Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Sláturhússtjóri KEA segir fækkun sauðfjár ekki skýra samdrátt í slátrun Ovenjumikið var um heima- slátrun fjár á þessu hausti UMTALSVERT færri dilkum var slátrað hjá sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á nýliðinni sláturtíð en áður. Alls var slátrað tæplega 28.500 fjár, þar af um 26 þúsund dilkum. KEA rekur nú þetta eina sláturhús í Eyjafirði, en á liðnum árum hafa sláturhús á Grenivík, Ólafsfirði, Dalvík og Svalbarðs- strönd verið lögð niður. Á síðasta ári var slátrað rúmlega 34 þúsund fjár í sláturhúsinu. Fækkunin nem- ur því um 5.500 fjár. „Sauðfé hefur verið að fækka jafnt og þétt í Eyja- firði á síðustu árum, í fyrra var töluvert um uppkaup ríkisins á full- orðnu fé, en ég tel að aukin heima- slátrun sé helsta skýringin á því hversu fátt er um fé sem slátrað er hjá okkur núna,“ segir Óli Valdi- marsson, sláturhússtjóri. „Það var óvenjumikið um heimaslátrun á svæðinu í haust.“ Útflutningsskylda, sem kveður á um að 19% af öllu því magni sem lagt er inn í sláturhúsin skuli fara til útflutnings, segir sláturhússtjóri að ýti mönnum út í aukna heima- slátrun. „Það er eins og þróist oft eins konar neðanjarðarkerfi í kjölfar svona hörkureglugerða. Mín skoðun er sú að þetta eigi að vera fijálst, það er heiðarlegast." Mest heimaslátrun kringum stóru kaupstaðina Óli segir að ekki hafi verið mikið um heimaslátrun á síðasta ári, en af heimtöku nú megi ráða að hún hafi aukist. Heimtökuréttur á hvern heimilismann er nú 60 kíló, en var 80 kíló í fyrra. Heimtakan hefði því átt að minnka um 25% milli ára, en hún hefði minnkað meir en það. Markaðsverð á óstimpluðu kjöti í Eyjafirði er um 250 krónur á kílóið en 300 ef það er stimplað. Fyrir kjöt sem flutt er út gætu fengist um 150-180 krónur á kíló. „Heima- slátrun er mest í kringum stóru kaupstaðina, þar sem auðveldast er að losna við kjöt,“ segir Óli. Dilkar voru óvenjuvænir á nýlið- inni sláturtíð, en meðalfallþungi var 16,1 kíló. Kexsmiðjan, ný afkastamikil kexverksmiðja hefur starfsemi Bjartsýnir þótt samkeppnin sé hörð KEXSMIÐJAN er nafnið sem varð fyrir valinu á nýrri kex- verksmiðju á Akureyri, sem fyrirtækið Hvannavellir ehf. stofnaði í sumar. Fyrirtækið er í eigu Upphafs ehf, sem á 75% hlut, og Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sem á 25% hlut. Framleiðsla hefst á morgun Eyþór Jósepsson, fram- kvæmdastjóri Kexsmiðjunnar, segir að framleiðslan fari í gang á morgun, föstudag, en að undanförnu hefur farið þar fram tilraunabakstur á fjórum smákökutegundum og fimm kextegundum. „Þessi tilraunaframleiðsla hefur farið í kynningu og smökkun hjá Hagvangi, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins og Strýtu og verið vel tekið. Við teljum okkur því tilbúna með vöruna á markað, bæði smákökur og kex. Eftir jól verður tegundum fjölgað og framleiðslan aukin,“ segir Ey- þór. Ahersla lögð á gæði og lágt verð Verksmiðjan, sem er mjög afkastamikil, var keypt erlend- is frá og einnig fagleg þekking og uppskriftir. Eyþór segir að samkeppnin á þessum markaði sé mjög hörð og mikið framboð af innlendu og erlendu kexi. „Við förum þó fullir bjartsýni af stað, enda teljum við okkur geta boðið betur í verði og gæðum.“ Til að byrja með verða starfs- menn Kexsmiðjunnar 8 en áætl- að er að þeim fjölgi í 12-15 þegar framleiðslan verður auk- in. Verksmiðjan er í leiguhús- næði á Hvannavöllum 12. Morgunblaðið/Kristján INGÓLFUR Gíslason, framleiðslustjóri Kexsmiðjunnar, og Ey- þór Jósepsson, framkvæmdastjóri, einbeittir á svip við bakstur á smákökum með súkkulaði og hnetum. Mikið tjón á Rifsnesi SH Viðgerð fer fram hjá Slipp- stöðinni SLIPPSTÖÐIN hf. hefur samið við útgerðaraðila Rifs- ness SH um að viðgerð á skipinu fari fram á Akur- eyri. Tug milljóna króna tjón varð á Rifsnesi í strandinu við Grímsey snemma á mánudagsmorgun og er áætlað að viðgerð taki um 5 vikur. Miklar skemmdir urðu á botni skipsins, veltibretti, utanáliggjandi kælar og botnstykki eru ónýt og einnig urðu skemmdir á skrúfu og stýri. Þá kom gat á byrðing- inn og hráolía lak úr tönkum skipsins á að minnsta kosti tveimur stöðum. Óvíst hvenær sjópróf fara fram Margrét EA kom með Rifsnes til Akureyrar í fyrra- dag en skipið var vélarvana. Sjór fór að leka í vélarrúm skipsins á leiðinni frá Gríms- ey og þurfti að fá dælur frá Dalvík til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra hefur ekki enn verið ákveðið hvenær sjópróf vegna strandsins fara fram. Formaður Einingar um viðbrögð atvinnurekenda Vilja vísa sérsamning- um til heildarsamtaka OROBLU KYNNING AFSLÁTTUR af öllum OROBLU sokkabuxum fimmtudaginn, 24. október kl. 13.00-17.00. ■ PLAISIR 40 DEN Frábærar lycra stuðnings/nudd- sokkabuxur- 40 den. Venjulegt verð 595 kr. - kynningarverð 476 kr. Ath. Leitið ekki langt yfir skammt - lægsta verðið á 0R0BLU sokkabuxunum er á íslandi ■ L KÓPAVOGS APÓTEK Hamraborg 11, Kópavogi - Sími 554 0102 FORSVARSMENN Verkalýðsfé- lagsins Einingar hafa að undanförnu unnið að því að gera viðræðuáætlan- ir við atvinnurekendur um sérsamn- inga á félagssvæði Einingar í Eyja- firði. