Morgunblaðið - 17.09.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.09.1996, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ánægja með framkvæmd kosninga í Bosníu þrátt fyrir dæmi um kosningasvindl Helsta áhyg’gjuefnið hve fáir flóttamenn kusu Sar^jevo. Reuter, The Daily Telegraph. EFTIRLITSMENN með kosningun- um sem fram fóru í Bosníu á laugar- dag, sögðu þær hafa farið vel fram, þrátt fyrir efasemdir um fram- kvæmd þeirra og ótta margra við það til hvers úrslitin kunni að leiða. Kosningaþáttaka var á milli 60% og 70% að sögn fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSE). Hins vegar lýsti stjórnar- flokkur múslima, Lýðræðishreyf- ingin, því yfír að hann myndi ekki viðurkenna úrslit kosninganna á svæði Bosníu-Serba. Stjórnvöld víða um heim hafa lýst ánægju sinni með kosningarnar; m.a. Rússar, Bandaríkjamenn og fjölmörg Evr- ópuríki. Þá lýsti Riehard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, því yfir á sunnudag að Alija Izet- begovic, forseti Bosníu, og Slobod- an Milosevic, forseti Serbíu, myndu funda í París á næstunni, jafnvel síðar í vikunni. Um miðjan dag á sunnudag hætti kjörstjórn í lýðveldi Bosníu-Serba talningu án þess að gefa á því skýr- ingu. Sendinefnd ÓSE hélt þegar til Pale og eftir nokkutt málþóf féllust Serbar á að hefja talningu að nýju. Þá hefur reynst erfitt að að fá nákvæmar tölur um kjörsókn, og mat ÖSE um að hún hafi verið á milli 60% og 70% er ekki byggt á nákvæmum upplýsingum. Fáir flóttamenn kusu Kris Janowski, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir helsta áhyggjuefn- ið vera hversu fáir flóttamenn hafi farið yfir á þau svæði sem er á valdi andstæðinganna, til að kjósa. Gert hafði verið ráð fyrir að allt að 140.000 múslimar myndu skrá sig á kjörskrá þar sem þeir bjuggu áður en stríðið braust út en eru nú á valdi Serba eða Króata. Ellemann-Jensen eftirmaður Bildts? Kaupmannahöfn. MorgunblaðiA. EFTIR að Carl Bildt, yfírmaður upp- byggingarinnar í Bosníu, tilkynnti í síðustu viku að hann myndi láta af störfum um næstu áramót eru uppi vangaveltur um hver verði eftirmað- ur hans. Samkvæmt danska blaðinu Politiken hefur Uffe Ellemann-Jens- en, formaður Vinstriflokksins og fyrrum utanríkissráðherra, verið nefndur. Enn er ekki Ijóst hvert áframhaldandi fyrirkomulag upp- byggingarinnar verður og gæti það haft áhrif á eftirmannsvalið. Carl Bildt hefur frá upphafi undir- strikað að afskipti hans af Bosníu- deilunni, fyrst sem sáttasemjari og síðan sem yfirmaður uppbyggingar- innar, séu tímabundin og hann ætli sér áfram að vera virkur I sænskum stjórnmálum. í viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter segist hann geta haldið áfram í Bosníu en kjósi að snúa nú heim til Svíþjóðar. Frammistaða Bildts hefur á köflum verið harðlega gagnrýnd í banda- rískum fjölmiðlum, meðan honum hefur verið hrósað ákaft víða í Evr- ópu fyrir að vinna erfitt starf við ómögulegar aðstæður. Uffe Ellemann-Jensen var um tíma talinn hugsanlegur fram- kvæmdastjóri Nato og nú hefur nafn hans verið nefnt í bosnískum fjöl- miðlum sem eftirmaður Bildts, en Ellemann-Jensen neitar að einhver alvara sé þar að baki. Rætt hefur verið um að starf Bildts verði lagt undir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, én fulltrúi hennar í Bosníu er Bandaríkjamaðurinn Robert Frowick. Opinberlega er ekki farið að ræða