Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sænskur sérfræðingur kynnir aðferðir til að minnka kynbundið launamisrétti Starfsmat leið til að minnka la.nna.mnn Morgunblaðið/Kristinn ANITA Harriman hefur sérhæft sig í vinnumarkaðsmálum. KYNBUNDINN launamunur og spumingin hvað séu réttlát laun er aðalviðfangsefni sænsks sérfræð- ings í vinnumarkaðsmálum, sem nú er staddur á íslandi til að kynna aðferðir til að draga úr kynbundnu launamisrétti, sem verið er að vinna að í Svíþjóð. Anita Harriman er hagfræðingur sem hefur sérhæft sig í vinnumark- aðsmálum. Sérstakt áhugamál hennar er að finna leiðir til þess að draga úr kynbundnum launamun, sem kannanir hafa leitt í ljós að erfiðlega gengur að minnka og hef- ur reyndar færzt í aukana á efna: hagsþrengingaskeiði síðustu ára. í Svíþjóð er hann nú að meðaltali í kring um 8%, á íslandi á bilinu 11-14%. Undanfarin tvö ár hefur Harriman stýrt viðamiklu rannsókn- ar- og þróunarverkefni sænsku Vinnumarkaðsstofnunarinnar, þar sem verið er að þróa aðferðir til að draga úr kynbundnu launamisrétti. Harriman heldur fyrirlestur um þessi mál á Grand Hótel Reykjavík í dag kl. 16 undir yfirskriftinni „Hvað eru verðug laun?“ Meðal markmiða verkefnis þess, sem Harriman vinnur að, er að þróa kynhlutlaust starfsmatskerfi sem er bæði auðvelt í notkun og nægi- lega sveigjanlegt til þess að henta ólíkum starfsgreinum, en að hennar sögn hefur verið sýnt fram á að kynhlutlaust starfsmat' sé árang- ursrík leið til að minnka kynbundinn launamun. Launamunur sízt minni hér Hér á landi er kynbundinn launa- munur sízt minni en í nágranna- löndunum, eins og komið hefur fram í nýjustu könnunum. Aðilar vinnumarkaðarins hafa enn sem komið er ekki fundið leiðir til að draga úr þessum launamun. Vænt- anlegt starfsmatsverkefni félags- málaráðuneytisins og tillögur jafn- réttisnefndar Reykj avíkurborgar, sem verið er að leggja fram þessa dagana, eru þó fyrstu skrefin í þá átt. Þetta kom fram í máli Sivjar Friðleifsdóttur, formanns starfs- hóps um starfsmat, sem skilaði skýrslu um starfsmat í febrúar sl., og Elsu B. Þorkelsdóttur, fram- kvæmdastjóra Jafnréttisráðs, á fundi með Harriman í gær. Hér á landi er þegar komin nokk- ur reynsla af starfsmati. Allt frá árinu 1987 hafa öll stærstu sveitar- félögin, fyrir utan Reykjavíkurborg, beitt því, og að sögn þeirra sem til þekkja hafa hefðbundin kvenna- störf komið vel út í þessu starfs- mati, þó starfsmatskerfið sjálft sé ekki kynhlutlaust. Að sögn Elsu lítur Jafnréttisráð svo á, að koma Anitu Harriman og fyrirlestur hennar sé innlegg í þessa umræðu, sérstaklega í ljósi kom- andi kjarasamninga. Beiting kyn- hlutlauss starfsmats geti reynzt mjög gagnlegt til að það megi nást að uppfylla ákvæði jafnréttislaga um að „konum og körlum skuli greidd jöfn laun og skuli njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf“. Það velti þó á því, að aðilar vinnumarkaðarins sann- færist um ágæti starfsmats og leggist á eitt um að hrinda því í framkvæmd. Málefni samkyn- hneigðra á kirkjuþingi Opinskárri umfjöllun fagnað TILLAGA um samkynheigð og kirkju var samþykkt á kirkjuþingi í gær en afgreiðslu hennar hafði verið frestað m.a. að frumkvæði sr. Geirs Waage, formanns Prestafélagsins sem lagði til að síðasta setning álykt- unarinnar yrði felld út. Þar segir að athugaðir yrðu möguleikar á að kirkjan móti