Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Snj óflóðavarnir á Flateyri ÞESSA dagana eru að hefjast fram- kvæmdir við byggingu snjóflóðavarnarvirkj a á Flateyri. Tildrög þessara framkvæmda eru hið hörmulega slys síðastliðið haust er snjóflóð féll yfir hluta byggðarinnar og hug- arfarsbreyting hvað varðar snjóflóðahættu og snjóflóðavarnir sem varð í landinu í kjölfar þess og snjóflóðsins á Súðavík fyrr á síðasta ári. Varnarvirkin eru hönnuð af Verkfræði- stofu Sigurðar Thor- oddsen hf., í náinni samvinnu við snjóflóðasérfræðinga NGI (Norges Geoteknisk Institutt) í Ósló, sem er meðal þekktustu rannsóknar- stofnana heims á sviði snjófióða. Þar eru stundaðar viðamiklar rann- , sóknir á eðli og eiginleikum snjó- flóða, auk þess sem sérfræðingar hennar hafa mikla reynslu af vali og byggingu snjóflóðavarna fyrir byggðarlög í Noregi og víðar. Forsendur Byggðinni á Flateyri er ógnað af snjóflóðum úr tveimur giljum eða skálum ofan þorpsins, Innra-Bæj- argili og Skollahvilft. Eftir snjóflóð- ið úr Skollahvilft í október síðast- liðnum, beinast augu manna að vonum mest þangað. Snjóflóð úr Innra-Bæjargili ber hins vegar ekki að vanmeta, enda sýnir snjóflóða- saga svæðisins að byggðinni stafar einnig veruleg hætta af snjóflóðum úr þeirri átt. Helstu forsendur við gerð varnar- virkja voru þær að verja skyldi alla byggðina, eða sem stærstan hluta hennar, á sem öruggastan og hag- kvæmastan hátt. Veðurstofa Islands markaði strax í upphafi stefnu um öryggiskröfur, þar sem gengið var út frá þeirri grundvallarforsendu að áhætta þeirra sem byggju neðan garðanna yrði sambærileg þeirri áhættu sem aðrir landsmenn búa við og stafar af ýmsum öðrum orsök- um en snjóflóðum. Aætlað hefur verið að snjóflóð af svipaðri stærð og það sem olli slysinu síðastliðið haust geti fallið á Flateyri að meðaltali einu sinni á hverjum 100-200 árum. Til þess að full- nægja ofannefndum öryggiskröfum, miðast hönnun garðanna hins vegar við talsvert stærra snjóflóð, þ.e. snjóflóð sem fallið gæti að meðaltali einu sinni á hverjum 500- 1000 árum. Við hönnunina var tekið tillit til snjó- flóða bæði úr Skolla- hvilft og Innra-Bæj- argili. Fyrirhugaðar varnir Við Flateyri eru að- stæður til snjóflóðavarna að mörgu leyti ákjósanlegar, þótt snjóflóð séu vissulega stór og hraði þeirra mik- ill, en hraði hönnunarsnjóflóðsins rétt ofan byggðarinnar er áætlaður á bilinu 150-200 km/klst. Nægilegt rými er ofan þorpsins og umhverfis það til byggingar leiðigarða, þ.e. varnargarða sem hafa þann tilgang að breyta stefnu snjóflóða og beina þeim frá byggðinni, frekar en að stöðva þau. Slíkir garðar eru yfir- leitt hagkvæmasta form snjóflóða- varna þar sem þeim verður við kom- ið. Fyrirhugaðar snjóflóðavarnir eru sýndar á meðfylgjandi yfirlitsmynd. Að meginhluta eru varnarvirkin gerð úr tveimur leiðigörðum, þeim eystri sem ver byggðina gegn snjó- flóðum úr Skollahvilft og þeim vest- ari sem ver byggðina gegn snjóflóð- um úr Innra-Bæjargili. Garðarnir tveir tengjast saman í toppinn í svokölluðum Merarhvammi, og mynda þannig einn samfelldan varnargarð. Hæð garðanna yfir landið umhverfis þá er mest 20 m efst, en minnkar niður í 15 m næst byggðinni. Milli leiðigarðanna tveggja verður reistur 10 m hár þvergarður. Hlutverk hans er að stöðva þann snjómassa sem kynni að fara yfir leiðigarðana í stærstu snjóflóðum, sérstaklega efsta hluta þeirra þar sem áraunin verður mest. Efni í garðana verður tekið úr aur- keilunum neðan giljanna tveggja, en þær verða jafnframt lækkaðar og mótaðar þannig að landi halli sem minnst að görðunum og snjó- flóð skríði því síður að þeim. Garðarnir verða vissulega mikil Það er sannfæring okkar, segir Gunnar Guðni Tómasson, að besta niðurstaðan hafi fundist. mannvirki og koma til með að setja svip sinn á allt umhverfi byggðarinn- ar á Flateyri. Leitast verður við í samvinnu við sérfróða aðila að vanda til uppgræðslu