Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FLOKKSFORMAÐUR DREGUR SIG í HLÉ * AKVORÐUN Jóns Baldvins Hannibalssonar um að hætta sem formaður Alþýðuflokksins markar ákveð- in þáttaskil í sögu flokksins og íslenzkum stjórnmálum. Hver áhrif hennar verða á þróun stjórnmálanna er enn of snemmt að spá um, en hún er til marks um þá gerj- un, sem er í hópi stjórnarandstæðinga þar sem hugsan- legt er, að skriður komist á aukið samstarf á milli flokka. Þessi ákvörðun Jóns Baldvins um að láta af for- mennsku flokks síns á þeim tíma, sem staða hans er sterk samkvæmt skoðanakönnunum, er óvenjuleg, en hún er skiljanleg. Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið formað- ur Alþýðuflokksins í tólf ár, sem er langur tími í því fjöl- miðlanávígi, sem stjórnmálamenn búa við nú til dags. Flokksformenn sátu iðulega lengur á fyrri tíð, en þegar horft er til síðasta aldarfjórðungs er þetta langur tími. Sá erill og það álag, sem fylgir því að vera formaður stjórnmálaflokks nú um stundir er með þeim hætti, að það getur tæplega talizt eftirsóknarvert. Þá er það vafalaust rétt hjá Jóni Baldvin, að heppilegt sé, að nýr formaður Alþýðuflokksins fái tíma til að treysta sig í sessi fyrir þau pólitísku átök, sem fylgja sveitar- stjórnarkosningunum vorið 1998 og þingkosningunum ári síðar. Veruleg umskipti hafa orðið í sögu Alþýðuflokksins frá því Jón Baldvin tók við formennsku árið 1984. Flokkur- inn hafði lengi verið utan ríkisstjórnar eftir að samstarf- inu við Sjálfstæðisflokkinn í Viðreisnarstjórninni 1959- 1971 lauk. Alþýðuflokkurinn lét tækifæri til að end- urnýja það samstarf fram hjá sér fara sumarið 1978. Aðild að vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar 1978-1979 og minnihlutastjórn Benedikts Gröndals 1979-1980 reyndist flokknum ekki til farsældar. Jón Baldvin leiddi Alþýðuflokkinn hins vegar til valda á ný og í þau tólf ár, sem hann hefur verið leiðtogi Alþýðuflokksins, sat flokkurinn í ríkisstjórn í átta ár. Á þessum árum átti Alþýðuflokkurinn hlut að ákvörðun- um í mörgum mikilvægum_ málum, en þar ber þó lang- hæst ákvörðunina um aðild íslands að Evrópska efnahags- svæðinu, sem hvíldi mest á herðum Jóns Baldvins Hanni- balssonar, sem utanríkisráðherra. Um aðildina að EES urðu hatrammari pólitísk átök en landsmenn hafa séð um langt skeið, þótt nú sé viðurkennt, að aðildin hafi reynzt stórfellt framfaraspor fyrir íslenzkt efnahags- og atvinnulíf. Með framgöngu sinni til stuðnings Eystrasalts- ríkjunum í frelsisbaráttu þeirra hefur Jón Baldvin áunnið sér sérstakan sess í hugum og hjörtum Eystrasaltsþjóð- anna, eins og glögglega hefur komið í ljós í heimsóknum hans þangað. Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið sterkur en jafn- framt umdeildur foringi Alþýðuflokksins. Hann á sér djúp- ar rætur í hreyfingu íslenzkra jafnaðarmanna og býr yfir sögulegri yfirsýn, sem fáum er gefin nú orðið. Það verður sjónarsviptir að honum, þegar hann hverfur úr forystusveit íslenzkra stjórnmála. ÍSLAND OG MYNTBANDALAGIÐ HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, flutti afar athyglisverða ræðu á aðalfundi Sambands ísl. spari- sjóða fyrir nokkrum dögum. í ræðu þessari fjallaði utan- ríkisráðherra um evrópska myntbandalagið, sem verður að veruleika eftir rúmlega tvö ár og sagði m.a.: „Enda þótt ísland sé ekki aðili að Evrópusambandinu og taki þar af leiðandi ekki beinan þátt í umræddri þróun er ljóst, að hún mun hafa veruleg áhrif á það umhverfi, sem við hrærumst í á sviði efnahags- og peningamála. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Islendinga að kynna okkur í tíma áformin um myntsamrunann í Evrópu og búa okkur af kostgæfni undir þau áform.“ Utanríkisráðherra sagði ennfremur: „Ekki er ljóst, hvort eða á hvern hátt EFTA-ríkjunum býðst að tengjast þessari myntþróun, en ef slík ákvörðun verður tekin verð- ur það væntanlega að gerast með sérstökum tvíhliða samningum eða með breytingum á EES-samningnum.“ Það er fagnaðarefni að íslenzkur ráðamaður skuli tala af slíku raunsæi um þetta mikilsverða mál. Gro Harlem Brundtland víkur úr embætti forsætisráðherra Vinsælasti stjórnmála- maður Noregs fer frá Reuter GRO Harlem Brundtland, fráfarandi forsætisráðherra Noregs, og Thorbjorn Jagland, formaður Verka- mannaflokksins og eftirmaður hennar, ræðast við kát í bragði. Fj ármálaráðherra boðar frumvarp um ftjálsan innflutning tóbaks Tóbak veld- urtitringi Reglur um innkaup og sölu tóbaks sem hafa nýverið tekið gildi hafa vakið deilur um hvort ekki hafí verið staðið rétt að setningu þeirra og hvort einstök ákvæði þeirra brjóti í bága við lög. Guðrún Hálfdánardóttir kynnti sér sjónarmið deiluaðila. GRO HARLEM Brundtland kom mörgum að óvörum þegar hún lýsti yfir því í Stórþinginu í gær að hún mundi láta af embætti forsætisráð- herra Noregs á morgun. Thorbjorn Jagland, formaður norska Verka- mannaflokksins, verður næsti for- sætisráðherra landsins. Tæp 15 ár eru liðin frá því að Brundtland myndaði sína fyrstu stjóm og hún er nú vinsælasti stjómmálamaður Noregs. Hún er sjötti forsætisráðherra Verka- mannaflokksins í Noregi frá því heimsstyrjöldinni síðari lauk og var fyrsta konan til að gegna því emb- ætti þar í landi. Brundtland greindi frá ákvörðun sinni í norska Stórþinginu og sagði að ástæðan fyrir því að hún hygð- ist hætta nú væri sú, að hún vildi að flokkurinn hefði tíma til aðlögun- ar. „Ég er þeirrar hyggju að rétt sé að forusta stjórnarinnar og sam- setning sé ljós nokkru fyrir kosn- ingar,“ sagði Brundtland og bætti því við að þessi ákvörðun myndi ekki marka neina breytingu í efna- hagsmálum. Stjórn Brundtland fer frá á morgun og ný stjórn undir forustu Jaglands tekur við. Þegar er farið að velta vöngum yfir því hvort Brundtland muni sækjast eftir ábyrgðarstöðu hjá Sameinuðu þjóðunum og jafnvel framkvæmdastjórastarfínu. Banda- ríkjamenn eru andvígir því að Bout- ros Boutros-Ghali gegni starfinu áfram og hafí þeir sitt fram þarf að finna eftirmann Egyptans. Brundtland skrifar í bréfí, sem hún sendi Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra til að greina honum „per- sónulega" frá ákvörðun sinni, að hún hafí í huga að halda áfram að vinna og láta til sín taka. „Ekkert er mér framandi" Hún sagði á blaðamannafundi í Osló í gær að hún mundi áfram starfa á þingi, en um það hvort hún ætlaði að sækjast eftir hárri stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði hún að ekkert væri henni „framandi". Var þá hlegið á fundinum. Fréttaskýrendur hafa haldið því fram að það hafí fengið mjög á Brundtland að Norðmenn skyldu öðru sinni hafna aðild að Evrópu- sambandinu (ESB) í þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 1994. Brundt- land var hlynnt aðild og rak mikla herferð til að sannfæra Norðmenn um að rétt væri að ganga í ESB. