óvenjutíðar vatns- borðsbreytingar vegna vinnu við virkjanirnar í efri hluta árinnar. „Það er einnig opið inn í göngin við Steingrímsstöð og við vitum að laxinn gengur þangað inn og fer sér þar jafnvel að voða,“ segir Ólafur. Mikil og góð bleikjuveiði hefur bætt mörg- um veiðimanninum upp laxleysið, að sögn Ólafs, en bleikjuveiði í sumar hefur verið mun betri en í mörg herrans ár og fiskur auk þess mjög vænn. „Þetta hafa mest ver- ið 2-3 punda fiskar og það hafa veiðst bleikjur allt upp í 6 pund. Hörkuganga í Vatnsá Hafsteinn Guðmundsson hjá Stakki í Vík sagði veiði hafa tekið vel við sér í Vatnsá að undanförnu. í lok síðustu viku voru komn- ir um 70 laxar á land og annað eins af sjó- birtingi. „Menn sáu mikinn fisk um alla á en eitthvað af honum hefur vafalaust geng- ið beint upp í Heiðarvatn. Það rigndi svoleið- is að allt fór á flot um helgina en menn búast við því að góð hrota komi er vatnið sjatnar aftur,“ sagði Hafsteinn í gærdag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.