eftirmann Bildts, §n enginn vafi er á að á bak við tjöldin er leit- að logandi ljósi að réttum manni. Aukinn viðbúnaður í Persaflóa Minni líkur taldar á árás Bagdadr Moskvu, Washington. Reuter. BANDARÍKJAMENN héldu áfram hernaðaruppbyggingu í Persaflóa þótt William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem er á ferð um svæðið, hafi ekki tekist að afla mikils stuðnings meðal þeirra ríkja, sem sneru bökum saman þegar her íraka var hrakinn brott frá Kúveit í Persaflóastríðinu. Kúveitar sam- þykktu í gær formlega áætlun Bandaríkjamanna um að senda fimm þúsund hermenn til Kúveit. Þrátt fyrir viðbúnað Bandaríkja- manna virðist hafa dregið úr líkum á að árásin, sem Perry sagði fyrir helgi að væri yfirvofandi, verði gerð. Irakar hafa dregið í land og Bill Clinton Bandaríkjaforseta skortir stuðning. „Við höfum ekki leitað uppi ágreining við Saddam Hussein [for- seta íraks],“ sagði Clinton þegar hann var spurður um líkur á frekari árásum Bandaríkjamanna. Perry var í Tyrklandi í gær og var fámáll er hann hélt þaðan til London eftir viðræður við þarlenda ráða- menn. Þótti augljóst að hann hefði sótt lítinn stuðning til Tyrkja. Clinton fyrirskipaði aukinn viðbún- að í Persaflóa eftir að írakar skutu á bandarískar flugvélar á eftirlits- flugi yfir hinu svokallaða flugbann- svæði. Flugbannsvæðin í írak eru tvö, í norður- og suðurhluta landsins. írakar mega ekki fljúga yfir þessum svæðum og hafa Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar eftirlit með því. írakar tilkynntu hins vegar á föstudag að þeir mundu hætta að skjóta á eftirlitsvélamar. Bob Dole, forsetaframbjóðandi repúblikana, gagnrýndi Clinton í gær fyrir að láta nægja að erta íraka í stað þess að veita þeim raunverulega refsingu. Gagniýni repúblikana á Clinton hefur færst í aukana undan- fama daga. Raunin varð sú að um 20.000 manns úr þessum hópi kusu og segir Janowski að meirihlutinn hafi óttast að fara yfir á yfirráða- svæði andstæðinganna. Um 4.000 Serbar fóru yfir á svæði múslima og Króata til að kjósa, þrátt fyrir þrýsting eigin yfirvalda um að kjósa í serbneska lýðveldinu. Sagði Janowski nokkur dæmi um að komið hefði verið í veg fyr- ir að fólk kysi. Alvarlegasta tilfell- ið hefði verið í Kopaci skammt frá Goradze, þar sem serbnesk yfirvöld hefðu meinað um 600 múslimum aðgang að kjörstað, á þeim for- sendum að þeir hefðu ekki tilskilin leyfi. í Sarajevo tafðist kosning um nokkrar klukkustundir á þrem- ur kjörstöðum og varð að kalla til hermenn úr fjölþjóðaliði IFOR til að stilla til friðar á einum þeirra. Nokkrar klukkustundir liðu án þess að eftirlitsmenn fylgdust með kjöri í Pale, höfuðstað Bosníu- Serba. Gleymdu serbneskir starfs- menn kjörstjórnar að merkja fingur þeirra með bleki sem kosið höfðu, sem gert er tila að koma í veg fyrir að menn kysu í tvígang. Til- kynntu Bosníu-Serbar í lok kjör- dags að um 1,3 milljónir Serba hefðu kosið, sem þýðir að allir Bosníu-Serbar, þar með talin börn, hefðu neytt kosningaréttar. Þá var sagt að kjörstað hefði verið komið upp í skólabyggingu þar sem talið er að framin hafi verið fjöldamorð á múslimum í stríðinu. Þetta og fleiri svipuð at- vik hafa orðið til þess að ÖSE hef- ur ekki enn lýst kosningarnar gild- ar. í gær höfðu 75 mótmæli borist vegna framkvæmdar kosninganna. Verður að úrskurða í kærumálum innan 72 klukkustunda frá því að þau berast. Reuter