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu hefur verið kölluð mesti ósigur hennar. Davíð Oddsson forsætisráðherra Kraftmikil og með góða yfirsýn „KYNNI mín af Gro Harlem Brundtland voru allnáin og við áttum mikil og góð samskipti, fyrst gagnvart Evrópska efna- hagssvæðinu, EES, og samninga- ferlinu þar en er ég kom að þeim málum var dálítil uppstytta í sam- skiptum ríkjanna á þeim vett- vangi. Okkur tókst hins vegar að laga það fljótlega. Síðan hafa sam- skipti okkar verið mjög ánægju- leg. Hún bauð mér í opinbera heimsókn til Noregs, sem ég síðan endurgalt með því að bjóða henni hingað," sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra um kynni sín af Gro Harlem Brundtland, fráfarandi forsætisráðherra Noregs. Davíð sagði, að þau Gro Harlem hefðu oftHiist, ýmistþegar Norð- menn og íslendingar komu saman til að ræða sín mál eða á fjölmörg- Gro Harlem Brundtland lætur af embætti for- sætisráðherra Noregs á morgun. Hún hefur sett mikinn svip á norsk stjórnmál og látið að sér kveða á erlendum vettvangi, en óvíst er hvað hún ætlar nú að taka sér fyrir hendur. Karl Blöndal leit yfir feril Brundtland. Brundtland hefur verið áberandi á aiþjóðavettvangi allt frá því hún settist í formannsstól alþjóðaráðs Sameinuðu þjóðanna um umhverf- is- og þróunarmál árið 1982 og hún er einnig þekkt fyrir skelegga fram- göngu í málefnum kvenna. Þegar ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna um fólksfjölgun í heiminum var haldin í Kaíró í Egyptalandi árið 1994 reitti hún bæði múslima og kaþólikka til reiði með því að segja að fóstureyðingar ættu ekki að teljast glæpsamlegar og saka þá, sem eru andstæðingar fóstur- eyðinga af trúarástæðum, um hræsni. Byrjaði sem umhverfismálaráðherra Brundtland fæddist í Osló 20. apríl árið 1939 og er nú 57 ára. Hún lærði læknisfræði og útskrif- aðist síðan með master-gráðu frá heilsugæsludeild Harvard-háskóla 1965. Hún starfaði sem læknir í Noregi til 1974 þegar Trygve Bratt- eli, þáverandi forsætisráðherra, gerði hana að umhverfísmálaráð- herra. Fram að þeim tíma hafði Brundt- um fundum með forsætisráðherr- um Norðurlanda. Hefði hún verið orðin hagvön á slíkum samkomum vegna síns langa starfsaldurs en þau hefðu verið kollegar í hálft sjötta ár. „Gro Harlem er mjög áhuga- samur stjórnmálamaður, virk, kraftmikil, vinnusöm og með góða yfirsýn og þekkingu. Það var því mjög gaman að ræða við hana um ýmis mál. Hún hefur enda gegnt þessu starfi lengi við mjög sérstak- ar aðstæður, stýrt minnihluta- stjórn, en skiptingin er svo undar- leg í Noregi, að þar er unnt að vera við stjórnvölinn lengi með um 30% atkvæða á bak við sig. Blokkamyndunin í Noregi er líka þannig, að stjórnarandstaðan hefur málað sig út í horn, ýmist til hægri eða vinstri, en Gro Har- lem hefur verið með sinn flokk inni á miðju stjórnmálanna. Stóra málið hjá henni var þó án efa hugsanleg aðild Noregs að Evr- ópusambandinu þótt hún hefði þar ekki erindi sem erfiði. Eftir þá útkomu töldu margir, að hún myndi standa höllum fæti í stjórn- málunum en hún var aldrei vin- sælli og áhrifameiri en eftir þá atburði alla,“ sagði Davíð að lok- um. land verið óþekkt nema í þröngum hópi innan Verkamannaflokksins. Árið 1977 var hún kosin á þing. Hún tók fyrst við starfi forsætis- ráðherra árið 1981 af Odvar Nordli, sem