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar, er mjög óánægður með viðbrögð margra atvinnurekenda, sem hafa neitað að gera viðræðuá- ætlanir við félagið og vilja vísa vinnu við þá samninga til Reykjavíkur. Verkamannasambandið hefur hins vegar umboð Einingar við gerð við- ræðuáætlunar vegna aðalkjara- samnings. „Þessir sérsamningar hafa alltaf verið gerðir eftir að gerð aðalkjara- samnings er lokið og snúa að ýmsum málum á vinnustöðunum sjálfum. Um helmingur þeirra fyrirtækja sem við höfum verið með sérsamninga við hér í heimabyggð hafa neitað að gera við okkur viðræðuáætlanir og vísað málinu til Vinnuveitenda- sambandsins eða Vinnumálasam- bandsins. Þessi fyrirtæki eru Út- gerðarfélag Akureyringa, Strýta og Söltunarfélag Dalvíkur, Möl og sandur, frystihús KEA í Hrísey og á Dalvík og Eimskip." Vinnum samkvæmt óskum VSÍ Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Strýtu, segir að fyrir- tæki sitt sé aðili að VSI og því sé eðlilegt að leitað sé aðstoðar þaðan. „Við vinnum samkvæmt þeim vinnu- brögðum sem VSÍ óskar eftir. Hins vegar höfum við átt mjög vinsamleg samskipti við Einingu alla tíð og þetta hefur því ekkert með það að gera. Sjálfur er ég ekkert allt of vel að mér í þeim lögum og reglum sem nú gilda um samningsgerðina og þess vegna leita ég aðstoðar VSI. Við höfum ekki verið í vandræðum með að gera sérsamninga hér heima en engu að síður notið aðstoðar VSI við þá vinnu,“ segir Aðalsteinn. Ari Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri sjávarútvegssviðs KEA, tekur í sama streng en Vinnumálasam- bandið mun hafa með samningsgerð KEA að gera. „Sambandið er á laun- um við það að sjá um samningsgerð- ina og við kaupum þá þjónustu. Það er búið að koma á ákveðinni verka- skiptingu í landinu, sumir sjá um að semja um kaup og kjör, aðrir sjá um að gera út togara og hinir þriðju að reka frystihús og sem betur fer hafa menn nýtt sér þá þróun,“ sagði Ari. Uppby&ging ólýðræðisleg Bjöm segir að fulltrúar vinnuveit- enda hafí oft verið með í þessari vinnu en sérsamningar hafa verið á milli starfsmanna, fyrirtækja og Einingar. „I sumum þeirra svarbréfa, sem okk- ur bárust vegna þessa máls, kom fram ósk um að þessar viðræður færu fram í Reykjavík. Þessir aðilar eru ekki sjálfstæðir vegna þess að VSÍ og Vinnumálasambandið banna þeim að gera viðræðuáætlanir. Reynt er að setja alla í eina rétt, sem er þvert ofan í það sem hin nýju lög um stéttarfélög og vinnudeilur segja til um og sýnir hvað uppbyggingin hjá vinnuveitendasamböndunum er ólýðræðisleg." Björn segir að nýju lögin hafi átt að ýta enn frekar undir lýðræði en það gildi greinilega ekki um atvinnu- rekendur. Hann telur því rétt að Páll Pétursson félagsmálaráðherra fari að skoða hvernig vinnuveitendur hagi sér. Mönnum þætti ansi skrýtið ef verkalýðshreyfingin hagaði sér svona. „Við gerðum viðræðuáætlanir við sveitarfélög á svæðinu og nokkur fyrirtæki til viðbótar. Þessir aðiiar tóku á málinu með eðlilegum hætti, þannig að þrátt fyrir allt eru atvinnu- rekendur á svæðinu sem enn hafa sjálfstæði og vilja vinna hlutina heima í héraði. Þau atriði sem ekki náðist samningur um eru komin til ríkis- sáttasemjara og hefur hann tvær vik- ur til að ákveða framhald þeirra," sagði Björn. Fyrirlestur og tónleikar EINAR Már Guðmundsson rithöf- undur flytur fyrirlestur í kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri í dag, fimmtudag. Hann hefst kl. 17 og er öllum opinn. Fyrirlesturinn er liður í Unglist, sem nú stendur yfir og það eru einnig rokktónleikar sem haldnir verða í kvöld kl. 21 í Sjallanum. Á tónleikunum koma fram hljóm- sveitirnar Botnleðja og Kolrassa krókríðandi. Annað kvöld, föstudag, verða tónleikar í kvosinni kl. 20 en á þeim koma fram ýmsar akureyskar hljómsveitir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.