Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUSNI Ir LÆKNADEILU J^ANGÞRÁÐ lausn í kjaradcilu heilsugæ?.lulækna og KOM, sá og sigraði . . . Einar S. Einarsson í framboði til varaforseta FIDE Búist við hörð- um kosningum EINAR S. Einarsson, forstjóri Visa-íslands, er varaforsetaefni á framboðslista undir forystu Jaime Sunye Neto stórmeistara, til stjórnar Alþjóðaskák- sambandsins (FIDE), sem kosin verður á að- alþingi sambandsins í lok september. Jaime Sunye Neto, sem býður sig fram til forseta, er frá Brasilíu og hefur gegnt hlut- verki álfuforseta í sam- bandinu fyrir Suður- Ameríku að Einars sögn. Á hinum listanum sem búið er að leggja fram er franski stórmeistarinn Bachar Kuatli í fram- boði til embættis forseta og Anatolí Karpov, heimsmeistari FIDE, í kjöri sem 1. varaforsetaefni. Kuatli á sæti í núverandi stjórn skáksam- bandsins og með þeim Karpov á lista er jafnframt Norðmaðurinn Morten Sand. Á framboðslistanum ásamt Einari og Jaime Sunye Neto eru fulltrúar frá Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Marokkó og Nígeríu og segir Einar listann nokk- urs konar breiðfylkingu til bjargar FIDE. Skorað á Einar að fara í forsetakjör Þá segir Einar að skorað hafi verið á sig að gefa kost á sér til embættis forseta. „í vor var leitað til mín um það að gefa kost á mér, það voru fulltrúar svo til allra Vest- urveldanna, en ég sá mér ekki fært um að verða við þeim áskorunum þótt ekki hefði verið gefið að ég næði kjöri. Því var ákveðið að láta það bíða seinni tíma,“ segir Einar. Núverandi forseti FIDE, Kirsan Iljumzhinov forseti Kalmykíu í Rúss- landi, tók við embætti í nóvember í Einar S. Einarsson. fyrra, þegar Flórencíó Campomanes, þáver- andi forseti, var knúinn til afsagnar. „Iljumzh- inov vill ekki bjóða fram lista, eins og skylt er, og ætlar að leita af- brigða á þinginu um að hann megi vera einn í kjöri ásamt varafor- setaefni sfnu, Ma- kropoulos, en til þess þarf sérstaka sam- þykkt,“ segir Einar. Hann segir ennfrem- ur að ef samþykkt verð- ur að Iljumzhinov megi fara fram við annan mann verði listarnir tveir skornir niður og á þeim verði einungis forseta- og varaforsetaefni. Hörð gagnrýni á stjórnina Reiknað er með um 120 fulltrúum á þinginu en þjóðir innan FIDE eru 152 að Einars sögn. Stjórn Iljumz- hinovs hefur sætt harðri gagnrýni fyrir störf sín og segir Einar að FIDE sé gjaldþroti næst. „Núverandi forseti hefur lagt blessun sína yfir peningagreiðslur til Campomanesar og fleiri stjórnarmanna sem þeir ákvörðuðu sér í fyrra og ekki farið ofan í saumana á þeim. Þetta eru menn ósáttir við. Einnig breyttu þeir fyrirkomulagi við heimsmeist- arakeppnina í skák, felldu niður millisvæðamót í mars og ætluðu þess í stað að halda árlegt útsláttar- mót með mjög háum verðlaunum, fimm milljónum bandaríkjadala, [um 335 milljónum króna]. Gallinn er sá að ekkert liggur fyrir hveijir reiða þá íjármuni af hendi,“ segir Einar. Hann segir loks að síðasta og jafn- framt alvarlegasta yfirsjón núverandi stjórnar hafi verið sú ætlun að halda heimsmeistaraeinvígi Karpovs og Kamskís í Bagdad. „Þessi ráðstöfun mun stórskaða skákmótahald um langa hríð,“ segir Einar að lokum. Morgunblaðið/Gestur Snemma beygist krókurinn ÞAÐ er langt upp í körfuna fyr- ir lítinn mann, en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þessi ungi íslendingur var staddur í föður- landi körfuknattleiksins, Banda- ríkjunum, á dögunum og lét ekki slíkt tækifæri úr greipum sér ganga. Tilburðirnir benda til að þarna sé framtíðarkörfuknatt- leiksmaður á ferðinni. Samvist, ný fjölskylduráðgjöf Breytinga- kraftur býr í fjölskyldunni Reykjavíkurborg og Mosfellsbær hafa sameinast um rekstur íjölskylduráðgjafar í tilraunaskyni til tveggja ára. Fjölskylduráðgjöfin Samvist hefur tekið til starfa og er opin fjölskyld- um í sveitarfélögunum tveimur sem eru með börn á aldrinum 0-18 ára. Rann- veig Guðmundsdóttir, fé- lagsráðgjafi er forstöðu- maður Samvistar. „Við byijuðum að taka viðtöl í lok síðasta mánaðar og við erum að vonast til að þetta fari í fullan gang með haustinu," segir hún. - Hvað er fjölskyldumeð- ferð? „Fjölskyldumeðferð er tiltölulega ung meðferðar- grein, það má segja að það séu 30-35 ár síðan farið var að stunda hana á kerfisbundinn hátt. Markmið