settist í helgan stein vegna veikinda. Innan Verkamanna- flokksins var talið að Rolf Hansen væri nærtækasti eftirmaður Nordl- is. Hansen kom Nordli og Bratteli hins vegar í opna skjöldu þegar hann lagði til að Brundtland yrði forsætisráðherra. Hún tók embætt- inu og varð síðar sama ár flokks- formaður að auki. Brundtland tapaði hins vegar í þingkosningum átta mánuðum síð- ar fyrir Káre Willoch, leiðtoga hægri manna. Jón Baldvin Hannlbalsson Stefnuföst, fylgin sér og einarðleg „ÞESSI ákvörðun kemur ekki á óvart. Það hefur komið æ oftar til tals að undanförnu í norskum fjölmiðlum, þar á meðal í Arbeid- erbladet, blaði Verkamanna- flokksins, að eitthvað slíkt væri í vændum. Hún sagði af sér for- mennsku flokksins fyrir nokkru síðan og hluti af þessum sögusögn- um er, að hún hefur verið orðuð við embætti á alþjóðavettvangi, bæði framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna og ýmis önnur,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. „Eg hitti Gro Harlem Brundt- land fyrst í janúar 1985 þegar ég sótti í fyrsta sinn formannafund jafnaðarmannaflokka á Norður- löndum. Mér hefur frá fyrstu stundu fundist hún vera stjórn- málamaður að mínu skapi. Hún Willoch sagði af sér árið 1986 vegna umdeilds skattafrumvarps og Brundtland tók forustu í minni- hlutastjórn Verkamannaflokksins, sem tók við völdum í maí það ár. Sú stjórn sat til 1989. Þegar hún tók við fór verð á Norðursjávarolíu, helstu útflutningsvöru Norðmanna, hríðlækkandi. Beitti hrossalækningum Oft neyddist hún til að beita hrossalækningum til að ráða fram úr aðsteðjandi vanda í efnahags- málum og hefur aðgerðum hennar verið fagnað meira af frammá- mönnum í atvinnulífinu, en stuðn- ingsmönnum Verkamannaflokks- ins. er nyög stefnuföst og fylgin sér og einarðleg í málflutningi, sann- færingarstjórnmálamaður en ekki fylgjandi neinu miðjumoði. Hún hefur borið höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn í Noregi seinni árin, haft mjög mótandi áhrif á flokk sinn og látið að sér kveða af myndugleika á alþjóða- vettvangi, fyrst svo eftir var tekið með Brundtland-skýrslunni um umhverfismál og einnig annars stapar. Ég hitti hana seinast á form- annafundi jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum í Helsinki fyrir rúmri viku. Þá var augljóslega mjög létt yfir henni svo mig hefði kannski átt að gruna af framgöngu hennar, að þetta væri í vændum en ég var nú ekki svo skynugur," sagði Jón Baldvin. Um þær vangaveltur, að Gro Harlem hygðist sækjast eftir emb- ætti framkvæmdastjóra SÞ sagði Jón, að hún væri prýðilega til þess fallin, bæði vegna eigin verðleika og vegna þess, að Noregur væri það ríki, sem lagt hefði mest allra ríkja til þróunarhjálpar ef miðað væri við þjóðarframleiðslu. Norð- menn hefðu hins vegar áður átt framkvæmdastjóra SÞ og jafnvel þótt Bandaríkjamcnn beittu neit- í stjórnartíð hennar hefur at- vinnuleysi oft verið mikið. Engu að síður hefur henni tekist að fá stétt- arfélögin til að standa með séf og gera kleift að skera niður. Brundtland hefur verið forsætis- ráðherra frá árinu 1990 þegar hún myndaði þriðju stjórn sína eftir að hægri og miðjustjórn Jans P. Syses forsætisráðherra féll. Brundtland lét af formennsku í Verkamannaflokknum árið 1992 þegar Jorgen sonur hennar framdi sjálfsmorð. Brundtland hélt völdum í minni- hlutastjórn Verkamannaflokksins eftir