Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 39 hans Hjördísi, móður minni, er kom- ið á framfæri og þakkað fyrir stuðn- ing í veikindum hennar. Þórdísi og Sjöfn, og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Þórunn Gestsdóttir. Mig langar að minnast vinar míns Sverris Guðmundssonar. Þegar ég kom í land fyrir 12 árum eftir að hafa stundað sjóinn í mörg ár, þurfti maður að finna sér eitt- hvert áhugamál og golfið varð fyrir valinu. Það var þá sem ég kynntist Sverri. Hann var búinn að stunda golfið í mörg ár. Ég man það vel sem byijandi hvað Sverrir var tillits- samur, og þegar ég lít til baka sé ég glöggt hvað hann var mér hjálp- legur og setti sig ekki á stall eins og sumir gerðu. Ég á margar ánægjulegar minn- ingar þegar við Sverrir vorum á öll- um LEK-mótum sem fram fóru í nágrenni við Reykjavík. Fyrir 7 árum stakk hann upp á því að við færum á svokallað Hauks- og Her- mannsmót sem haldið var á Strand- arvelli á Hellu fyrir 65 ára og eldri, og við höfum ekki sleppt úr móti síðan. Þess má geta að Sverrir kom oftast inn með gott skor á hvetju móti. Eins og undanfarin ár ræddum við um hvort við ættum að fara á Hauks- og Hermannsmótið í ár, en Sverrir var í vafa um hvort hann treysti sér. Hann lét þó til leiðast fyrir mína áeggjan. Það kom í ljós þegar út á völlinn var komið að mikið vantaði upp á hans getu. Það má gera ráð fyrir að sú meinsemd sem dró hann til dauða, hafi verið bytjuð að htjá hann. Ohjákvæmilega snerti það mig djúpt að horfa upp á hvemig þessum vel á sig komna manni miðað við aldur, hrakaði fljótt. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa notið vináttu þeirra hjóna í mörgum golf- og sólarlandaferðum. Þau hjónin höfðu sérstakt lag á því að laða til sín hresst og gott fólk. Það var ógleymanlegt fyrir okkur að hafa verið í þessum hópi. Innilegar samúðarkveðjur send- um við hjón konu hans Þórdísi Jóns- dóttur og fjölskyldu. Blessuð sé minning Sverris Guð- mundssonar. Gísli Jóhannesson. 0 Fleirí minningargreinar um Sverri Guðmundsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. var útskýrt í flýti, lögð niður vopn og menn sluppu með skrekkinn. Þessi uppákoma var mörgum ógleymanleg og vakti mikla kátínu eftir á. Þær eru óteljandi minningarnar sem rifjast upp þegar myndirnar úr ferðum okkar eru skoðaðar, um jörð Karenar Blixen í Afríku, á stóra kóralrifinu við strönd Ástralíu, á draumaeyjunum Bali og Fiji, með Masai-mönnum í Tansaníu eða Maoríum á Nýja-Sjálandi, í tangó í Argentínu og samba í Ríó, - svona mætti lengi telja. Alls staðar var fróðleiksþorsti Torfa óslökkvandi og hann punktaði niður allt mark- vert sem hann sá og heyrði. Hefði maður aðeins hálft þrekið hans Torfa á hans aldri og lífsgleðina mætti maður vel við una. Einu öfundaði ég hann alltaf af og það var hvernig hann gat fengið sér hænublund og sofnað nánast hvar og hvenær sem var í augna- blik og var svo eins og úthvíldur á eftir. Það var altalað í ferðum okk- ar að þessi eiginleiki hefði komið honum vel í lífinu, sérstaklega í starfi sáttasemjara ríkisins. Ég vil að leiðarlokum þakka þeim Torfa Hjartarsyni og Onnu Jóns- dóttur konu hans fyrir ánægjulega og lærdómsríka samfylgd í rúman áratug, um leið og ég bið börnum þeirra og öðrum aðstandendum guðs blessunar. Ég sé þau hjónin nú í anda eftir lítinn hænublund, dansa glæsileg saman inn í eilífðina. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. SOLVEIG GUNNARSDÓTTIR + Sólveig Gunn- arsdóttir fædd- ist í Dölum í Hjalta- staðarþinghá 2.júní 1916. Hún lést í Reykjavík 14. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar Magn- ússon, bóndi Hrol- laugsstöðum, Dölum og Hjaltastað, og Guðný Sigþrúður Rustikusdóttir, hús- freyja Hrollaugs- stöðum og Dölum. Systkini Sólveigar eru Magnús, f. apríl 1914, d. ágúst 1917, Ingunn, f. 14.8.1915, og Aðalheiður, f. 10.4. 1917. Árið 1946 giftist Sólveig Sig- urði Guðnasyni frá Gagnstöð, f.20.11. 1909, d. 28.12. 1961. Börn Sigurðar og Sólveigar eru: Gunnar Sigþór, f. 12.4. 1939, Reykja- vík, Halldór, f. 8.12. 1944, Egilssöðum, Karl Hildálf, f. 10.3. 1950, Hveragerði, - J og Sólveig Sigríður, jmjjm f. 23.11. 1960, Egils- stöðum. Sólveig var lengst af húsfreyja og bóndi í Gagnstöð í Hjaltastaðarþing- há en fluttist í Egilsstaði og bjó þar hin síðari ár. Útför Sólveigar fór fram frá Egilsstaðakirkju 19. október. Þegar ég minntist Sollu móður- systur minnar koma í hug fagrir sumardagar úr æsku minni þegar ég var „í sveit“ í Gagnstöð. Þegar skóla lauk á vorin, var manni kom- ið á mjólkurbílinn eða „skrölti" með Alla á Osi í jeppanum eða einhvetj- um öðrum eftir hálfónýtum vegum út á Eyju til að komast í ævintýra- land sumarsins. Laus frá stagli skólans og komst á annað tilveru- stig. Mér finnst nú eins og maður hafi hreinlega stokkið inn í náttúr- una sjálfa, þar sem allt umhverfið iðaði af lífi á vorin og umgerðin þessi dýrðlegi fjallahringur. Ég átti að heita liðléttingur þó ég minnist nú ekki að miklar skyld- ur væru lagðar á mínar herðar, nema þá helst að rölta á eftir kún- um út fyrir tún eftir mjaltir á morgnana. í þessu tölti eftir kúnum var lífsgátan brotin til mergjar af meiri ró hugans en mér hefur auðn- ast síðar á lífsleiðinni. Það eina sem skyggði á var óttinn við að kjói eða kría birtist. í sveitinni laukst upp hin eilífa hringrás lífsins. í minningunni birt- ast lítil lömb sem betjast við að fanga iífið í kalsarigningu úti í „Girðingu“ og eru tekin heim, jafn- vel sett í ullarteppi við eldavélina hjá frænku, fá þar mjólk úr pela og verða kannski að heimalningum af því móðirin vill ekki eiga þau þegar þau komast til heilsu. Éða stórkostlegur eftirmiðdagur þegar yxna kýr er leidd undir tarfinn eða þá dapurlegu stund þegar við Kalli liggjum uppi á fjárhúsþaki og horf- um á þegar nauti er slátrað þótt okkur hafi verið bannað að vera þar nærri. En allt þetta hefði orðið litlum mömmudreng harla lítið gaman og magurt veganesti ef ekki hefði ver- ið fólkið og heimilið sem öll þessi upplifun hrærðist í kringum. Á meðan Sigga naut við var glaðværð- in í fyrirrúmi. Ég minnist þess hvemig hann heillaði Sigbjörn yngri bróður minn upp úr skónum, þegar við vorum saman sendir í Gagnstöð til frænku af því að mamma var á sjúkrahúsi. Sibbi var bara fjögurra eða fimm ára kríli sem aldrei hafði farið að heiman. Þetta var þvílíkt ævintýri að hann er enn að minn- ast á það nú 35 árum síðar. Og strákamir, frændur mínir, gerðu allt að ævintýrum þegar sagt var frá umhverfinu, kynlegum mönnum og atvikum. Þannig kynntist ég landinu og bæjunum gegnum sögurnar sem sagðar voru heima í eldhúsi. Héraðssandi, Stapavík, Hrafnabjörgum og þess- um endalausu blám, þar sem beitar- húsin gömlu stóðu á svo miklu slétt- lendi að ógerningur var öðrum en galdramönnum að ftnna þau í dimmviðri. Þó hafði Guðni gengið að þeim í glórulausum byl af svo mikilli nákvæmni að hann datt um hlöðuvegginn þegar skíðin rákust í hann. Eða þá Osfjallinu þar sem stundum var slík beijaspretta að fólk fyllti 40 1 mjólkurbrúsa á örfá- um tímum. Einnig þegar tekið var til við draugasögurnar á dimmum ágústkvöldum svo að kaldur hrollur fór eftir bakinu. Sögurnar voru samofnar landinu og landið sögun- um þannig að erfitt var að skilja á milli. Og mitt í þessari dásemd