Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUIM Arni Gunnarsson á foreldraþingi Heimilis og skóla Styrkja þarf samfé- lagið utan skólans GRUNNSKÓLINN - ábyrgð og áhrif foreldra, var yfírskrift for- eldraþings Landssamtakanna Heim- ilis og skóla, sem fram fór á Sel- tjarnarnesi sl. föstudag og laug- ardag. Á föstudeginum kom berlega fram í ræðum framsögumanna, sem voru frá menntamálaráðuneyti, samtökum sveitarfélaga, kennara- samtökum, skólum og úr hópi for- eldra, að samstarf foreldra og skóla væri mikilvægt. Á laugardaginn fóru fram vinnufundir í hópum, námskeið og fyrirlestrar. Sagði Unnur Halldórsdóttir formaður Heimilis og skóla að þingið, sem um leið var aðalfundur samtakanna, hefði tekist mjög vel og greinilegt væri að æ fleiri foreldrar hefðu áhuga á að láta skólamál til sín taka. Abyrgir foreldrar Erindi Árna Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra heilsustofnunar NLFÍ, sem situr í foreldraráði Grunnskólans í Hveragerði vakti einna mesta athygli meðal þingfull- trúa. Hann sagðist ekki geta látið hjá líða að fjalla um ýmsa aðra þætti skólamála áður en hann kæmi að því viðfangsefni sem honum var ætlað, þ.e. að fjalla um störf og framtíð foreldraráða. Hann kvaðst lengi hafa verið þeirrar skoðunar að talsverðar breytingar þyrfti að gera á þjóðfélaginu, s.s. skipulagi efnahagsmála, einkum á uppbygg- ingu launakerfa, draga þyrfti úr stofnanapólitík og hefja fjölskyld- una og hlutverk hennar aftur til vegs og virðingar. „Ekki megum við gleyma skólunum. Kröfur okkar foreldra á hendur þeim hafa vaxið stöðugt," sagði hann. Hann vitnaði til bókar eftir sál- fræðinginn Daniel Goleman, sem Mikið var rætt um starfsemi foreldraráða á þinffl Heimilis og skóla um helgina. Hildur Friðriks- dóttir heyrði á mönnum að nú er tækifæri for- eldra til að hafa veruleg áhrif á þróun skólamála. hann sagði að vakið hefði athygli víða. I bókinni er lýst miklum áhyggjum vegna þess tilfinninga- og ástleysis, sem ríkir meðal margra þjóða sem sótt hafa fram af hvað mestri hörku með stöðugt auknar þjóðartekjur að meginmarkmiði. Sama gildir um þjóðir, sem gert hafa tilraunir með pólitískar lausnir, án þess að gera ráð fyrir tilfinninga- legum þörfum einstaklinganna. Allar rannsóknir bendi til aukinnar firring- ar, örvæntingar og kæruleysis. Svartsýni gætir Árni vísaði ennfremur til Gallup- könnunar, sem birtist í The Wash- ington Post um síðustu mánaðamót pg gerð var árið 1995 í 17 löndum. í niðurstöðunum gætir mikillar svartsýni um framtíð komandi kyn- slóðar. „í Venezúela töldu 78% aðspurðra að næstu kynslóð barna myndi farnast verr en núver- andi. í Þýskalandi var talan 70%, í Bretlandi 63%, í Bandaríkjunum 60%, í Japan 58% og í Frakklandi 56%. Á íslandi taldi 31% aðspurðra að ástandið yrði verra hjá næstu kynslóð barna, 42% töldu að það yrði svipað og 20% óbreytt. ísland, Indland og Taiwan skera sig nokk- uð úr fyrir sakir bjartsýni," sagði Árni. Hann kvaðst vera að reyna með Andvaraleysi margra for- eldra alvarleg meinsemd skólar/námskeið ■ Vélprjón - munsturteikning Námskeið í undirstöðuatriðum í vél- prjöni. Kennt verður á Silver Reed prjónavélar. Umboðssala á vélunum á staðnum. Námskeið í munsturteikningu fyrir hand- og vélprjón. Kennari Gréta Sörensen, prjónhönnuður. Upplýsingar í síma 551-4469 frá kl. 16-18 og 20-21 daglega. tungumál ■ Þýskunámskeið Germaniu hófust 16. september. Upplýsingar í síma 551 0705 kl. 16.30- 17.30. myndmennt HANDMENNTASKÓLI ÍSLAHDS • Bréfaskólanámskeið Eins og áður kennum við: Grunnteikningu, litameðferð, líkams- teikningu, listmálun með myndbandi, skrautskrift, innanhússarkitektúr, hí- býlatækni, garðhúsagerð, teikningu og föndur fyrir börn og húsasótt. Nýtt