Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 35 FRIÐGEIR HÓLM EYJÓLFSSON + Friðgeir Hólm Eyjólfsson fæddist í Reykjavík 18. október 1918. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík að morgni 16. október síðastliðinn. Frið- geir var sonur Eyj- ólfs Guðbrandsson- ar, skipstjóra í Reykjavík, f. 3.9. 1883 á Bakka, Kjal- arneshreppi, Kjós, d. 20.7. 1932, og k.h. Steinunnar Sigurgeirsdóttur f. 9.9. 1896 á Narfastöðum í Mela- sveit, Borgarfjarðarsýslu, d. 3.12. 1977. Systkini hans eru: Ásta, f. 26.1. 1915, Gróa, f. 18.10. 1922, og Sigríður Stella, f. 20.1. 1926. Hinn 30.1. 1943 giftist Frið- geir Elínu Auðunsdóttur, f. 2. apríl 1915 á Minni-Vatnsleysu, Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu, d. 21. apríl 1992. Börn þeirra eru: 1) Hall- dór, vélaverkfræðingur í Reykjavík, f. 20.6. 1943. Maki hans var Gunnhildur Valdi- marsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, þau skildu. Börn þeirra eru Elín, Rakel, Auður, Halldór Gunnar og Valdimar Geir. 2) Eyjólfur, fiskifræðingur í Reykjavík, f. 19.11. 1944. Maki hans er Bergþóra Einarsdóttir, ritari og þýðandi. Börn þeirra eru Páll, Friðgeir, Ragnheiður og Bergþóra. Fyrir átti Eyjólf- ur Þóreyju Elísabetu. 3) Auður Vilhelmína f. 12.1. 1946, hús- freyja í Washington D.C. I Bandaríkjunum. Maki hennar er Victor Ilya Kugajevsky, dr. í stjórnmálafræði og rekstrar- ráðgjafi. Synir þeirra eru Alex- ander, Adrian Friðgeir Pétur, Andrew Halldór og Adam Steinar. 4) Steinar, rafmagns- verkfræðingur i Reylqavík, f. 18.8. 1947. Maki hans er Anna Oddsdóttir, kennari. Börn þeirra eru Oddur og Auður Yr. 5) Geir, læknir á AJkureyri, f. 18.8. 1947. Maki hans er Kolbrún Þormóðs- dóttir, leiðbeinandi. Böm þeirra em Steinunn, Nanna, Auður og Þormóð- ur. 6) Edda, við- skiptafræðingur í Reykjavík, f. 22.5. 1951. Maki hennar er Hinrik Jónasson, fiskútflyljandi. Syn- ir þeirra eru Gunnar Geir og Andri Geir. 7) Pétur, tölvutækn- ir í Kaupmannahöfn, f. 30.4. 1956. Maki hans er Lisa Larsen Gunnarsson. Synir þeirra em Thomas Gunnar og Bjöm Auð- unn. Pétur ólst upp hjá Gróu, systur Friðgeirs, og Gunnari ,manni hennar, bróður Elínar. Friðgeir var aðeins nýorðinn 16 ára gamall þegar hann réð sig til sjós á Otur hjá hinum kunna skipstjóra Nikulási Jóns- syni. Hann útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1942. Á næstu árum stund- aði hann sjómennsku á ýmsum skipum, en 1949 réði hann sig sem 1. stýrimann á Goðanes frá Norðfirði. Árið 1951 flutti hann norður til Akureyrar þar sem hann var 1. stýrimaður og síðan skipstjóri á Svalbak Útgerðar- félags Akureyringa. Þegar Frið- geir flutti aftur suður til Reylqa- víkur eftir um hálfan annan áratug varð hann skipstjóri á Þormóði goða Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Síðan starfaði hann í nokkur ár hjá Skeyungi hf., en fór þá aftur til sjós og þá á rannsóknarskipið Bjarna Sæmundsson. Útför Friðgeirs fer fram frá Fossvogskapellu í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég stend til brautar búinn mín bæn til þín og trúin er einkaathvarf mitt. Ó, Guð, mín stoð og styrkur, ég stari beint í myrkur, ef ei mér lýsir ljósið þitt. (Matthías Jochumsson.) í dag verður til moldar borinn Friðgeir Hólm Eyjólfsson skip- stjóri. Með honum er genginn enn einn fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem lifði gífurlegar breytingar á þjóðfé- lagi og mannfélagi - einn þeirra, sem ólust upp við kröpp kjör og erfiði, en urðu síðar vitni að stór- stígum framförum og nýjungum, sem sköpuðu