Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kristján Jóhannsson mun væntanlega skipta
um hlutverk í Metropolitan-óperunni
Pavarotti treystir sér ekki
í Vald örlaganna
Ung’skálda-
kvöld á
Súfistanum
MÁL og menning efnir til upp-
lestrarkvölds í kvöld, fimmtudaginn
24. október, þar sem þrír ungir
höfundar lesa úr nýjum bókum sín-
um: Andri Snær Magnússon les úr
smásagnasafninu Engar smá sögur,
Gerður Kristný les úr skáldsögunni
Regnbogi í póstinum og Kristján
B. Jónsson les úr skáldsögunni
Snákabani.
Upplestrarkvöldið verður haldið i
kaffihúsinu Súfistanum að Lauga-
vegi 18. Það hefst kl. 20.30 og stend-
ur til kl. 22. Aðgangur er ókeypis.
-----» ♦ ♦----
Margrét sýnir
í Norræna
húsinu
MARGRÉT Jónsdóttir opnar sýn-
ingu á olíumálverkum í sýningarsöl-
um Norræna hússins, laugardaginn
26. október kl. 16. Sýningin stendur
til 10. nóvember og verður opin
daglega kl. 14-19.
Margrét hélt sína fyrstu einka-
sýningu í London 1975. Hún var
einn stofnenda Gallerí Suðurgata 7
og sýndi með hópnum í nokkur ár.
Gallerí Suðurgata 7 hópurinn hlaut
Menningarverðlaun DV 1979. Mar-
grét hefur tekið þátt í fjölda sam-
sýninga hér heima og erlendis. Hún
hefur haldið einkasýningar meðal
annars á Kjarvalsstöðum 1990, í
FIM salnum 1992 og í Norræna
húsinu 1993.
Verk hennar eru í eigu stofnana,
fyrirtækja og einkaaðila á íslandi,
Englandi og Frakklandi.
KRISTJÁN Jóhannsson óperu-
söngvari, sem syngja átti í Valdi
örlaganna eftir Verdi í Metropolit-
an-óperunni í febrúar 1997, mun
að líkindum syngja í Grímudans-
leiknum eftir sama tónskáld í stað-
inn. Ástæðan er sú að Luciano Pava-
rotti, sem syngja átti hlutverkið í
Valdi örlaganna á móti Krist-
jáni, telur sig ekki í stakk bú-
inn til að takast það á hendur,
að sögn íslenska tenórsöngvar-
ans, sem þykir líklegast að
forráðamenn Metropolitan
skipti um óperu til að samning-
ar við þá Pavarotti haldi.
Sýningin í Metropolitan átti
að verða frumraun Pavarottis
í Valdi örlaganna en hann hef-
ur ekki sungið óperuna í annan
tíma. Segir Kristján upphaflegu
ákvörðun starfsbróður síns, um
að syngja hlutverkið, hafa kom-
ið sér í opna skjöldu. „Ég átti
ekki von á að Luciano myndi
svo mikið sem hugleiða að
syngja í Valdi örlaganna enda
er þar um erfiðara hlutverk að
ræða en í Otello, með tilliti til söngs,
en eins og flestir eru sammála um
hefur hann ekki riðið feitum hesti
frá glímunni við Márahöfðingjann."
Kristján kveðst því ekki undrast
að Pavarotti hafi hopað af hólmi,
þannig hafí hann vafalaust komist
hjá því að stíga feilspor. En hvað
verður þá til bragðs tekið? „Það eru
eiginlega þrír möguleikar í stöð-
unni. í fyrsta lagi að ég syngi allar
sýningarnar tíu, en ég átti að syngja
fimm og Luciano fimm. Þá verð ég
hins vegar að hætta við að syngja
Cavalleria Rusticana eftir Mascagni,
sem setja á upp í Metropolitan á
svipuðum tíma. I öðru lagi er hugs-
anlegt að skipta um óperu fyrir
Luciano, það er að hann syngi fimm
sýningar af annarri óperu og þá
kæmi Grímudansleikurinn helst til
greina. Síðasti möguleikinn er síðan
að skipta alfarið um óperu, færa
Grímudansleikinn upp í stað Valds
Örlaganna, og við skiptum sýning-
unum sem fyrr á milli okkar. Lang-
líklegast er að þessi leið verði farin
enda hefur hún minnsta röskun í
för með sér á þessu stigi málsins."
