Morgunblaðið - 17.09.1996, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
TEIKNING af Giljaskóla eins og hann mun líta út.
Bygging nýs skólahúss Giljaskóla að hefjast
Tveir nemendur tóku
fyrstu skóflustunguna
Morgunblaðið/Margrét Þóra
ÁSTA Sigurðardóttir, formaður skólanefndar, og Halldóra Har-
aldsdóttir skólastjóri ásamt Dircelenu og Jan Eric sem tóku
fyrstu skóflustunguna að byggingunni.
Þurrkar að verða til vandræða
Brynna þarf mjólk
urkúm úti í haga
Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið.
TVEIR nemendur í þriðja bekk í
Giljaskóla fengu að taka fyrstu
skóflustunguna að nýrri skólabygg-
ingu í gær, þau Jan Eric Jessen og
Dircelena Gomes Almeida, en þau
eru í 3. bekk. Nemendur eru nú 75
talsins, í 1. til 3. bekk en eldri börn
úr hverfinu sækja Glerárskóla.
Skólinn tók til starfa síðasta haust
en starfsemin fer fram í hluta af
húsnæði leikskólans Kiðagils auk
þess sem laus kennslustofa er við
skóiann.
Skólabyggingin verður í heild um
4.300 fermetrar að stærð og er
áætlaður kostnaður um hálfur millj-
arður. Fyrsti áfanginn er um 1.800
fermetrar, en gert er ráð fyrir að
byggja skólann í þremur áföngum.
I þeim fyrsta verða kennslustofur
og hluti af stjórnunar- og þjónustu-
rými og verður hluti af þeim áfanga
tekinn í notkun strax næsta haust,
1997, en hinn hlutinn ári síðar.
Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá
Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks
á Akureyri, teiknaði húsið.
Stór áfangi
„Þetta er mikill og stór áfangi í
skólamálum á Akureyri," segir Ásta
Sigurðardóttir, formaður skóla-
nefndar. „Við ákváðum í apríl síð-
astliðnum að flýta byggingunni um
eitt ár, uppbygging Giljahverfis hef-
ur verið hröð og íj'öldi nemenda vax-
ið hröðum skrefum."
Gísli Bragi Hjartarson, formaður
framkvæmdanefndar Akureyrar-
bæjar, nefndi við athöfnina í gær
að þeir sem að málinu kæmu ætluðu
sér að standa vel að verki. Húsið
væri fallegt, „og það er vísbending
um að það muni reynast hlutverki
sínu vel.
Björn Kr. Björnsson, formaður
Foreldrafélags Giljaskóla, fagnaði
því að bygging skólans væri hafín,
það yrði mikil lyftistöng fyrir hverf-
ið þegar hann yrði komin í gagnið,
en nú þyrftu mörg börn að sækja
skóla um töluvert langan veg.
MIKLIR þurrkar og hlýindi hafa
verið hér norðanlands undanfarnar
vikur og eru fannir í Qöllum með
minnsta móti.
Þar sem ekkert hefur rignt í
langan tíma eru lækir að þorna
upp og er það að verða til vand-
ræða fyrir mjólkurkýr þannig að
nú þarf að brynna þeim með tölu-
verðum tilfæringum úti í haga.
Heyfengur er mikill og góður
og eru dæmi um að menn séu enn
að slá og heyja í rúllubagga. Einn-
ig færist í vöxt að grænfóður sé
verkað í rúllur. Heyforði ætti því
að vera kappnógur fyrir veturinn.
Fátt fé
Göngur og réttir voru hér í sveit
um helgina. Afréttarlönd voru
gengin á laugardag og réttað var
HOPUR áhugamanna undir for-
ystu Húsgulls á Húsavík kom sam-
an á Hólasandi nýlega. Undanfarin
ár hefur verið komið saman á
sandinum einu sinni á sumri til að
kynnast af eigin raun hinu já-
kvæða uppgræðslu- og ræktunar-
starfi sem þar hefur verið unnið
með ágætum styrk félagasamtaka,
fyrirtækja, einstaklinga og Land-
græðslu ríkisins.
Það virðist vera samdóma álit
þeirra sem komu saman á Hóla-
sandi að það starf sem þar hefur
verið unnið síðustu ár sé þegar
farið að skila meiri sýnilegum ár-
angri en menn þorðu að vona í
í Þverárrétt á sunnudagsmorgun.
Svo fátt er fé orðið hér um slóðir
að aðeins tók klukkustund frá því
féð var rekið í réttina og þar til
búið var að draga. Er það álit
margra að ekki þurfi að nota tvo
daga í þetta verk, eðlilegra væri
að rétta strax og komið er með
féð af fjalli. Muni þá nást upp
meiri réttarstemmning, en eins og
málum er nú háttað er hún í lág-
marki.
Finnur Sigurgeirsson á Staðar-
hóli svaraði aðspurður um kart-
öfluuppskeru að hún væri mjög
góð, sérstaklega rauðar íslenskar
og gullauga, premier afbrigðið er
hins vegar í meðallagi. Uppskeru-
störfin ganga að sögn Finns eins
og best verður á kosið.
upphafi og hafi þar með aukið trú
og bjartsýni manna á áframhald-
andi og spennandi verkefni.
Lúpína náð
góðri rótfestu
Ótrúlegt er að sjá hvað lúpínan
hefur náð góðri rótfestu í grýttum
jarðvegi og melum. Sá akur er
vissulega fagur yfir að líta og
stingur í stúf við auðnina allt um
kring. Innan þessa gróðursvæðis
voru settar niður þúsundir birki-
plantna ættaðar úr Leyningshólum
í Eyjafirði. Fróðlegt verður að
fylgjast með hvernig þeim vegnar
á Hólasandi í framtíðinni.
