Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Jarðeðlisfræðilegar athuganir Orkustofnunar á setlögum hér við land
Hverfandi líkur á að
olía finnist víð ísland
LÍKURNAR á því að olía eða gas eigi eftir að
finnast við ísland eru hverfandi litlar, ef marka
má rannsóknir Orkustofnunar á setlögum hér
við land á undanfömum árum.
Karl Gunnarsson, jarðeðlisfræðingur á Orku-
stofnun, segir að þó að hér hafí aldrei verið
gerðar raunverulegar olíuboranir hafi Orku-
stofnun gert ýmsar jarðeðlisfræðilegar athug-
anir sem kalla megi frumathuganir í olíuleit.
Hann segir að allar líkur séu á því að undir
basaltjarðlögunum á landgrunni Færeyja að
austanverðu sé framhald á þeim olíujarðlögum
sem þegar er farið að vinna úr á breska land-
gmnninu.
hafi myndast á þeim slóðum en hinsvegar séu
vísbendingar um að það hafi gerst engar enn
sem komið er og verði líkurnar því að teljast
mjög litlar.
Hugsanlega olía eða
gas í yngri setlögum
Jan Mayen hryggurinn líklegri
Grundvallareðli íslands allt annað en
meginlandsj aðar sins
„Við höfum rannsakað setþykkt, dreifingu
setlaga, brotakerfí setlaga og iagskiptingu,
gert hitastigulsathuganir og í framhaldi af því
reiknað út hvort möguleikar séu á aðstæðum
sem skapa olíu. Hingað til hafa niðurstöðumar
ekki verið það lofandi að þær veki sérstaka
athygli," segir Karl.
„Grundvallareðli íslands er hinsvegar allt
annað heldur en meginlandsjaðarsins. Þar með
er ekki sagt að það sé óhugsandi að hér geti
fundist olía eða gas en það væri ekki af þessum
sama uppruna. Það væri þá úr miklu yngri
setlögum sem eru ofan á basalthellunni og það
er ekki mikið um slíkt hér við land. Þó er tölu-
vert af setlögum fyrir norðan land, sérstaklega
á svæðinu frá Tjörnesi vestur um Eyjafjarðar-
ál,“ segir Karl.
Hann telur ekki með öllu óhugsandi að olía
„Það sem er kannski heldur líklegra, en þó
fjarlægt, eru svæði sem við eigum ítök í fjær
landinu. Þar er ég fyrst og fremst að tala um
Jan Mayen hrygginn en þar gætu verið jarðlög
af svipuðu tagi og hugsanlega eru undir Færeyj-
um. Þetta hefur aðeins verið rannsakað í sam-
vinnu við Norðmenn sem eiga þar drýgstan hlut
í en við eigum þar líka réttindi. Síðan er allt
óráðið með Hatton-Rockall svæðið. Setlögunum
þar gæti svipað til þeirra við Færeyjar og á land-
grunni Bretlands. Þar væri líka möguleiki á olíu
en það er mjög óljóst frá hafréttarlegu sjónar-
miði hvort við eigum þar nokkuð,“ segir Karl.
Flugleiðir
ráða nýja
flugmenn
FLUGLEIÐIR hafa auglýst eftir
flugmönnum til starfa. Einar Sig-
urðsson, aðstoðarmaður forsjóra
Flugleiða, segir ekki ákveðið hve
margir verði ráðnir.
Hann segir ráðningarnar vera
tilkomnar vegna aukinna umsvifa
félagsins og vegna þess að nokkrir
flugmenn séu komnir á aldur. Flug-
leiðir hafa ákveðið að bæta við einni
flugvél á næsta ári og þarf að ráða
flugmenn á hana.
A seinasta ári réðu Flugleiðir 40
nýja flugmenn til starfa. 12 voru
ráðnir um vorið, en þá sóttu 167
um. 28 flugmenn voru ráðnir um
haustið, en þá sóttu 140 um.
4'M
u ^jgj
Blaðinu í dag fylgir átta síðna
auglýsingablað frá Hagkaupi.
Kunnátta
í ensku
Morgunblaðið/Þorkell
könnuð
NEMENDUR í Verzlunarskól-
anum voru í hópi þeirra 6.000
nemenda í öllum framhaldsskól-
um og flestum sérskólum lands-
ins sem tóku samræmd könnun-
arpróf í ensku í gær. Er þetta í
fyrsta sinn sem kunnátta nem-
enda í ensku almennt er könnuð
í framhaldsskólum með sam-
ræmdu prófi.
Smáhlaup í Súlu
SVO virðist sem smáhlaup eða
spýja, eins og Páll Jónsson vatna-
mælingamaður komst að orði, hafi
komið í Súlu í gærdag. Rennslið
mældist um 450 rúmmetrar á sek.
en var 50 rúmmetar fyrir þremur
vikum.
„Þetta er í fyrsta lagi leysinga-
vatn en það virðist hafa komið ein-
hver spýja í Súlu, sennilega úr
Grænalóni og virðist hafa staðið
stutt,“ sagði Páll. „Þetta er búið
og þegar við fórum frá var vatn
mjög lækkandi." Páll sagði að
mælt hefði verið í hálfgerðu myrkri
og því erfitt að átta sig nákvæm-
lega á því hvaðan vatnið kom. Enga
lykt hefði lagt frá ánni eða Skeið-
ará í gær og því engar líkur á að
hlaupið í Súlu boðaði hlaup I Skeið-
ará.
