Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR GUÐMUNDSSON + Sverrir Guð- mundsson fyrr- verandi aðstoðaryf- irlögregluþj ónn, fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1914. Hann lést á Land- spítalanum að kveldi 14. október síðastlið- inn eftir stutta bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Foreldrar Sverris voru Guð- •* mundur Jónsson, f. 1896, frá Stóra- Kambi á Snæfells- nesi, og Þórunn Oddsdóttir, f. 1895, frá Eyri í Flókadal, Borgarfirði. Sverrir var elstur 6 systkina, þau eru: Þuríður, f. 1915, látin, Anna, f. 1916, Oddur, f. 1918, Hjördís, f. 1920, og Guðbjörg, f. 1925. Hinn 15. október 1938 kvænt- ist Sverrir eftirlifandi eigin- konu sinni Þórdísi Hjaltalín Jónsdóttur, f. 27.7. 1915. Þau eignuðust eina dóttur, Sjöfn, f. 1.6. 1949, bamabörn þeirra eru 3. Sverrir, f. 26.9. 1971, Sigríð- Fallinn er foringi vor morgun- hana Vesturbæjarlaugar, Sverrir Guðmundsson, fyrrverandi aðstoð- aryfirlögregluþjónn og yfirmaður umferðardeiidar lögreglunnar. Sverri man ég fyrst fyrir um hálfum sjötta áratug sem ungan og glaðbeittan afgreiðslumann í kjötbúð Kaupfélags Borgfirðinga á ur, f. 14.10. 1972, og Ingimar Þór, f. 22.2. 1978. Sverrir hóf störf fyrst í verslun Kaupfélags Borg- firðinga á Lauga- vegi 20. Árið 1941 hóf hann störf í lög- reglunni og árið 1952 varð hann varðsljóri og braut- ryðjandi í vegaeft- irliti lögreglunnar, fyrsti yfirmaður umferðardeildar sem var sett á lag- girnar í gamla skátaheimilinu við Snorrabraut árið 1962. Sverrir varð aðstoðaryfirlög- regluþjónn árið 1966, um svip- að leyti og umferðardeildin fluttist í lögregluhúsið við Hverfisgötu. Hann gegndi þeirri stöðu þar til hann lét af embætti fyrir aldurs sakir í ársbyrjun 1984. Útför Sverris fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Laugavegi 20, þar sem nú eru seld- ir geisladiskar og föt. Því næst sem glæsilegan og hressan lögregluþjón á Harley Davidson mótorhjóli, ég held því fyrsta sem lögreglan eign- aðist, en Sverrir var fyrrum mótor- hjólagæi. En flestir íbúar suðvestur- hornsins, sem komnir eru vel til vits og ára, tel ég að muni Sverri, t Áskær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, guðri'ður sigurðardóttir frá ísafirði, Árskógum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. október kl. 10.30. Friðþjófur Hraundal, Guðmundur Antonsson, Anna Arnadóttir, Ómar Friðþjófsson, Sigurbjörg Þórmundsdóttir, Friðþjófur Friðþjófsson, Berglind Friðþjófsdóttir, Stefán Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. brosandi og glaðan í Volvo Amazon á götum Reykjavíkur eða á fögrum sumardögum um helgar við Valhöll á Þingvöllum, þar sem hann gætti laga og reglu um árabil. Ég var allmiklu yngri en Sverrir, en eins og margir, sem stunduðu rúntinn, ýmist akandi eða gangandi á 5. og 6. áratugnum var ég „pá nikk“ við hann á mínum sokkabandsárum, þótt sem betur fer slyppi ég við afskipti hans sem lögregluþjóns að mestu leyti. Er ég síðan flutti til borgarinnar á ný eftir langa fjarveru og tók að venja komur mínar í Vesturbæjar- laugina í býtið á morgnana var Sverrir þar fremstur í flokki morg- ungesta ásamt Dísu, konu sinni, oftast kominn „á húninn" fyrstur manna. Oft sá maður þau hjón á morgungöngu um nágrenni laugar- innar, áður en Sverrir