Kristján kveðst hafa blendnar til-
fínningar til þessara málalykta.
„Hlutverkið í Grímudansleiknum er
eitt af mínum bestu enda hef ég
sungið það margoft en engu að síð-
ur hefði ég kosið Vald örlaganna á
þeirri forsendu að sú ópera hefði
gefið mér tækifæri til að sýna virki-
lega hvað í mér býr.“
Kristján er sem sakir
standa að syngja í Þríundinni
eftir Puccini í Chicago, auk
þess sem hann mun koma
fram á Tuckertónleikum í
Avery Fischer Hall í New
York á sunnudag, en þeir
tónleikar eru haldnir í minn-
ingu bandaríska tenórsins
Richard Tucker. Kristján hef-
ur áður verið valinn til að
syngja á Tuckertónleikum.
Hann nefndi, að Samuel Ra-
mey og June Andersön kæmu
fram á tónleikunum og meðal
annarra söngvara eru Leont-
yne Price, Mirella Freni og
Sherill Milnes. Þá stendur
fyrir dyrum frumsýning á
Otello í Bologna á Ítalíu 23.
nóvember, þar sem Kristján mun
þreyta frumraun sína í þessu meist-
araverki Verdis.
„Ég hef verið að vinna Otello á
útopnu og einblínt svo til eingöngu
á Ieikinn undanfarið hálft ár — hef
til að mynda verið að pæla í túlkun
Laurence Oliviers á Otello. Það er
mikilvægt að halda sér við efnið
enda ætlum við okkur stóra hluti í
Bologna."
Luciano Kristján
Pavarotti Jóhannsson
*
A sjötta tug mynda
á kvikmyndahátíð
Fyrsta Kvikmyndahátíð Reykjavíkur hefst
í dag og stendur til 3. nóvember. Rösklega
fímmtíu kvikmyndir verða sýndar og
í gær fóru kvikmyndagagnrýnendur
Morgunblaðsins á tvær þeirra og birtast
umsagnir þeirra hér.
Byltingin á
bóndabýlinu
KVIKMYNDIR
Kvikmyndahátíö
Rcykjavíkur
Rcgnboginn
HEIMA ER VERST
„Cold Comfort Farra"
Leiksljóri: John Schlesinger. Hand-
rit: Malcolm Bradbury eftir sögu
Stellu Gibbons. Aðalhlutverk: Kate
Beckinsale, Eileen Atkins, Sheila
Burrell, Stephen Fry, Freddie
Jones og Ian McKellen. Sonet Films.
1996. Kvikmyndahátíð
Reylgavíkur.
BRESKI leikstjórinn' John
Schlesinger er kunnur mjög fyrir
spennumyndir sem hann hefur
gert í Hollywood og því kemur á
óvart að sjá hann vera leikstjóra
þessarar skemmtilegu bresku smá-
myndar og kómedíu frá BBC sem
heitir „Cold Comfort Farm“. Hon-
um tekst mjög vel upp með kvik-
myndun samnefndrar gamansögu
eftir Stellu Gibbons sem auðveld-
lega má líkja við háðsögur P.G.
Wodehouse. Stephen Fry (þjónninn
Jeeves í eðalfínum sjónvarpsþátt-
um gerðum eftir sögum Wodeho-
use) er í myndinni til að minna á
tengslin en hún segir af ungri og
frakkri Lundúnastúlku, Flóru Post,
sem kemur á skelfilega útúrboru-
legt og skítugt sveitaheimili í
kringum 1930 og snýr hreinlega
öllu á hvolf. Laun syndarinnar eru
dauðinn stendur á veggmynd þar
en ekki Drottinn blessi heimilið.
Samt er siðleysið í hámarki. Það
eru einhver álög á bænum. Þar
þrífst ekkert nema í eymd og vol-
æði. Þar til hin veraldarvana Flóra
kemur í heimsókn.
