Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Katrín Krist- jánsdóttir fædd- ist í Sigtúnum á Selfossi 4. ágúst 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 10. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristján Ólafsson bóndi og smiður í Bár í Flóa, f. 29. maí 1878 í Laugar- dælum, d. 3. júní 1956, og fyrri kona hans Kristjana Jó- akimsdóttir, klæð- skeri, f. 18. maí 1879, d. 30. nóvember 1918. Elst þriggja barna þeirra sem upp komust var Jóhanna Guðrún, f. í Reykjavík 15. febrúar 1905, d. 6. júní 1991, þá kom Ólafur, f. í Reykjavík 2. júní 1906, d. 22. apríl 1978, og Katrín sem hér er kvödd. Auk þess fæddust þeim Kristjáni og Kristjönu tvær dætur, sem dóu í frum- bernsku, Unnur, f. 6.3. 1914, d. 14.4. 1915, og Unnur Mar- grét, f. 22.8. 1915, d. 11.9. sama ár. Síðari kona Kristjáns var Kvödd er eftir langvarandi van- heilsu, af fjölmennum frændgarði, elskuð systir og mágkona, Katrín Kristjánsdóttir. Foreldrar hennar áttu sín fyrstu búskaparár á Vest- urgötu í Reykjavík og þar fæddust börn þeirra Jóhanna og Ólafur. Þau flytjast síðan búferlum að Selfossi þar sem Katrín fæddist í Sigtúnum. Veturinn 1918 var þjóðinni harður og þungbær og ekki fór fjölskylda Kristjáns Ólafssonar varhluta af þeim erfiðleikum, en þá lést Krist- jana kona hans af Spönsku veikinni frá þremur ungum börnum. Þau voru þá búsett í Langholtsparti, Hraungerðishreppi, en tvær hús- mæður af Langholtsbæjunum létust af veikinni og voru bomar til grafar samdægurs. Kristján kvæntist aftur mikilli sómakonu Ragnheiði Þorkels- dóttur. Gagnkvæm virðing, ástúð og hlýja ríkti ávallt milli Ragnheiðar og eldri barna Kristjáns og hefðu ekki verið meiri kærleikar milli Katr- ínar og Ragnheiðar þó um hefði verið að ræða móður og dóttur. Systkinin í Bár voru alin upp við vinnu og erfiða starfshætti þess tíma, en þau voru einnig alin upp við lestur og söng, og ekki síst kveðskap, en þeir bræður Kristján og Kjartan Ólafssynir kunnu þá íþrótt sem nú er að hverfa með þjóðinni, sem rímnakveðskapur var. En þeir kunnu og kváðu blaðalaust langa kvæðabálka um orustur og Ragnheiður Þor- kelsdóttir, f. í Smjördölum 30. október 1893, d. 3. mars 1991. Þeirra dætur: Kristjana, f. i Langholtsparti, Hraungerðishreppi 10. september 1920, d. 17. ágúst 1996, Sigríður, f. í Lang- holtsparti 17. sept- ember 1921, búsett á Selfossi, Ragna Þorgerður, f. í Bár 5. apríl 1923, búsett í Kópavogi, Sigrún Þuríður, f. i Bár 11. apríl 1928, búsett í Tampa, Florida. Hinn 31. október 1936 giftist Katrín Steingrími Welding bif- vélavirkja, f. 30. september 1908, d. 7. júlí 1980. Hann var sonur Sigríðar og Snorra Weld- ing. Heimili Katrínar og Stein- gríms var í Reykjavik. Hann starfaði sem vélamaður á tog- urum og var sjómaður stóran hluta af sinni starfsævi. Þeim varð ekki barna auðið. Útför Katrínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. svaðilfarir, en Kjartan var um skeið formaður í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Griðastaður systkinanna frá Bár á ferðum þeirra til Reykjayíkur var jafnan á heimili Kjartans Ólafs- sonar föðurbróður þeirra og Þórdís- ar Jónsdóttur konu hans að Njarð- argötu 47, en þau systkin stóðu ævinlega í þakkarskuld við það góða fólk. Miklir kærleikar voru alla tíð með þeim frænkum, dætrum Kristjáns og Kjartans, þeim Aðal- heiði og Katrínu Kjartansdætrum. Heimili Katrínar og Steingríms varð jafnan heimili yngri systra hennar á ferðum þeirra til Reykja- víkur, og hugsa þær til þess með þakklátum huga. Katrín var ein- staklega verkhög kona. Hún starf- aði alla sína starfsævi við sauma- skap og matseld. Hún starfaði við kápusaum í áraraðir, en