tók sér stöðu. Hann gekk undir nafninu foringinn eða á stundum Derrick, enda minnti hann að mörgu leyti á Horst Tapp- ert í útliti. Sverrir var, þegar hér var komið sögu, um það bil að ljúka löngum starfsdegi í lögreglunni og fór nokkru síðar á eftirlaun. Ekki brá hann þó vana sínum með að koma í sundið og gerði raunar ekki fyrr en nokkrum vikum áður en hann dó. Væri hann ekki kominn á húninn klukkan sjö kom tæpast nema tvennt til. Hann og Dísa voru í sólarlöndum eða Sverrir í golfi einhvers staðar utanbæjar eða -lands. Hann hafði einhvem tíma á orði við mig, að sér fyndist hann hefði aldrei haft í jafnmiklu að snú- ast eins og eftir að hann fór á eftir- laun. Auk þess að vera mikill unn- andi golfíþróttarinnar var hann í Oddfellowreglunni. Hann naut sýni- lega lífsins og var oftast í ljómandi skapi, nema helst þegar hann taldi sig þurfa að skammast út í fram- sóknarmenn og komma, þá gat hvesst í honum, en lygndi þó jafn- skjótt aftur. Éinnig þurfti hann stundum að vanda um við sundlaug- argesti, sem hann taldi ekki fara að reglum, sem þeim eru settar. Sverrir var óumdeildur foringi okkar morgunhana í Vesturbæjar- laug og sem slíkur sinnti hann ýmsum verkefnum í nafni flokks- ins, var fjárgæslumaður hans og sá um „barinn“ og stillti „stjórnar- sturturnar". Hann hafði sinn fasta skáp, númer 168, sem mér er nær að halda, að hafi um árabil ekki verið öðrum til afnota væri Sverrir á landinu. Og engan þurfti hann lykilinn. I fjarveru hans fékk næst- ráðandi að njóta skápsins. Hann bar aldurinn vel og var að því er virtist við bestu heilsu allt þar til nú síðsumars, að hann kenndi sér meins. Sjúkdómur hans ágerðist hratt og við rannsókn kom í ljós, að hann hafði heilaæxli, sem ekk- ert varð við gert. Hann lét þó eng- an bilbug á sér finna og pantaði sína hefðbundnu Kanaríeyjaferð, sem farin skyldi í vetur. Sagði ekki tjóa annað en halda sínu striki. Hann hætti ekki að koma í laugina fyrr en kraftar hans voru á þrotum. Stuttu síðar var hann lagður á sjúkrahús, þar sem hann lést eftir skamma dvöl. Sverris er sárt sakn- að. Hvíli hann í friði. Dísu, dóttur þeirra og öðrum aðstandendum votta ég samúð. Vigfús Magnússon. Góður vinur er nú horfinn af sjón- arsviðinu. Þegar fregnin barst af andláti Sverris Guðmundssonar kom hún ekki á óvart, þar sem hann hafði kennt sér meins á miðju sumri og heilsu hans farið hrakandi upg frá því þar til yfir lauk. Ég kynntist Sverri fyrst gegnum starf mitt hjá borginni, en mjög gott samstarf var milli embættis gatnamálastjóra og lögreglunnar varðandi umferðarmálin. Gott var að geta leitað til Sverr- is, því oft þurfti að hafa snör hand- tök í sambandi við hvernig best væri að leysa umferðarvandann þegar bilanjr urðu á ýmsu í gatna- kerfinu. Ekki stóð á góðum tillögum um lausn á umferðarvandanum. Hann var alltaf boðinn og búinn við umferðarstjórnina. Minnist ég hans sérstaklega, þegar umferðin var hvað mest á síðdegi aðfanga- dags er borgarbúar þyrptust í Foss- vogskirkjugarð til að heimsækja Veiði ættingjanna, þá var Sverrir þar mættur í fremstu röð sinna manna við að leysa umferðarhnútana sem þar mynduðust. Dagleg kynni okkar jukust eftir að ég flutti í næsta nágrenni við hann á Kaplaskjólsveginum og við báðir komnir á eftirlaun. Sverrir var