Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 25 LISTIR Hækur og söguljóð BOKMENNTIR Ljóðabækur MEÐAN ÞÚ GEFUR eftir Gunnar Dal. Fjölvaútgáfan 1996 - 93 bls. VEGALJÓÐ úrval ljóða Tolkiens úr Hringa- dróttinssögu í þýðingu Geirs Krist- jánssonar. Fjölvaútgáfan 1996-92 bls. HÆKA er aldagamall japansk- ur bragarháttur sem byggist á öðrum og enn eldri japönskum bragarhætti sem nefnist tanka. í tönkunni er þijátíu og einu atkvæði skipað reglulega í fimm ljóðlínur en í hækunni er gengið enn lengra í spar- semi orðanna og sautján atkvæðum raðað í þrjár lín- ur. Form þessara ljóða er með djúpstæðum hætti ofíð saman við innihald þeirra. Því má fullyrða að hófsemi í notkun orðanna spegli þá hógværð og kyrrð sem ríkir í þessum ljóðum. Þessar tvær gerðir japanskrar stöku hafa á liðnum áratug- um náð talsverðri útbreiðslu á Vesturlöndum og má hér á landi benda á vandaðar útgáfur á þýðingum Helga Hálfdánarsonar og Óskars Árna Óskarssonar. í nýrri ljóðabók Gunnars Dal er að finna eitt hundrað áttatíu og þijár hækur sem eiga það sam- eiginlegt að lyfta speki og visku hins einfalda upp í hæstu hæðir. Utlit bókarinnar og umbrot rennir stoðum undir slíka túlkun þar sem allar blaðsíður bókarinnar eru rammaðar inn með mynd af óravíddum himingeimsins. í for- mála fullyrðir höfundur að bók hans sé „fyrsta frumorta ljóðabók á íslensku þar sem eingöngu eru hækur“ og í framhaldi af því setur hann fram þá hæpnu hugmynd að nefna þetta ljóðform þríhendur á íslensku. Slík nafngift er í senn óþörf og bagaleg. Hæka er prýði- legt tökuorð og ástæðulaust að finna þessum japanska bragar- hætti nýtt nafn sem telja má ís- lenskara. Hæka er stutt orð sem fer vel í munni og lagar sig eðli- lega að íslensku beygingarkerfi. Að auki er orðið þríhenda til í ís- lensku máli sem heiti yfír tersínu sem er óskyldur bragarháttur af ítölskum uppruna. í íslenskri ljóða- gerð nær þríhendan líklega mestri hæð í söguljóði Jónasar Hallgríms- sonar um Gunnarshólma. í hækusmíð sinni fylgir Gunnar Dal þeirri einföldu en jafnframt ströngu atkvæðareglu japanskrar hækugerðar að sjö atkvæða ljóð- lína fari á milli tveggja fímm at- kvæða lína. Hann er trúr forminu og bendir á í formála að form hækunnar eigi sér táknræna merkingu í huga Japana. Sautján atkvæði eiga að tákna eitt andar- tak sálarinnar og tvær fimm at- kvæða línur eiga að tákna sam- ræmi en séu þær margfaldaðar með sjö verður útkoman tákn hins alheimslega samræmis: taó. Hæk- ur Gunnars Dal eru umfram allt trúarleg ljóð sem eiga að opna lesendum dyr að djúpum og algild- um sannindum enda er sú viska sem skáldið vill koma á framfæri í forgrunni allra ljóðanna. Hin þögla og árstíðabundna náttúru- mynd sem einkennir svo sterkt japanska hækusmíð er hvergi sjá- anleg. Hér er tungutak og hugsun trúarheimspekinnar miklu fremur sett í form hækunnar: Að gæta sauða Elsta verk siðmenntaðs heims Er enn í gildi Hugsjón þín er góð Þegar leiðarljós þitt er Hófsemi mannúð Vegna hins trúarlega undirtóns þessara ljóða verður boðun sann- leikans of sterk í þeim. Það vantar sárlega að dregin sé upp mynd af hinu órofna og einstaka sambandi