Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Endurgreiðslur námslána og húsnæðislánakerfið AÐ NÁMI loknu er ofarlega í huga flestra námsmanna að eignast eigið húsnæði. Fæstir þeirra eiga mikið spari- fé frá námsárunum, svo ekki er óalgengt að fólk leigi í nokkur ár, leggi fyrir og kaupi síð- an húsnæði. Allir vita ' að það getur verið þungur róður fyrir ungt fólk að eignast eigið húsnæði, en skuldi það námslán er því gert enn erfíðara fyrir vegna óréttlátra reglna Hús- næðisstofnunar. Til að fá húsbréfalán þarf því engan að undra að margir námsmenn kjósa að gefa ekki upp allar sínar skuldir í greiðslumati. Þeir eru nánast nauðbeygðir til þess ætli þeir að eign- ast eigið húsnæði. Þetta er hættulegt; kerfí sem er þannig uppbyggt að æ fleirum fínnst eðlilegt að fara í kringum það er dauðadæmt. Vegið að sjálfseignarstefnu í húsnæðismálum Stefán Aðalsteinsson eða yfírtaka þau þarf að liggja fyr- ir greiðslumat og samþykki Hús- næðisstofnunar. Húsnæðisstofnun vinnur eftir þeirri reglu að lántak- endur megi ekki greiða meira en 18% af heildartekjum í afborganir lána, sama hvaða nafni þau nefn- ast. Þegar tekið er tillit til afborg- • ana námslána í greiðslumati er það gert með þeim hætti að greiðslur síðasta árs eru dregnar frá leyfileg- um heildarafborgunum samkvæmt 18%-reglunni. Slíkt jafngildir því að endurgreiðsluhlutfall námslána sé dregið frá 18%-greiðsluhlutfalli Húsnæðisstofnunar. Kerfið hvetur námsmenn til undandráttar í greiðslumati Námslán eru nú veitt með end- urgreiðslubyrði er nemur 5% af tekj- j um í 5 ár og 7% eftir það. Hjá Húsnæðisstofnun nemur greiðslu- mat þeirra sem skulda námslán 13% fyrstu árin en eftir það 11%. Það Þeir sem skulda námslán eru illa settir varðandi greiðslumat. Óhófleg tekjutengingarárátta hins opinbera á tekju- og gjaldaliðum einstaklinga verður þess valdandi að auknar tekjur í krónum talið duga ekki lengur til, heldur þurfa tekjurnar að aukast um ákveðna prósentu til að greiðslumatið hækki. Eins og málum er nú háttað duga 250.000 króna fjölskyldutekjur að- eins til greiðslumats að fjárhæð 32.500 krónur á mánuði, því frá hámarki Húsnæðisstofnunar dregst 5% afborgun námslána. Stofnunin treystir fjölskyldunni ekki til að reiða meira af hendi til húsnæðis- þarfa, þótt sú fjárhæð nægi vart til leigu á tveggja herbergja íbúð (sjátöflu). Ekki væri ósann- gjarnt, segir Stefán Aðalsteinsson, að endurgreiðsla náms- lána yrði dregin frá við útreikning greiðslu- byrði húsbréfa. Svo virðist sem fyrrverandi námsmönnum sé treyst í minna mæli en öðrum til að kaupa eigið húsnæði og standa í skilum. Engu líkara er, en að reiknað sé með að menntafólk sé verr í stakk búið til að eignast eigið húsnæði en aðrir, og enn verr eftir þvi sem lengra líður frá námslokum. Auðvitað er þetta rökleysa. Nær væri að gefa námsmönnum jafna möguleika á við aðra að nýta sér húsbréfakerfið, heldur en að stuðla að óréttlæti með órökréttu kerfi. 