mjög góður kylfingur og var ævifélagi bæði í Golfklúbbi Reykja- víkur og Golfklúbbi Ness. Sverrir sem kunni greinilega tökin á tækni golfleiksins, enda unnið marga bik- arana áður fyrr, tók mig upp á sína arma og kenndi mér mannganginn í þeirri íþrótt. Fórum við daglega á Nesvöllinn og þreyttum þar golf- íþróttina í góðra vina hópi og er nú skarð fyrir skildi á þeim vett- vangi. Sverrir var glæsilegur á velli enda hafði hann stundað íþróttir í gegnúm árin, sérstaklega sund- íþróttina. í sundlaug Vesturbæjar var hann mættur kl. 7 á hvetjum morgni, hafði gert svo í um aldar- þriðjung, enda ókrýndur foringi þess hóps sem mætir á þeim tíma í sundið. Við á morgunvaktinni í sundlaug Vesturbæjar kveðjum nú góðan foringja og vin og þökkum honum samfylgdina. Sömuleiðis golffélagarnir sem horfa nú á eftir „kennaranum“ yfir móðuna miklu. Við Herdís sendum þér, Dísa, og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðar- og saknaðarkveðjur. Ingi Ú. Magnússon. Við ræddum saman í síma, hann lék við hvern sinn fingur, var það augnablikið á leið til fundar með Oddfellow-bræðrum, klæddur 5 ný kjólföt. Hann hafði á orði að það væri líklega ekki skynsamleg fjár- festing að maður kominn á níræðis- aldur væri að fjárfesta í nýjum kjól- fötum. Hann var fullur bjartsýni enda heilsan góð og þrekið meira en hjá mörgum honum yngri. Hann var hraustur og má víst fullyrða að ástundun hans við sund og golf hafi eflt þrekið. Það hvarflaði ekki annað að mér en að kaupin á nýju kjólfötunum væru góð fjárfesting, að hann ætti eftir að bera þau í áratug eða svo og það með reisn. Hann kvaddi nokkuð snögglega, hans kveðjustund rann upp fyrr en flesta samferðamennina grunaði. Fyrstu minningar um móður- bróður minn Sverri Guðmundsson, tengjast heimili hans og Þórdísar konu hans á Ásvallagötunni en um tíma á unga aldri dvaldi ég á heim- ili þeirra. Sverrir frændi var fyrir okkur á þeim árum, ung frændsystkin hans, alltaf hinn stóri og sterki. Hann var fyrirmannlegur í lögreglubúningn- um og við gátum á ögurstundum, þegar eitthvað á bjátaði í samskipt- um við aðra krakka, gripið til þess að segja með sanni: Frændi minn er lögga. Við fórum stundum í ferð- ir með honum austur á Þingvöll og undum vel í þeim ævintýraferðum. Um Sverri má með sanni segja að hann hafi lifað lífinu lifandi, hann var virkur þátttakandi í lífsins leik. Fjölskyldan hans, Þórdís kona hans, dóttir þeirra Sjöfn og barna- bömin; áhugamálin, golfið og sund- ið, starfið í Oddfellow-reglunni og ferðalögin áttu hug hans. Hinstu kveðju til hans frá systur t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR K. STEFÁNSSON, frá Hóli, Stöðvarfirði, Espigerði 4, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Blindrafélagið, Hamrahlíð 17 eða Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Maggý J. Ársælsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Elín Jóna Þórsdóttir, Hannes Guðmundsson, Ingibjörg Halldórsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÁLFRÍÐAR MARÍU JÓSEPSDÓTTUR frá Höfða, ' ' Eyjahreppi. Helga H. Guðmundsdóttir, Gísli Magnússon, Hreinn Guðmundsson, Margrét Sfmonardóttir, Ásbjörn J. Guðmundsson, Kristrún D. Guðmundsdóttir, Karl H. Guðmundsson, Inga Guðmundsdóttir, Sigurjón Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. TORFI HJARTARSON + Torfi Hjartar- son fæddist á Hvanneyri 21. maí 1902. Hann lést í Landspítalanum 8. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 17. október. Torfi Hjartarson vinur minn er enn einu sinni kominn lengra en við samferðafólk hans. Það er gæfa að hafa fengið að njóta sam- skoða eða gera sér til skemmtunar hvenær sem gafst laus stund. Sömu sögu var að segja eftir að Anna lést og Helga dóttir þeirra fór að ferðast með föður sínum. Samband þeirra Önnu og Torfa var al- veg dásamlegt. Þau kölluðu hvort annað alltaf pabba og mömmu. Ef þau urðu viðskila í ferðunum var iðulega spurt: Hefurðu nokkuð séð pabba? eða: ferðar manns ems og Torfa og Önnu konu hans, á meðan hennar naut við. Torfi var um áttrætt þegar kynni okkar hófust og vorum við sam- ferða í nokkrum ferðum um heiminn upp frá því. Hann var alltaf aldurs- forseti í þeim ferðum, fór lengst og skoðaði mest. Það var nefnilega þannig að þau Anna og Torfí fengu aldrei nóg af fróðleik og upplifun á fjarlægum slóðum. Einatt þegar heim á hótel var komið eftir miklar og langar kynnisferðir um þau land- svæði sem ferð okkar lá um og þeir sem yngri voru gátu ekki meira, þá var það segin saga að Anna og Torfi komu og vildu ráð- leggingar um hvað væri hægt að Hefur mamma komið til þín? Mér er í fersku minni þegar við vorum á ferð um Bandaríkin og komum eftir langa dagsferð á hótel- ið okkar. Þau hjónin voru ákveðin í að skemmta sér um kvöldið og komast á dansleik. Þó svo að Anna hefði snúið sig illa um ökklann þeg- ar heim kom lét hún það ekki aftra sér, lét búa um meiðslin og þau Torfi dönsuðu lengst allra það kvöld. Torfi var mikill og góður dans- ari. Ég kynntist því vel á Hótel ís- landi á stúdentafagnaði Mennta- skólans í Reykjavík fyrir tveimur árum. Hann var þá að fagna 70 ára stúdentsafmæli en ég 25 ára. Þá dönsuðum við hressilega lengi nætur og hann sló öllum við sem yngri voru. Við vorum reyndar búin að mæla okkur mót í dansi á næsta stúdentsafmæli, sem ég var sann- færð um að gæti orðið, svo hress var Torfi. Eitt sinn vorum við á ferð um Suður-Ameríku og vorum stödd hátt í Andesfjöllum. Ferðafélagarn- ir voru frekar dasaðir í þunnu loft- inu enda ferðast í 3.500-4.000 metra hæð. Þegar komið var til Machu Picchu var prílað þar í rústum hinnar týndu borgar Ink- anna, sem er hæðótt og erfið yfir- ferðar. Þegar kalla átti mannskap- inn saman sáum við háan og glæsi- legan mann bera við dulúðugan himininn hátt í rústunum. Þegar betur var að gáð sáum við Torfa kominn hærra en nokkur annar lagði í að fara - og blés ekki úr nös. í sömu ferð á heimleið frá Carac- as í Venezúela er mér ákaflega minnisstætt atvik er Torfi kom til mín og bað mig að koma og leið- rétta misskilning milli heimamanna á flugvellinum og Önnu konu sinn- ar. Ég dreif mig til hennar þar sem hún sat með hópi ferðafélaga, en brá í brún. Þau voru umkringd her- mönnum með alvæpni, sem beindu að þeim vélbyssum. Anna, eldheit sjálfstæðiskonan, hafði hætt sér út í hörku umræður um íslenska póli- tík við ferðafélaga á öndverðri skoð- un og einhver háreysti orðið. Flug- vallarstarfsmenn höfðu haldið að óeirðir væru í aðsigi og kallað á aðstoð til að skakka leikinn. Málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.