svæðisins að fram- kvæmdum loknum þannig að garð- arnir nái þegar fram líða stundir að falla sem best inn í umhverfi sitt. Aðrir varnarkostir Óbreytt ástand á Flateyri án byggingar nokkurra varna, telst ekki viðunandi, enda er áhætta íbúa byggðarlagsins að óbreyttu langt umfram það sem ásættanlegt getur talist. Stoðvirki í upptökum, þ.e. stálgrindur eða net sem hindra skrið snævar, líkt og nú er verið að setja upp í tilraunaskyni á Siglufirði, eru annar varnarkostur sem athugaður var fyrir Flateyri. Þessum mögu- leika var hafnað fyrst og fremst sökum kostnaðar. Það sama má segja um annars konar varnargarða en leiðigarða. Ýmsar aðrar útfærslur leiðigarða voru skoðaðar, m.a. að staðsetja þá ofar í hlíðinni og ijær hvor öðr- um, en þeirri útfærslu svipar nokk- uð til hugmynda Önundar Ásgeirs- sonar, sem kynntar hafa verið hér á síðum Morgunblaðsins. Garðar neðar í hlíðinni voru hins vegar taldir hagstæðari kostur af ýmsum ástæðum. Meginstraumur snjó- flóðsins í október síðastliðnum hafði stefnu sem markaðist af gilinu upp eftir Skollahvilft, en ekki gilkjaftin- um eða þrengslunum neðst í hvilft- inni, eins og glöggt má sjá af um- merkjum eftir flóðið. Auk þess er flóðið á meiri hraða svo ofarlega í hlíðinni heldur en neðar og þykkt þess er mikil vegna þrengslanna í gilkjaftinum. Til þess að breyta stefnu þess með leiðigarði svo ofar- lega í hlíðinni þyrfti hæð garðsins því að vera mjög mikil, auk þess sem óvissa við stærðarákvörðun hans er meiri en fyrir garða neðar í hlíðinni. Gunnar Guðni Tómasson 200 m Fyriíhugaðir snjóflóðavarnargarðar ofan við Fiateyri, samkv. yfirlitsteikningu frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. FLATEYRI Lokaorð Hér að framan hafa verið rakin í stuttu máli tildrög og helstu for- sendur byggingar snjóflóðavama á Flateyri. Undirbúningur fram- kvæmdanna hefur staðið síðan í febrúar síðastliðnum, og hefur Veð- urstofa Íslands haft yfirumsjón og eftirlit með hönnun varnanna frá upphafi, og m.a. leitað óháðs álits erlendra sérfræðinga við mat á til- lögum að vörnum. Vissulega fylgir ætíð óvissa slíkri hönnun, enda er skilningur á eðli og eiginleikum snjó- flóða að nokkru leyti takmarkaður. Með samstarfi við snjóflóðasérfræð- inga NGI í Noregi hefur hins vegar verið tryggt að besta þekking og reynsla sem völ er á í heiminum kæmi að vali snjóflóðavarna fyrir Flateyri. Auk þess eru öryggiskröfur Veðurstofu Islands, sem hönnunin byggir á, sambærilegar við þær allra ströngustu sem fyrirfmnast. Önundur Ásgeirsson hefur ráðist af nokkru offorsi gegn þessu vali á snjóflóðavörnum, og fundið þeim og hönnuðum þeirra flest til for- áttu. í þessum skrifum hefur hann gengið lengra í dylgjum og ásökun- um í okkar garð og annarra en eðlilegt má telja í skoðanaskiptum manna á milli um slíka mannvirkja- gerð. Á hönnunarstigi voru skoðað- ar lausnir líkar þeim sem fram koma í hans hugmyndum, en þeim var hafnað eins og lýst var hér að frarnan. í tilefni af gagnrýni Önundar höfum við lagt fram ítarlegan fag- legan rökstuðning fyrir vali okkar að varnarvirkjunum, og kynnt við- eigandi stjórnvöldum, sem ekki hafa séð ástæðu til athugasemda. Þannig hefur hönnun snjóflóða- varnarvirkja á Flateyri hlotið sam- þykki stjórnvalda auk allra þeirra sérfróðu aðila sem að málinu hafa komið, jafnt innlendra hönnuða og samstarfsaðila þeirra erlendis, sér- fræðinga Veðurstofu íslands sem og þeirra óháðu erlendu sérfræð- inga sem leitað hefur verið til. Það er því sannfæring okkar að besta niðurstaða hafi fundist fyrir snjó- flóðavarnir Flateyrar, bæði hvað varðar öryggi og hagkvæmni. Höfundur er verkfræðingur og er einn af hönnuðum snjóflóðavarnarvirkja á Flateyri. Loðdýrarækt á Islandi til frambúðar LOÐDYRARÆKTIN á íslandi hefur búið við mikla erfiðleika á und- anförnum árum. Þegar stjórnvöld tóku ákvörð- un um að stuðla að uppbyggingu loðdýra- ræktarinnar á íslandi fyrir 