hjá okkur er hljómblóma-námskeið- ið, sem eykur vöxt blóma, grænmetis, jurta, trjáa o.s.frv. Fáið sent kynningarrit skólans og hring- ið í 562-7644 eða sendið okkur línu í pósthólf 1464, 121 Reykjavík eða lítið á slóðina http://www.mmedia.is/hand- ment/ matshæft einingarnám: Skólanám eóa fjarnám Grunnnám, fornám og fyrstu 4 áfangar framhaldsskóla í kjarna- greinum allt árið og enska, Þýska og þýska f. ferðaþjónustu, spænska, norska, danska, sænska, ICELANDIC. Námsaðstoð: Öll YullorOínsfræðslan Gerðubergi 1, sími 557 1155 Heimasíða: http//www/ice.is/f-f Netfang: f-f(« ice.is Morgunblaðið/Þorkell ÞINGFULLTRÚAR á foreldraþingi Heimilis og skóla tóku lagið í upphafi fundar áður en til alvörunnar kom. framangreindum dæmum að renna stoðum undir þá skoðun si'na að meira þurfi til en góða skóla og lausnir á sviði skólamála. „Við verð- um að bæta aðstæður foreldra til að sinna börnum sínum. Við getum ekki haldið stofnanapólitíkinni áfram, við verðum að gera kröfur um breytingar sem eru barngóðar. Við höfum ekki leyfí til þess að varpa allri uppeldisábyrgðinni á skólana. Niðurstaða mín er sú að til að geta bætt skólastarfið og eiga von á bættum námsárangri, meiri aga og auknu samstarfi heimila og skóla þarf að styrkja grunninn; sam- félagið utan skólans." Hann ræddi síðan um hlutverk foreldraráða og sagði að ætti hann að draga upp æskilega mynd af framtíðarhlutverki og -starfi þeirra, teldi hann að þau gætu ekkert betra gert en að laða fleiri foreldra til samtarfs við skólann. Auk þess að stuðla að því að foreldrar verði ábyrg- ari vegna barna sinna. „Ég er staðfastlega þeirrar skoðun- ar, að andvaraleysi margra foreldra gagnvart skólanum og árangri barn- anna, sé einhver alvarlegasta mein- semdin sem við er að glíma. Með einhveijum ráðum verður að auka beint samband kennara og foreldra og tryggja upplýsingaflæði, t.d. vegna barna, sem koma ósofin, óles- Foreldraráð hafi skoðun á sem flestum málum in og nestislaus eða eiga við einhver vandamál að stríða," sagði hann. Foreldraráð í 123 skólum af 208 Starfsemi foreldraráða, ábyrgð þeirra og viðfangsefni voru mjög til umræðu á þinginu. Samkvæmt könnun, sem menntamálaráðuneytið gerði sl. vor í 208 skólum, kom í ljós að í 123 skólum var búið að stofna foreldraráð. Björn Bjarnason menntamálraráðherra lagði áherslu á að foreldrar nýttu sér það tæki- færi sem þeim væri nú gefið til að fylgjast með skólahaldi og veita að- hald. Bjöm ræddi nokkuð um gæði skólastarfs og taldi kröfur almenn- ings, atvinnulífs og ______________ stjómvalda myndu fara vaxandi. Því væri mikil- vægt að efla mat á skóla- kerfmu og einstökum þáttum þess til að afla áreiðanlegra upplýsinga um atriði eins og námsárangur og námsferil nemenda, kennsluhætti og áhrif þeirra á námsárangur, gæða- stjómun í skólum, samskipti í skólum og tengsl heimila og skóla. Síðast en ekki síst væri brýnt að efla rann- sóknir á sviði skólamála. Sveitarstjórn úrskurði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga tók í erindi sínu undir að foreldrar gætu haft aukin áhrif á skólamál. Hann taldi skynsamlegt að foreldaráðin kæmu sér saman um svipaðar grunnsamþykktir um verksvið og starfsramma og benti á að gildi foreldraráða yrði því að- eins mikið að almennur áhugi for- eldra stæði að baki þeim. I máli hans kom fram að eðlilegt væri að vísa ágreiningi um framkvæmd laga og reglugerða til skólanefnd- ar. Þar með væri það komið til vit- undar sveitarstjórnar, sem gæti tekið á málinu. „Lengra verður ágreiningi ekki vísað nema hann varði atriði, sem lög eða reglugerð- ir beinlínis gera ráð fyrir að heyri undir æðra stjórnsýslustig til úr- skurðar," sagði hann. Guðrún Ebba Ólafsdóttir varafor- maður