ijölskyldumeðferðar er yfirleitt að skapa betri starfs- hæfni í flölskyldunni í heild svo að hver og einn einstaklingur geti sem best þróað sína vaxtarmögu- leika. Þannig verður hún betur fær um að takast á við sín daglegu verkefni og sitt daglega líf. í stað þess að einblína á ein- kenni eins einstaklings er litið á mál Ijölskyldunnar í heild. Þetta er m.a. gert með því að hjálpa til að bæta samskiptin innan fjöl- skyldunnar og hjálpa henni að endurskipuleggja, breyta og bæta þær leiðir sem hún hefur notað til lausnar á sínum málum. Fá hana til að skoða og endurskoða þætti eins og hlutverk innan íjöl- skyldunnar, reglur, stjórnun, verkefni og mörk. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk leitar eftir fjöl- skyldumeðferð. Fjölskyldur sem leita sér ráðgjafar af þessu tagi eru yfirleitt í mikilli þörf fyrir stuðning. Vandamálin geta verið frá því að vandi sé í uppsiglingu, fólk finni t.d. til óöryggis varð- andi uppeldi barna og unglinga, og í að vera alvarleg vandamál. Það geta verið alvarlegir sam- skiptaerfíðleikar sem valda vanlíð- an, það getur verið að íjölskyldan hafi orðið fyrir áfalli, að alvarleg veikindi hafi borið að höndum, skilnaður eða yfirvofandi skilnað- ur eða að eitthvað hafí --------- farið úrskeiðis varðandi hegðun eða skólagöngu barnsins eða unglings- ins. Vandinn birtist á mjög margvíslegan ” hátt. Það er ekki bara einn vandi eða eitt vandamál í hverri fjöl- skyldu. Maður velur á hvaða sviði maður styður við bakið á fólki. Við sem störfum við fjölskyidu- meðferð erum að skoða málin með fjölskyldunni en hins vegar býr breytingakrafturinn alltaf í fjöl- skyldunni sjálfri. Það er í okkar höndum að virkja hann. Meðferðaraðilinn getur tekið á sig ýmis hlutverk. Hann er tíma- bundinn þátttakandi í lífi fjöl- skyldunnar og getur verið í hlut- verki leiðbeinanda, stuðningsað- ila; og verið samheiji eða huggari. Hjá okkur fer fram viðtalsmeð- ferð. Hins vegar er líklegt að við munum þegar fram í sækir koma á fót fjölbreyttari þjónustu og má þá nefna hópmeðferð eða nám- skeiðshald. Ef um er að ræða verulega al- varleg vandamál sem ekki er hægt Rannveig Guðmundsdóttir. ►Rannveig Guðmundsdóttir er 46 ára félagsráðgjafi. Hún lauk prófi í félgsráðgjöf í Þránd- heimi árið 1975 og stundaði tveggja ára nám í fjölskyldu- meðferð og fjölskylduvinnu við HÍ 1990-1992. Hún hefur starf- að á félagsmálastofnun Kópa- vogs, sem félagsmálafulltrúi á Isafirði og framkvæmdastjóri svæðisstjórnar um málefni fatl- aðra á Vestfjörðum en var yfir- félagsráðgjafi á geðdeild Landspítala frá 1990 þar til hún tók við starfi forstöðumanns Samvistar í sumar. Markmiðið að skapa betri starfshæfni í fjölskyldunni að leysa eingöngu hér erum við í stakk búin til þess í samráði við ijölskylduna að vinna í samvinnu við aðra aðila. Það má t.d. búast við því að við getum verið hér með fjölskyldur í stuðningsvið- tölum ef aðili er á sjúkrahúsi eða í meðferð annars staðar." - Hvað áttu von á að margar tjölskyldur leiti til ykkaf! „Það er mjög erfitt að segja til um það þessa stundina. En við munum halda saman tölulegum upplýsingum og síðan munum við í samvinnu við Barnaverndarstofu gera úttekt á starfseminni hérna. Hún mun liggja fyrir að liðnum tveimur árum og þá mun fara fram mat á hvemig hefur til tek- ist og þá verður ákveðið hvort starfsemin muni halda áfram eða ekki. Þær fjölskyldur, sem gefa leyfi til, taka þátt í könnun þar sem verður samanburður á stöðu þeirra i byijun og að tveimur árum liðnum.“ - Hvernig ieitar fólk til ykkar? „Það er ætlast til að fólk hringi og leiti hingað sjálft. Að sjálfsögðu geta aðrir aðilar sem telja að fólk geti haft gagn af því að koma hingað bent því á að leita til okk- ar. Eins og er kemst fólk tiltölu- lega fljótt að en við vitum ekki hve lengi það ástand varir.“ - Hve iangan tíma tekur fjöi- skyldumeðferð hjá ykkur að jafn- aði? „Það er ákaflega breytilegt hvað það tekur langan tíma að vinna í málunum. Sumar fjölskyld- ur þurfa kannski fáein viðtöl en aðrar þurfa langvarandi stuðning og þurfa á því að halda að taka upp málin öðru hvoru til að skoða stöðuna og þær breytingar sem hafa átt sér stað. En 5-10 viðtöl er ekki óalgengt meðaltal í sam- bandi við fjölskylduvinnu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.