þingkosningarnar árið 1993. Afstaða almennings til Brundt- land er skýr ef marka má skoðana- unarvaldi gegn Boutros Boutros- Ghali þá væri ólíklegt, að þeir fengju ráðið eftirmanni hans, þ.e.a.s., að hann yrði frá Vestur- löndum, gegn vilja meirihlutans í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Það væri því pólitískt séð heldur óliklegt. Halldór Ásgrímsson Nýtur virð- ingar og trausts HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, sem staddur var í Kaup- mannahöfn á fundi norrænna sam- starfsráðherra, sagði í gær að ákvörðun Gro Harlem Brundtland um að láta af embætti forsætisráð- herra kæmi sér ekki í opna skjöldu og bætti við að hann gæti vel hugs- að sér hana sem framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna sæktist hún eftir því embætti. „Þetta kemur ekki á óvart,“ sagði Halldór. „Það má segja að þetta hafi legið í loftinu alllengi." Hann sagði að Brundtland hefði könnun, sem gerð var í ágúst. Norð- menn kváðust þá andvígir því að skipt yrði um forsætisráðherra, en þá þegar var farið að tala um að Brundtland myndi brátt segja af sér embætti. Vinsæl meðal almennings í könnuninni sögðu 66% að hún stæði sig vel í embætti, en aðeins 9% að hún stæði sig illa. 91% stuðn- ingsmanna Verkamannaflokksins lýsti yfir velþóknun á frammistöðu forsætisráðherrans. Norskir fjölmiðlar hafa reglulega spáð því að Brundtland myndi láta af embætti eftir að hún sagði af sér flokksformennsku 1992. Ákvörðun hennar nú kom mörg- um engu að síður á óvart. Fundi þingsins var slitið eftir að hún til- kynnti ákvörðun sína. Kjell Magne Bondevik, formaður Kristilega þjóðarflokksins, kvaðst vera steini lostinn og sagði að hann hefði ekki búist við að hún greindi frá því hvort hún hygðist sitja áfram fyrr en á flokksþinginu eftir tvær vikur. Jagland sagði að hann hefði ekk- ert vitað um fyrirhugaða ákvörðun Brundtland fyrr en tíu mínútum áður en hún sté í ræðustól á þingi. Ákvað sig fyrir ári „Við áttum í vandræðum með að finna Jagland,“ sagði Brundtland. „Hann var hjá rakara.“ Brundtland sagði að enginn nema hún hefði vitað af því að hún hygð- ist láta af embætti fyrr en rétt áður en hún greindi frá því. Sjálf hefði hún hins vegar tekið þessa ákvörðun fyrir ári. Jagland tók við formennsku í Verkamannaflokknum af Brundt- land og honum hefur verið ætlað að vera eftirmaður hennar. Hann er sagður vera lengra til vinstri og hafa nánari tengsl við verkamanna- hreyfinguna en Brundtland. Stjórn- málaskýrendur vænta þess þó fæst- ir að hann breyti stefnu stjómarinn- ar þegar hann tekur við, þótt búast megi við miklum breytingum á stjórninni sjálfri. Sagði einn frétta- skýrandi að tala mætti um kyn- slóðaskipti í norskri pólitík. Fyrsta prófraun Jaglands Fyrsta prófraun Jaglands verður að knýja fram fjárlög næsta árs. Hann hefur sagt að hann muni ekki koma til móts við kröfur stjórnar- andstöðunnar, sem er í meirihluta á þingi, um aukinn niðurskurð. Sagt er að það yrði veikleikamerki gæfi hann eftir, en tækist honum að standa fastur á sínu yrði litið á hann sem hinn sterka leiðtoga. sett svip sinn á stjórnmál á Norð- urlöndum um mjög langt skeið. „Hún er eina konan í embætti forsætisráðherra á Norðurlöndun- um þannig að það verður allmikil breyting í landslaginu við brottför hennar," sagði Halldór. „Hún hef- ur staðið sig mjög vel sem stjórn- málamaður. Hún er virt af