Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
DAGNÝ
MAGNÚSDÓTTIR
+ Dagný Magnús-
dóttir var fædd
á Þórshöfn á Langa-
nesi 8. október 1925.
Hún lést á hehnili
sínu, Dalalandi 3,
Reykjavik, 18. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar Dagnýjar
voru Magnús Jóns-
son, fæddur 6. maí
1903, dáinn 31.
—■* október 1942, og
Þorbjörg Bjarna-
dóttir, fædd 17. jan-
úar 1910, dáin 9.
febrúar 1982.
Dagný átti fjögur systkini.
Þau eru: Jóna Sólveig, fædd
18.10.1928, Reynir, fæddur 1.5.
1929, dáinn 1.7. 1985, Bjarni
Þór, fæddur 24.9. 1933, dáinn
4.8. 1983, og Elísa Björk, f.
16.6. 1937.
Dagný giftist 7.11. 1944
Grími Víkingi Þórarinssyni, f.
28.5. 1923, d. 12.12. 1981. Hann
var sonur hjónanna Þórarins
Víkings Grímssonar, f. 6.6.
1880, og Ástríðar Guðrúnar
Eggertsdóttur, f. 24.11. 1894,
d. 29.7. 1981.
Grímur og Dagný hófu bú-
skap á Kambsvegi 19 í Reykja-
vík en fluttu að Brúsastöðum í
Þingvallasveit árið
1953. Þau fluttu til
Þorlákshafnar árið
1963 og bjuggu þar
til ársins 1979 en
þá fluttu þau til
Reykjavíkur.
Dagný og Grím-
ur eignuðust átta
börn. Þau eru: 1)
Þórarinn, f. 15.4.
1945, maki Val-
gerður Jóhannes-
dóttir. 2) Þorbjörg
Hugrún, f. 6.6.
1947, maki Guð-
björn Dagbjarts-
son. 3) Magnús Víkingur, f.
12.5. 1951, sambýliskona Ingi-
björg Dís Geirsdóttir. 4) Ástríð-
ur Sólrún, f. 13.3. 1955, maki
Atli Smári Ingvarsson. 5) Kol-
beinn, f. 21.8.1956, maki Lovísa
Heiðarsdóttir. 6) Hulda Dagr-
ún, f. 7.2. 1958. 7) Þóra Guð-
rún, f. 22.9. 1963, sambýlismað-
ur Kjartan Valdimarsson og 8)
Sigrún Björg, f. 7.9. 1967, maki
Gunnar Óskarsson. Barnaböm
og barnabarnabörn eru 41 tals-
ins en niðji nr. 50 er rétt ófædd-
ur.
Utför Dagnýjar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Elsku amma, þú varst mér eigin-
lega mikið meira en amma, þar
sem ég fæddist á milli Þóru og
Sigrúnar þá fannst mér yfirleitt
að ég væri systir þeirra og þú þá
oft eins og mamma mín. Eg gleymi
því aldrei þegar þú komst ásamt
Þorbjörgu ömmu í heimsókn til
okkar í Glasgow rétt áður en við
fluttum heim. Ég var rétt að verða
7 ára og mátti fara með ykkur
heim til Islands á undan mömmu
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
LOGI SNÆDAL JÓIMSSON
skipstjóri,
Boðaslóð 16,
Vestmannaeyjum,
er lést þriðjudaginn 15. október sl.,
verður jarðsunginn frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum föstudaginn 25. októ-
ber kl. 14.00.
Halla Gunnarsdóttir,
Jón Snædal Logason, Berglind Kristjánsdóttir,
Sigrún Snædal Logadóttir, Þorsteinn Waagfjörd,
Snæbjörg Snædal Logadóttir,
Halla Björg Jónsdóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma,
GUÐBJÖRG ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR,
Möðrufelli 1,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 15. október síðastlið-
inn. Kveðjuathöfn verður í Fella- og Hólakirkju föstudaginn
25. október kl. 13.30.
Jarðsungið verður að Stað í Hrútafirði, laugardaginn 26. október
kl. 14.00.
Ólafur Stefánsson,
Gylfi B. Ólafsson, Hildur Friðriksdóttir,
Ólafur Gylfason, Friðrik Sölvi Gylfason,
Guðbjörg Á. Gylfadóttir, Fodil Akmouche,
Tania Akmouche, Hildur Akmouche.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÁSTA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Efri-Rauðsdal,
Barðaströnd,
verður jarðsungin frá Brjánslækjar-
kirkju laugardaginn 26. október
kl. 14.00.