„Þetta er allt við það sama nema
það er óvenjulega mikið vatn í
Núpsvötnum. Það flæddi alveg und-
ir brúna, sem er óvanalegt, en
minnkaði hratt á meðan við mæld-
um,“ sagði Páll, en Súla rennur í
Núpsvötn.
Milljónatjón í
Siglufirði
Snjóflóða-
varnir
skenundust
Siglufirði. Morgunblaðið.
LJÓST er að milljónatjón hefur
orðið í Fífladölum í Siglufirði,
er hluti af nýjum snjóflóða-
varnabúnaði sviptist upp I
óveðri, að öllum líkindum sL
sunnudag, er illviðri gekk yfir
Norður- og Vesturland.
Búnaðurinn, sem er hannað-
ur erlendis, hefur gefíst vel í
Sviss og Austurríki. Að sögn
Þorsteins Jóhannessonar verk-
fræðings er þegar ljóst að þetta
gengur ekki óbreytt við íslensk-
ar aðstæður.
Búnaðurinn er í fjórum röð-
um. í efstu og neðstu röð eru
snjóbrýr en á milli snjónet. Um
þriðjungur af efstu röðinni gaf
sig. Efri stoðir snjóbrúnna eru
festar niður en neðri hluti laus
og hefur vindurinn svipt neðri
stoðum búnaðarins upp og hann
lagst á hliðina.
Erlenda verktakafyrirtækinu
sem annaðist uppsetningu bún-
aðarins hefur verið gert við-
vart. Það segist bera ábyrgð á
skemmdunum og munu menn
frá því koma á laugardag að
líta á aðstæður.
Bridsliðið
í 4. sæti
ÍSLENSKA liðið á Ólympíumót-
inu í brids er í 4. sæti í B-riðli
þegar undankeppnin er tæplega
hájfnuð.
íslendingar unnu tvo fyrstu
leiki sína í gær, fyrst Tælend-
inga 19-11 og síðan Grikki
21-9. í 15. umferð töpuðu þeir
fyrir Tævan, 11-19, en unnu
Portúgali 16-14 í 16. umferð.
Italir eru efstir í B-riðli með
325 stig, Israelsmenn eru í 2.
sæti með 323,5 stig, Tævanbú-
ar í 3. sæti með 311,5 og íslemL
ingar í 4. sæti með 303 stig. í
A-riðli hafa Frakkar 323 stig,
Indónesar 314,5, Nýsjálending-
ar 313 og Pólveijar 309.
í dag spila íslendingar við
Túnis, Venezúela, Ástralíu og
Mónakó.
íslenska/40
Ágreiningxir við endurskoðun á fæðingarorlofi
Nefnd heilbrigðis-
I
í
ráðherra leyst upp
I
i
NEFND sem Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra skipaði á sein-
asta ári til að vinna að tillögum um
breytingar á lögum um fæðingaror-
lof hefur hætt störfum og verið lögð
niður ad ákvörðun ráðherra. í
nefndinni áttu sæti 12 manns, m.a.
fulltrúar ráðuneyta og samtaka á
vinnumarkaðinum. Ágreiningur var
innan nefndarinnar um ýmis atriði
en fulltrúar opinberra starfsmanna
lögðust gegn því að fæðingarorlofi
þeirra yrði breytt með lögum þar
sem um það þyrfti að semja í kjara-
samningum.
Dögg Pálsdóttir, formaður
nefndarinnar, segir að í erindisbréfi
nefndarinnar hafí henni verið falið
að endurskoða frumvarp um fæð-
ingarorlof sem samið var árið 1990.
„Það frumvarp gerði ráð fyrir einu
kerfí fæðingarorlofs fyrir allar kon-
ur hvar sem þær eru á vinnumark-
aði. Það var forsenda endurskoðun-
arinnar að reynt yrði að halda
áfram á þeirri braut að setja upp
eitt kerfi. Ráðherra ákvað síðast
liðinn vetur, þegar umræður um
réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins stóðu sem hæst á Alþingi, að
láta nefndarstarfíð bíða. Við tókum
síðan upp þráðinn að nýju í ágúst
en þá kom fljótlega í ljós að opinber-
ir starfsmenn höfðu fengið loforð
um að við þeirra fæðingarorlofs-
kerfí yrði ekki haggað, nema með
samningi við þá. Þar með höfðum
við ekkert umboð til að semja við
þá og töldum að forsendur fyrir
áframhaldandi starfí, samkvæmt
þeim línum sem okkur höfðu upp-
haflega verið lagðar, væru brostn-
ar,“ segir Dögg.
Skiptar skoðanir voru innan
nefndarinnar um leiðir og vildu
sumir fulltrúar í nefndinni endur-
skoða reglur um fæðingarorlof á
almenna vinnumarkaðinum en einn-
ig var rætt um að gera eingöngu
minniháttar breytingar á gildandi
lögum og lögfesta m.a. sjálfstæðan
rétt feðra til fæðingarorlofs. Um
það voru einnig skiptar skoðanir.
Ráðherra lætur semja
nýtt frumvarp
Sl. þriðjudag tilkynnti Ingibjörj
nefndarmönnum að nefndin yrð
lögð niður en jafnframt hygðist húr
láta semja frumvarp um þær minni-
háttar breytingar sem rætt hafð
verið um og að hún ætlaði að leggjí
það fram fljótlega á Alþingi. Greind
ráðherra einnig frá því að hún ætl-
aði að kanna möguleika á að setjí
á laggirnar nýja nefnd sem feng
það verkefni að endurskoða fæðing
arorlof á almenna markaðinum, a<
sögn Daggar.
I
I
I
(
I
I
11