Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Borís Jeltsin Russlandsforseti 1 rannsókn á sjúkrahúsi í Moskvu Afsalar sér kjarnorku- hnappnum í skamman tíma Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gekkst undir rannsókn á sjúkrahúsi í Moskvu um helgina og skýrt var frá því í gær að hann yrði þar í tvo daga til viðbótar. Rússneska sjón- varpið NTV sagði á sunnudag að að Jeltsín kynni að afhenda stað- gengli sínum „kjarnorkuhnappinn" skömmu áður en hann yrði skorinn upp við kransæðastíflu en tæki við honum aftur um leið og hann kæm- ist til meðvitundar á ný. Talsmenn Jeltsíns vildu ekki veita upplýsingar um rannsóknina í gær en sögðu að hún væri liður í undir- búningi hjartaskurðaðgerðarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær forsetinn verður skorinn upp. Vadím Glusker, fréttamaður NTV, kvaðst hafa heimildir fyrir því að rétt áður en forsetinn yrði svæfður myndi hann undirrita til- skipun þess efnis að Viktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra tæki við kjarnorkuhnappnum í „mjög skamman tíma“. „Um leið og að- gerðinni lýkur og hann vaknar aftur mun hann undirrita nýja tilskipun um að hann taki aftur við kjarn- orkuhnappnum." Hvað gerist þegar ýtt er á hnappinn? Sjónvarpið ræddi ennfremur við Alexej Arbatov, þingmann og sér- fræðing í þjóðaröryggismálum, sem skýrði frá því hvað gerðist ef ýtt yrði á kjarnorkuhnappinn. „Kjarnorkuhnappurinn flytur heimild forsetans til að beita kjarn- orkuvopnum til stjórnstöðva þar sem starfsmenn herráðsins eru á vakt allan sólarhringinn," sagði Arbatov. „Þegar starfsmönnunum berast dul- málsmerkin nota þeir sérstakan dul- málslykil til að ganga úr skugga um að forsetinn, og ekki einhver annar, hafi sent þau.“ Reynist forsetinn hafa sent dul- málsmerkin opna starfsmennirnir öryggiskassa með eigin dulmálslykli og senda merki til eldflaugastöðva og kafbáta sem eru búnir kjarna- vopnum. „Merkin eru þá sett í stýri- tölvur, lyklum er snúið og eld- flaugunum skotið á loft.“ Arbatov sagði að um 30 manns störfuðu við þetta kerfi, sem varnar- málaráðuneytið og leyniþjónustur reka í sameiningu. Hermaður í svört- um búningi héldi á tösku með kjarn- orkuhnappnum og fylgdi forsetanum eins og skuggi hvert sem hann færi. Svarti búningurinn hefði verið valinn til að auðvelda forsetanum að þekkja manninn með hnappinn ef hann þyrfti á honum að halda. Arbatov sagði að varnarmálaráð- herrann hefði svipaðan „kjarnorku- hnapp" en hann þyrfti ekki að stað- festa fyrirskipun forsetans til að kjarnorkuárás gæti hafist. Ekki kom fram hvort varnarmálaráðherrann þyrfti heimild forsetans til að nota kjarnorkuhnappinn. ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 21 \ \ ÞROSTUR 533 -lOOO LA BAGUETTE Efþú verslar fyrir 1500 kr. þessa viku fœrð þú ís eða kínverskantindverskan réttfrítt ■ Tilbúnar heitar eða frosnar máltíðir á staðnum Grænmetis lasagna Verið velkomin! LA BAGUETTE Verslun og heildsölubirgðir GLÆSIBÆ, SÍMI 588 2759. OPIð MÁNUD. -FIMMTUD. 12 -18. FÖSTUD. 12 -19. LAUGARD. 10 -14. Skera á páfa upp við botnlangabólgu Páfagarði, Washington. Reuter, The Daily P.