Uppgræðslustarf
skilar árangri
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
Hiti tefur
fjárrekstra
Hjónabands-
námskeið
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
HÉR í Mývatnssveit hefur verið hið
blíðasta veður undanfarna daga.
Logn, sólskin og hitinn farið í og
yfir 20 stig.
Komið var úr fyrstu göngum síð-
astliðið laugardagskvöld og réttað
á sunnudag. Mikill fjöldi fólks kom
á Reykjahlíðarrétt, sumt langt að
komið. Gangnamenn kvörtuðu um
hita í göngunum, féð hefði legið
niðri og erfitt hefði verið að finna
það. Af sömu ástæðum var tafsamt
að reka féð en allt gekk þó vel að
lokum. Talið er að heimtur séu með
lakara móti sumstaðar. Mjög röm-
uðu þeir sem af fjöllum komu feg-
urðina í blíðviðrinu, fallega gróið
land, fannhvítt og fijálslegt fé eftir
eitt besta sprettusumar.
KRISTILEGT félag ungra manna
og kvenna efnir til námskeiðs um
hjónabandið og fjölskylduna í næstu
viku, dagana 18. og 19. september.
Norðmaðurinn Eivind Fröen er leið-
beinandi á þessu námskeiði sem
haldið verður í sal K.F.U.M. og K.
í Sunnuhlíð.
Um er að ræða tveggja kvölda
námskeið, en Eivind hefur haldið
fjölda slíkra námskeiða víða um
heim m.a. margsinnis á Islandi.
Hann mun fjalla um tjáskipti, ást,
kynjamun, kynlíf, skilnað og sam-
skipti við börn. Námskeiðið er ætlað
fólki á öllum aldri, giftu og ógiftu,
fólki í sambúð og fráskildu. Nám-
skeiðsgjald er 2.000 krónur en hálft
gjald er fyrir þá sem sótt hafa fyrri
námskeið.
*
I morgun-
kaffi á
Hótel KEA
í 50 ár
JÓN Egilsson, forstjóri á Akur-
eyri, hefur drukkið morgunkaffi
með félögum sínum á Hótel KEA
í 50 ár. Þeim áfanga náði hann
í gærmorgun, á 79. afmælisdegi
sínum. Þeir sem sátu til borðs
með Jóni fyrir hálfri öld, Haukur
Snorrason, ritstjóri Dags, Zoph-
anías Árnason yfirtollvörður og
Stefán Árnason, einn stofnenda
Kaffibrennslu Akureyrar, eru
allir látnir. Svo er um fleiri sem
bættust við síðar eins og Jón G.
Sólnes, bankastjóra og alþingis-
mann, Geir S. Björnsson prent-
smiðjustjóra og Tómas Stein-
grimsson heildsala svo einhveijir
séu nefndir.
Það var glatt á hjalla hjá félög-
unum á „íhaldsborðinu" í gær-
morgun, þeim Gunnari Sólnes
lögfræðingi, Jóhanni Gauta kaf-
ara, Snorra Kristjánssyni í Krist-
jánsbakaríi, Gunnari Þórssyni,
starfsmanni sýslumannsembætt-
isins, og Steindóri Steindórssyni
lögfræðingi. „Það hefur lengi
verið drukkið morgunkaffi á
tveimur borðum hér á KEA, við
þessir íhaldssömu og svo er það
kaupfélagsborðið. Það hefur oft
verið svolítið hnútukast milli
borða en aldrei nein illindi.“
Gaman á viðreisnarárunum
Jón hefur notið allra áranna
50 með félögum sínum í morgun-
kaffinu, „en það var ansi gaman
hér á milli áranna 1960 og ’70,
þegar viðreisnarstjórnin var við
völd, það voru góðir tíma,“ segir
hann. „O, ætli þér hafi leiðst
þegar þú varst að drekka út á
stríðsgróðann," bætir Snorri við
sporskur.
Venjan er sú að drekka aðeins
kaffi en einstöku sinnum læðast
þeir félagar í morgunverðarhlað-
borðið og þá gauka þeir KEA-
menn einstöku sinnum að þeim
vínarbrauði einkum og sér í lagi
þegar „borðið þeirra“ er upptek-
ið af einhverjum ástæðum „það
gera þeir til að hafa okkur góða,“
segja þeir.
Elías Gíslason hótelsljóri og
Haukur Tryggvason veitinga-
stjóri færðu Jóni áletraðan
skjöld, blóm og þá komu þeir
færandi hendi með marsípant-
ertu í tilefni dagsins en þar var
letruð staðfesting á því að Jón
hefði drukkið 25 þúsund kaffi-
bolla í morgunheimsóknum sín-
um á Hótel KEA.
Fyrirtæki og verslanir ath.
HÚSNÆÐI TIL
LEIGU
Til leigu er 61,5 fm. verslunarhúsnæði á
jarðhæð á Hafnarstræti 85, Akureyri.
Mánaðarleiga kr. 61.500.
Upplýsingar gefur Rúnar Antonsson í síma
461 1600 milli kl. 9 og 18 næstu daga.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
JÓN Egilsson hefur drukkið morgunkaffi á Hótel KEA á hveijum
virkum degi í 50 ár, en þeim áfanga náði hann í gærmorgun um
leið og hann hélt upp á 79. afmælisdag sinn. Hér er Jón á leið út í
bíl til Snorra Krisljánssonar bakara sem sér um aksturinn.