Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Norræn kvennastórsveit Tónleikar sjöttu RúRek jazzhátíðar- innar haldnir alla daga næstu viku RÍKISÚTV ARPIÐ, Reykjavíkur- borg og Jazzdeild Pélags íslenskra hljómlistarmanna efna til sjöttu RúRek jazzhátíðarinnar í Reykja- vík dagana 22.-28. september. Hatíðin verður sett í Tónleikasal FÍH við Rauðagerði sunnudaginn 22. september kl. 17.00 og kemur þar fram fjöldi hljóðfæraleikara. Óllum er heimill aðgangur meðan húsrúm Ieyfir. Um kvöldið leikur Non-æna kvennastórsveitin (April Light Orchestra) á Hótel Sögu. Hljóm- sveitina skipa tuttugu hljóðfæraleik- arar, þar á meðal íslenski gítarleik- arinn Guðrún Hauksdóttir. Söng- kona hljómsveitarinnar, Almaz Ye- bio, er frá Svíþjóð, en einnig syngur Andrea Gylfadóttir með sveitinni. Tvennir tónleikar verða að auki á Hótel Sögu. Skúli Sverrisson bassaleikari leikur þar á fimmtu- dagskvöld með bandarískri hljóm- sveit sinni og daginn eftir verða stórtónleikar RÚV og RúRek. Þar leikur Sextett Sigurðar Flosasonar í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins víða um Evrópu og síðar um kvöld- ið leikur Svíngkvintett Levinsons og Schevings lög af efnisskrá Benny Goodmans. Meðal liðsmanna kvintettsins er píanistinn John Weber sem halda mun einleikstón- leika í Menningarstofnun Banda- ríkjanna, auk þess sem hann mun leika með Bjarna Sveinbjörnssyni og Guðmundi Steingrímssyni verk af efnisskrá Guðmundar Ingólfs- sonar. Frá Kanada koma söngkonan Tena Palmer og gítarleikarinn Justin Haynes og halda tónleika á Sóloni íslandusi og frá Hollandi tríó píanistans Wolferts Brederode. Þá er Pétur Östlund gestur á Rú- Rek og leikur með Eyþóri Gunnars- syni og Þórði Högnasyni á Píanói í Hafnarstræti á mánudagskvöld en Jakob Frímann Magnússon leik- ur með Agli Ólafssyni og tríói Björns Thoroddsens í Leikhúskjall- aranum á þriðjudagskvöld. Kvartett danska gítaristans Pi- erre Dorge leikur á lokatónleikum hátíðarinnar á Hótel Borg hinn 28. og sama dag leikur Stórsveit Reykjavíkur í Útvarpshúsinu og er gestum og gangandi heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Fjöldi annarra íslenskra hljóm- sveita kemur fram á hátíðinni. Má þar nefna Brunahanana og hljóm- sveit Stefáns S. Stefánssonar sem efna til tónleika í Leikhúskjallaran- um á miðvikudagskvöld. Þá leikur í Djúpinu tríó Péturs, Hilmars og Matthíasar er hefur spuna og nýja tónlist á efnisskránni. Að auki verð- ur jazz á fjölmörgum veitingahúsum öll kvöld og eftirmiðdagsjazz á smurbrauðsstofunni Jómfrúnni síð- degis alla daga. Að vanda verður útvarpað frá RúRek á Rás 1 alla dagana, yfirleitt frá klukkan 23 til 24. September- tónleikar Sel- fosskirkju FJÓRÐU tónleikarnir í tónleikaröð Selfosskirkju nú í haust, verða í kvöld þriðjudag kl. 20.30. Organ- isti er Kári Þormar. Kári Þormar hefur lokið prófum í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkj- unnar og er nú við framhaldsnám í Dusseldorf. Á efnisskránni eru verk eftir Pál ísólfsson, Jón Nordal, J. S. Bach og Cesar Franck. Lengd tón- leikanna er um 45 mínútur. Aðgangur er ókeypis. -----» ♦—»----- • Lindee Climo, listakona sem búsett er í Nova Scotia, er höf- undur myndraðar, sem byggð er á þekktum listaverkum en þar sem sauðfé er í aðalhlut- verki. Alls eru myndirnar 23 og á meðal verkanna má nefna „Monu Lisu-kind“ og „Venusar- kind“. Eru verkin nú til sýnis í Washington, í Bandaríska kvennalistasafninu. Þar segir m.a. um verk Climo, að þau dragi dár að sjálfumgleði mann- skepnunnar. Smástyttu- akur BRESKI listamaðurinn Antony Gormley fetar sig um nýjasta verk sitt, sem hann kallar „Field for the British Isles“ (Akur fyrir bresku eyjarnar) og getur að líta í Hayw- ard-galleríinu í London. Eitt hund- rað sjálfboðaliðar veittu Gormley hjálparhönd við gerð verksins og mótuðu alls 40.000 smástyttur sem mynda verkið. Sést hluti þeirra hér á myndinni. Reuter Nýjar bækur • ÓTRÚLEG lífsbarátta eftir bíl- slys! er eftir Ólaf Þór Eiríksson. í bókinni segir frá afleiðingum umferðarslyss í Grímsnesi 23. sept- ember 1975, þar sem tveirmenn létustpg tveir slösuðust lífshættu- lega. Ólafur Þór Eiríksson segir frá lífsreynslu sinni og baráttunni við að fóta sig í samfélaginu eftirend- urhæfingu. I kynningu segir Árni Hilmarsson: „Þessi hreinskilnings- lega lýsing höfundar á sigrum sín- um og ósigrum í endalausri barátt- unni lætur engan ósnortinn. Baráttu sem enn heldur áfram.