Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 6
V ðfiftl HMflMM’HMH ,Tf ÍJHnAf|l]UHH»1
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996
FRÉTTIR
Urskurður skipulagsstjóra vegna Hólasands kærður til umhverfisráðherra
Landgræðslan
óskar endur-
skoðunar
LANDGRÆÐSLA ríkisins og Hús-
gull hafa kært úrskurð skipulags-
stjóra ríkisins frá 8. ágúst síðast-
liðnum vegna mats á umhverfis-
áhrifum af uppgræðslu Hólasands.
I úrskurði skipulagsstjóra er fall-
ist á fyrirhugaða uppgræðslu að
uppfylltum fjórum skilyrðum. í
kæru Landgræðslunnar, sem send
var umhverfisráðherra 2. septem-
ber sl., er óskað eftir endurskoðun
á þessum skilyrðum.
Fyrstu tvö skilyrðin snúa að notk-
un lúpínu við uppgræðsluna en hún
hefur verið nokkuð umdeild. Þess
skal gætt að lúpína berist ekki út í
mólendi utan landgræðslugirðingar,
að Mývatni eða Laxá. Lúpínu verði
ekki sáð nálægt farvegum sem flutt
geta fræ af svæðinu. Meðfram ro-
fjöðrum Hólasands verði sáð gras-
fræi í minnst 200 metra belti og
myndað öflugt gras- og kjarrbelti
til að draga úr líkum á að lúpína
berist inn á mólendi. Einnig er kveð-
ið á um að eftirlit verði haft með
útbreiðslu lúpínunnar.
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri segir að það muni verða mjög
erfitt og dýrt í framkvæmd að fá
gras til að lifa á þessu svæði.
„Sennilega verður kostnaðurinn um
100 milljónir króna og þeir fjármun-
ir eru bara ekki til,“ segir hann og
bætir því við að lúpína sé raunar
þegar til staðar í Mývatnssveit, við
Sandvatn og Laxá.
Beringspunturinn ættaður frá
Alaska eins og lúpínan
Þriðja skilyrðið er á þann veg
að erlendar plöntur, sem notaðar
verði í tilrauna- og rannsókna-
skyni, berist ekki óheftar út frá
1 andgræðslusvæðinu. Landgræðslu-
stjóri undrast þetta skilyrði og telur
að það geti orðið fordæmisgefandi
fyrir aðrar landgræðslu- og skóg-
ræktarframkvæmdir þar sem mikið
er notað af erlendum plöntutegund-
um. „Auk þess er rétt að benda á
að sú grastegund sem helst myndi
geta lifað á Hólasandi er berings-
puntur en hann er einmitt ættaður
frá Alaska eins og lúpínan,“ segir
Sveinn.
Morgunblaðið/Ásdís
BIRKI plantað í skjóli lúpinunnar á Hólasandi.
Lúpínunni var sáð 1994.
Að síðustu setur skipulagsstjóri
það skilyrði fyrir uppgræðslunni að
kortlagðar verði kolagrafir og
gamlir vegir á svæðinu og ekki
verði sáð þar. Landgræðslustjóri
segir að leifar kolagrafa séu löngu
foknar burt og því heldur seint að
kortleggja þær. Fullt samráð verði
þó haft við Þjóðminjasafnið eins og
úrskurðurinn kveði á um.
Fyllstu varúðar gætt
Hvað framkvæmdina í heild
varðar segir landgræðslustjóri að
fyllstu varúðar verði gætt í fram-
kvæmdum gagnvart umhverfinu.
„Eg tel mun meiri hættu stafa af
gróður- o g jarðvegseyðingu á
Hólasandi en af útbreiðslu erlendra
plantna. Við myndum gjarnan vilja
að völ væri á fleiri tegundum til
þess að stöðva jarðvegseyðingu á
þessum slóðum með viðráðanlegum
kostnaði. Staðreyndin er sú að lú-
pínan er eina jurtin sem völ er á
til þess arna,“ segir Sveinn Run-
ólfsson.
Nú er verið að Ijúka við að girða
og friða allan Hólasand og lúpínu-
sáning stendur sem hæst. Ætlunin
er að taka fyrir um það bil 1500
hektara svæði á þessu hausti, auk
þess sem plantað verður 2-3.000
birkiplöntum, að sögn Sveins.