manns og náttúru sem er einn mikilvægasti þáttur japanskrar hækugerðar. Hækur Gunnars Dal nálgast miklu fremur að vera yfír- lýsingar um guðlega og mannlega visku og eiga því meira skylt við fleyg orð og fagra hugsun. Vegaljóð er heiti á nýút- kominni bók sem hefur að geyma úrval ljóða Tolkiens úr Hringadróttinssögu í þýð- ingu Geirs Kristjánssonar. Hér er um að ræða fallega útgáfu bókar í litlu broti með fjölda frábærra myndskreyt- inga úr erlendum útgáfum sögunnar. Hveiju ljóði er fylgt úr hlaði með skýringar- texta þar sem einstakir at- burðir Hringadróttinssögu eru rifjaðir upp. Þetta eru hvort tveggja í senn frásagp- arljóð og stef í ýmsum til- brigðum sem gegna því hlut- verki að fylla upp í hina þyrn- umstráðu en um leið heillaríku vegferð Hobbitanna sem sagt er frá í sögunni. Tónn þessara ljóða er oftast nær gamansamur þótt hættumar leynist víða: Nú kveðjum, sveinar, kot og höll! Þótt kólni og geri skúraföll, skal riða fyrr en roðar ský á rökkurskóg og nakin fjöll. Flest eru þetta mjög sönghæf ljóð enda hrynjandi þeirra sterk sem kallar fram þá hugmynd að gaman væri að sjá einstök atriði Hringadróttinssögu sungin og flutt á leiksviði. Þegar á heildina er litið eru þýðingar Geirs Kristj- ánssonar á ljóðum Hringadróttins- sögu afar vandaðar og eiga að fullu skilið þá athygli sem þessi bók veitir þeim. Jón Özur Snorrason Geir Kristjánsson Gunnar Dal Fondue á fimmtudögum í Skrúði A fimmtudagskvöldum í vetur geta fondue aðdáendur komið í Skrúð og gætt sér á þessum skemmtilegu og ljúffengu réttum. Boðið verður upp á kjötfondue, ostafondue, fiskifondue, grænmetisfondue, kabarettfondue og eftirréttafondue. Til að gera kvöldið enn ánægjulegra leikur Jóna Einarsdóttir ljúfa tónlist á harmonikku. -þín sagal Verð frá kr. 39.932 Vikuferð til Kanarí 19. nóv., hjón með 2 böm. Verð frá kr. 45.960 Vikuferð til Kanarí 19. nóv.. 2 í íbúð. Flug, gisting. ferðir til og frá flugvelli. íslensk fararstjóm. Hvenær er iaust? 19. nóv.-20 sæti 26. nóv. - laus sæti 17. des. ~ uppselt 24. des. - 15 sæti 31.des.-iaussæti 7. jan. - síðustu sætln 14. jan. - laus sæti 4. feb. - Ll sæti laus 11. feb. - 8 sæti laus 25. feb. - 21 sæti iaust 4. mars - 23 sæti laus 19. nóvember Kanaríferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir í vetur og nú bjóðum við spennandi vikuferð hinn 19. nóvember þar sem þú getur skotist í sólina í nokkra daga og notið alls hins besta sem Kanarí hefur að bjóða á hreint ótrúlegum kjörum. Nú bjóðum við viðbótargistingu á Paraiso Maspalomas, einum vinsælasta gististað okkar, allar íbúðir með eldhúsi, baði, stofu, einu svefnherbergi og svölum. Beint flug báðar leiðir með Boeing 757. zsfTT*. CE s mmm 'mmu ^^ÍSFE^I Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 tdfac&átálafi Efþig vantar vandaða og fallega eldhússtóla þá skaltu koma til okkar því við eigum til svo fjölbreytt úrval af eldhússtólum á hagstæðu verði. -Sjón er sögu ríkari- Verlð velkomin Komið í stærstu húsgagna verslun landsins. Hjá okkur eru næg bílastæði og alltaf heitt kaffi á könnunni. itsst (g)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.