Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPl'EMBER 1996 47 FRÉTTIR Námstefnaum gæðasljórnun í menntakerfinu | GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ís- lands stendur fyrir námstefnu um Gæðastjórnun í Menntakerfinu á Hótel Borg 27. september nk. Dieane S. Ritter, fyrirlesari nám- stefnunnar, starfar sem deildar- stjóri menntasviðs hjá ráðgjafar- fyrirtækinu GOAL/QPC í Banda- ríkjunum. Hún hefur stundað | rannsóknir á altækri gæðastjórn- I un í menntakerfinu og unnið sem ráðgjafi, bæði í grunnskólum, 1 framhaldsskólum og háskólum. Diane Ritter er vinsæll fyrirles- ari í Evrópu og í Bandaríkjunum og flutti hún erindi á ráðstefnu Samtaka evrópskra gæðastjórnun- arfélag (EOQ) í Berlín í byijun september. Diane Ritter hefur starfað ötullega að gæðamálum síðan 1980. Á námstefnunni verð- ur lögð áhersla á umljöllun um hvernig nota má verklag og að- ferðir altækrar gæðastjórnunar í menntakerfinu, einkum við stjórn- un og skipulagningu skólastarfs og í skipulegu umbótastarfi í skól- um. Námstefnan er ætluð öllu áhugafólki um gæðastjórnun í skólakerfmu og í fræðslumálum í fyrirtækjum. Þ.e.a.s. skólastjórn- endum, fræðslustjórum, starsfólki í menntakerfinu, kennurum og öðrum sem starfa beint eða óbeint að gæðamálum. Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Gæðastjórnunarfélags ís- lands, Garðastræti 41. Ráðstefna Samvinnu hjúkrunar- fræðinga á Norðurlöndum Laun og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga verður gestgjafi á ráðstefnu Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum dagana 17.-18. september á Scandic Hótel Loft- leiðum. Von er á 66 fulltrúum frá stéttarfélögum hjúkrunarfræð- inga í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi sem munu taka þátt í ráðstefnunni. „Markmið ráðstefnunnar er að bera saman stöðu kjara- og rétt- indamála hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum og leggja mat á mismunandi aðferðir í baráttu fyr- ir bættum kjörum. Ýmsar hug- myndir og kenningar verða reifað- ar, m.a. notkun starfsmats og jafnrétti kynjanna í launamálum. Á undanförnum árum hafa hjúkr- unarfræðingar á öllum Norður- löndum farið í verkföll eða beitt aðferðum til að knýja fram bætt kjör og samanburðurinn mun væntanlega varpa ljósi á hvaða áhrif það hefur haft á kjör þeirra,“ segir í fréttatilkynningu hjúkrun- arfræðinga. Jafnframt segir: „Sérstakur gestur ráðstefnunnar verður Pat Armstrong, prófessor og forstöðu- maður School of Canadian Studies í Ottawa í Kanada. Hún er sérfróð um aðferðir til að tryggja kynhlut- leysi í notkun starfsmats við ákvörðun launa. Fyrir nokkrum árum höfðaði félag hjúkrunarfræðinga í Kanada mál vegna starfsmats sem vinnu- veitendur hugðust nota þar í landi en hægt var að sýna fram á að var ekki kynhlutlaust. Armstrong aðstoðaði við rekstur þessa máls og í erindi sem hún flytur mun hún m.a. Ijalla um það.“ Ágóðasýning fyrir börn með krabbamein SAMBÍÓIN og íslenska miðlasam- bandið efna til ágóðasýningar fyr- ■r börn með krabbamein miðviku- daginn 18. september í Bíóborg- inni við Snorrabraut. Kl. 20 mun hefjast skyggnilýsing en því næst verður nýjasta mynd John Tra- volta, „Phenomenon", sýnd. Frum- sýning verður 20. september. Miðl- arnir sem sjá um skyggnilýsingu eru Þórhallur Guðmundsson, Guð- fún Hjörleifsdóttir, María Sigurð- ardóttir og Símon Bacon. Miðaverð er 1.000 krónur og fnun allur ágóði renna til Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna (SKB). I því sambandi má geta þess að allir sem koma að um- ræddum viðburði gefa vinnu sína. Forsala miða er hafin og fer hún fram í Sambíóunum Álfabakka og Snorrabraut. „Phenomenon" gerist