Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 27
AÐSENDAR GREINAR
sennilega einnig á Akureyri. Grund-
vallarþema sýningarinnar er
„tíminn". Tónlistarskóli Sigursveins
til hljómleikaferðay um Norðurlönd.
Sagnfræðifélag íslands til ráð-
stefnuhalds. Undirbúningsfundir
vegna samstarfs á sviði mennta- og
menningarmála sem hafið er á milli
bæjanna Akureyrar, Nuuk og Þórs-
hafnar í Færeyjum. Bókaútgáfan
Leifur Eiríksson hf. vegna þýðingar
íslendingasagna yfir á ensku. Tón-
listarfélagið Vísnavinir til vísnahá-
tíðar. Bandalag íslenskra leikfélaga
til þess að halda leiklistarráðstefnu.
Býggðasafn Hafnarfjarðar vegna
farandsýningarinnar „ísjand í 1200
ár“. Tónskáldafélag íslands til
verkefnisins „Norrænir tónlistar-
dagar ’96“. Handritadeild Lands-
bókasafns íslands til rannsókna á
norræna tónlistararfinum. Akur-
eyrarbær til samstarfs unglinga frá
vinabæjum Akureyrar til þess að
gera listaverk undir handleiðslu
myndhöggvara sem reist skal í
bænum.
Margt fleira mætti nefna og upp-
hæðir sem veittar voru til þessara
verkefna eru misháar; ailt frá dkr.
20.000 upp í dkr. 500.000. Auk
þessara verkefna, sem bejnlínis eru
unnin að frumkvæði íslendinga
mætti nefna tjölda verkefna sem
við tökum þátt í en aðrir hafa veg
og vanda af skipulagningu.
Ræturnar þær sömu
á tímum breytinga
Norrænt samstarf hefur verið til
endurskoðunar á síðustu misserum.
Margt hefur breyst og áherslur
einnig. Það hefur þó ekki verið horf-
ið frá þeirri ákvörðun sem tekin var
af forsætisráðherrum Norðurlanda
fyrir nokkrum misserum að helm-
ingi norrænu Ijárlaganna skuli varið
til mennta- og menningarmála.
Þetta markmið hefur þó aldrei náðst
að fullu. Á næsta ári verður 47%
fjárlaganna varið til þessa mála-
flokks samkvæmt tillögum ráð-
herranefndarinnar. Útlit er fyrir að
norræni menningarmálasjóðurinn
muni áfram hafa svipaða upphæð
og áður tii umráða, hugsanlega
verður um einhvetja hækkun að
ræða. Fjárlög fyrir næsta ár verða
samþykkt á þingi Norðurlandaráðs
í Kaupmannahöfn í nóvember. Þau
hljóða upp á tæplega 700 milljónir
dkr. en það er 20 millj. dkr. lækkun
frá árinu 1996. Lækkunin er komin
til vegna kröfu frá Svíum um niður-
skurð. Skýringin er sú að þeir eigi
í efnahagslegum erfiðleikum og
þurfi því að gæta aðhalds á öllum
sviðum ríkisútgjalda. Skipting á
framlögum til norrænu fjárlaganna
er gerð samkvæmt ákveðnum út-
reikningum, sem byggjast á þjóðar-
tekjum landanna. Svíþjóð leggur
fram 35,6%, Danmörk 25%, Noreg-
ur 22,1%, Finnland 16,8% og ísland
rekur lestina méð 1,1%. Þegar þetta
er haft í huga ætti öllum að vera
ljóst að við íslendingar höfum veru-
legan ávinning af norrænu sam-
starfi og á það ekki bara við um
fjármálahliðina heldur ekki síður
hina félagslegu.
Það samstarf sem á sér stað á
milli norrænu þjóðanna er einstakt.
Það á rætur sínar og skýringar í
sameiginlegum uppruna og skyld-
leika þjóðanna. Það nær tii svotil
alls félagsstarfs og atvinnulífs auk
hins stjórnmálalega samstarfs. Við
úthlutun styrkja úr Menningarmála-
sjóðnum er það ætíð haft í huga
að sem flestir norrænir þegnar geti
komið að verkefnunum þannig að
margir fái tækifæri tii að upplifa
norrænt samstarf. Þar skiptir gras-
rótarsamstarfið miklu máli. Við ís-
lendingar þurfum á því að halda að
vera í nánu samstarfi við aðrar þjóð-
ir. Samstarfið við frændur okkar á
Norðurlöndum hefur verið okkur
heilladijúgt. Svo verður vonandi
áfram þrátt fyrir það að þær þjóðir
sem gerst hafa aðilar að Evrópu-
sambandinu séu um þessar mundir
dálítið með hugann við framvindu
mála í Brussel.
