Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 53 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ SIMI 5S3 - 2075 Fatafellan Demi Moore STRIPTEASE HX DIGITAL FLÓ7TINN FRÁ L.A. — FRAMTÍÐARTRYLLIR AF BESTU GERÐ! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16. Ath. með hverjum miða fylgir freistandi tilboð frá L.A. Café úr mjiulinni fæst í verslunum KVIKMYNDA- HÁTÍD í REYKJAVÍK cmm/ RœnmoNB, simi 551 9000 Ásta Sigurðardóttir „Quilt" veggmyndir og -teppi LIV TYLER JEREMY IRONS GWYNETH PALTROW CP 'pm/'t'ruz CöURAGE ---UNDER-- FIRE DENZEL WASHINGTON MEG RYAN THEISLAND OF DR.MOREAU FRUMSVND Á MORCUN Misjafnt lagasafn TÓNHST Geisladiskur LAGASAFN5 Safndiskur með sextán hljómsveitum og listamönnum. Flytjendur eru Rak- el Maria Axelsdóttir, Jóhann Helga- son, Henrý A. Erlendsson, Útlagar, Los Mottóls, Sigurður Höskuldsson, Fjaðrafok, Garðar Guðmundsson, Vanir menn, Guðbjörg Bjamadóttir, Newshit, Star Bitch og Ekki spyrja mig, sem eiga allir eitt lag á diskn- um, SBK og KFUM & The Andskot- ans sem eiga tvö hver sveit og Fríða sársauki sem á þijú lög. Allt tekið upp í hljóðverinu Stöðinni nema lög Príðu sársauka sem tekin voru upp á tónleikum árið 1992 og. Lengd 74.50 mín. Stöðin gefur út. Verð 1990 kr. TÓNLISTARFÓLK velur sér ólíkar leiðir til að vekja á sér at- hygli, útgáfa er auðvitað ein sú besta en jafnframt dýr. Til að leysa þann vanda hafa listamenn sem tekið hafa upp í hljóðveri Stöðvar- innar greitt saman framleiðslu- kostnað og þannig gefið út tónlist sína fyrir lítinn pening. Þetta hefur gengið það vel að fimmta lagasafn- ið er nú komið út. Fyrsta lag geisla- plötunnar er lagið Róleg flutt af Rakel M. Axelsdóttur, íslenskun á laginu Rolling by the River eftir John Fogerty, lagið er flutt á svip- aðan hátt og hjá skötuhjúunum Ike og Tinu Turner á sínum, textinn og söngurinn er ágætur en hljóð- færaleikur litlaus eins og reyndar hjá flestum flytjendum. Jóhann Helgason á lagið Sól- skinsljóð, sem minnir talsvert á Popplag í G-dúr eftir Stuðmenn, en hljómar þó ágætlega. Rokksveit- in KFUM & The Andskotans á tvö lög á plötunni, fyrra lagið er- útúr- snúningur á laginu Ég vil ganga minn veg sem flestir kannast við, keyrslurokk með texta sem að mestu leyti fjallar um áfengis- drykkju. Seinna lag KFUM, Stella stálpíka, er þunnt og líður fyrir leiðinlegan texta. Henrý A. Er- lendsson semur Iagið Sumarást og flytur með tvo söngvara sér til fullt- ingis, þau Þórarinn Ólason og Bryndís Ólafsdóttir syngja bæði vel en eitthvað skortir á hljóðfæraleik til að lagið verði eftirtektarvert. Útlagar leika sveitatónlist, lagið Ég og þú, ágætis stuðlag. Fiðluleik- ur Dans Cassidys gerir mikið fyrir lagið og maður hefur það á tilfinn- ingunni að Útlagar hafi gaman af því sem þeir eru að gera. Fyrir utan hallærislegan texta er lagið Hamingjuskott með Los Mottóls nokkuð gott, blússkotið afslappað popp. Góður hljómur og hljóðfæraleikur gerir lagið það besta á plötunni. Lag Sigurðar Höskuldssonar, Þú lætur mig loga, er látlaust og áheyrilegt en mjög Bítlalegt. Hljóðfæraleikur og þá sérstaklega kassagítarleikur Sig- urðar Höskuldssonar er til fyrir- myndar. Það sama er ekki hægt að segja um hljómsveitina Fjaðra- fok, þar er á ferðinni einkar leiðin- legt tölvupopp, Ragna Berg og Aðalheiður Margrét Gunnarsdætur komast þó vel frá sínu. Erfitt er að skilja hver tilgangur- inn er með að gefa út erlent lag í marflatri tölvuútsetningu. Diana Pauls Anka í flutningi Garðars Guðmundssonar er karaoke og á ekki heima í útgáfu. Það sama má segja um Haustdraum (Annie’s