í litlu sveitaþorpi í Kaliforníu. Sagt er frá George Malley (John Travolta) en líf hans tekur óvænta stefnu á 37. afmælisdegi hans. Hann öðlast nýja hæfileika sem m.a. felast í að hann getur fært hluti með hug- arorkunni einni, lært ný tungumál á 20 mínútum, skynjað undanfara jarðskjálfta, innbyrt innihald allt að 5 bóka á sólarhring og fleira mætti nefna. Vinum George og þorpsbúum öllum verður brugðið við hina nýju hlið á honum en hann heldur sínu striki og fer að einbeita sér að lífrænum rann- sóknum og fleiri verkefnum sem engan hafði órað fyrir. Samt gleymir hann ekki draumadísinni sinni, Lace (Kyra Sedgewick), sem á fastan stað í hjarta hans hvað sem á gengur. Maðurinn er talinn nýta einung- is um 20% af getu heilans. í mynd- inni er þeirri spurningu varpað fram hvað gæti gerst ef nýting einhvers einstaklings myndi auk- ast umtalsvert, segir í fréttatil- kynningu. Morgunblaðið/Golli Hálf milljón til Sjálfsbjargar AÐALÚTGÁFAN og Sjálfs- björg hafa að undanförnu staðið fyrir sölu á bók og snældu sem saman nefnast Ferðafélagi barnanna. Bókin er um 80 síður og inniheldur leiki, söngva, ævintýri, kvöldbænir, fróðleik um ísland og myndir til að lita svo eitthvað sé nefnt. Snældan er tvískipt en á ann- arri hliðinni syngur Ingunn Gylfadóttir við undirleik Tóm- asar Hermannssonar þekkt barnalög. Peningarnir sem safnast munu verða notaðir í að byggja útivistarsvæði fyrir fatlaða við Elliðavatn sem nefn- ist Sólbakki. Þar eru þegar komnar hjólastólabrautir og fleira sem gerir fötluðum auð- veldara að njóta náttúrunnar í sérhönnuðu umhverfi. Á dögunum afhenti Salvar Halldór Björnsson, fram- kvæmdastjóri Aðalútgáfunnar, Sigurrós M. Siguijónsdóttur, formanni Sjálfsbjargar Reykja- víkur og nágrennis, hálfa millj- ón króna sem er hluti af þeim hagnaði sem þegar er búið að innheimta, en sala stendur enn yfir. Björgun úr rústum æfð á Kjalarnesi ÆFING í svokallaðri rústabjörgun verður haldin í Saltvík á Kjal- arnesi helgina 20.-22. september nk. Æfingin er uppsett fyrir rústa- hópa björgunarsveita á suðvestur- landi en megintilgangur hennar er að gera sveitirnar hæfari til að bjarga fólki úr húsarústum og öðrum mannvirkjum. Frá árinu 1989 hafa 140 flokks- stjórar frá björgunarsveitum og slökkviliðum lokið 50 tíma nám- skeiði í Saltvík sem haldin eru á vegum Almannavarna ríkisins. Þessum floksstjórum er síðan ætl- að að þjálfa sínar sveitir og er þessi æfing hluti af þeirri þjálfun. Þessi æfing er talsvert frábrugðin hefðbundnum æfingum og má segja að hún sé spegilmynd af æfingu sem einn leiðbeinendanna, Þór Magnússon, tók þátt í með björgunar- og slökkviliðum í Virginíufylki í Bandaríkjunum vor, segir í fréttatilkynningu. Æfingin byggir á mörgum verkefnum sem sveitirnar þurfa að leysa hver á eftir annarri. Verk- legar æfingar hefjast kl. 8 á laug- ardagsmorgni þann 21. Búist er við að þátttakendur verði yfir átta- tíu og starfsmenn og aðstoð- Síðasta þriðju- dagsganga í Viðey SÍÐASTA þriðjudagsgangan í Viðey á þessu sumri verður í kvöld. Farið verður kl. 19 með Viðeyjarfeijunni úr Sundahöfn. Gangan hefst við kirkjuna og verður farin leið sem liggur um túnið sunnan Heljarkinnar, en síð- an með gamla túngarðinum yfir á norðurströnd Heimaeyjarinnar. Eftir henni verður gengið vest- ur í Eiðishóla en svo þaðan heim að kirkju aftur. Sitthvað verður einnig skoðað heima við, áður en haldið verður í land aftur. Þetta er síðasti hluti þriðju raðgöngunn- ar um Viðey á þessu sumri og um leið stysta gangan, tekur ekki meira en hálfan annan tíma. Þátttökugjald er ekkert annað er feijutollurinn, sem er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Fólk er hvatt