Kennarasambands Íslands tók fram að foreldraráðin væru ekki hluti af stjómkerfí skólans en þau gætu óneitanlega haft áhrif á skóla- starfíð og mótun þess. Hún taldi mikilvægt að starfssvið og vettvang- ur foreldraráðs og foreldra annars vegar og skólastjómenda og kennara hins vegar væri skýr svo að ekki kæmi til óþarfa árekstra og sagði KÍ vera að vinna að stefnumörkun varðandi foreldraráðin. Einnig sagði hún biýnt að þar sætu ekki einungis fulltrúar ákveðinna viðhorfa eða starfsstétta heldur fulltrúar allra nemenda. ________ Hún tók fram að skapa yrði foreidraráðum skilyrði til að sinna hlutverkum sínum. Að hennar mati eiga foreldraráðin að hafa skoðun á sem flestum málum, einkum á fyrir- foreldraviðtala og kynn- með foreldrum, heima- komulagi ingafunda námi, heimsóknum foreldra í bekki og samstarfi bekkjarfulltrúa og um- sjónarkennara. Einnig á því hvernig skólinn leysir forfallavanda þegar kennari er veikur, á fyrirkomulagi og framkvæmd samræmdra prófa og meðferð niðurstaðna. Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla sagði frá stofnun foreldraráðs skólans, sem hefur reynst mjög vel. Kvaðst Regína fagna stofnun ráðsins, því mikilvægt væri að fá foreldra til samstarfs nú þegar skólinn væri kominn yfír til sveitarfélaga. Mótaðar hafa verið starfsreglur um starfsemi foreldra- ráðsins þar sem m.a. kemur fram að því beri að koma saman ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði með- an skólaárið varir. Að foreldraráð hafí fastan viðtalstíma fyrir foreldra og forráðamenn nemenda einu sinni á hvorri starfsönn skólans og að stefnt skuli að sameiginiegum fundi foreldraráðs Mýrarhúsaskóla, Val- húsaskóla og skólanefndar Seltjarn- arness tvisvar á skólaárinu. ■ Myndlist Myndlistarnámskeið fyrir fólk á öllum aldri fyrir byrjendur og lengra komna. Uppl. í sfma 562 2457. Myndlistarskóli Margrétar. ■ MYND-MÁL Myndlistarnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Undirstöðuatriði og tækni. Málað með vatns- og olíulítum. Uppl. og innritun eftir kl. 14 alla daga. Rúna Gísladóttir, listmálari, sími 561 1525. ■ Tréskurðarnámskeið Tréskurðarkennsla síðan 1972. Náms- braut í sjö stigum með aUt að 250 verkefn- um. FuÚskipað í bili, en innritað í nýjan hóp byrjenda sem hefst 1. október. Hannes Flosason, myndskurðarmeistari, sími 554 0123. tónlist ■ Píanókennsla. Hef masterspróf í píanókennslu. Píanó- og tónfræðikennsla fyrir born, unglinga og fullorðna byrjendur. Upplýsingar og innritun í síma 561 3655. ■ Píanókennsla. Einkakennsla á píanó og í tónfræði. Upplýsingar og innritun í síma 553 1507. Anna Ingólfsdóttir. ýmlslegt ■ Áttu von á barni? Undirbúningsnámskeið fyrir verðandi móður/foreldra: Fræðsla, slökun, leikfimi, meðferð ungbarna. S. 551 2136/552 3141. Hulda Jensdóttir. NAMSTEFNA QfEÐflSTJÓRNUN í MENHTflKERFINil Föstudaginn 27. september kl. 10 - 17 Hótel Borg Diane S. Ritter fyrirlesari námstefnunnar starfar sem deildarstjóri menntasviðs hjá ráðgjafafyrirtækinu GOAL/QPC í Bandaríkjunum. Hún hefur stundað rannsóknir á altækri gæðastjórnun í menntakerfinu og unnið sem ráðgjafi bæði í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum. Lögð verður áhersla á umfjöllun um hvernig má nota verklag og aðferðir altækrar gæðastjórnunar í menntakerfinu, einkurn við stjórnun og skiplagningu skólastarfs og í skipulegu umbótastarfi í skólum. Einnig verður ijallað um leiðir og verkfæri fyrir skólastjórnendur, kennara og nemendur til að örva . skapandi hugsun við lausn á vandamálum. Verð kr. 5.900, og 4.900 f. félagsmenn Skráning: sími 511 5666 Arney@vsi.is GÆÐASTJORNUNARFELAG ISLANDS Nánari upplýsingar: http://skima.is/gsii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.