Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR Jón Baldvin segir Sjálfstæðisflokkinn hafa verið ósanngjarnan og ófyrirleitinn í samstarfi JÓN BALDVIN Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segir í viðtali við Alþýðublaðið að hann hafi hugleitt að slíta stjórnarsam- starfinu við Sjálfstæðisflokkinn, en flokkarnir stóðu saman að ríkis- stjórn á síðasta kjörtímabili. Veik staða Alþýðuflokksins hafi hins vegar átt sinn þátt í að ekki varð af stjórnarslitum. í viðtalinu er Jón Baldvin spurð- ur um ágreininginn innan Alþýðu- flokksins sem leiddi til þess að Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér sem félagsmálaráðherra á miðju ári 1994 og sagði sig úr flokknum í september það ár. „Þetta var erfiðasti tími sem ég Ratvís fækkar ferðum til > Irlands FYRIRHUGAÐ flug ferðaskrifstof- unnar Ratvíss hf. frá Vestmannaeyj- um til írlands, sem átti að vera í dag, fellur niður sökum ónógrar þátt- töku, að sögn Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Beint flug til írlands frá Vestfjörðum féll niður af sömu ástæðum fyrr í mánuðinum. Halldór segir að þess í stað fari flugvél á vegum Ratvíss til Irlands á miðvikudag í næstu viku, og verði hún skipuð farþegum frá Egilsstöð- um og Vestmannaeyjum. Flogið verði frá fyrrnefnda staðnum og millilent í Vestmannaeyjum á leiðinni til ír- lands. Fríhöfnin kostur I upphafi var gert ráð fyrir tólf ferðum til írlands frá nokkrum byggðarlögum auk Reykjavíkur, en Halldór kveðst nú búast við að alls verði farnar átta ferðir. „Fólk á greinilega erfitt með að skilja þá hugsun að hægt sé að fljúga að heiman, auk þess sem við höfum heyrt ótrúlega víða að fólk iíti á það sem kost að koma við í Reykjavík á leiðinni til Keflavíkur og einnig að geta keypt í fríhöfninni. Þetta eru ákveðin vonbrigði og málið þarf lengri aðlögunartíma en ég hafði vonast eftir,“ segir Halldór. Hann segir ferðaskrifstofuna ekki verða fyrir beinu fjárhagslegu tjóni vegna áhugaleysis viðskiptavina á þessum ferðum. Irmbrots-, öryggls- og brunakorfi ELFA-GRIPO ein mest seldu öryggiskerfin í Evrópu. Samþykkt af viðurkenndum prófunarstofnunum og fjarskiptaeftirliti ríkisins. Mjög hagstætt verð. Kapalkerfi frá kr. 11.610. Þráðlaus kerfi frá kr. 22.050. Úrval aukahluta: Reykskynjarar, sírenur, símhringibúnaður, fjarstillingar. Ódýr og örugg heimilisvernd. Tæknileg ráðgjöf - auðvelt í uppsetningu. |5#f Hnar^ MmM Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 • Símar 562 2901 og 562 2900 Söluumboð Akureyri: Ljósgjafinn Hugleiddi að slíta stj órnarsamstarfinu hef lifað á mínum pólitíska ferli. Heimilisbölið ætlaði mig lifandi að drepa. Mér fannst ég standa einn. Margir nánustu samstarfsmenn mínir voru farnir. Á sama tíma var stjórnarsamstarfið svo_ erfitt að ég hugleiddi að slíta því. Ósann- girni og ófyrirleitni Sjálfstæðis- flokksins keyrði úr hófi þegar kom að málum eins og endurskoðun búvörulaga og GATT-samningn- um. Loks settum við Sjálfstæðis- flokknum stólinn fyrir dyrnar og það mátti engu muna að ríkis- stjórnarsamstarfinu yrði slitið. En þar sem heimilisbölið var búið að veikja svo Alþýðuflokkinn gat ég raun og veru ekki sem ábyrgur flokksleiðtogi efnt til kosninga.“ Hefði ekki myndað stjórn með Sjálfstæðisflokki Jón Baldvin segir að EES-samn- ingurinn sé það mál sem hann sé hvað ánægðastur með af þeim málum sem hann hafi beitt sér fyrir. Samningurinn hafi_ komið þjóðinni að góðum notum. I viðtal- inu er Jón Baldvin einnig spurður hvað hann hefði viljað gera öðru- vísi á ferlinum. „Ef Ólafur Ragnar og Halldór Ásgrímsson hefðu getað tryggt fylgi flokka sinna við EES-samn- inginn og önnur tiltekin umbóta- mál þá hefði aldrei komið til álita að mynda ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Þá hefði hið brýna nauðsynjaverk, uppstokkun flokkakerfisins, verið komið betur á veg.“ Leyfðu villtustu draumum bragölaukanna aö rœtast Á hlaðborðinu eru m.a. eftirtaldir rétlir: Marineraður hvalur í soja og engifer Viíliandargalantin Villisveppir í smjörkcenum Heitreykt fjallableikja Appelsínulegin sjóbleikja Laxakátelettur með „Hollandaisesósu “ Reyktur lax með piparrótarsósu Graflax með sinnepssósu Reyktur áll Ostar í úrvali Allt með tilheyrandi meðlœti Hreindýra „Terrine" Villigœsa „Paté" Svartfuglsbringur með íslenskum kryddjurtum Reyktar lundabringur Koníaksgrafin inlligœsabringa Birkisaltað lambalœri Lambahryggvöðvi með hnetum og sveppafyllingu Norðlensk smalaskinka að hœtti „Kristjáns“ Lambasmásteik ..Flambé" Ofnsteikt villigœs með portvinssósu Villiandarbringur að hætti hússins Hreindýrabuff í gráðaostasósu Heilsteiktur hreindýravöðvi Rjúpusúpa Hreindýrasmásteik „Flambé" Villigœsasmásteik með tittuberjasósu Reyktar endur með hrútaberjasósu Heitreyktur svartfugl Andalifrarkœfa með rúsínum og eplum í sætu irini Svartfugls „Paté" Rétta aukil Við munum einnig töfra fram ýmsa aðra forvitnilega oggómsceta rétti úr íslensku vilubráðinni að hætti Lyon búa. Bonne appetitJ tnð Óðinstorg Borðapantatiir ísíma 552 5090 Borðapantanir i sima 562 0200 .Perl uiimi msveiuLm. Vegna mikilla vinsælda villi- bráðarhlaðborðsins, höfum við ákveðið að framlengia veisluna. íslenska villibráðin, að hætti frönsku stjömukokkana ffá Michelin veitinga- staðnum Les Cédres í Lyon, verður því borin fram í kvöld og föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld. - komið svöng. Sérvalin Cötes du Rhóne vín frá M. Chapou tier verða á villibráðarvínseðli okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.