til að búa sig eftir veðri. FUF í Reykjavík Brýnt að breyta lögum um LIN FÉLAG ungra framsóknarmanna í Reykjavík hélt aðalfund sinn í fyrradag, þar sem m.a. var álykt- að um að brýnt væri að lögum um Lánasjóð íslenskra náms- manna væri breytt á haustþingi. FUF benti á í ályktun sinni að framsóknarmenn hefðu gert til- lögur í nefnd menntamálaráð- herra um endurskoðun laga um LÍN um mánaðarlegar greiðslur lána til námsmanna og um lækk- un endurgreiðsluhlutfalls. Orðrétt segir í ályktuninni, „að ef Sjálfstæðisflokkurinn fellst ekki á þessar tillögur sé Fram- sóknarflokknum rétt að fara fram á nýja skiptingu málefna í 2. ráðu- neyti Davíðs Oddssonar - þannig að menntamál falli hér eftir fram- sóknarmönnum í skaut.“ Ný stjórn FUF var kjörin á fundinum. Formaður er Þorlákur Traustason og aðalmenn í stjórn eru Dagný Jónsdóttir, Finnur Þ. Birgisson, Gísli Tryggvason, Guð- mundur Gíslason, Steingrímur Ólason og Svava Kristinsdóttir. Háskólafyrir- iestur um guðfræði DR. TÖBY Lehtsaar, prófessor við guðfræðideild háskólans í Tartu, Eistlandi, flytur opinberan fyrir- lestur í boði guðfræðideildar Há- skóla íslands miðvikudaginn 18. september kl. 10.15 í kapellu há- skólans. Fyrirlesturinn, sem verður flutt- ur á ensku, nefnist: „The Structure and Function of Autobiographical Religious Experiences“. v Dr. Tönu Lehtsaar er forseti guðfræðideildar háskólans í Tartu og var gestur á fundi forseta guð- fræðideilda við háskóla á Norður- löndum sem haldinn var í Skál- holti 13.-15. september sl. Þrír jafnir í helgarskák ÞRÍR skákmenn urðu efstir og jafnir á Helgarskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór um helg- ina. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1.-3. Arnar E. Gunnarsson 5‘A vinning af 7, 1.-3. Tómas Björnssoon 5'A, 1.-3. Einar Hjalti Jensson 5‘/2, 4.-6. Arnar Þor- steinsson 5, 4.-6., Björn Þorfinns- son 5, 7.-12. Jón Viktor Gunnars- son 4'/2, 7.-12. Björn Siguijóns- son 4'A, 7.-12. Ingi Þór Einarsson 4'/2, 7.-12. Stefán Kristjánsson 4‘A, 7.-12. Arngrímur Gunnhalls- son 4'A og 7.-12. Matthías Kjeld með 4 'h vinning. Helstu úrslit í síðustu umferð: Arnar E. Gunnarsson - Tómas Björnsson 'h-'h, Einar H. Jensson - Jón Viktor Gunnarsson 1-0, Arnar Þorsteinsson - Björgvin Víglundsson 'h-'h og Björn Þorf- innsson - Sverrir Sigurðsson 1-0. Leiðrétt Úrvalsferðir Röng mynd birtist á sunnudag- inn með frétt um nýjan vetr- arbækling frá ferðaskrifstofunni Úrval/Útsýn. Birtist hér rétta myndin og jafnframt er beðist af- sökunar á mistökunum. V estfjarðagöng I undirfyrirsögn fréttar af greftri Vestfjarðaganga sl. laugar- dag slæddist auka n inn í eignar- fall fleirtöluorðsins göng og það varð gangna í stað ganga. Orðið er hvorugkyns og því er seinna n-inu ofaukið. Eignarfall kven- kynsorðsins göngur er hins vegar gangna og vill brenna við, að þess- um eignarfallsmyndum sé ruglað saman. Mistökin urðu á síðasta vinnslustigi síðunnar og hafa glöggir lesendur vafalaust tekið eftir, að eignarfallsmyndin er rétt annars staðar í fréttinni. Aðalritari en ekki formaður í umfjöllun um ráðstefnu um sjálf- bæra þróun á 21. öld, sem birtist á sunnudaginn undir titlinum „Framtíð alheimsnágrennisins rædd“, var einn ráðstefnugesta, Sir Sridath Ramphal, ranglega sagður „fyrrverandi formaður Brezka samveldisins". Rétt er að hann gegndi um 15 ára skeið stöðu aðalritara samtaka Samveldis- landanna. ■ UMBOÐ Happdrættis SÍBS í Hafnarfirði er flutt í Filmur og framköilun sf., Miðbæ, Hafn- arfirði. Á myndinni eru Alberl Már Steingrímsson og Ólafía Ólafsdóttir sem munu sjá um end- urnýjun og afgreiðslu vinninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.