Schlesinger hefur talsvert yndi
af að útmála sveitavarginn sem
skítugan aumingjalýð og ræfla,
dyggilega aðstoðaður af góðum
leikurum. Og það er hreint ótrúlegt
hveiju svolítil hjálp frá ungu borg-
arbami með opinn huga og leikni
í mannlegum samskipum getur
áorkað. „Cold Comfort Farm“ er
svört kómedía og háðsleg úttekt á
forheimskun er sprettur af hjátrú
og hindurvitnum og hversu hægt
er að halda fólki niðri með einföld-
um draugasögum. Eitt besta atriðið
í myndinni og mjög lýsandi fyrir
inntak hennar er messa þar sem
Ian McKellen þrumar yfir söfnuði
sínum um helvíti og kirkjugestir
beinlínis nötra og skjálfa af ótta
við framhaldslífið. Álög eru og
verða alltaf álög. Schlesinger geng-
ur stundum of langt og myndin
verður talsvert ýkjukennd, næstum
farsi, en handritið eftir Malcolm
Bradbury gefur honum líka ansi
mikið fijálsræði sem hann er óspar
á að nýta sér.
Persónurnar eru hið skondnasta
samsafn sveitalubba, uppskafn-
inga og snobbliðs sem bresk gam-
ansaga getur haft að geyma. Kate
Beckingsale er skemmtilega jarð-
bundin sem klóka stúlkan er kem-
ur sveitavargnum aftur í samband
við menningu. Það stormar af
predikaranum McKellen, Stephen
Fry er góður með sig og svo mætti
áfram telja.
Hér er á ferðinni prýðilega unn-
in bresk kómedía sem kitlar auð-
veldlega hláturtaugamar.
Arnaldur Indriðason
*
Astir
belgískrar
mannleysu
KVIKMYNPIR
REGNBOGINN
Leikstjóri og handritshöfundur Jan
Bucquoy. Kvikmyndatökusljóri Mic-
hel Baudour. Aðalleikendur: Jean-
Henri Compere, Pascale Binneri, Isa-
belle Legros, Dorothee Capellito,
Michelle Shor. Belgía 1994.
NAFNIÐ gæti gefið til kynna
hryllingsmynd, svo er ekki. Astir
samlyndra Belga er tveggja ára
gömul, svört gamanmynd, um
stormasamt ástalíf belgísks lúða.
Allt frá handavinnunni fram á
fertugsaldur. Aðalpersónan heitir
Jan Bucquoy (Jean-Henri Com-
pere), það er því ljóst að á ferð-
inni er sjálfsævisöguleg mynd um
ævi og ástir leikstjórans/handrits-
höfundarins.
Jan elst upp hjá samansaumaðri
móður og ólæsum föður, við menn-
ingarsnauðar og lítt forvitnilegar
kringumstæður sem gefa grá-
myglulegu lífí hans tóninn. Jan
hyggst þó verða rithöfundur, flyst
til Brassel og lendir þar í ýmsum
miður eftirsóknarverðum ástaræv-
intýram en frægðin bærir ekki á
sér. Jan er mun kærara að slæp-
ast á krám en takast á við ábyrgð
og skyldur.
Jan Bucquoy er ófeiminn við að
fletta ofan af sínu lágsiglda lífs-
hlaupi og hefur, til allrar blessun-
ar, auga fyrir skoplegu hliðinni.
Dregur upp oft fyndnar smámyndir
af mannlera sem helst illa á kven-
fólki, gengur ekki of vel að fá’ða
þrátt fyrir að myndin gerist mikið
til á sjöunda áratugnum - gósen-
tímum fijálsra ásta. Viðskipti hans
við móður sína - sem ber hann
meðan hún lyft getur hendi - era
ekki síður brosleg. Þá fá ölstofu-
heimspekingar og heimsbjörgunar-
menn á baukinn - Jan er einn þeirra
sem era síröflandi um byltingu og
betri framtíð þó hann sé síst til
þess fallinn að geta nokkuð gert í
þeim efnum frekar en öðram.