song) í flutningi Guðbjargar Bjarnadóttur. Vanir menn eiga lag- ið íslenski herinn, ágætt grínlag sem hefði þó orðið mun betra með alvöru hljóðfærum, tölvuhljóðfæri hljóma aldrei eins vel. Þungarokksveitin SBK sem á tvö lög er gott dæmi um áfengistexta sem áður var minnst á, við lagið í laginu Barflugublús hljómar svo; „Allir vilja drekka brennivín/keyra sig svo út og væla andskotans líf“. Þar er þó á ferðinni þétt rokksveit og athygli vekur góður gítarleikur í laginu Framed. Newshit er einnig rokksveit en Tónlistin úr myndinni fæsl í verslunuin Skífunnar lllfc Sýnd kl. 4.45,6 50, 9 og 11.15. Bönnuö innan 14 ára. sækir áhrif í gruggrokk ættað frá Seattle. Newshit-liðar eru þéttir, aðallega fýrir tilstilli trommuleikar- ans, Sveins Hjartarsonar, þó allur hljóðfæraleikur sé til fyrirmyndar. Star Bitch er helst hægt að skil- greina sem „glimmerrokk" kryddað með pönki. Lagið Why byijar á vel heppnuðu gítarstefi en vinnur ekki vel á, kannski vegna undarlegrar kaflauppbyggingar. Rólegur kafli í lok lagsins spillir sérstaklega fyrir. Hljómsveitin Ekki spyrja mig sting- ur í stúf við seinni hluta plötunnar sem einkennist af rokki. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum kemur lagið Like a flower, popprokk með góðum hryn en miður góðum ensk- um texta. Hljómurinn er fyrirtak og lagið sem heild, hljóðfæraleikur þó litlaus. Fríða sársauki á þijú síðustu lög- in á Lagasafninu 5, öll tekin upp á tónleikum fyrir fjórum árum. Tónlist Fríðu sársauka minnir mest á nýbylgjutónlist fyrri hluta níunda áratugarins bæði í hljóm og laga- smíðum. Fríða sársauki getur ekki talist mjög eftirtektarverð hljóm- sveit og má nefna ófrumlegar laga- smíðar og sérstaklega grunna texta, „Ég ætla að hætta snemma/ til að komast heim/helgin er fram- undan/afslöppun og geim. Hljóm- sveitin kemst helst á skrið í laginu Gyðjan. Umslag disksins er látlaust og ber með sér að ekki sé mikið fé lagt í útgáfuna. Gallinn við útgáfu disks sem þessa er sá að minni umsjón er með því hveijir komast á hann heldur en gengur og gerist á safndiskum. Allir eiga rétt á að koma sínu á framfæri og Lagasafn- ið mjög lofsvert framtak, en til að vekja athygli verða tónlistarmenn að leggja sig alla fram og það er ekki gert með ódýrum lausnum og ófrumleika. Þeir flytjendur Laga- safnsins 5 sem notast við uppruna- leg hljóðfæri komast áberandi bet- ur frá sínu en þeir sem notast við tölvugrunna. Gísli Árnason Demi Moore STRIPTEaSE Fatafellan Ljóðskáldið Cantona * kveður sér hljóðs Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. Bönnuð innan 14 ára. Sjá auglýsingu á bls.13. ► KNATTSPYRNUMAÐURINN knái, Eric Cantona, tók sér ný- lega penna í hönd og samdi Ijóð- stúf þegar honum varð það á að mæta ekki á opnun kaffihússins Red Café á Old Trafford, heima- velli Manchester United. Ljóðið var samið í afsökunarskyni og hljómar eitthvað á þessa leið: Hvað er afsökunarbeiðni nema hróp um skilning frá hjarta manns. Hvert er hjartað? Hver er maður- inn. Þetta eru spurningar sem mörg svör eiga við Varðandi fjarveru mína þetta kvöld, mér þykir það leitt Slík er hvikul hendi örlaganna. Passamyndir • Portretmyndir Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir BrúÓkaupsmyndir • Stúdenlamyndir PÉTUR PÉTURSSON UÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUCAVEGI 24 • SÍMl 552 0624 Afmælisfagnaðir Árshátíðir - Brúðkaup Erfidrykkjur Margrómuð VEISLUÞJÓNUSTA fyrir gæði, gott verð og lipra þjónustu S K U TA N Hólshrauni Hafnarfirði sími: 555 1810
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.