Bylgja Gisladóttir, Ásgeir Einarsson,
Guðrún Gísladóttir, Jón Bessi Árnason,
Steina Ósk Gísladóttir, Gunnar Þór Jónsson,
Hulda Gísladóttir, Smári Bent Jóhannsson,
Gísli Ásberg Gislason, Nanna Á. Jónsdóttir,
Þurfður Margrét Gísladóttir,
Kristján Geir Gfslason
og barnabörn.
r
og pabba og Kristjáni bróður. Eft-
irvæntingin var svo mikil að fá að
vera hjá þér alein í heilan mánuð.
Stundimar sem ég átti með þér
og afa og systkinum mömmu á
B-götunni í Þorlákshöfn eru
ógleymanlegar. Þú kenndir mér að
pijóna 7 ára gamalli. Fáar hafa
verið jafnmiklar pijónakonur og
þú. Hver lopapeysan á fætur ann-
arri spratt fram úr ermunum á
þér. Manstu þegar þú sagðir Dodda
(rauða) að þú hefðir pijónað lopa-
peysuna hans þegar þú hefðir þurft
að stoppa á rauðu ljósi.
Þegar ég svaf hjá ykkur þá varst
þú alltaf vöknuð fyrir allar aldir
og settumst við þá oft í lokrekkj-
una og pijónuðum til þess að hafa
ekki hátt. Þú áttir mikið af gömlum
kjólum og fötum sem við Sigrún
vorum alltaf að máta. Stundum
fékkst þú nóg af veseninu í okkur
og sagðir okkur að fara út að leika
en það var pottþétt að einhvers
staðar fundum við vatn og gátum
bleytt okkur en þá var ekki um
annað að ræða en að skipta um
föt og urðu gömlu kjólarnir ávallt
fyrir valinu.
Það var alltaf líf og fjör á B-göt-
unni því öllum fannst gott að vera
hjá ömmu og afa. Ekki breyttist
það þó þið flyttuð til Reykjavíkur,
en það var árið 1979. Þá var yfir-
leitt eins og umferðarmiðstöð hjá
ykkur í Gnoðarvoginum. Á laugar-
dagsmorgnum fylltist húsið ávallt
því við vissum öll að þú værir búin
að standa og baka kleinur síðan
kl. 6 um morguninn og enginn vildi
missa af því að fara í kleinukaffi
til ömmu. Það voru bestu kleinur
sem hægt var að fá og vorum við
yfirleitt leyst út hvert með sinn
kleinupoka.
í desember 1981 kom svo skarð
í líf okkar þegar afi lést eftir
skammvinn veikindi. En þú varst
svo dugleg, sagðist vera svo rík
að eiga öll þessi börn og barna-
börn. í mínum huga varstu alltaf
ung. Þú stundaðir gömlu dansana
og félagsvist af fullu kappi. Fáir
myndu standa þér jafnfætis í því
nema þá helst hann Emil vinur
þinn sem gaf þér svo margar góð-
ar stundir.
Ég gæti setið hér dögum saman
og skrifað til þín minningarorð,
elsku amma mín, en ég ætla að
geyma þau í huga mér. Mér varð
það mikið áfall þegar það kom í
ljós að þú værir með banvænan
sjúkdóm, en sem betur fer þurftir
þú ekki að líða þjáningar í lengri
tíma en raun varð á. Það þýðir
samt ekki að ég sætti mig við að
þinn tími hafi verið kominn, því
þú varst bara 71 árs og alltof ung
til að deyja. Ég lifi líka í þeirri von
að þið afi sameinist aftur þar sem
þið hvílið hlið við hlið í Fossvogs-
kirkjugarði. Það er höggvið stórt
skarð í fjölskyldu okkar við fráfall
þitt, amma. Þín verður sárt saknað
en við munum ávallt minnast þín
svo lengi sem við lifum, hve þú
varst okkur góð.
Elsku Emil og kæra fjölskylda,
guð gefi ykkur styrk á þessum
sorgarstundum. Hvíl þú í friði.
Þín nafna,
Dagný Magnúsdóttir.
Elsku amma. Ég vil kveðja þig
með þessum orðum.