löndum sínum og jafnframt nýtur hún mikils trausts utan Noregs." Halldór var spurður hvort hann teldi að skarðið eftir Brundtland yrði vandfyllt. „Það er eins og gengur í stjórn- málum að það kemur maður í manns stað,“ sagði utanrikisráð- herra. „En umskiptin hafa verið undirbúin lengi, bæði af henni og Verkamannaflokknum. Ég á von á allmiklum breytingum á norsku ríkisstjórninni við þessi skipti." Brundtland hafði vart greint frá ákvörðun sinni um að láta af emb- ætti þegar farið var að leiða getum að því að hún hygðist sækjast eft- ir embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. „Við getum vel hugsað okkur hana sem framkvæmdastjóra þar,“ sagði Halldór. „En vitum jafnframt að Afríkumenn munu leggja mikla áherslu á að það embætti komi í þeirra hlut.“ REGLUR um innkaup og sölu tóbaks sem tóku gildi þann 15. október sl. og koma til framkvæmda 1. febrúar nk. hafa valdið töluverðum titringi á Al- þingi og hjá hagsmunasamtökum inn- lendra birgja. Bæði Verslunarráð íslands og Félag íslenskra stórkaupmanna hafa mót- mælt harðlega 7. og 9. gr. reglnanna auk þess að gera athugasemdir við fleiri greinar. I 7. gr. er kveðið á um að þeir sem bjóða vöru til sölu í kjarna skuldbindi sig til að lána ÁTVR hana á fob- verði. í 9. gr. er kveðið á um að ef sannað þyki að framleiðandi tóbaks- vöru eða umboðsmaður hans hafi brot- ið gegn ákvæði 7. gr. tóbaksvarnalaga geti ÁTVR án sérstaks fyrirvara hætt kaupum á vörum þess framleiðenda er hlut á að máli. Á Alþingi kom til snarpra orða- skipta á milli fjármálaráðherra og þingmanna sem mótmæltu rýmkun á innkaupareglum tóbaks hjá ÁTVR. í máli Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks og varaformanns heilbrigðis- og trygginganefndar Al- þingis, kom m.a. fram að fjármála- ráðuneytið skal samkvæmt lögum um tóbaksvamir hafa samráð við tóbak- svarnanefnd um stefnumörkun varð- andi innflutning og verðlagningu á tóbaki. Að sögn Friðriks Sophussonar, fjár- málaráðherra, má rekja ástæðuna fyr- ir setningu reglnanna til bréfs sem barst til fjármálaráðuneytis og ÁTVR fyrir ári síðan. Þar bendir lögfræðing- ur umboðsaðila tóbaksframleiðandans Philip Morris á íslandi á að innkaupa- reglur ÁTVR brjóti í bága við íslenska löggjöf hvað varðar samkeppni- og jafnræðissjónarmið. „Hjá fjármála- ráðuneytinu var komist að þeirri lög- fræðilegu niðurstöðu að setja þyrfti reglur um innkaup á tóbaki en þær hafa ekki verið hingað til ekki verið til og þess vegna gat forstjóri ÁTVR ákveðið upp á sitt einsdæmi hvaða tegundir _ tóbaks væru seldar á Is- landi. Á grundvelli grunnreglna stjórnsýsluréttarins var því nauðsyn- legt að setja reglur og óskaði fjármála- ráðuneytið eftir því að stjórn ÁTVR semdi innkaupareglur fyrir tóbak og þar með að gæta lögbundinna form- reglna svo sem að hafa samráð við tóbaksvamanefnd. Við samningu reglnanna leitaði stjórn ÁTVR, eftir áliti tóbaksvamanefndar og heilbrigð- isráðuneytisins. Með samráðsskyld- unni felst fyrst og fremst skylda til að tilkynna tóbaksvarnanefnd um breytingar á reglum um innflutning og verðlagningu á tóbaks, svo og skylda til að hafa hliðsjón af athuga- semdum nefndarinnar við ákvarðana- töku. Þrátt fyrir þessa samráðsskyldu er ótvírætt að ákvörðunarvald um inn- kaup og verðlagningu tóbaks er hjá fjármálaráðherra." Ekki góð vinnubrögð Friðrik segir að í áliti tóbaksvarna- nefndar komi m.a. fram beiðni um aðgerðir af hálfu ÁTVR, ef framleið- andi tóbaksvöru eða umboðsmaður hans brýtur gegn ákvæðum 7. gr. tób- aksvamalaga um bann við tóbaksaug- lýsingum. „Með 9. gr. tóbaksreglnanna er reynt að fylgja þessari ósk eftir. Hvað varðar 7. greinina þá tel ég það sjálfsagt að umboðsaðilarnir beri ábyrgð á kostnaði vegna þeirrar vöru sem þeir em að selja en ekki ÁTVR.