Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 21 40 ár frá uppreisninni í Ungverjalandi „Frelsislogmn“ hjá unga fólkinu Budapcst. Reuter. UNGVERJAR minntust þess í gær, að þá voru liðin 40 ár frá uppreisninni gegn sovéskum yfir- ráðum 1956. Við hátíðlega athöfn í Budapest sagði Arpad Goncz, for- seti Ungveijalands, að það kæmi nú í hlut ungu kynslóðarinnar að halda á loft „frelsisloganum". Aðeins nokkur hundruð manns tóku þátt í athöfninni, þar á meðal sumir þeirra, sem börðust gegn sovésku skriðdrekunum, og lítið var um ungt fólk. Þótti það sýna vel það mikla bil, sem nú er á milli kynslóðanna í Ungvetjalandi. 25.000 manns týndu lífi „Við erum farnir að týna tölunni en nú kemur það í hlut unga fólks- ins að halda frelsisloganum á loft,“ sagði Goncz en hann var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi fyr- ir sinn þátt í uppreisninni en áætl- að er, að hún hafi kostað 25.000 manns lífið. Uppreisnin hófst 23. október og Ungverjum, sem voru illa vopnum búnir, tókst að hrekja sovéska her- liðið frá Budapest. Vonir þeirra um Reuter BUDAPEST var eins og víg- völlur yfir að líta eftir að sovéska hernum hafði tekist að bæla byltinguna niður. hernaðarlegan stuðning Vestur- veldanna brugðust þó alveg og i nóvember kom sovéski herinn aftur og þá tókst honum að kæfa bylting- una í blóði. Sumu ungu fólki í Ungveijalandi finnst sem þessi atburður geti ekki verið neitt sameiningartákn fyrir landsmenn vegna þess, að hægri- flokkarnir í landinu hafi reynt að eigna sér hann umfram aðra og sumir gamlir uppreisnarmenn hafa orðið fyrir vonbrigðum með þróun- ina að undanförnu. Landið sé að vísu fijálst en lífskjörunum hafi hrakað og einkum hjá ellilífeyris- þegum. Óvelkomnir ráðherrar Nokkur félög þeirra manna, sem börðust 1956, höfðu lýst yfir, að félagar í stjórnarflokknum, arftaka gamla kommúnistaflokksins, væru ekki velkomnir til minningarat- hafnarinnar en Gyula Horn forsæt- isráðherra, Zoltan Gal, forseti þingsins, og Gyorgy Keleti varnar- málaráðherra tóku samt þátt í henni. 9f lharscmer - hvcnær sem er! 23.-26. október o\ FJORA kynnir Kringlukast DAGA Nýjar vö £Q- afsl éai'iilfmloíiÍT itmgul^iksr! PowerMacintosh 7600/132: Örgjörvi: PowerPC 604 RISC Tiftíðni: 132 megariö Vinnsluminni:48 Mb (má auka i 512 Mb) Skjáminni: 2 Mb DRAM (birtir 16.7 milljónir lita á 17" skjá) Harðdiskur: 1.200 Mb Geisladrif: Apple CD1200i (átta hraða) Skjár: Apple Multiple Scan 1710-17" litaskjár Diskadrif: 3.5" - les Mac- og PC-diska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Nettengi: Innbyggt Locaííalk- og Ethernet-tengi Hljóð: 16 bita hljóö inn og út Stýrikerfi: System 7.5.5, sem aö sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður: Microsoft Office 4.2.1 sem inniheldur: Word, Excel og PowerPoint 166.250 133.534,- sta Apple LaserWriter 12/640 PS: Prentaðferð: Leysi-xerografískur getur prentað á báðar hliðar blaðsins samtímis (með Duplex-búnaöi sem fæst aukalega) Minni: 8 Mb RAM (Stækkanlegt i 64 Mb) Prentgæði: 600 pát. Fine Print-tækni til að auka upplausnina, prentun grátónamynda í 600 pát, PhotoGrade- tækni til að auka gæði Ijósmynda (+4 Mb) Tengi: Samtímis tenging við Ethernet-, LocalTalk- og samhliðatengi Hraði: Allt að 12 síöur á mínútu Leturgeröir: 64 TrueType- og 35 PostScript-leturgerðir fylgja Apple-umboðið Skipholti 21,105 Reykjavik, sími: 511 5111 Heimasíða: http://www.apple.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.