Amma, þú varst alltaf góð, vissir
allt og varst svo fróð, nú ertu kom-
in upp til hans. Ég gef þér þennan
blómakrans. Ég vildi að þú værir
hér og gerðir kleinur handa mér.
Þú drakkst svo mikinn eplasafa og
hvílir nú hjá honum Grími afa.
Hvíl í friði.
Þinn
Hjalti.
Elsku Dagný amma, mig langar
að kveðja þig með þessum fáu orð-
um.
Elsku amma mín, þú varst alltaf
svo fín, þú varst alltaf svo góð og
fallega ijóð, nú verndarðu mig og
ég hugsa um þig, elsku amma mín.
Þín
Hugrún.
Elsku amma mín.
Með söknuði í hjarta kveð ég þig
í dag. Þú varst sú sem auðgaðir líf
okkar með endalausri gleði, bjart-
sýni og jákvæðni. Þú varst höfuð
fjölskyldunnar og sú sem sameinað-
ir okkur og mikið á ég eftir að sakna
þín. Það var svo ljúft að kíkja inn
hjá þér í kaffi og spjall þegar mað-
ur átti leið hjá, eða renna í morgun-
kaffi á morgnana og þá undantekn-
ingarlítið rekast á einhvern ætt-
ingja eða vin hjá þér. Ég gat verið
viss um að ef ég kom döpur til þín,
þá fór ég alltaf glöð. Það var gott
að koma í kleinukot.
Margar góðar minningar á ég
um þig, elsku amma. Hvað það var
spennandi að fá að gista hjá þér
og fá að snúa uppá kleinur á laugar-
dagsmorgnum kl. 6 og þú leyfðir
mér að borða eins mikið af deiginu
og ég vildi og svo bakaðirðu auðvit-
að kleinukarla og oft heila fjöl-
skyldu. Þú kenndir mér líka að
pijóna utan um herðatré og alltaf
með glaðlegum litum því að þú
varst alltaf svo glöð. Hver man
ekki líka eftir klemmufötunni sem
var heill ævintýraheimur fyrir okk-
ur krakkana. Spilagleðina áttum við
Iíka sameiginlega og mörg kvöldin
sátum við og spiluðum rommí, árið
sem ég bjó hjá þér og var ófrísk
að Ástríði Rán. Þér var alveg sama
þó að þú tapaðir og mér fannst
óskaplega gaman að vinna, hvað
við gátum hlegið.
Elsku amma, þú varst yndisleg
amma. Alltaf glöð, sæt og fín. Allt-
af dansandi og syngjandi. Alltaf
bakandi eitthvað gott eða eldandi
gijónagraut. Alltaf pijónandi eða á
ferð og flugi. Alltaf að gleðja og
gera eitthvað fyrir aðra. Þér féll
aldrei verk úr hendi fram á síðasta
dag. Þú varst amma eins og allar
ömmur ættu að vera og vonandi
verð ég einhvern tíma amma eins
og þú varst.
Elsku amma, ég þakka þér fyrir
allar stundirnar sem við áttum sam-
an og fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig. Nú ertu hjá Grími afa
og Guði og öðrum ástvinum og ég
veit að þér líður loksins vel.
Elsku Emil, þú átt alla okkar
samúð.
Með ástar- og saknaðarkveðju.
Helena Rós.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast vinkonu minnar
Dagnýjar. Það eru viss forréttindi
að kynnast fólki eins og henni á
lífsleiðinni, konu sem var með
sterka og fágaða persónugerð, en
þannig virkaði Dagný á mig. Hún
var jákvæð og dugleg, og sá ljósu
hliðarnar á öllu og í öllum. Hún
hagræddi af sinni alkunnu snilld
öllu á betri veg, þannig var hún
hagleikssmiður í að skapa stemmn-
ingu fyrir sig og sína. Henni var
ætíð efst í huga að gera gott við
aðra, enda af þeirri kynslóð manna
að vera gestrisin og fórnfús, það
lærði ég að þekkja þegar ég gerð-
ist leigjandi hjá henni, og bjó við
hennar atlæti í tvo vetur. Það var
oft gaman að sitja og hlusta þar
sem hún sagði mér frá mannlifmu
austan af Vattarnesinu sínu, og
öðru skemmtilegu. Það er ekki of-
sögum sagt að Dagný hafi verið
myndarleg húsmóðir, hún var ætíð
að, allar lopapeysurnar sem hún
pijónaði, svo ekki sé talað um klein-
urnar sem voru þær allra bestu.