Því miður líður Astir samlyndra
Belga áfram ákaflega átakalítið
og svæfandi þó Jean-Henri Com-
pere sé sem fæddur í hlutverk
hins óspennandi Jans og skessunni
móðir hans einnig vel borgið í
höndum Isabelle Legros. Belgar
hafa sent frá sér nokkrar firna-
góðar myndir á þessum áratug,
nægir að nefna Maður bítur hund,
II Castrado og Daens. Ástir sam-
lyndra Belga kemst ekki í þann
úrvalshóp, en þar sem hún fjallar
býsna laglega um persónu sem
sjaldséð er í fylkingarbijósti í
kvikmynd, og vesældarlegar
gjörðir hans, er ekki úr vegi að
eyða á hana kvöldstund.
Sæbjörn Valdimarsson
>
Unglist
DAGSKRÁ Unglistar í dag,
fimmtudag, ,er eftirfarandi:
Kl. 9-23 Hitt húsið. Myndlistar-
sýning Unglistar.
Kl. 10-01 Café au lait. Sýning
Hússtjórnarskólans. [
Kl. 21-23 Casa MR. „Vergangur"
á vegum tónlistardeildar og
skemmtinefndar MR. Brim, Á Túr, I
Gunnar Jökull o.fl.
Kl. 20 Hitt húsið. Skemmtikvöld.
Tipp Topp, félagsmiðstöðvar fatl-
aðra.
Kl. 22 Tjarnarbíó. Sveim í svart-
hvítu. Cold-Plastik, Biogen og Flo
spila rafræna umhverfistónlist und-
ir kvikmyndunum „The Cabinet of
dr. Caligari" og „Tetsuo: The Iron
man“.
Akureyri - Ketilshúsið
Kl. 20 Gryfjan. UFE tónleikar með
Botnleðju.
Kl. 17 Gryíjan. Leiklistarkvöld. Þrá-
inn Karlsson setur upp einþáttung-
inn sem vann samkeppnina.
------------------
„Skotin í
Skruggusteini“
í TLEFNI af árs afmæli listmuna-
gallerísins Skruggusteins, Hamra-
borg 20a, hafa verið tekið í notkun
ný sýningarrými „skotin“ tvö.
Gluggaskotið fyrir áhorfendur allan
sólahringinn og skotið á neðsta
palli á opnunartíma gallerísins virka
daga kl. 12-18, á laugardögum kl.
11-16 og 12-18 á sunnudögum.
Skruggusteinn er í senn list-
munagallerí og vinnustofur íjög-
urra listamanna en fleiri listamenn
eru með verk til sýnis og sölu í
galleríinu.
Laugardaginn 26. október kl. 16.
opna Skruggurnar, þær Auðbjörg
Bergsveinsdóttir, Guðbjörg Hákon-
ardóttir, Guðný Hafsteinsdóttir og
Guðrún Benedikta Elíasdóttir, sam-
sýningu á verkum sínum vegna
þessara tímamóta og stendur sýn-
ingin til 10. nóvember.
-------» ♦ ♦--------
I
Nýtt afbrigði
gjörninga
NYTT afbrigði gjörninga, Sjáning-
ar“, munu eiga sér stað í dag,
fimmtudag, og á laugardaginn,
milli kl. 19 og 20 í bílageymslu
Traðarkots á neðstu hæð. Þetta er
í tengslum við Sjónþing í sýningar- .
aðstöðunni Undir pari við Smiðju- I
stíg 3 í Reykjavík. Sjónþingið ber
yfirskrftina Dótarý Sjónþing og það
eru þeir Bjarni H. Þórarinsson og
Guðmundur Oddur Magnússon sem
að þinginu standa.
-----♦ ♦ ♦----
Sýningu Kjart-
ans að ljúka
MÁLVERKASÝNIN GU Kjartans
Guðjónssonar, sem undanfarið hef-
ur staðið yfir í Galleríi Fold við
Rauðarárstíg, lýkur á sunnudag.
Meginefni sýningarinnar er módel-
myndir en að auki myndskreytingar
við úrval ljóða Jóns úr Vör.
Á sama tíma lýkur kynningu á
glerskálum Jónasar Braga Jónas- {
sonar í galleríinu. Opið er í Galleríi t
Fold mánudaga til föstudaga frá
kl. 10-18, laugardaga frá kl. I
10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17.