síðast sem matráðskona hjá Framkvæmda- stofnun ríkisins. Hún var alla tíð boðin og búin að rétta hjálparhönd í fjölskyldunni þegar um var að ræða brúðkaup eða fermingarveisl- ur. Hún gladdist yfir hveijum góð- um áfanga systkinabarna sinna og sýndi þeim einstakan kærleika sem þau öll þakka henni af heilum hug. Katrín var einstaklega glaðlynd og jákvæð kona. Hún var fagurkeri og átti alla tíð fallegt heimili. Hún hafði næmt auga fyrir fögrum hlut- um og var einstaklega ljóðelsk og ljóðabækur þjóðskáldanna skipuðu sérstakan sess í bókahilium hennar. Hún afhenti eitt sinn undirritaðri bók úr hillunni og sagði: „Þú skalt eiga þessa, frænka,“ og benti á ljóð- ið úr Prédikaranum eftir Davíð Stefánsson: Byrgðu þig aldrei í bústað þínum á bak við lokuð hlið. Því stærri veröld sem við þér blasir, því voldugri sjónarmið. Katrín hafði yndi af ferðalögum og ferðaðist víða meðan heilsa leyfði. Hún heimsótti m.a. Sigrúnu systur sína og dætur hennar búsett- ar á Florida. Fjölskylda Katrínar biður fyrir sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir einstaka þolinmæði og hjúkrun í erfíðum veikindum hennar. Kristjana Kristjánsdóttir, systir Katrínar, lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 17. ágúst síðastlið- inn. Blessuð sé minning þeirra systra frá Bár. Guðrún Ólafsdóttir. Katrín systir mín var þriðja og yngsta barn þeirra Kristjáns Ölafs- sonar og Kristjönu Jóakimsdóttur er bjuggu þá í Sigtúnum á Sel- fossi. Var hún um fermingaraldur- inn þegur hún missti móður sína úr spönsku veikinni. Kristján giftist móður minni Ragnheiði Þorkels- dóttur og eignuðust þau fjórar dætur, sem ólust upp með eldri systkinum sínum. Var ákaflega kært með móður okkar og eldri systkinunum sem við kölluðum svo. Það var aldrei talað um hálfsystkin, við fundum aldrei að það væri neinn munur gerður á. Þau voru svo góð við okkur litlu stelpumar, eins og við vorum kallaðar. Sú elska entist ævina út, en eldri systkinin eru nú öll látin. Fyrst Ólafur, síðan Jó- hanna og Katrín sem nú er kvödd. Hún dó á fæðingardegi Kristjönu systur okkar, sem lést 24 dögum á undan Katrínu. Mér fínnst yndislegt að hafa alist upp í þessum systkinahópi, sem veitti okkur öryggi og margar gleði- stundir og var okkur fögur fyrir- mynd. Við fundum vel hvað þau báru hag okkar fyrir brjósti. Katrín var þeirra lengst heima. Þegar hún bað okkur að hjálpa sér að halda í blóðmörsiður eða um önnur smávið- vik, þá fór hún kannski að kenna okkur vísur eða eitthvað skemmti- + Guðbjörg María Helgadóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 6. des- ember 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Magnúsdóttir frá Steinum, A-Eyja- fjöllum, og Helgi Kr. Halldórsson sjó- maður frá Skeggja- stöðum, Ólafsfirði. Guðbjörg ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í Vestmannaeyjum. Systkini hennar voru: 1) Torfi Alexand- er, f. 11.7. 1918, d. 21.11. 1972, sjómaður í Vestmannaeyjum, hans kona var Guðlaug Sveins- dóttir, f. á Siglufirði 16.5. 1925. Þegar foreldrar Guðbjargar fluttust til Ólafsijarðar varð hún eftir í Eyjum. Hún ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Magnúsi Jónssyni frá Steinum og Guðríði Jónsdóttur frá Hrútafellskoti, A-Eyjafjöllum. Þegar ég fyrst man eftir mér bjuggu þau á Miðhúsum. Ég var víst ekki gamal þegar ég rataði að heiman til þeirra austur að Mið- húsum. Vinsæll útsýnisstaður okk- ar Guðbjargar var bakkinn austan við húsið. Þaðan mátti sjá mörg erlend fiskiskip sem lágu í vari úti legt, þá vorum við ánægðar og starfíð léttist að mun. Svo kom nú að því að Katrín fór að leita sér að vinnu. Hún byijaði í málningarverksmiðjunni