allri var Solla frænka eins og einhvers konar hornsteinn. Sívinnandi, við stóru gljákolavélina, frammi í búri, úti í fjósi við mjaltir eða þá í ati í heyskap heima eða á engjum, eða í fjárstússi, þvílíkt þrek. Oft hef ég hugsað um hvílíkt gríðarlegt starf hún þurfti að inna af hendi og eiga samt þrek aflögu til að gefa af sér þá mannlegu hlýju sem allir sem nærri voru nutu góðs af. Fáum hef ég kynnst sem hafa staðið jafnföst- um fótum á jörðinni og Solla. Orðn- um hlutum tók hún með jafnaðar- geði en var stöðugt vakandi yfir velferð heimilisfólksins. Man ég að okkur frændunum þótti oft nóg um þegar hún áminnti okkur urn að gæta okkar á hættunum sem alls staðar leyndust. Okkur fannst við vera menn til að gæta okkar sjálf- ir. Kannski var það einmitt þessi umhyggja sem var grunnur þess öryggis og vellíðunar sem við nut- um. Eiginlega finnst mér að alltaf hafi verið gott veður í Gagnstöð, a.m.k. stafar einhverri hlýju frá þessum sumrum æskuáranna sem yljar gengnum tíma og rúm. Sagt er að þegar tré skjóta rótum á upp- hafsárum sínum velti á miklu urn hversu þeim farnast síðar, ftjósemi þess jarðvegs sem ræturnar hafna í. Þegar ég hugsa til þessara dýrð- legu daga í Gagnstöð finnst mér að til þeirra liggi ein af þeim rótum mínum sem ég síst vildi án vera. Um leið og ég þakka Sollu sam- fylgdina viljum við Bergrún votta systkinunum frá Gagnstöð og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Gunnar Pálsson. Erfidrykkjur Glæsilegkaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 Crfisdrvkkjur Veitingohú/ið GAPi-inn Sími 555-4477 og 562 7575 FLUGLEIÐIR lllini I.IIFTLF III!! t Ástkær eiginmaður minn, ÁSGRÍMUR ALBERTSSON gullsmiður og fv. bankafulltrúi, Vogatungu 6, Kópavogi, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. október. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Jóhannsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR, Faxastig 45, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 26. október kl. 14.00. Ágústa Einarsdóttir, Ólafur Oddsson, Dóróthea Einarsdóttir, Magnús Sigurðsson, Eli'n Brimdís Einarsdóttir, Gisli Kristinsson, Þorbjörg Guðný Einarsdóttir, Einar Örn Arnarson, Sveinn Einarsson, Þorleif Lúthersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, HARPA STEIIMARSDÓTTIR, Birkihlíð 7, Sauðárkróki, lést af slysförum 19. október í Borgar- spítalanum. Útför hennar fer fram frá Sauðárkróks-'* kirkju laugardaginn 26. október kl. 14.00. Steinar Skarphéðinsson, Guðmunda Kristjánsdóttir, Helga Steinarsdóttir, Tryggvi Ó. Tryggvason, Hafdís Halldóra Steinarsdóttir, Hörður Þórarinsson, Hlín Steinarsdóttir, Jósef Kristjánsson, og systradætur. t Útför móður okkar, JÓRUNNAR BLÖNDAL frá Laugarholti, sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 18. október, ferfram frá Bæjarkirkju laugar- daginn 26. október. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11 og frá Hyrnunni, Borg- arnesi kl. 13.15 sama dag. Sveinbjörn Blöndal, Jón Blöndal. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS ÓLAFS JÓNSSONAR, Háholti 33, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Sigriður Jónsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Ágústa Einarsdóttir, Hugrún Guðjónsdóttir, Kristin Guðjónsdóttir, Guðmundur Smári Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför STURLU JÓNSSONAR frá Súgandafirði. Eva Sturludóttir, Guðni Þ. Jónsson, Sigrún Sturludóttir, Þórhallur Halldórsson, Kristin Sturludóttir, Guðbjörn Björnsson, Jón Sturluson, Sigurbjörg Björnsdóttir, Eðvarð Sturluson, Arnbjörg Bjarnadóttir. C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.