12-15 árum var það gert með myndar- legum hætti. Lán og styrkir sýndu bjartsýni og vilja til þess að nýjar greinar tækju við og yrðu til stuðnings þegar samdráttur varð í hefð- ' bundnum greinum landbúnaðar. Síðan var eins og allt legðist á eitt til að gera greininni erfitt fyr- ir. Mesta kreppuskeið í loðdýra- ræktinni frá stríðslokum skall á. Verðfali varð vegna offramleiðslu, samdráttur varð í sölu á mörkuðum af ýmsum ástæðum. Hlýindaskeið var í Evrópu, náttúru- verndarsamtök unnu gegn sölu skinnavara. Allt þetta varð til þess að margir loðdýra- bændur á íslandi hættu, urðu gjald- þrota eða náðu landi hraktir og allslausir. Öðrum tókst að þrauka og þótt útlitið væri ekki bjart höfðu þeir trú á að úr myndi rætast. Nú er svo komið að loðdýrabændur eru sem óðast að greiða upp skuldir sínar. Á þessu og næsta ári má reikna með að þeim hafi tekist flestum að koma málum sínum í gott lag. Utlitið er því bjart um þessar mundir. En framundan er mikil vinna við að treysta greinina í sessi. Sveiflurnar eru ekki hættar. Loðskinnavara, segir Hjálmar Jónsson, er ekki eingöngu tískuvara. Aftur munu koma erfið tímabil. Það er eðli þessarar greinar, ioðdýra- ræktar, að sveiflast. Hins vegar eru möguleikarnir nú verulegir. Einkum vegna þess stóra markaðar sem opnast hefur í austri. Sá markaður er stór í Rússlandi og þar eru fram- leiddar tvær milljónir skinna, en fyrir fáeinum árum 12 milljónir. Einnig má benda á markaði í Kína og Kóreu. Loðskinnavara er ekki eingöngu tískuvara. í vissum heimshlutum er loðskinnavara lífs- nauðsyn. Það verður alltaf fram- leidd skinnavara. Spurningin er fyrst og fremst sú: Hvar er hún Hjálmar Jónsson framleidd með hagkvæmustum hætti? Danir hafa lagt mikið upp úr því að ná fótfestu á markaðnum. Þeir eru stærstir í greininni. Þeir fram- leiða um 40% allra minkaskinna í heiminum. Af því hvernig Danir hafa byggt upp greinina getum við lært. Undirstöðu greinarinnar þurf- um við Islendingar að skapa og styrkja með þekkingu. Það sem ráða mun úrslitum er kostnaðurinn á einingu. Aftur mun koma að því að of- framboð verður á skinnum og hvað er það þá sem ræður afdrifum ís- lenskra framleiðenda? Fyrst og fremst hagkvæm framleiðsla. Framleiðniaukning er því brýn ef auka á líkurnar fyrir því að greinin eigi framtíð fyrir sér og skili ís- lensku þjóðarbúi tekjum og ef vel tekst til umtalsverðum tekjum. Framleiðniaukning felst í ýmsum þáttum. Flest veltur á fóðurgerð- inni, samsetningu og efnainnihaldi. Loðdýrabændurnir hafa prófað sig áfram með fóðrið. Þeir hafa aflað sér góðrar þekkingar á því, en hins vegar vantar þekkingarbanka til að safna í. Góður loðdýrabóndi hefur inngrip í allt þetta, en hann er ekki sérfræð- ingur í efnafræði, líffræði, fóður- fræði. Þess vegna þarf að eiga sér stað markviss rannsóknarstarfsemi. Það þarf að leggja meira upp úr henni heldur en gert hefur verið. Islendingar eru samkeppnisfærir og geta framleitt á lægra verði en aðrar þjóðir. Nú ber að kappkosta að gera það að veruieika með mark- vissri rannsóknarstarfsemi. Horfa þarf til þeirra möguleika sem ríkið hefur til þess að styðja greinina, og þá einkum í gegnum Fram- leiðnisjóð og Stofnlánadeild land- búnaðarins. Stuðningur hins opinbera við greinina hefur verið umtalsverður. Ríkissjóður hefur tekið á sig ýmis áföll vegna loðdýraræktar, einkum með niðurfellingu lána, afskriftum, skuldbreytingum og fleiru. Of miklu hefur verið til kostað til þess að gefast upp, - og einmitt nú þegar hagur hefur snúist til hins betra. Verði vel og rétt að málum staðið á næstunni þá má reikna með því að það rætist sem vonast var eftir fyrir 12-15 árum þegar hafin var loðdýrarækt í allstórum stíl á ís- landi, að hún muni skila þjóðarbú- inu umtalsverðum tekjum, vera stuðningur byggðum landsins. Þá höfum við innan tíðar mikilvæga og vaxandi útflutningsgrein. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.