Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ANDVARI frá Ey þykir sterkur á sviði byggingar, hæfileika og frjósemi. Það sem meira er, hann er farinn að sýna hryssunni prúðmennsku og kurteisi. Myndin er tekin þegar Vignir Siggeirsson sýndi Andvara fjögurra vetra á landsmóti fyrir tveimur árum. SUNNLENDINGAR hafa borið víurnar í Galsa frá Sauðárkróki og var hugmyndin að láta Reyk frá Hoftúni ganga upp í kaupin ef af yrði. Andreas Trappe eigandi Galsa skoðaði Reyk, leist vel á en missti áhugann á að selja þegar á átti að herða. Á myndinni sýnir Baldvin Ari Galsa fjögurra vetra á landsmóti fyrir tveimur árum. Andvari frá Ey ftjó- samur og prúður Hrossaræktarsamband Suðurlands hefur leigt Galsa frá Sauðárkróki allt næsta ár VESTLENDINGAR fóru nýlega í skoðunarferð á Suðurland og meðal annars kíktu þeir á Skorra frá Gunnarsholti sem Guðjón Steinarsson sýnir hér á fjórðungsmótinu í sumar. HROSSARÆKTARSAMBAND Suðurlands vill selja hlut sinn í Kólfi frá Kjarnholtum. Magnús Trausti Svavarsson situr hestinn. STÓÐHESTARNIR hafa nú lokið skyldustörfum sínum og víða er lok- ið ómskoðun hryssna úr fyrra gang- máli og innan tíðar verða hryssur úr seinna gangmáli skoðaðar til að ganga úr skugga um hvaða árangur stóðlífið hefur borið. Færst hefur í vöxt að hryssur séu ómskoðaðar eftir veru hjá stóðhestum á vegum hrossaræktarsambandanna. HJÁ Hrossaræktarsambandi Suð- urlands er ómskoðun innifalin í fola- tollinum í mörgum tilvika. Jón Vil- mundarson ráðunautur og stjórnar- maður í sambandinu sagði að hestar á vegum sambandsins hefðu komið frekar vel út úr þeim skoðunum sem afstaðnar væru. Andvari frá Ey væri þeirra sýnu bestur þar sem vel yfir 90% hryssnanna hefðu fengið hjá honum. Hrynjandi frá Hrepphól- um var með um 65% sem þykir svona rétt þokkalegt. Þá hefði húsnotkun á hestum sem sambandið var með á leigu komið mjög vel út. Gustur frá Hóli hafi verið með yfir 90% og Otur frá Sauðárkróki verið með á milli 80% og 90%. Hrafn frá Holts- múla var í kringum 50% sem verður að teljast gott hjá 28 vetra gömlum hesti. Er gert ráð fyrir að um tutt- ugu folöld undan honum muni fæð- ast næsta vor og er það síðasti ár- gangur höfðingjans. Hryssur sem voru hjá hestum seinna gangmál verða kannaðar seinna í mánuðinum og eru þar meðal þeir Galsi frá Sauð- árkróki og Gustur frá Grund sem voru mjög vinsælir í sumar. Aðspurður kvað Jón ekki nein stóðhestakaup í farvatninu en hins- vegar stæði til að selja Reyk frá Hoftúni. Til umræðu var að sam- . \ bandið keypti Galsa frá Sauðárkróki og voru uppi hugmyndir um að Reykur gengi upp í kaupin. Eigandi Galsa hafði skoðað Reyk og Ieist vel á að sögn en þegar til kom vildi hann ekki selja Galsa. Hrossarækt- arsamband Suðurlands hefur hins- vegar leigt Galsa allt næsta ár og verður hann öl! gangmál í þjónustu sambandsins. Þá hefur verið ákveðið að helmingshlutur sambandsins í Kólfi frá Kjarnholtum verði seldur, meðeigandi er Magnús Einarsson í Kjarnholtum. Taldi Jón að í auknum mæli yrði farið út í að leigja hesta frekar en kaupa þá. Samfara því myndi stóðhestahald að líkindum færast í auknum mæli yfir á ein- staklinga. Ennfremur myndi notkun í framtíðinni færast meir yfir á fáa mjög góða hesta með sæðingum. Með sæðingum væri hægt að tvö til þrefalda afkastagetu hestanna sagði Jón. Hjá Hrossaræktarsambandi Vest- urlands var hryssum ekki haldið í girðingum þar til hægt var að óm- skoða að sögn Bjarna Marinóssonar formanns sambandsins heldur hafi hryssueigendum verið uppálagt að mæta með hryssurnar síðar til skoð- unar. Þetta hafi skiiað sér afar illa, menn greinilega ekki nennt að koma með hryssurnar eða ekki haft tök á því. Sagði Bjarni að af þessum sök- HROSSARÆKTARSAMBAND Suðurlands og_ deildir Félags hrossabænda í Árnes- og Rangár- vallasýslum munu á sunnudag renna saman í ein heildarsamtök á stofnfundi sem haldinn verður á Hótel Selfossi n.k. sunnudag klukk- an 13.30. Verða þar ef að líkum lætur samþykkt ný lög og stjórn samtakanna kosin. Ymislegt mun breytast við þenn- an samruna, til dæmis þurfa ein- staklingar að skrá sig í félagsskap- inn og sagði Jón Vilmundarson stjórnarmaður í Hrossaræktarsam- bandinu að samtökin byggðu að nokkru á grunni sambandsins. Til að mynda er félagssvæðið hið sama, það nær frá Lómagnúp í austri að Hvalfjarðarbotni í vestri. Áfram um væri sú litla ómskoðun sem gerð hafi verið ekki marktæk upp á út- koma hestanna að gera. Þó væri ljóst að Baldur frá Bakka sem notaður