6.000 krónum meiri greiðslubyrði krefst 33-54.000 kr. tekjuaukningar Sú rökleysa sem felst í hlutfalls- legu greiðslumati Húsnæðisstofn- unar kristallast í eftirfarandi dæmi: Mánaðarleg greiðslubyrði af hverri milljón í húsbréfum er um 6.000 krónur. Til þess að mega takast á Greiðslumat miðað við mánaðarlaun fjölskyldu: Laun: 150.000 200.000 250.000 300.000 aðrir en námsm.: 18% 27.000 36.000 45.000 54.000 námsm. f. árin: 13% 19.500 26.000 32.500 39.000 námsm. e. 7 ár: 11% 16.500 22.000 27.500 33.000 hendur þessa 6.000 króna greiðslu- byrði þurfa tekjur að aukast um 33.000 til 54.500 krónur, sam- kvæmt greiðslumatskerfi Hús- næðisstofnunar. Útborguð laun, að frádregnum greiðslum af námsíán- námslána yrði dregin frá heildar- tekjum umsækjanda áður en greiðslubyrði húsbréfa er reiknuð út. Þannig væri unnt að taka tillit til greiðslubyrði námslána í krónum en ekki prósentum. Eftir stæðu raunverulegar krónur aflögu en ekki hinar síendurteknu og merk- ingarlausu prósentur. Að teknu tilliti til skatta yrði greiðslugeta mismunandi fjöl- skyldna eftirfarandi, miðað við að endurgreiðslur námslána yrðu dregnar frá í krónum áður en pró- sentureglu Húsnæðisstofnunar er beitt: (sjá töflu). Nýtt greiðslumat miðað við mánaðarlaun fjölskyldu Laun: 150.000 200.000 250.000 300.000 aðrir en námsm. 27.000 36.000 45.000 54.000 námsmenn f. árin 23.781 31.708 39.635 47.562 námsmenn e. 7 ár 22.494 29.991 37.489 44.987 um, nema 18.500 til 26.500 krón- um. Að ein fjölskylda skuli þurfa að auka ráðstöfunarfé sitt 8.000 krónum meira en önnur til að vera treyst til að greiða sömu 6.000 krónurnar er fáheyrt. Skattar, lífeyrissjóðsiðgjöld og afborganir námslána eru allt tekju- tengdar stærðir. Við bætist að greiðslumat Húsnæðisstofnunar er tekjutengd stærð þótt raunveruleg greiðslubyrði aukist aðeins um fasta upphæð — 6.000 krónur á mánuði á hveija milljón. Sex þúsund krónum hærri greiðslubyrði krefst aðeins sex þúsund kr. hærri tekna eftir skatt, ekki 33 til 54 þúsund kr. hærri tekna. í núverandi kerfi gerir Húsnæðis- stofnun enga tilraun til að meta raunverulegar tekjur til greiðslu- mats — aðeins prósentur af tekjum. Hafi menn ekki vissa prósentu dug- ir ekki að eiga fyrir afborgunum, að mati Húsnæðisstofnunar. Vitanlega þarf að taka tillit til endurgreiðslu námslána í greiðslu- mati Húsnæðisstofnunar, en á þann hátt að eðlilegt samhengi sé. Ekki væri ósanngjarnt að endurgreiðsla Við þetta eykst reiknuð greiðslu- geta þeirra sem greiða af námslán- um og samkvæmni eykst í kerfinu, því tekið er tillit til raunverulegrar greiðslubyrði námslána. Á þennan hátt gæti Húsnæðisstofnun komist hjá því að fólk ofgerði greiðslugetu sinni vegna námslánaafborgana, án þess að það bitnaði um of á mögu- leikum þess til að eignast eigið húsnæði, Sjálfseignarstefnan í húsnæðis- málum á sér orðið langa sögu á íslandi. Ef það er ekki ætlun stjórn- valda að ýta skuldurum námslána inn í félagslega húsnæðiskerfíð, þá er nauðsynlegt að breyta greiðslu- mati Húsnæðisstofnunar. Stjóm SÍNE leyfir sér að beina þeim til- mælum til félagsmálaráðherra og til Húsnæðisstofnunar, að lagfæra nú þegar það misræmi sem er milli þeirra er skulda námslán og ann- ara, í greiðslumati Húsnæðisstofn- unar. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og formaður SÍNE, Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Helstefna stjómvalda „móðuharðindi samtímans“ HUGTOKIN vald, boð og bönn, eru stór orð og þegar þeim er beitt af kappi frekar en forsjá breytast þau í andhverfu sína og verða að hroka og for- heimsku. Ég velti fyrir mér hvort stjórnvöld síðustu áratuga hafi ekki einmitt beitt þeim af hroka og for- heimsku þegar núver- andi kvótakerfi var komið á. Þessu kerfí hefur verið fylgt eftir af slíkri harðneskju að sumar byggðir þessa lands eru að leggjast í auðn. Ég er viss um að þegar Hall- dór Ásgrímsson og Kristján Ragn- arsson komu þessu kerfí á gerðu 't þeir sér enga grein fyrir því að kerfi þeirra yrði að „móðuharðind- um samtímans". Þar hefur skömmtun á auðæfum hafsins farið svo rækilega úr bönd- um að óveiddur fiskur er leigður og gengur kaupum og sölum. Þessi auðleggð, fískimiðin við landið, sem lögum samkvæmt telst sameign þjóðarinnar, er misnotuð af þeim Ragnheiður Ólafsdóttir sem telja sig eiga hana, „sægreifunum", til að braska með. Þeir vilja fá þessa sameign ókeypis til að selja, leigja og braska með og fara meira að segja opinberlega fram á að fá að veðsetja þetta fjö- regg þjóðarinnar! Hví- líkt siðleysi. Ég spyr - er ekki hægt að kalla alla þá til ábyrgðar sem hafa komið kvótakerfínu á og hafa á silfurfati fært auðleggð okkar í hendur örfáum aðilum, „sægreifunum"? Ég vil að umboðsmaður Alþirigis kanni í hvaða stöðu við landsmenn, eignaraðilar fískimiðanna, erum og hvort alþjóðalög ná ekki til allra þessara manna og þeirra stjórnvalda sem leyfa brask með þjóðareignir? Ég spyr - hvers vegna eiga út- gerðarmenn umfram skipstjórnar- menn og aðra sjómenn, sem leggja bæði líf og limi í hættu til að veiða og koma með aflann að landi, að fá kvótann? Af hverju fá ekki sjó- menn og fiskverkafólk kvótaúthlut- VIÐSKIPTANÁM N Fjölbrautaskólinn Breiðholti Innritun á vorönn 1997 lýkur 1. nóvember. Af viöskiptasviöi FB hafa 974 nemendur útskrifast meö verslunarpróf frá árinu 1975. FB þegar þú velur viðskiptanám. , Er ekki kominn tími til, spyr Ragnheiður Qlafsdóttir, að Vestfirðingar stofni eigið fríríki? un ef þetta kerfi er svona réttlátt? millifsSíberíuvist Nú er skipstjómarmönnum skip- að, frá útgerðarmönnum í landi, að sækja afla á fjarlæg mið, t.d. „Sí- beríu-gúlag“ íslendinga, Smuguna, til þess að útgerðin geti leigt kvót- ann af skipunum burt á meðan! - En gera þessir sömu útgerðaraðilar sér ekki grein fyrir því hvers konar andlegri kúgun þeir beita gagnvart skipshöfnum sínum? Með þessari Síberíuvist sjómannanna og þeirri frelsissviptingu sem hún skapar valda þeir mikilli andlegri vanlíðan sem alltof oft endar með sjálfsmorð- um eða annarri ógæfu. Er ekki kominn tími til að endurskoða þessa fískveiðistjórnun og endurskoða þá ofurtrú sem menn hafa á hafrann- sóknum? Mér sýnist að menn sem aldrei hafa migið í saltan sjó hafí mun minni þekkingu á hafinu en jarðeðlisfræðingar á Vatnajökuls- gosinu. Munurinn er bara sá að jarðvísindamenn viðurkenna þekk- ingarmörk sín. Glötun Eins og fyrr segir viðgengst alls kyns brask og svínarí, beinlínis vegna kvótans. Sumir bátar veiða t.d. sandkola inni á fjörðum og fá ekki einn einasta þorsk á meðan næstu bátar við hliðina mokveiða þorsk. - Menn landa fram hjá vigt í tugum, hundruðum ef ekki þús- undum tonna um land allt, frekar en að henda fiskinum í sjóinn aft- ur. Menn veiða innan lögsögu hér við land eins og innan landhelgi við Svalbarða og reyna að telja fólki trú um að þeir veiði í Smugunni. Smugurnar eru margar og neyð- in kennir naktri konu að spinna. Allir vita af þessu svindli, stjórn- völd