Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 7
FRÉTTIR
(V-
Ný ljós á
Reykjanes-
brautinni
KVEIKT verður á nýjum
umferðarljósum á mót-
um Reykjanesbrautar og
Álfabakka föstudaginn
25. október kl. 16.
Til að minna öku-
menn á hin nýju umferð-
arljós verða þau látin
blikka guiu ljósi áður en
þau verða tekin í notk-
un.
jÉ
X^-Mrið 1989, þatin 1. mars, komu lítil Ijón til landsms.
Þau náðu miklum vinsaeldum og þekktust á því að vera
aldrei færri en sex saman á ferð sinni um ríkið.
Nú hafa Ijónin stækkað en halda þó enn hópinn
Forsetahjónin í
S-Þ ingeyj ar sýslu
FORSETI íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson og eiginkona
hans frú Guðrún Katrín Þorbergs-
dóttir fara í opinbera heimsókn til
Suður-Þingeyjarsýslu dagana
1.-3. nóvember nk.
Forsetahjónin lenda á Aðaldals-
flugvelli kl. 10 föstudaginn 1. nóv-
ember. Þann dag verður dvalið á
Húsavík og m.a. verður Safnahús-
ið heimsótt, skólamir, Hvammur,
heimili aldraðra_ og nokkur at-
vinnufyrirtæki. í Hvammi mun
forsetinn heilsa upp á íbúana og
kl. 15 verður móttaka fyrir al-
menning og kaffiveitingar í sam-
komusal Hvamms. Gist verður á
Hótel Húsavík.
Dagskrá laugardagsins hefst
með heimsókn í Aðaldal. Þaðan
verður haldið í Mývatnssveit og
komið við í Kísiliðjunni og á Skútu-
stöðum. Hádegisverður verður
snæddur í Hótel Reynihlíð. Úr
Mývatnssveit verður haldið í
Reykjadal. Almenn héraðssam-
koma hefst kl. 15 með skipulagðri
dagskrá. Frá Laugum verður hald-
ið að Stórutjörnum. Þar er snædd-
ur kvöldverður og gist.
Á sunnudag verður haldið í
Hálshrepp og Skógræktin á Vögl-
um heimsótt. Þaðan verður haldið
í Bárðdælahrepp. Hádegisverður
verður snæddur í Barnaskólanum
á Stóruvöllum. Þá verður á ný
komið í Ljósavatnshrepp, komið
að Goðafossi og þaðan farið í Ár-
teig í Út-Kinn. Að lokum verður
komið í Reykjahrepp og fyrirtækið
Stöplafiskur heimsótt. Heimsókn
forseta íslands mun ljúka á Aðal-
dalsflugvelli kl. 16.
ý
Umferðarljos
sett upp á mótum
Álfabakka og
Reykjanesbrautar
Snjóflóðin
á Flateyri
Þeirra
minnst
sem fórust
ÞESS verður minnst á laugar-
dag, 26. október, að eitt ár
er liðið frá því hið mannskæða
snjóflóð féll á Flateyri og tók
20 mannslíf.
Dagskráin, sem er á vegum
stjórnar Minningarsjóðs Flat-
eyrar og sóknarnefndar Flat-
eyrarkirkju, hefst í kirkjunni
kl. 14. Þar verða flutt ávörp,
tónlist, ritningarorð og bæn.
Að því búnu verður minnis-
merki um þá sem fórust af-
hjúpað við Flateyrarkirkju.
Að athöfn lokinni verður
kaffisamsæti. Klukkan 20.45
verður gengið frá grunnskól-
anum til kirkjunnar þar sem
kyrrðarstund hefstkl. 21. Síð-
an verður kertum fleytt á
Lóninu.
Minningarguðsþjónusta
verður í Neskirkju í Reykjavík
á laugardag kl. 17. Þar verður
tónlist flutt, ljóðalestur, ritn-
ingalestur og bæn. Prestur
verður sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
Vímulaus æska
á ferðum um ríki sitt á vit ru/rra ævititýra.
Stöndum ekki
Þú getur nálgast ijórtin í ríki síttu eða fræðst um þau á vefsíðutmi:
að fjársöfnun
VÍMULAUS æska, foreldrasam-
tök, standa ekki fyrir fjársöfnun
um þessar mundir og hafa aldrei
staðið fyrir slíkri söfnun, segir í
frétt frá samtökunum.
Mikið hefur verið hringt í sam-
tökin vegna fjáröflunar sem virðist
vera í gangi og sögð er vera fyrir
Vímulausa æsku. Samtökin vilja
hvetja fólk til að afla sér upplýs-
inga um hveijir standa að þessum
fjársöfnunum og til hvers. Vímu-
lausri æsku er ekki kunnugt um
hvaða aðilar það eru sem standa
að söfnuninni, segir í tilkynning-
unni.
http://www.this.is/lowenbrau
LQWENBRAU
LÖWENBRÁU LÉTTÖL