Ég þakka fyrir að fá að vera
samtíða góðri og vandaðri konu,
og bið Guð og Jesú um að geyma
hana, um leið og ég votta fjöl-
skyldu hennar mína samúð.
Friðarins Guð, hin hæsta hugsjón mín,
höndunum lyfti ég í bæn til þin.
Kraftarins faðir, kraftaverkið gjörðu,
gefðu mér dýrðar þinnar sólar sýn.
Sigrandi mætti gæddu ljóðin mín,
sendu mér frið að syngja frið á jörðu.
Friðarins Guð, ég finn þitt hjarta slá,
föður milt, blítt og sterkt í minni þrá.
Brennandi þrá að mýkja meinin hörðu,
því finn ég vængjum mínum vaxa flug.
Viljanum styrk og strengjum mínum dug,
til þess að syngja, syngja frið á jörðu, frið
á jörðu.
(Guðmundur Guðmundsson.)
Davíð.
Hún verður hveijum sem kynnt-
ist henni ómetanleg og hafi nokkur
lifað lífinu lifandi var það hún.
Glaða brosið hennar lifði alltaf og
hlátur hennar fram til hinstu stund-
ar var hinn sami. Ég heimsótti hana
nokkrum dögum áður en hún lést
og það voru skemmtilegir samfund-
ir, brosið hlýja, og sannast að segja
hélt ég að við ættum eftir að sjást
aftur hér í þessari jarðvist, handtak-
ið og hlýjan var hið sama, og æðru-
leysið. Fyrstu kynni okkar voru á
Eskifirði fyrir um það bil 60 árum,
þar sem hún, þá tápmikil stúlka,
var í þjónustu hjá vinkonu sinni,
sem var þá að fæða barn. Þá voru
nú ekki eins mikil þægindi og núna.
Þar sá ég fyrsta brosið hennar og
geymi það í þakklátu hjarta. Þessi
vinkona hennar kunni líka að taka
lífinu létt og ekki spillti það fyrir.
Þó að ég flytti siðan búferlum
að heiman höfðum við alltaf sam-
band eftir því sem hægt var. Hún
var skemmtilegur félagi og lífgaði
allt sem hún kom nærri. Dansinn
var eitt af því sem hún hafði gam-
an af. Þar var hún eftirsótt. Svo
eignaðist hún heimili og stóran
barnahóp og við það óx gleðin.
Farsældina kunni hún að meta, og
alltaf var hún rík, og ríkidæmið var
mest í börnunum. Það fór hún ekki
dult með. Austfirðir áttu alltaf í
henni svo mikið og um þá gátum
við rætt þegar fundum bar saman.
Hvernig hún kom upp öllum þessum
barnahóp er mér oft óskiljanlegt
og þegar það barst í tal og hvort
erfiðleikarnir hefðu ekki oft reynt
á þrekið, kom hið sama skæra bros
sem fylgdi henni alla ævi. Æsku-
fjörið entist til hinstu stundar.
Með þessum fáu orðum vil ég
minnast þessarar vinkonu minnar
með sérstakri þökk fyrir trygga og
farsæla vináttu sem hefir verið gleði
á för minni hér í heimi, þakka henni
fyrir dugnaðinn sem alltaf fylgdi
henni og aldrei var um neina upp-
gjöf að ræða. Henni varð að ósk
sinni að sjá börnin sín aukast að
þroska og geta fylgt þeim eftir. Og
alltaf þegar mér finnst þungt undir
fæti verður mér hugsað til Dagnýj-
ar og þá birtir yfir. Það fer ekki á
milli mála. Ég vil því endurtaka
þakkir mínar og veit að nú er upp-
skeran á landi ljóssins.
Guð blessi þig, góða vinkona, á
nýjum áfanga. Ástvinum þínum
sendi ég samúðarkveðjur og með
þeirri ósk að þeir megi feta í þín
fótspor. Betra hlutskipti í þessum
heimi er varla til í dag.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
GUÐRÚN ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Heiðarvegi 55,
Vestmannaeyjum,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 23. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Andersen, Jóhanna Andersen,
Ágústa Þyri Andersen, Þór Guðmundsson,
Willum Pétur Andersen, Sigríður Ingólfsdóttir,
Halla Júlia Andersen, Baldvin Kristjánsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.