líka, en kjósa að þegja þunnu hljóði! Það vekur mig til umhugsun- ar um hverra hagsmuna þau gæta? Getur verið að það sé líka sukk og svínarí tengt þessum ofuráhuga stjórnvalda til að viðhalda helstefn- unni sem er að leiða fjölda byggðar- laga í glötun? Ef stjórnendur þessa lands hafa ekki tekið eftir því þá eru Vestfírðir og Vestfjarðamið gullkista þjóðarinnar. En hvert fer allt gull Vestfirðinga? Auðvitað suð- ur. Já, suður á mölina til að efla veldi stjórnvalda og sægreifa. Á sínum tíma færði Halldór Ás- grímsson, þáverandi sjávarútvegs- ráðherra, loðnu og síldarkvóta af Vestfjörðum og setti þann kvóta í hendur Austfirðinga og á suðvest- urhornið. Vestfirðingar áttu þá að eiga meiri þorsk- og grálúðukvóta eftir. Þessi kvóti var einnig smám saman tekinn af þeim og færður í burt, svo nú sitja Vestfirðingar eft- ir með sárt ennið og mega helst ekki sækja á eigin mið! Þess vegna eru byggðarlögin á Vestfjörðum á vonarvöl í dag. Ég skora á Fjórðungssamband Vestfjarða að kalla saman fund með öllum kjörgengum íbúum svæðisins til að ræða í alvöru hvort ekki sé kominn tími til að Vestfirðingar segi sig úr lögum við hina lands- fjórðungana og stofna eigið fríríki og njóta þannig í friði arðsins af verðmætasköpun sinni. Mætti þá hugsa sér að í slíku fríríki sæti ríkis- stjórn með eigin sjávarútvegsráð- herra sem hugsaði fyrst og fremst um hag svæðisins. Þá gæti ríkis- stjórn Vestljarða fært út eigin lög- sögu og það þyrfti samþykki 80% íbúa svæðisins til að hleypa skipum af öðrum svæðum á veiðar í lögsögu Vestfírðinga. Vestfírðingar gætu svo sannar- lega verið. sjálfstæðir og þyrftu þá enga ölmusu frá ríkisvaldinu. Ekki þyrfti að friða Vestfirðinga með dúsum á borð við Vestfjarðagöngin. Þeir gætu sjálfír byggt upp alþjóð- legan flugvöll og flutt beint á mark- aði, fullunnar fisk- og landbúnaðar- afurðir. Það þyrfti engan kvóta á uppbyggingu vega á svæðinu eða í heilbrigðis- og skólakerfínu. Fyrir- tæki og sveitarfélög þyrftu enga rík- isstýringu til að sameinast heldur gætu fyrirtæki og einstaklingar blómstrað sjálfstætt. Engin höft, boð eða bönn. Og ekki þyrftu menn að óttast að Vestfírðingar bæru ekki fulla virðingu fyrir fískimiðunum. í dauðateygjum Vestfirðingar muna vel og gleyma sjálfsagt aldrei þegar Hall- dór Ásgrímsson kom kvótakerfinu á. í framhaldi af þeim gjörningi keypti Sambandið upp heilu byggð- arlögin og þegár það svo sálaðist voru Vestfirðir skildir eftir í dauða- teygjunum. Ekki hefur ástandið batnað eftir að Sjálfstæðisflokkur- inn gekk í eina sæng með Fram- sókn. Ég spyr mig stundum þessa dagana, ekki síst eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, hvor þeirra, Þorsteinn Pálsson eða Halldór Ás- grímsson, sé orðinn forsætisráð- herra? Allavega þótti mér Davíð Oddsson setja alvarlega niður með stuðningi sínum við núverandi Framsóknarhöft kvótakerfisins. Hvað varð um frjálshyggjupostul- ann Davíð? Ef núverandi ríkisstjórn leggur ekki af kvótakerfið og tekur upp sóknarstýringu í breyttri mynd skora ég á Vestfírðinga að stofna sitt eigið ríki. Það getur aldrei orð- ið verra en núverandi ástand. Höfundur er fyrrverandi sveitar- og bæjarstjórnarmaður og sat í samráðsnefnd um fiskvciði- stefnuna á vegum Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.