Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 57
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 57 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ týralegur hasar í mynd þar sen allir helstu bardagalistamenn heims eru saman komnir. DIGITAL DIGITAL □□iDOLBYl DIGITAL ENGU LÍKT yœA'í - SANNLEIKURINN UM HUNDA OG KETTI 1 BÓLAKAFI Vegna fjölda áskoranna verður Sýndkl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5,7,9og 11 -i iji.b ii i ij ii, i IHEGREMWHm SAMUEL C0URAGE SFRIPTEíaSE IffPpÍ JT" “firT DEMIMOORE II ff | 1 r,oiDRUin/> DENZEL WASHINGTON ■ ■ JL ■ B ' NIEG RYAN Morgunblaðið/Hilmar Þór RUT Ingólfsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Bjöm Bjarnason og Stefán Baldursson voru glaðleg í hléi. ÓLAFUR Egilsson og unnusta hans Esther Talía Casey líta á leikskrá. BOGI Ágústsson fréttastjori, Hermann Hermannsson rekstrar stjóri dagskrársviðs Stöðvar tvö og Bryndís Steinarsdóttir. Tíbetförin KVIKMYNDIR Hættuför „The Quest“ 1/2 Leikstjóri: Jean Claude van Damme. Aðal- hlutverk: Jean Claude van Damme, Roger Moore, James Remar. Saga: Jean Claude van Damme ofl. Univereal. 1996. Það er engum öðrum um að kenna en belgíska buffinu Jean Claude van Damme að nýjasta mynd hans, Hættuför eða „The Quest“, er ein af hans alverstu myndum. Hann er bæði leikstjór- inn og einn af höfundum sögunn- ar. Þeir aðdáendur van Damme sem bjuggust við einhveiju álíka og Dansar við úlfa eða „Bravehe- art“ frá hendi kvikmyndajöfurs- ins þegar hann settist í leikstjó- rastólinn verða fyrir miklum von- brigðum en þeir eru sjálfsagt ekki margir. Þeir sem bjuggust við b-mynda drasli af verstu sort munu kætast mjög undir Hættu- för. Ekki er mér kunnugt um hvort myndin er byggð á tölvuleik en hún lítur út fyrir að vera það. Hún flytur sig af einni sviðs- myndinni yfir á aðra með viðeig- andi og einstaklega þreytandi slagsmálum og það er ekkert í henni þess á milli. Belginn leikur götutrúð í New York sem eftir miklar og ótrúlegar krókaleiðir lendir í bardagakeppni í Tíbet en sagan gerist árið 1925. Á leið sinni hittir hann Roger Mo- ore, sem er næstum alveg hætt- ur að leika nema með annarri augabrúninni, og fleira fólk leiðinlegt en þegar til Tíbet kem- ur tekur við bardagakeppni og við það situr til myndarloka. Handritið er með eindæmum slappt og fjarstæðukennt jafnvel fyrir mynd af þessu tagi. Keppn- in er eins óspennandi og barna- leg og amerísk glíma og maður horfir á hveija viðureignina á fætur annarri og reynir að skella ekki uppúr. Hættuför minnir að öllu leyti á afburðaslappa fram- leiðslu Cannon-kvikmyndafyrir- tækis þeirra Golan og Globus frá í gamla daga nema ég er ekki viss um að þeir hafi nokkurtíman verið í þetta mikilli lægð. Það er erfitt að sjá hvort er klunna- legra, leikur van Damme eða leikstjórn. Hetjan sem hann leik- ur er svo litlaus og ómarkverð að maður gleymir því að hún er aðalpersóna myndarinnar. Stjórn bardagaatriðanna er dáðlaus með öllu og síst til þess fallin að mynda spennu. Miklu fremur að hún dragi athyglina að fá- fengileika alls þess sem fram fer. Hættuför er vond mynd í alla staði sem sýnir að van Damme er vita hæfíleikalaus leikari og það sem verra er, alls ónýtur leikstjóri. Arnaldur Indriðason Frumsýn- ing á í hvítu myrkri FYRSTA frumsýning haustsins á Litla sviði Þjóðleikhússins var um helgina. Sýnt var leikritið í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson en það gerist á litlu gistihúsi i sjávarplássi úti á landi. Leikritið var forsýnt á Listahátíð í sumar. Verkið er fyrsta leikrit höfundar fyrir at- vinnuleikhús á íslandi en Karl hefur skrifað mikið fyrir sjón- arp og er einn af hinum víð- frægu Spaugstofumönnum. Ljósmyndari Morgunblaðsins mætti á staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.