“ Að sögn Sivjar er í umsögn tóbaks- nefndar mælt gegn reynslusölu tóbaks og tók heilbrigðisráðuneytið undir það álit tóbaksvamanefndar í sinni um- sögn. „Reglumar ganga þvert á skila- boð Alþingis í vor en þá voram við að herða á tóbaksvamalögum með m.a. hækkuðu framlagi í forvarnarsjóð. I máli fjánnálaráðherra á Alþingi kom í ljós að ráðherra studdist ekki við skriflegt lögfræðiálit heldur var það,. einungis munnlegt. Ég tel að heilbrigð- isnefnd þingsins eigi að fá þetta mál til nánari skoðunar og er Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, sam- mála því. Ég álít það ekki góð vinnu- brögð í svona mikilvægu máli að ein- ungis er stuðst við munnlegt álit.“ Nýtt frumvarp í burðarliðnum Félag íslenskra stórkaupmanna hefur sent stjórn ÁTVR bréf þar sem því er mótmælt að ekki var leitað umsagnar félagsins áður en reglurnar vora samþykktar líkt og félagið ósk- aði formlega eftir við fjármálaráðu- neytið og stjórn ÁTVR. í bréfínu kem- ur fram sú skoðun félagsins að við- skiptum með hvort sem er áfengi eða tóbak sé best fyrir komið með þeim hætti að einokun og einkaréttur ríkis- ins til innflutnings eða dreifingar þess- ara vara verði afnumin. Að sögn fjármálaráðherra er unnið að samningu framvarps hjá fjármála- ráðuneytinu um breyttar reglur hvað varðar dreifíngu og innflutning á tób- aki. Friðrik segist vonast til þess að breið samstaða geti náðst á þingi um frumvarpið. „Stjórn ÁTVR tók fram í bréfí sem fylgdi með reglunum að þær væru til bráðabirgða og þess var^_ óskað að ráðuneytið beitti sér fyrir því að sala tóbaks færi frá ÁTVR. Ég tel að ríkið eigi gefa innflutninginn fijálsan og ríkið eigi frekar að taka tóbaksgjald í tolli. Með því getur ríkið eftir sem áður stjórnað verðlagningu tóbaks með innflutningsgjöldum og stuðlað að því að draga úr notkun tóbaks. Ég sé heldur enga ástæðu til þess að ríkið annist dreifingu á tóbaki til söluaðila heldur ætti dreifíngin að vera í höndum íslensku birgjanna sjálfra.“ Ósætti í stjórn ÁTVR Ekki náðist samkomulag í stjórn ÁTVR um reglurnar og skrifar Hildur Petersen formaður stjómar ÁTVR ekki undir þær. Að hennar sögn er ástæðan sú að hún hafi viljað ganga lengra í fijálsræðisátt heldur en regl- urnar gera „Mitt álit er það að aliir þeir sem vilja bjóða fram tóbak til sölu geti komið vöranni að á markaðn- um til reynslu. Síðan sé það söluárang- ur sem sker úr um hveijir fá að selja sína vöru áfram í stað þess að reglurn- ar kveða á um að einungis 30% af þeim tegundum sem eru til sölu í dag, sem þýðir í raun 10 tegundir, fái að komast að í reynslusölu í byijun. Komi fleiri umsóknir en rúmast í reynsluflokki þann 1. febrúar verður dregið úr hveijir fá aðgang að mark- aðnurn." Friðrik Sophusson segir að vegna umræðna á Alþingi og í fjölmiðlum um málið muni fjármálaráðuneytið fljótlega senda efnahags- og við- skiptanefnd og heilbrigðisnefnd Al- þingis upplýsingar um málsframvindu reglanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.