Hann tekur fram að þess verði
gætt að sá hvergi nálægt girðing-
um eða vatnsfarvegum, í gamla
vegi eða slóða.
Morgunblaðið/Ólafur Haraldsson
Gallup kannaði
áhrif læknadeilunnar
9% lands-
manna urðu
fyrir óþæg-
indum
GALLUP áætlar að nokkur þúsund
Islendingar á aldrinum 15-75 ára
hafi orðið fyrir miklum óþægindum
vegna þess að heilsugæslulæknar
voru frá vinnu.
Um 9% aðspurða í könnun, sem
Gallup gerði í kringum síðustu
mánaðamót, sögðust hafa orðið fyr-
ir óþægindum vegna þess að heilsu-
gæslulæknar voru frá vinnu og taldi
meira en helmingur þeirra að óþæg-
indin hefðu verið mikil.
Þá sögðu tæplega 13% aðspurðra
að einstaklingur nákominn þeim
hefði orðið fyrir óþægindum og um
30% þeirra sögðu að óþægindin
hefðu verið mikil. í þjóðarpúlsi Gall-
ups segir að þetta séu rúmlega 5%
alls úrtaksins og því megi áætla
að nokkur þúsund Islendingar hafi
orðið fyrir miklum óþægindum.
-----------» » ♦------
Minna fylgi við
Sjálfstæðis-
flokk en í júlí
FYLGI Sjálfstæðisflokks hefur dal-
að nokkuð síðustu vikur að því er
kemur fram í þjóðarpúlsi Gallups.
í könnun sem Gallup gerði í ág-
úst mældist fylgi Sjálfstæðisflokks-
ins 38,9% en var 43,4% í samsvar-
andi könnun í júlí. Fylgi Framsókn-
arflokksins jókst úr 18,6% í 21,5%
milli þessara kannana.
Fylgi Alþýðubandalagsins var
nær óbreytt eða 18,3% og sama var
að segja um fylgi Alþýðuflokks sem
mældist 14%. Fylgi Kvennalistans
jókst úr 3,8% í 6,5% en fylgi Þjóð-
vaka var 0,6% í könnuninni.
Þá kom fram að 60,4% studdu
ríkisstjórnina eða aðeins færri en í
júlíkönnuninni.
ÚTFÖR Jóakims Pálssonar út-
gerðarmanns var gerð frá
Hnífsdalskirkju sl. laugardag.
Athöfnin var nyög fjölmenn
og komust ekki allir í kirkju.
Sr. Magnús Erlingsson, sókn-
arprestur Isfirðinga, jarðsöng.
FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðar-
ins hefur sent bændum víðs vegar
á landinu bréf þar sem athygli
þeirra er vakin á að við samanburð
á fjölda sauðfjár samkvæmt forða-
gæsluskýrslu 1994-95 við talningu
sem gerð var í apríl sl., hafi komið
í ljós að fé þeirra hafi fjölgað. Sam-
kvæmt ákvæðum í reglugerð um
útflutning á kindakjöti hafi ráðið
reiknað út aukna útflutningsskyldu
vegna fjölgunarinnar.
Aldrei átt kvóta
Jón Guðmundsson ábúandi á
Hvítárbakka í Borgarfirði kveðst
skilja erindi Framleiðsluráðsins svo
að honum sé gert skylt að senda
úr landi ákveðið hlutfall þeirra
kinda sem hafi fjölgað um á um-
Útför Jóakims
Pálssonar
Barnabörn Jóakims báru kistu
hans úr kirkju, þau Karl As-
ræddu tímabili. Það sé hins vegar
fráleitt með öllu.
„Ég hef aldrei átt kvóta og því
síður fullvirðisrétt, en fjölskyldan
er með um 50-60 heimilisrollur á
þremur Iögbýlum og notar þetta
kjöt til heimabrúks. Við höfum
slátrað okkar kindum heima og
erum hvergi tengd þessari fram-
leiðslustýringu sem er við lýði í
landbúnaðarkerfinu. Ég myndi
telja það algjört brot á lögum og
rétt ef ætti að skylda mig til að
fara með fimmta hvert lamb af
þessum hópi og afhenda mönnum
til útflutnings. Það væri ekkert
annað en eignaupptaka," segir
Jón.