EFTIRLITSMAÐUR fylgist með talningu í borginni Doboj á svæði Bosníu-Serba. Er búist við að talning standi a.m.k. til morguns. Menntun, glæpir og alnæmi áhyggjuefni BANDARÍKJAMENN hafa mestar áhyggjur af því að menntun fari hrakandi, aukningu glæpa og út- breiðslu alnæmis. Þetta kemur fram í könnun sem bandaríska blaðið The Washington Post gerði á því hvaða málefni yllu landsmönnum mestu hugarangri. Þar kom ennfremur fram að fæstir láta sig utanríkismál og ástand heimsmála nokkru varða. Skoðanakannanir sem þessi hafa töluverð áhrif á forsetakosningamar í Bandaríkjunum og munu frambjóð- endur án efa móta málflutning sinn eftir þeim. Skoðanakönnunin var fram- kvæmd í júlí og ágúst og voru þátt- takendur beðnir um að svara því hvort tiltekin áttatíu atriði yllu þeim miklum áhyggjum eður ei. Efst á lista yfír áhyggjuefni var sú fullyrðing að bandaríska mennta- kerfinu færi hrakandi. Sögðu 62% hafa verulegar áhyggjur af þessu. 61% höfðu miklar áhyggjur af aukn- ingu glæpa og sama hlutfall taldi aukna útbreiðslu alnæmis mikið áhyggjuefni. 58% sögðu ástæðu til að hafa áhyggjur af því hversu dýr góð háskólamenntun væri og 57% töldu það áhyggjuefni að of margir færðu sér velferðarkerfíð í nyt. Söguleg sátt Rúm- enaog Ungverja RÚMENAR og Ungveijar undirrituðu í gær sögulegan samning um réttindi ung- verska minnihlutans í Rúmen- íu og er vonast til, að hann bindi enda á væringarnar milli ríkjanna. Eru þjóðarleiðtogar á Vesturlöndum mjög ánægðir með þessar sættir enda eru þær forsenda fyrir því, að Rúmenía og Ungveijaland geti fengið aðild að vestrænum stofnunum, Evrópusamband- inu og NATO. McGeorge Bundy látinn MCGEORGE Bundy, þjóðarör- yggisráðgjafi Bandaríkjafor- setanna Johns F. Kennedys og Lyndons B. Johnsons 1961-66, lést í gær á 77. aldursári á sjúkrahúsi í Boston. Bundy réði miklu um viðbrögð Banda- ríkjamanna í deilunni um so- véskar kjarnaflaugar á Kúbu, um landgönguna í Svínaflóa og hernaðinn I Víetnam. Móðir Teresa meiddist MÓÐIR Ter- esa meiddist lítillega á höfði þegar henni varð fótaskortur í gærmorgun en talsmaður Woodlands- hjúkrunarheimilisins í Kalk- útta sagði, að meiðslin væru ekki alvarleg. Er hún nú á gjörgæsludeild og var beðið niðurstöðu ýmissa rannsókna. Móðir Téresa, sem er 86 ára gömul, er nýstigin upp úr al- varlegum veikindum. Le Pen boðar byltingu JEAN-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakk- landi, skoraði í gær á stuðn- ingsmenn sína að búa sig und- ir byltingu og spáði því, að stjórnkerfíð í landinu væri að hruni komið. Sagði hann Þjóð- fylkinguna eina geta bjargað Frakklandi frá niðurlægingu og úrkynjun. Skoðanakönnun, sem birt var í gær, sýnir, að kjósendur eru á báðum áttum í afstöðu sinni til Þjóðfylking- arinnar. Flestir töldu flokkinn kynda undir kynþáttahatri en naumur meirihluti styður samt ýmis baráttumál hans. Vill spænskt lýðveldi FLESTIR stjórnmálamenn á Spáni brugðust ókvæða við í gær þegar Julio Anguita, leið- togi kommúnista, lagði til, að stjórnarskrá landsins frá 1978 og konungdæmið yrðu afnum- in og tekið upp sambandsríki eins og var á lýðveldisti'manum fyrir borgarastyijöldina. Astæðan fyrir þessari tillögu kommúnista er sú, að ríkis- stjórnin hefur hunsað dómsúr- skurð um að birta leyniskjöl um stríð stjórnvalda gegn að- skilnaðarsinnum meðal Baska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.