þjóðfélag auðs og allsnægta. Friðgeir ólst upp hjá móður sinni, Steinunni Sigurgeirsdóttur, sem stóð uppi ekkja með fjögur börn árið 1932, er eiginmaður hennar, Eyjólfur Guðbrandsson, skipstjóri, lést á besta aldri. Kom hún börnum sínum á legg með einstökum krafti og dugnaði. Samband þeirra mæðg- inanna var alla tíð sérlega gott og náið. Var Friðgeir ætíð reiðubúinn að aðstoða móður sína í smáu sem stóru. Einnig var alltaf mjög kært með honum og systrum hans þrem. Friðgeir stundaði nám við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan árið 1942. Ári síðar gekk hann að eiga Elínu Auðuns- dóttur frá Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Þau hófu búskap í Reykjavík, fluttu síðan til Nes- kaupstaðar og þaðan til Akureyrar. Þar var Friðgeir stýrimaður og síð- ar skipstjóri á togurum Útgerðarfé- lags Ákureyringa, lengst af á Sval- baki. Síðar fluttu þau til Reykjavík- ur á ný, en Akureyri var þeim hjón- unum báðum kær staður alla tíð. Eftir flutninginn til höfuðborgar- svæðisins var Friðgeir fyrst skip- stjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, á Þormóði goða. Eftir það stundaði hann ýmis störf bæði á sjó og landi, var m.a. um árabil stýrimaður á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni. Friðgeir var farsæll og þrautseig- ur skipstjóri. Honum tókst ætíð að stýra fleyi sínu örugglega gegnum hafrótið til hafnar. Hann var vel liðinn af undirmönnum sínum á sjó og öðrum samstarfsmönnum. Hafíð heillaði hann alla tíð og atvinnu- hættir tengdir sjómennskunni áttu í honum sterk ítök. Eftir að hann lét af sjómennsku fór hann ótelj- andi ferðir um hafnargarðana í t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA EGGERTSDÓTTIR, Laufbrekku 9, Kópavogi, er lést í Hrafnistu Reykjavík sunnudaginn 20. október, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 25. október kl. 13.30. Hadda Benediktsdóttir, Gunnar H. Stephensen, Svanhildur B. Ólafsdóttir, Jón Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Reykjavík og nágrenni til að fylgj- ast með skipaferðum, hitta gamla kunningja og skipsfélaga og fylgj- ast með aflafréttum. Hann hafði yndi af að ferðast um landið sitt og var því vel kunn- ugur. Meðan Elín, eiginkona hans, var á lífí, fóru þau hjónin í ófá ferða- lög til að skoða íslenska náttúru og njóta ávaxta hennar. Friðgeir átti sér tómstundaiðju, sem fáir karlmenn stunda. Síðustu árin á sjónum hóf hann að hnýta teppi og mottur og hélt því áfram eftir að hann kom í land. Hann kepptist stundum dögum eða vikum saman við að klára teppi eða mottu. Ávallt vissi hann hversu margir hnútar voru alls í því stykki, sem hann var að hnýta í hvert skipti og hversu margir hnútar voru komnir. Oft bjó hann sjálfur til munstrið og raðaði litum og liggja þar eftir hann mörg mjög falleg verk. Friðgeir var með mjög fallega og stílhreina rithönd. Friðgeir var hreinn og beinn, en eigin tilfínningar bar hann lítt á torg. Hann gat verið hijúfur í fram- komu, en undir yfirborðinu sló hlýtt og viðkvæmt hjarta og hann hafði auga fyrir spaugilegum hliðum hins daglega lífs. Elja, þolinmæði og dugnaður einkenndu hann og störf hans. Hann var bóngóður og þau vinabönd sem hann tengdist öðrum rofnuðu ekki. Friðgeir missti eiginkonu sína, Elínu Auðunsdóttur, fyrir nokkrum árum. Að tengdaforeldrum mínum gengnum vil ég þakka þeim sam- vistimar og allt sem þau gerðu fyr- ir mig og mína fjölskyldu. Langri vertíð er lokið. Vinnulúin sjómannshönd hefur bundið fleyið við bryggju í hinsta sinn. Eftir far- sæla æviferð er þreyttum ljúft að njóta náðarsvefns. Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabyigju bjarmi skín af Drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið, hetjulífi og dauða skráð. (Jón Magnússon.) Megi Friðgeir Hólm Eyjólfsson hvíla í friði. Bergþóra Einarsdóttir. Það eina sem við vitum fyrir víst í þessu lífi er að einhvern tímann deyjum við. Þrátt fyrir að afi hafi verið orðinn saddur lífdaga og lík- aminn hrumur brá mér við þá fregn að hann væri dáinn. Segja má að harðfylgni og áræðni hafi verið einkennandi fyrir hann. Afí missti föður sinn 14 ára gamall og þurfti að sjá fyrir sér upp frá því. Hann fór ungur til sjós og fékk skipstjórnarréttindi 24 ára. Hann var stóran hluta ævi sinnar til sjós, enda fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Eftir að hann kom í land var hann ekki reiðubúinn til að setjast í helgan stein. Fór hann þá að vinna hjá Eyjólfi syni sínum við fiskeldi, en þar vann ég með honum í tvö sumur. Segja má að þar hafi ég kynnst afa nánar en áður. Hann var harður á yfirborðinu, en undir sló hlýtt hjarta. Hjá honum lærði ég að vinna og við ræddum saman um lífið og tilveruna. Hann hafði frá mörgu að segja og gaf mér mörg góð heilræði í veganesti í líf- inu. Fyrir rúmum fjórum árum féll amma frá á sviplegan hátt. Afi var aldrei samur eftir það, heilsunni hrakaði og lífið varð honum erfítt á margan hátt. Ég vona að hann sé kominn til ömmu, eins og hann trúði svo staðfastlega á, og minnist hans með þakklæti og söknuði. Oddur. Kæri afi. Ég kveð þig með söknuði og trega og hugurinn er fuliur af minningum, sem tengjast þér. Ég man alltaf þegar ég bjó hjá þér og ömmu á Melhaganum þegar ég var lítill. Ég man alltaf er þú gafst mér bókina um Jónatan ljónshjarta, þeg- ar ég handleggsbrotnaði. Ég man alltaf þegar þú sparkaðir fótboltanum mínum hálfa leið til tunglsins. Eg man alltaf þegar við vorum saman til sjós á Bjarna Sæm og ég þvoði alla bolina þína með rauðu<~' buxunum mínum og eftir það varðst þú að ganga í bleikum bol. Ég man alltaf þegar ég kom til þín til að hjálpa þér að mála, sem endaði með því að þú þurftir að máia mest sjálfur vegna þess að ég var svo lofthræddur. Ég man alltaf stundirnar þegar við sátum saman í eldhúsinu, drukk- um kaffi og töluðum um allt milli himins og jarðar. Ég vildi að ég hefði kvatt þig betur þegar ég heimsótti þig í síðasta sinn. Ó, minning, minning líkt og ómur fjarlægra söngva líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum, .. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu daga sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og koma aldrei aftur. (Steinn Steinarr.) Þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar og allt sem þú gafst mér. Hvíldu í friði. Friðgeir Eyjólfsson. Sony KV-29X1 Ferð fyrir 2 til Dublin með Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti 70.000 kr. gggj yjgggggtfg jjg 3.-4. Francital hlífðarjakki frá Skátabúðinni að verðmæti 12.990 kr. Heimsbyggðin 5.-14. Mált^jlogmenning Bók frá Máli og menningu að verðmæti 7.980 kr. hver. -áWW FWMHK £sso Olíufélagiðhf —50ára - Þú færð SAFNKORT á næstu ESSO-stöð SAFNKORT ESSO - enginn kostnaður, aðeins ávinningur! í Safnkortspotti októbermánaðar eru margir girnilegir vinningar eins og sjá má — og enn er tími til að vera með. f hvert skipti sem þú notar Safnkortið fer nafnið þitt í pottinn og möguleikar þínir aukast. sjónvarp frá Japis að verðmæti 109.650 kr. JAPISS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.