var á húsi hafi verið alveg út úr kortinu hvað fyljun varðar. Auk Baldurs hafi sambandið verið með Dag frá Kjarnholtum á húsi og fyrra gangmál. Faðir hans Kolfinnur var notaður fyrra gangmál, Stígandi frá Sauðárkróki sömuleiðis. Einnig not- munu verða deildir innan samtak- anna með svipuðum hætti og verið hefur. Haldin verður félagaskrá eins gert hefúr verið í deildum Fé- lags hrossabænda og er hugmyndin að félagsmenn greiði félagsgjald. Lagt verður til að nafn hinna nýju samtaka verði Hrossaræktar- samtök Suðurlands. Munu samtökin vera búgreinafélag eins og Félag hrossabænda hefur verið og eiga aðild að Bændasamtökunum. Ekki mun afráðið hveijum verður stungið upp á við stjórnarkjör en samkvæmt héimildum Morgunblaðsins hefur nafn Kristins Guðnasonar borið á góma þegar hugmyndir um form- ann hafa verið ræddar. Þá stendur til að sameina Hrossa- ræktarsamband Eyfirðinga og aði sambandið Geysi frá Gerðum, Odd frá Selfossi, Gust frá Hóli sem sambandið á 1/3 hluta í. Bjarni sagði slíkt eignarhlutfall koma vel út sér- staklega þegar hver hestur væri eitt gangmál hjá hverjum eiganda en með því nýttust hestarnir mun betur. Þrátt fyrir góðan hestakost eru Vestlendingar að líta eftir nýjum hestum og sagði Bjarni að með- stjórnendur sínir hafi um heigina farið í skoðunarferð á Suðurland og hefðu meðal annars skoðað Ham frá Þóroddsstöðum sem er undan Galdri og Hlökk frá Laugarvatni en hann hlaut hæstu einkunn fjögra vetra stóðhesta á árinu. Einnig hefðu þeir skoðað Skorra frá Gunnarsholti sem er undan Orra frá Þúfu og Skruggu frá Kýrholti. Hjá Hrossaræktarsambandi Ey- firðinga og Þingeyinga hefur hæst farið hin slaka útkoma Baldurs frá Bakka en Guðmundur Birkir Þor- kelsson formaður sambandisns sagði ástandið ekki eins afleitt og um Þingeyinga við deildir Félags hrossabænda í þessum sýslum og sagði Guðmundur Birkir Þorkelsson formaður sambandsins að stofn- fundur hefði ekki verið dagsettur en líklegt að hann yrði haldinn seinni partinn í október. Sagði hann menn almennt jákvæða fyrir sam- einingu á þessu svæði. Vestlendingar hafa rætt hug- myndir um sameiningu en Bjarni Marinósson formaður Hrossarækt- arsambands Vesturlands sagði að ekki væri áhugi á slíku að svo komnu máli. Sagðist hann ekki sjá neinn akk í að sameinina og líkleg- ast yrði það óhagkvæmara þegar upp verður staðið. Skagfirðingar eru sömuleiðis lítt hrifnir af samein- ingu þessara félagssamtaka. væri talað því 10 hryssur væru fengnar og hugsanlega sú ellefta en þar þyrfti DNA rannsókn til sanna hver væri faðir að fyli. Þetta væri um 40% fyljun sem væri langt í frá að vera viðunandi. Sagði Guðmundur að Baldur hafi áður verið heldur lak- ari í húshaldi en í girðingu en ekki hefur verið hægt að tala um vanda- mál í því sambandi. Baldur yrði sett- ur í sérstaka meðferð næsta vetur til að tryggja að fijósemin eða fylj- unargetan verði í lagi næsta sumar. Guðmundur vakti athygli á að allar þær hryssur sem fengu við Baldri hafi verið folaldslausar en þekkt er að folaldslausar hryssur geti einokað stóðhesta en folaldshryssurnar sem eru uppteknar í móður hlutverkinu komast ekki að. Þetta sé þekkt fyrir- bæri segir Guðmundur. En það eru ekki bara slæm tíðindi úr stóðhesta- haldi sambandsins því Guðmundur segir að Andvari frá Ey hafi komið mjög vel út, búið sé að greina 18 hryssur með fyli af 23 og tvær bíði skoðunar en sést hafi til hans sinna þeim. í fyrra fór það orð af Andvara að hann væri illskeyttur við hryssur og hefði jafnvel drepið folald. Guð- mundur sagði að sólarhringsvakt hafi verið fyrstu dagana eftir að honum var sleppt í girðingu og hefði allt verið í stakri ró og enginn merki um slíkt síðar á tímabilinu. Sagði Guðmundur það skoðun sína og margra annarra að hætta væri á þessu þegar hestar hefðu verið und- ir miklu þjálfunarálagi. Um slíkt hafi ekki verið að ræða með And- vara síðast liðinn vetur og hleypti það stoðum undir þessa skoðun. Af öðrum hestum sem sambandið notaði nefndi Guðmundur Stíg frá Kjartansstöðum en hann hefði komið hörmulega út hvað fyljun viðkemur. Þá hefði Hjörtur frá Tjörn verið notaður ásamt Degi frá Kjarnholt- um. Þá voru þeir bræður Kjarval og Otur notaðir í Þingeyjarsýslum og hefðu þeir komið vel út úr sónarskoð- un. Aðspurður kvað Guðmundur eng- in stóðhestakaup á döfinni en þeir væru alltaf með opin augu í þeim efnum. Valdimar Kristinsson Sunnlenskir hrossarækt- armenn sameinast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.