Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 56
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HPVectrt tratmttUifrife # CQ> AS/400 er... ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi <Ö> NÝHERJI SKAFTAHLIÐ 24 -SÍMI 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓÉF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Þorkell Tveir mánuðir til jóla ÞO AÐ enn séu tveir mánuðir til jóla eru jólasveinar þegar farnir að gægjast út um búðarglugga borgarinnar og jólaföndrið komið á góðan skrið. Sveinarnir sem hér sjást eru til sölu í versluninni Vínberinu við Laugaveginn, þar sem þeir voru settir út í glugga í síðustu viku. I Rammagerðinni við Hafnar- stræti verður jólasvemninn gamal- kunni settur út í glugga í fyrstu viku nóvember en í Litum og föndri við Skólavörðustíg voru fyrstu jólaföndurvörurnar látnar út í glugga í byrjun september og að sögn Hjálmars Ingibergssonar verslunarsljóra eru dæmi þess að viðskiptavinir fari að spyrja um jólavörur nokkru fyrr. Meitillinn í Þorlákshöfn sameinast Vinnslustöðinni í Eyjum Kvótinn er 13.500 þorskígildistonn STJÓRNIR Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum og Meitilsins hf. í Þorlákshöfn hafa samþykkt á fundum sínum samruna- og sam- einingaráætlun fyrirtækjanna, sem tekur gildi frá 1. september síðast- liðnum. Fyrirtækin sameinast undir nafni Vinnslustöðvarinnar og verð- ur samþykkt stjórnanna borin und- ir hluthafa- og aðalfundi félaganna sem haldnir verða fyrri hluta des- embermánaðar. Sighvatur Bjarnason, forstjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að við þessa sameiningu fyrirtækjanna myndi nást veruleg hagræðing í rekstri, umfram það sem nú væri. „Við erum að vinna alltof margar tegundir á báðum stöðunum nú,“ sagði Sighvatur „en ætlum að auka arðsemina með því að einbeita vinnslunni á öðrum staðnum að Reksturinn sam- einaður undir nafni Vinnslu- stöðvarinnar ákveðnum þáttum og á hinum að öðrum.“ • Þannig sagði Sighvatur að hug- myndin væri sú að í Þorlákshöfn væri karfi settur í rasp og þar yrði komið upp forsteikingarlínu á karfa-, þorsk- og ýsuflökum. í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum yrði síðan önnur lausfrysting og vinnsla í neytendapakkningar, auk saltfiskvinnslu. Eigið fé 1800 milljónir „Við hyggjumst einnig auka af- köstin í loðnufrystingu á báðum stöðum, þannig að einingin eigi að geta fryst 400 til 450 tonn af loðnu á sólarhring," sagði Sighvatur. Eftir sameiningu ræður Vinnslustöðin yfir 13.500 þorsk- ígildistonnum. Áætluð nettóvelta fyrirtækisins er um 4 milljarðar króna og brúttóvelta um 4,5 millj- arðar króna. Eigið fé fyrirtækisins segir Sighvatur verða 1,8 milljarða króna, sem sé um 30% eiginfjár- hlutfall. „Ég tel eðlilegt. að stefnt sé að þvi að ná 4% hagnaði," sagði Sighvatur aðspurður, en það jafn- gildir um 160 milljónum króna í hagnað á ári. Sighvatur kvaðst sannfærður um að hluthafa- og aðalfundir fé- laganna myndu samþykkja sam- eininguna því hún væri báðum fyr- irtækjunum mjög hagkvæm. ■ Eiginfjárstaða/Bl Viðræður um samn- inga eru hafnar FYRSTI samningafundur um end- urnýjun kjarasamninga hófst hjá íákissáttasemjara í gær þegar full- trúar Samiðnar og Vinnumála- sambandsins komu til fundar. Á fundinum kynntu samningsaðilar kröfur sínar. Vænta má viðbragða við þeim á næsta fundi sem hald- inn verður 30. október. Þorbjörn Guðmundsson hjá Samiðn sagði að kröfur Samiðnar væru um samning til þriggja ára með 4-5% kaupmáttaraukningu á ári. Jóngeir Hlinason, fram- kvæmdastjóri Vinnumálasam- bandsins, sagði að sambandið hefði lagt fram hugmyndir um breytingar á vinnutíma, þar sem m.a. væri stefnt að sveigjanlegri yinnutíma og betri nýtingu á vinnutíma. ■ Ágreiningur/4 Morgunblaðið/RAX ÞAÐ var létt yfir samningamönnum við upphaf samningafundar í gær. Á myndinni takast Orn Frið- riksson, formaður Samiðnar, og Árni Benediktsson, formaður Vinnumálasambandsins, í hendur, en Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, fylgist með. Tvær þyrlur Varnarliðsins fóru í sjúkraflug í gær Urðu að snúa frá vegna mikils hvassviðris TVÆR þyrlur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli gerðu árangurslausa tilraun til að sækja veikan sjómann um borð í japanskt fiskiskip um 400 sjó- mílur suður af landinu í gær. Landhelgisgæslunni barst beiðni um kl. 15 í gær frá japönsku fiskiskipi um 400 mílur suður af Vestmannaeyjum. Talið var að einn skipveija væri með innvortis blæðingar. Þyrla Gæslunnar gat ekki sinnt beiðni um svo langt flug og var því leitað til Varnarliðsins. Þyrlur fóru af stað kl. 17 og voru komnar að skipinu, sem þá var 360 míiur suður af landinu, um kl. 20.30. Mjög hvasst var og mikill sjór og varð að hætta við tilraunir til að hífa manninn um borð. Skipið sigldi áleiðis til íslands og var áformað að reyna að sækja manninn að morgni. Gæslan leitaði einnig aðstoðar Varnarliðsins sl. sunnudag, vegna sjúks sjómanns um borð í spænskum togara 350 sjómílur út af Reykjanesi. Sjúklingurinn var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Óskila- munum stolið frá lögreglu BROTIST var inn í óskila- munadeild lögreglunnar í Reykjavík í fyrrinótt og þar stolið m.a. fjórum vegabréfum, fimm ökuskírteinum, GSM- síma, krítarkortum, tuttugu seðlaveskjum og fleiri munum í óskilum. Að sögn Þóris Þorsteinsson- ar varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík gengu þjófarnir óvenju vel um, fyrir utan að sparka upp hurð húsnæðisins. Þeir hefðu augljósiega leitað fjármuna en ekki haft krónu upp úr krafsinu. Þórir segir skilríkin flest gömul, þar sem þorri þeirra sem berast óskila- munadeild komist fljótlega í hendur eiganda, og því telji hann ósennilegt að þau verði misnotuð. Vildu ekki blindrastaf „Þjófarnir rótuðu í kven- töskum og snyrtiveskjum en stálu engu slíku. Sömuleiðis vildu þeir ekki gleraugu eða úr, að því er virtist, og sýndu öðrum munum lítinn áhuga, svo sem blindrastaf sem fannst fyrir utan Trygginga- stofnun fyrir skömmu og er sá fyrsti sem ég man eftir að hafi borist hingað," segir Þór- ir. Einnig var tilkynnt til lög- reglunnar í Reykjavík um inn- brot í Júnóís við Skipholt og Vestfirsku harðfisksöluna við Grensásveg og höfðu þjófarnir á brott með sér um tíu þúsund krónur í peningum og eitthvað af harðfiski til að maula.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.