“ Ótrúleg lífsbar- átta eftir bílslys! er 115 blaðsíður Ólafur Þór prentuð hjá Grág- Eiríksson ás íKeflavík. Út- gefandi er höfundur. T ! X aæ pm m 1T o N _ * -s!í5SJÉ N TONLEIKAR I HASK0LABI0I FIMMTUDAG 19. SEPTEMBER KL. 20.00 06 í ÍÞRÓTTAHÚSINU A TORFNESI, ISAF1RÐI, LAUGARDAG 21. SEPTEMBER KL. 16.00 Petri Sokari, hljómeitarstjóri Erling Blöndal Bengtsson einleikmi Efnisskró Richard Wagner: Meistarasöngvararnir fró Nurnberg, forleikur Jón Nordal: Sellókonsert Antonin Dvorak: Sinfónía nr. 8 SINFÓNÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS (^í Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN THE American Boychoir Amerískur drengja- kór í heimsókn AMERÍSKI drengjakórinn The Am- erican Boychoir helldur tónieika í kvöld þriðjudagskvöld kl. 20.30. í Grensáskirkju. Drengjakórinn þiggur boð barnakórs Grensáskirkju og dvelur hér á landi í þijá daga eftir að hafa haldið tónleika í Danmörku og Þýskalandi. Kórinn skipa 36 drengir á aldrin- um 11-14 ára. Kórinn var stofnaður 1937 og er samkvæmt kynningu tal- inn einn þriggja bestu drengjakóra heims ásamt Vínardrengjakómum og King’s College-kórnum. Kórdrengirnir koma víðsvegar að úr Bandaríkjunum og stunda tónlist- amám ásamt almennu námi í Prince- tonkórskólanum í New Jersey. Dr. James Litton er stjórandi kórs- ins. Kórinn syngur á öllum helstu tónlistarhátíðum vestra og einnig koma drengirnir fram sem sólistar með kórum og sinfóniuhljómsveitum og einnig í óperusýningum. Verkefnaskrá tónleikanna í Grens- áskirkju verður bæði kirkjuleg og veraldleg. Undirleikari með kórnum er Thomas Goeman. Tökum lokið á „Maríu“ NÚ er lokið tökum á kvikmyndinni „Maríu“ í leikstjórn Einars Heimis- sonar. „María“ er framleidd af Is- lensku kvikmyndasamsteypunni fyr- irtæki Friðriks Þórs Friðrikssonar og þýska kvikmyndafyrirtækinu Blue Screen Film. Myndin fjallar um þýskar flótta- konur sem komu til Islands eftir seinni heimsstyijöldina til að starfa á íslenskum bóndabæjum. Sögð er magnþrungun örlagasaga einnar þeirra, Maríu sem leikin er af þýsku leikkkonunni Barbörnu Auer. Onnur helstu hlutverk eru í höndum Arnars Jónssonar, Hinriks Ólafssonar, Helgu E. Jónsdóttur, Kjartans Bjarg- mundssonar, Björn Karlssonar, Ald- ísar Baldvinsdóttir, Rúriks Haralds- sonar og Kjartans Guðjónssonar. Tökur fóru meðal annars fram á Snæfellsnesi, Reykjanesi og í Reykjavík. Kvikmyndataka var í höndum Sigurðar Sverris Pálssonar sem nýlega hlaut verðlaun fyrir kvik- myndatöku á myndinni Tár úr steini á kvikmyndahátíðinni í Prag. Árni Páll Jóhannsson hannaði leikmynd- ina og endurgerði meðal annars Hót- el Borg þriðja áratugarins í Rafha- húsinu í Hafnarfirði. Aðstoðarleik- stjóri var María Sigurðardóttir. Áætlað er að frumsýna „Maríu“ vorið 1997. VERK eftir Ingnnni Láru Flókateppi í Umbru TIL 9. október stendur yfir kynning á flókateppum, verkum þriggja list- nema og kennara þeirra í þessari ævafornu aðferð við gerð klæðis. Teppin eru eftir Ingunni Láru Brynj- ólfsdóttur, Söndru Laxdal og Björgu Pétursdóttur auk þrívíðs forms eftir kennara þeirra, Onnu Þóru Karls- dóttur. Að þæfa ull til klæðisgerðar er elsta aðferð sem þekkt er og hefur verið notuð allt fram á þennan dag og við gerð teppa og klæðis hjá hirð- ingjum og þjóðum í Mið- og Austur Asíu en lítið notuð á síðari árum, þó aðferðin við gerð flóka hafi aldrei lagst af. Breyttur opnunartími Gallerísins út september verður þriðjudaga til föstudaga kl. 15-18, laugardaga 13-18 og sunnudaga 14-18. ------»_»_*---- Myndverk fyr- ir heimsvefinn SETT hefur verið upp sýningin „Hús- ið er eins og frumskógur" eftir Hlyn Helgason á heimsvefnum, sam- tengdu tölvuneti. I kynningu segir: „Talsvert hefur verið um það að myndverk hafa ver- ið gerð fyrir þennan vettvang, en ekki er þar með sagt að hann njóti viðurkenningar sem slíkur eða að möguleikar hans séu almennt nýttir. Þetta verk, sem heitir „Húsið er eins og f'rumskógur" í íslensku útgáfunni („The House, the Forest" í þeirri ensku), hefur verið sérstaklega búið til með möguleika netsins í huga: Það notast bæði við myndir og texta og sérstök áhersla er lögð á samsetn- ingarmöguleika heimsvefsins, á „matrixu“-möguleikana.“ Netfangið er: http://www.saga.is/hlynur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.