Höfundur er formuður þingflokks
framsóknarmanna.
iðaárnar þannig að verkinu mun
ljúka á næsta ári. Sömuleiðis hefur
einu verki verið flýtt, gatnamótunum
við Fífuhvammsveg, sem Kópavogs-
bær fjármagnar í bili. Þetta er hægt
að gera vegna þess að tekjum vega-
sjóðs samkvæmt framkvæmdaátak-
inu verður dreift á 5 ár í staðinn
fyrir 4 eins og reiknað hafði verið
með. Ég hygg að allir séu sammála
um að þetta hafi verið nauðsynlegt
til að tryggja umferðaröryggið.
Þetta er raunar í samræmi við þær
venjur sem skapast hafa þegar ráðist
er í mikii umferðarmannvirki. Þá er
það löngum svo að reynt er að halda
framkvæmdahraðanum uppi til þess
að nýta féð þó að greiðslur úr vega-
sjóði dreifist á lengri tíma. Af nýleg-
um dæmum öðrum nefni ég Vest-
fjarðagöng og þverun Gilsfjarðar.
Af þeim framkvæmdum öðrum
hér á höfuðborgarsvæðinu sem nú
eru brýnastar vil ég nefna tvöföldun
Reykjanesbrautar til Hafnarfjarðar
og Vesturlandsvegar frá Suður-
landsvegi upp fyrir Keldnaholt.
Á fundinum í Hlégarði kom það
fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, borgarstjóra, að vel væri séð
fyrir framkvæmdafé til höfuðborg-
arsvæðisins ef þangað rynnu 1000-
1200 milij. kr. á ári hveiju. Ríflega
hefur verið staðið við þetta í ár og
í fyrra ef skuldagreiðslurnar eru
teknar inn í dæmið. Og þó svo væri
ekki er vel fyrir framkvæmdafé til
höfuðborgarinnar séð í fyrsta skipti.
Auðvitað hafa sveitarstjórnamenn
alltaf borð fyrir báru í kröfum sínum
á hendur ríkissjóði.
Vegaáætlun er nú í undirbúningi
og væri ábyrgðarleysi af_ mér að
nefna tölur á þessu stigi. Ég vil þó
að fram komi að gert er ráð fyrir
að sömu áherslum verði haldið á
vegaframkvæmdir á höfuðborgar-
svæðinu og nú.
Höfundur er samgönguráðherra.
l ' <• . I laiimuaia
uTSOLUSTAÐÍR Hygea, Krin
> Sólbaðstofan, Grafarvogi
andlítskrcmifylgir þessí
i glæsilegi kaupauki*
Ðagkrem
* Rakakrem
Body íotion
s • Umprufa
■'f |: 2 varalitir
i ® jpn;fe * Takmarkað rnagn.
ibia, Mjódd - Spes, Háaieitisbraut - Sautján, Laugavegi
urnesja, Keflavík - Akraness Apótek - Ninja, Vestmannaeyjum.
' Gist verður á hótel Concept
* sem erfyrsta flokks hótel
í mióborginm.
Freyðandi, glitrandi og hvellfjörugt tækifæri
fyrir þá sem viLja kveðja gamla árið og heilsá
hinu nýja meó ógleymanlegum hætti.
Verð M Æ
a manmnn.
*Innifauo: flug, flugvallarskattar, akstur til og frá
fiugvelli erlendis, gisting í tvibýli i 4 nætur með
morgunverði, áramótafagnaður og íslensk fararstiórn
• Beint leiguflug tit og frá Berlin.
• Gist á góðu hóteli i miðborginni.
• Áramótafagnaður með svignandi
veisluborði, skemmtiatriðum,
danstónlist og flugeldasýningu.
• Skoðunarferðir um Berlín.
• íslenskur fararstjóri:
Kristin lóhannsdóttir.
MkURVAL ÚTSÝN
Lágmúla 4: stmi 569 9300,
Hafnarfirði: sími 565 23 66, Keflavík: sími 421 1353.
Selfossi: stmi 482 1666, Akureyri: sími 462 5000
- og hjá ufnboðsmönnum um latid allt.
PROST NEUJAH
Brauðostur kg/stk.
20%
LÆKKUN
VERÐ NU:
VERÐ AÐUR:
593 kr.
kílóið.
■ kílóið.
ÞU SPARAR:
149 kr.
á hvert kíló.
OSTA OG
SMJÖRSALAN SE