Hann kveðst hins vegar ekki
gera ráð fyrir að hart verði gengið
geirsson, Jóakim Hlynur Reyn-
isson, Páll Gunnarsson, Einar
Már Gunnarsson, Aslaug María
Friðriksdóttir, Gabríela Krist-
jánsdóttir, Ásgeir Krislján
Guðmundsson og Kristinn Leví
Aðalbjörnsson.
eftir því að framfylgja reglum um
útflutningsskyldu, en samkvæmt
reglugerð sem tekur til útflutriings
á kindakjöti sem framleitt er á ár-
inu 1996 er eigendum sláturfjár
skylt að taka þátt í útflutningi.
Hafi framleiðandi fjölgað sauðfé frá
haustinu 1994 skal útflutnings-
skylda hans aukin sem nemur fjölg-
uninni.
Undanþegin útflutningsskyldu er
framleiðsla til heimilisnota, allt að
60 kíló á hvern heimilismann á við-
komandi lögbýli.
Helst kveðst Jón telja um mistök
að ræða, þ.e. að öllum lögbýlum
hafí verið sent viðkomandi erindi
frá Framleiðsluráði án tillits til
stöðu ábúenda innan landbúnaðar-
kerfisins.
Bændur minntir á útflutningsskyldu sauðfjár
Gert skylt að senda út fé
fllðéJflWlflflOMi
MORGUNBLAÐIÐ
Gangbrautarljós á
Hverfisgötu
Fundað í
næstu viku
UMFERÐARNEFND mun
taka fyrir á fundi sínum þann
27. september erindi íbúa í
þjónustuíbúðum Reykjavíkur-
borgar við Lindargötu um að
gangbrautarljós verði sett upp
á ný á Hverfisgötu við Vita-
stíg.
Ibúarnir hafa lýst yfir
óánægju og mótmælt því að
gangbrautarljósin hafa verið
tekin niður. Að sögn Sigurðar
Skarphéðinssonar gatnamála-
stjóra, verður erindi íbúanna
tekið fyrir á næsta fundi um-
ferðarnefndar síðar í mánuð-
inu. „Það er skoðun okkar að
þessar breytingar á Hverfis-
götu, það er minni umferð og
hægari, geri það að verkum
að ekki sé ástæða til að vera
með gangbrautarljós," sagði
hann. „En síðan urðum við
mjög fljótt varir við óánægju
íbúanna við Vitatorg sem
flestir eru eldri borgarar og í
framhaldi af því og áður en
kom til þessara mótmælaað-
gerða var tekin ákvörðun um
að skoða málið á ný.“
Hald lagt á
sveppi, hass
og amfetamín
LÖGREGLAN lagði í fyrrinótt
hald á gramm af amfetamíni
og hassi sem fannst við leit á
vegfaranda. Aðfaranótt
sunnudags fékk lögreglan
jafnframt ábendingu og hand-
tók þijá 16 ára pilta á Lauga-
vegi. Við leit fundust níu
grömm af hassi og 2-3 grömm
af amfetamíni. Efnið hafði
verið útbúið til sölu og munu
piltarnir ekki hafa komið við
sögu í slíku máli áður, að sögn
lögreglu.
Þá gerði fíkniefnalögreglan
húsleit í miðborginni um mið-
nætti á föstudagskvöld þar
sem tólf karlmenn, ellefu
18-21 árs, og einn 31 árs,
voru handteknir. Lagt var hald
á 15 grömm af amfetamíni og
3,5 grömm af hassi. Þá hand-
tóku liðsmenn almennrar
deildar lögreglunnar fjóra
unga menn sem meðferðis
höfðu ótilgreint magn af
sveppum og hassi um helgina.
Skráning
fermingar-
barna stend-
ur yfir
INNRITUN væntanlegra
fermingarbarna, vorið 1997,
stendur nú yfir í kirkjum víða
um land. Í kjölfarið hefst ferm-
ingarundirbúningur barnanna
á vegum Þjóðkirkjunnar.
Gert er ráð fyrir að fjöldi
fermingarbarna verði svipaður
í ár og í fyrra en þá fermdust
um 4000 ungmenni.
Árlega fermast um 30 börn
á borgaralegan hátt.
Þrír þing-
menn í Kína
í PEKING stendur yfir árlegur
fundur Alþjóða-þingmanna-
sambandsins. Þrír fulltrúar ís-
lenskra þingmanna fóru utan,
Geir H. Haarde, sem situr í
stjórn samtakanna, Magnús
Stefánsson og Bryndís Hlöð-
versdóttir.