ÁFAGARÐUR tilkynnti um helg- ina Jóhannes Páll páfi yrði skorinn upp við botnlangabólgu síðar á árinu en ítalskir fjölmiðlar töldu að hann ætti við alvarlegri sjúk- dóma að stríða, hugsanlega Park- insonsveiki. Þá var skýrt frá því að í nýrri ævisögu páfa, sem kem- ur út á næstunni, kæmi fram að hann hefði haft leynilegt samstarf við bandarísku leyniþjónustuna CIA og Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta um að stuðla að hruni kom- múnismans í Austur- Evrópu. í yfirlýsingu frá einkalækni páfa, Ren- ato Buzzonetti, sagði að botnlanginn yrði fjarlægður með skurðaðgerð og að engin merki hefðu fundist um að páfi væri haldinn krabba- meini. Hins vegar var ekkert minnst á ann- að vandamál, mikinn skjálfta vinstri handar, sem hefur valdið vangaveltum um að páfi sé með Parkinsonsveiki og kunni að segja af sér geti hann ekki gegnt störfurn sínum vegna veik- inda. Efasemdir í fjölmiðlum ítalskir íjölmiðlar voru mjög efins um að botnlangabólga skýrði veikindi páfa. „Hafi ætlunin verið að sefa almenning tókst sú tilraun ekki,“ sagði í grein í dagblaðinu Corriere della Sera eftir Francesco Margiotta Broglio, ítalskan lög- fræðing sem hefur haft milligöngu um alþjóðasamninga við Páfagarð. Hann taldi ljóst að páfi ætti við alvarlegri veikindi að stríða en botnlangabólgu. Dagblöðin La Repubblica og L’Unita birtu viðtöl við ítalska lækna, sem létu í ljósi efasemdir um skýringar einkalæknisins. La Repubblica hafði eftir Carlo Car- uso, skurðlækni við eitt af sjúkra- húsum Rómar, að yfirlýsingin hefði líklega verið gefin út „til að fela eitthvað alvarlegra". Biöðin sögðu að skurðaðgerðin gæti gefið læknunum færi á að leita að hugsanlegu krabbameini. La Stampa sagði að fundist hefðu þrír óskýrðir blettir í meltingar- veginum þegar páfi gekkst undir rannsókn vegna verkja í kviðar- Telegraph. holi í ágúst. í yfirlýsingunni sagði að botnlangabólgan hefði valdið þessum verkjum en þegar hann veiktist, um jólin og í mars, var sagt að hann hefði fengið flensu eða „meltingartruflanir“. Náið samstarf við CIA Fram kemur í væntanlegri ævi- sögu páfa að hann hafi gegnt mikilvægu hlutverki í hruni komm- únismans í Austur- Evrópu. Bókin er eftir bandaríska blaða- manninn Carl Bern- stein, sem varð þekkt- ur fyrir afhjúpanir sín- ar í Watergate-mál- inu, og ítalska blaða- manninn Marco Politi. Þar kemur fram að William Casey, yfir- maður CIA, átti reglu- lega fundi með páfa og sýndi honum m.a. gervihnattamyndir, upplýsingar um njósn- ir í kommúnistaríkjunum og jafn- vel um fundi hátt settra embættis- manna í Hvíta húsinu. Honum var einnig skýrt frá áformum komm- únistastjórnarinnar í Póllandi, heimalandi páfa, og hvort hún hygðist grípa til aðgerða gegn Samstöðu, óháðu verkalýðshreyf- ingunni. Höfundar bókarinnar segja að Bandaríkjastjórn hafi litið á Páfa- garð sem „andlegt stórveldi" og mikilvægan bandamann í kalda stríðinu um leið og Karol Wojtyla var kjörinn páfi árið 1978. Casey veitti páfa meðal annars upplýsingar um viðbúnað sovéska hersins nálægt Póllandi sem leiddi til þess að pólska kommúnista- stjórnin setti herlög í desember 1981. Hálfu ári síðar kom Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjafor- seti, til Páfagarðs og þeir voru þá sammála um að hrun Sovétríkj- anna væri óhjákvæmilegt. Reagan sagði páfa að refsiað- gerðum gegn pólsku stjórninni yrði ekki aflétt fyrr en herlögin yrðu afnumin. Páfi ráðgerði að heimsækja Pólvetja til að stappa stálinu í leiðtoga Samstöðu og segja stjórninni frá ásetningi Re- agans. Skömmu síðar voru herlög- in afnumin og komið var til móts við kröfur Samstöðu um lýðræðis- umbætur. 12. - 28. september Á kölduin dögum í Húsasmiðjunni Skútuvogi eru allir Eletrolux frystiskápar seldir með 20% afslætti ef staðgreitt er og 15% afslætti ef greitt er með afborgunum. ▼ Verödœmi 125 IfrysUskápur^ verð áður: ▼ 42.549 kr. verð á köldum dögum: ▼ 33.990 kr. ▼ 5 heppnir kaupendur verða dregnir út 30. september 1996 og fær hver þeirra lamhsskrokk að gjöf frá Húsasmiðjunni. 8ðDD^&lfST R9 HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16 ■ Slmar 525 3000 og 800 6688
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.