Hörpu. Hún vann líka á saumastofunni á Kleppsspítalanum. Hún leigði hjá Tryggva Siggeirssyni og frú Láru á Smiðjustíg 4. Bar hún góðan hug til þess fólks. Hún var snemma lag- in með nálina og brást ekki smekk- vísin, svo hún fór fljótt að sauma á dömur bæjarins. Mig minnir að fyrsti viðskiptavinurinn hafí verið Helga Trvggva, dóttir þeirra hús- ráðenda Láru og Tryggva. Ég man líka eftir Rúnu Guðmundsdóttur í Parísartískunni, sem þá var ungl- ingsstúlka. Hún var líka glæsileg í kjólnum sem þær hönnuðu í samein- ingu hún og Katrín. Þetta er nú það helsta sem ég sá í vinnslu hjá henni á þessum árum, fyrir utan það sem hún saumaði á okkur syst- ur sínar, bæði kápur og kjóla. Seinna stundaði hún heimasaum á barnakápum fyrir Guðrúnu Rafns- dóttur. Þá þurfti nú stundum að flýta sér og leggja nótt við dag þegar Guðrún kom eins og storm- sveipur með stóra pöntun. En aldr- ei var kastað höndum til nokkurs verks, því ekki brást fegurðarskyn- ið. Síðar stundaði hún vinnu við gerð smurbrauðs og ábætisrétta, bæði í Glaumbæ og á Hótel Bifröst hjá frú Hrafnhildi, þeirri fyrirmynd- ar hótelstýru. Síðar vann hún sem matráðskona hjá Framkvæmda- stofnun Islands og var það síðasti vinnustaður hennar áður en hún settist í helgan stein 73 ára að aldri. Fljótlega eftir það fór hún á Hrafn- istu þar sem hún átti víst skjól, því Katrín stundaði sjómennsku um tíma. Var hún meðal annars í ferð- um til Rússlands og fleiri landa sem skipsþerna á flutingaskipum. Átti hún góðar minningar frá öllum þessum stöðum og undi sér við það, þegar aldurinn færðist yfir og heilsan brást, að rifja upp ferðalög og staði sem hún hafði komið á. Sjónminni hennar var svo glöggt að hún gat kallað fram ljóslifandi myndir af hveiju einu sem hún upplifði, hvort sem það voru atburð- ir, fólk, veður, skýjafar, landslag eða birtubrigði hvers konar. Þar sem fegurðarskyn hennar var svo næmt og hún svona vel verki farin, leiddi það til þess að hún var ailtaf vel klædd. Hún var 2) Halldór Rósmund- ur, f. 1.6. 1926. Kona: Sigríður Halldóra Loftsdóttir, f. 30.9. 1930 í Hafnafirði. 3) Guðrún Stella, f. í Ólafsfirði, 5.9. 1929. Maki: Aðalbjörn Gottskálk Þorsteins- son, f. á Siglufirði, 18.10. 1923. 4) Guð- laug Inga, f. 23.3. 1933. Maki: Sigur- björn Jónsson, f. á Akranesi 26.8. 1907. Börn Guðbjargar eru: 1) Ragna María, f. 27.7. 1941. Faðir Pálmi Sig- urðsson. Maki: Sigurþór Magnús- son. Börn: Magnús, Hólmar Björn, Gestur Sævar og Ragnar Þór. 2) Amelía Kolbrún, f. 6.9. 1947. Faðir Úlfar V. Þorkelsson. Maki: Jón B. H. Jóhannsson. Þau á víkinni þegar eitthvað var að veðri. Fyrir neðan bakkann skolaði sjórinn klappirnar. Nú í dag liggur þykkt hraun yfir þessum hluta Eyjanna. Já, þessar myndir eru skýrar í minningunni. Fjaran neðan við bakkann var leiksvæði okkar og sjórinn bar upp í fjöruna forvitni- lega hluti. Þar fann Guðbjörg óska- steininn sinn, dimmrauðan, og hjartalaga, sem við bárum inn til Guddu örnmu. Hún sagði að þetta væri lausnarsteinn. Það boðaði t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGGERT HANNESSON, Háholti 5, Hafnarfirði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. september. Þórey Valgeirsdóttir, Böðvar Þór Eggertsson, Guðrún Arnardóttir, Þuríður Edda Eggertsdóttir, Rúnar Þór Guðmundsson, Aðalheiður Hrefna Eggertsdóttir, JayJay Rae, Sara Böðvarsdóttir, Aníta Björt Rúnarsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR, Melhaga 6, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur aöfaranótt mánudagsins 16. septem- ber. Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir, Jón Hjaltalfn Ólafsson, Örn Ólafsson, Arnþrúður Jónsdóttir, Þórhalla Sólveig Jónsdóttir, Haraldur Briem, Þórunn Þórhallsdóttir, Ólafur Andri Briem, ívar Jóhann Arnarson. KATRIN KRISTJÁNSDÓTTIR GUÐBJÖRG MARÍA HELGADÓTTIR mjög eftirsótt í öllum veislum í fjöl- skyldunni, það var fögnuður þegar hún kom eins og sólargeisli, bros- andi og vingjarnleg við alla. Hún hafði frá mörgu að segja, en var umfram allt góður hlustandi og margt ungmenna lagði leið sína til hennar til að fá ráðleggingar í hvers kyns vanda og margir komu bjart- sýnni af hennar fundi. Þegar Katrín mín elskuleg var 85 ára veiktist hún og lá milli heims og helju á Borgar- spítalanum í nokkra mánuði. Þá sagði Kjartan Kjartansson, okkar kæri frændi: „Það getur vel verið að hún nái sér upp úr þessu, hún er svo dugleg." Hún minntist oft á þessi orð og þau voru henni mikil uppörvun, enda varð hann sann- spár. Hún komst upp úr þessum veikindum og fór þá á sjúkradeild Hrafnistu og fékk þar bestu umönn- un sem völ var á. Hún var svo mik- ill mannvinur að það smitaði frá sér og umhyggja og allt viðmót var til fyrirmyndar og græddu flest henn- ar mein. Þó var eitt sem þessi veik- indi höfðu tekið frá henni, það var sjón hennar sem má heita að hafí alveg bilað, en ekki brast kjarkurinn að heldur. Nú var gott að eiga dijúgan sjóð minninganna og eitt er það sem enn er ótalið, en það eru þau ógrynni af kvæðum sem hún kunni og stytti sér stundir við að rifja upp. Mest dáði hún Davíð Stefánsson og einnig Einar Bene- diktsson. Þær sögðu stundum við hana stúlkurnar á Hrafnistu, þegar kvöld var komið og aðalverkum lok- ið: „Gaman væri að heyra eitt lítið kvæði, Katrín mín.“ „Það væri nú ekki nema sjálfsagt,“ sagði hún. Var þá kominn smáhópur í kringum hana til að njóta flutningsins, þó áheyrendur væru henni ósýnilegir. En klappið að loknum þessum ein- földu kvöldvökum gaf til kynna að fleiri væru hlustendur en hún átti von á. Hún var mjög ánægð með vistina á Hrafnistu og talaði oft um hvað hún hefði verið heppin að komast á þetta heimili í ellinni og hvað fólkið þar væri gott og umhyggju- samt. Hún leit á þessa stofnun eins og sitt heimili og ég álít að það hafí verið rétt metið hjá henni. Við, hennar nánustu, viljum þakka þessu blessaða fóki fyrir góða umönnun í þau ár sem hún dvaldi á Hrafnistu. Guð blessi þig, elskulega systir. Sigríður Kristjánsdóttir. skildu. Börn: Helena Kristín, Úlfar, Guðbjörg Iris og Agnes Rós. 3) Guðríður Magnea, f. 1.7. 1948. Faðir Jón Kristins- son. Maki: Hallgrímur L. Mar- kússon. Börn: Markús, Berglind og Bergur. Sambýlismaður Guðbjargar var Ástvaldur Ei- ríksson sjómaður, f. í Bygg- garði á Seltjarnarnesi 25.7. 1928. Börn þeirra voru: 4. Hall- dóra, f. 4.1. 1955, d. 15.8. 1977. 5. Ásdís Hrönn, f. 23.12. 1955. Maki: Kristbjörn Haraldsson, f. 26.7. 1960. Barn: Ásbjörn. 6) Magnús Ástvaldsson, f. 15.4. 1957, kona hans var Érla Björg Garðarsdóttir. f. 20.9. 1959. Börn: Dagbjört og Margrét Björk. 7. Eygló, f. 22.8. 1958. Maki: Jóhann Vilbergsson, f. 1.1. 1960. Börn: Halldór Davíð, Ásthildur María, Jóhann Eyþór og Vilberg Sævar. 8. Svanhvít Ástvaldsdóttir, f. 29.9. 1960. Maki: Hjálmar Haraldsson verkam., f. 29.1. 1956. Börn: Katrín, Hjálmar Svanur. Útförin fór fram frá Dóm- kirkjunni 17. júlí sl. gæfu að fínna slíkan stein. Árið 1963 flutti íjölskyldan til Reykjavíkur, og nú síðustu árin hafa þau búið við Lindargötuna. Létt kímnin og góðlátlegt grín var ríkt í fari Guðbjargar og svo var til hinstu stundar. Það ljómaði bros um andlit hennar þegar hún skildi við. Þegar ég kveð þessa góðu frænku mína, votta ég börnum hennar og Qölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Sigurður K. Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.