Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D tvgniiHfifrife STOFNAÐ 1913 243. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Brundtland víkur eft- ir 15 ár í eldlínunní Thorbjorn Jagland næsti for- sætisráðherra Noregs Osló. Reuter. GRO Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, greindi í gær- morgun frá því að hún mundi láta af embætti á morgun, föstudag, og eftirmaður hennar yrði Thorbjorn Jagland, sem verið hefur formaður Verkamannaflokksins frá 1992. Tilkynning Brundtland kom mörgum í opna skjöldu, en búist hafði verið við að hún mundi taka af sk'arið, um það hvort hún hygð- ist sitja áfram eða ekki, á lands- fundi Verkamannaflokksins í byrj- un nóvember. Brundtland hefur verið í forustu Verkamannaflokksins, jafnt við stjórnvólinn sem í stjórnarandstöðu, frá 1981. Hún sagði að ástæðan fyrir ákvörðun sinni væri sú að á næsta ári yrði gengið til þingkosn- inga í Noregi og hún vildi að flokk- urinn gæti lagt skýrar línur um forustu stjórnarinnar og samsetn- ingu hennar með nægum fyrirvara fyrir kosningarnar. „Það eru engar aðrar ástæður, hvorki persónulegar né pólitískar, fyrir því að ég hef ákveðið að nú sé rétt að breyta til." Brundtland hefur þurft að glíma við ýmis vandamál þegar hún hefur verið við völd, en nú árar vel í Noregi, ekki síst vegna mikilla olíu- ' tekna. „Ég hef gert mitt besta í þessu starfi og yfirgef það með góðri sam- visku," sagði Brundtland á blaða- mannafundi. Frá því að Jagland tók við for- mennsku flokksins hefur honum verið ætlað að verða eftirmaður Brundtland. Hann þykir standa lengra til vinstri en hún. Þó er þess ekki vænst að hann muni hnika mikið stefnu stjórnar Brundtland. Hins vegar er talið að™ mörg ný andlit verði í stjórn Jag- lands. Jagland kvaðst ekki geta svarað spurningum um það hverjir yrðu ráðherrar í stjórn sinni. Hann á hins vegar að leggja ráðherralista fyrir flokkinn í dag og Harald Nor- egskonung í fyrramálið. „Ég hef vitað og búið mig undir að til umskipta af þessu tagi mundi koma," sagði Jagland. „Það er mik- il ábyrgð að taka við af stjórnmála- GRO Harlem Brundtland tilkynnir á norska Stórþinginu að hún muni láta af embætti forsætisráðherra. Reuter i gær manni á borð við Gro. En einhver nægja að segja að ekkert væri sér verður að vera nýgræðingur og ekkert varir að eilífu." Vangaveltur hófust þegar um að Brundtland hygðist sækjast eftir stöðu framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna. Hún svaraði ekki spurningum um það mál og lét sér „framandi". Brundtland kvaðst vilja fá tíma til að sinna hugðarefnum sínum, skrifa bækur og gegna þing- mennsku. ¦ Vinsælasti/28 Sviknar norskum þyrlum Ósló. Morjrunblaðið. SKIPTA varð um mörg þúsund sviknar rær 5 þyrlum norska fyrirtækisins Helikopter Service árið 1988 og nú í haust lék grun- ur á að aðrir varahlutir, sem ekki stæðust öryggiskröfur, væru í þyrlunum. Kom þetta í fyrsta sinn fram opinberlega í gær. I síðustu viku fór fram leit að meintum sviknum varahlut- um á lager Helikopter Service og í Bell-þyrlum þess, en allt reyndist í lagi. Leitað var í fram- haldi af ábendingum bandaríska loftferðaeftirlitsins (FAA) þess efnis, að varahlutafyrirtækið Pacific Air Logistics í Kaliforníu hefði selt 1733 tegundir vara- hluta í Bell-þyrlur án þess að fullnægjandi vottorð fylgdu. I ágúst sl. varaði FAA við fjölda svikinna varahluta í þyril- búnaði Bell-212 þyrlna. Var um að ræða umframbirgðir banda- ríska hersins sem seldar höfðu verið á almennum markaði. Höfðu varahlutirnir ekki hlotið viðurkenningu FAA. Aukinheld- ur banna reglur að varahlutir úr herflugvélum séu notaðir í þyrlum og flugvélum í almanna- flugi. Chirac ávarpar þing Palestínumanna Palestínumenn forðist ofbeldi Ungverjalands- uppreisnin 40 ára Reuter Ramallah. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, varð í gær fyrsti erlendi þjóð- höfðinginn til að ávarpa löggjafarráð Palestínumanna í Ramallah og hvatti þá til að forðast ofbeldi í baráttunni fyrir palestínsku ríki. „Með því að hafna ofbeldi til að ná fram kröfum ykkar verðið þið trúir þeirri stefnu sem Yasser Arafat [forseti sjálfstjórnarsvæðanna] hefur framfylgt af þrautseigju," sagði Chirac í ávarpi sínu. Þúsundir araba, þeirra á meðal skólabörn og drengir í skátabúning- um, fögnuðu komu forsetans á göt- um Ramallah. Chirac hefur lýst yfir stuðningi við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og Yasser Arafat sagði í ræðu í löggjafarráðinu að Frakkar og Evrópusambandið ættu að gegna auknu hlutverki í friðarum- leitunum ísraela og araba, en því hafa ísraelar hafnað. Chirac gagnrýndi stefnu Benja- mins Netanyahus, forsætisráðherra ísraels, meðal annars stækkun byggða gyðinga á Vesturbakkanum og þá kröfu hans að ísraelar haldi yfirráðum yfir arabíska borgarhlut- anum í Jerúsalem. Hægrimenn í ísrael reiddust þeirri ákvörðun Chiracs að ávarpa palest- ínska löggjafarráðið en ekki ísraelska þingið þegar hann kom í þinghúsið í fyrradag. Chirac hélt til Gaza-svæðisins með Arafat í gær og hugðist síðan fara til Jórdaníu. ¦ Reiðilestrinum vel tekið/18 IGÆR voru liðin 40 ár frá því að uppreisnin í Ungverjalandi hófst. Var hún kæfð í bióði skömmu síðar, en hún var mesta ögrun, sem kommúnismanum og hinu sovéska heimsveldi hafði ver- ið sýnd. Var þessara örlagaríku daga minnst við hátíðlega athöfn i Búdapest í gær. Hér standa tveir þeirra manna, sem börðust næst- um vopnlausir við sovésku skrið- drekana, við styttu Imre Nagys forsætisráðherra en Sovétmenn létu taka hann af lífi. ¦ „Frelsisloginn/21 Tvær Boeing-707 farast iinna Aii-n^ Onit.i Rmitai. ^^^^ Buenos Aires, Quito. Reuter. TVEIR menn biðu bana og sex slös- uðust er Boeing-707 flutningaþota í eigu argentínska flughersins brot- lenti á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires síðdegis í gær. Þotan var að koma frá Chile með 25 tonn af físki. Flutningaþota sömu tegundar, i eigu flugfélagsins Millium Air í Flórída, sprakk skömmu eftir flug- tak í fyrrinótt í hafnarborginni Manta í Ecuador. Hún var á leið með fisk og blóm til Miami. Fjögurra manna áhöfn þotunnar fórst og einnig tugir manna í Dolo- rosa, fátækrahverfi borgarinnar, þar sem þotan kom niður. Að sögn sjónarvotta kviknaði í hreyfli með þeim afleiðingum að vélin sprakk á lofti. Dreifðist brenn- andi brakið yfír Dolorosa-hverfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.