atferli við fyrirbæn og blessun á staðfestri samvist. Sr. Geir varð ekki að ósk sinni og var því ályktunin samþykkt nánast óbreytt. í tillögunni er nefnd, sem nýlega skilaði ítarlegri skýrslu um samkyn- hneigð og kirkju, falið að vinna áfram að málinu. Jafnframt er mælst til að fjölgað verði í nefndinni og að fulltrúi samkynhneigðra fái þar sæti. Hvatt er til kærleika og umhyggju gagnvart samkynhneigðum og að ósk þeirra sem og annarra minni- hlutahópa verði virt en kirkjuþing telur að opinská og hreinskilin um- fjöllun á kirkjulegum vettvangi efli skilning á málstað samkynhneigðra. Kirkjuþing væntir þess að nefndin efni til nærfærinnar jafnt sem ein- lægrar umræðu og fræðslu í kirkj- unni um málefni samkynhneigðra. Kirkjan vöruð við í málj herra Ólafs Skúlasonar biskups íslands á kirkjuþingi í gær, kom fram að töluvert hafí verið um símhringingar á Biskupsstofu þar sem fólk hafi lýst yfir skoðun sinni á umijöllun kirkjunnar um samkyn- hneigða. Mikill meirihluti þeirra er fólk af eldri kynslóðinni sem varaði kirkjuna við að ganga of langt því það gæti þýtt skii á milli þeirra og þjóðkirkjunnar. „Ég segi þetta aðeins til að við áttum okkur á hversu við- kvæmt þetta mál er hjá þjóðinni," sagði biskup. Ólafur sagði ennfremur að strang- trúaður maður hafi komið að máli við sig og krafist þess að fengi full- trúi samkynhneigðra sæti í nefndinni þá ætti fulltrúi þeirra einnig rétt á að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Biskup um skýrslu um fjármál þjóðkirkju Farið að til- mælum Ríkis- endurskoðunar „VIÐ höfum brugðist við þessum at- hugasemdum Ríkisendurskoðunar eins og okkur er skylt og rétt að gera. Þannig hefur Biskupsstofa nú ráðið fjármálastjóra til að hafa eftir- lit með bókhaldi og við munum að sjálfsögðu hlíta þeim tilmælum að fé verði ekki fært milli sjóða,“ sagði herra Ólafur Skúlason, biskup Is- lands, í samtali við Morgunblaðið. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu um fjármál þjóðkirkjunnar í febrúar. Að sögn biskups var efni skýrslunnar kynnt kirkjuráði en ákveðið að gera hana opinbera eftir að kirkjuþing hefði Qallað um hana. Kirkjuþing kemur saman einu sinni á ári og stendur nú. „Ríkisendurskoðun bendir á að vegna anna skrifstofustjórans hafi hann ekki getað sinnt yfirumsjón með bókhaldi og ijárvörslu Biskupsstofu sem skyldi," sagði biskup. „Við höfum þegar brugðist við þessu með því að ráða viðskiptafræðimenntaðan fjár- málastjóra." Annað gagnrýniatriði Ríkisendur- skoðunar laut að því að fé hefði verið fært milli hinna ýmsu sjóða þjóðkirkj- unnar. „Slíkar tilfærslur tíðkuðust svo árum skipti," sagði herra Ólafur Skúlason. „Sem dæmi um slíkar til- færslur get ég nefnt, að ef greiða átti styrk úr Jöfnunarsjóði, en framlag í hann hafði ekki borist, þá fékk sá sjóður lán úr Kristnisjóði. Slík lán voru að sjálfsögðu greidd um leið og framlag barst. Ríkisendurskoðun tel- ur þetta ekki til fýrirmyndar og því verður þessu kippt í liðinn. Við mun- um þá framvegis leita til viðskipta- banka okkar, ef taka þarf lán af þessu tagi, eða segja viðkomandi söfnuði að hann þurfi að bíða framlags." Biskup benti á að Ríkisendurskoð- un hefði ekki fundið neitt athugavert við reikninga þjóðkirkjunnar sem slíka. Við erum flutt..... 20% afsláttur af öllum glösum. Gildir til 26. október Við Faxafen - Suðurlandsbraut 52, símí 553 6622 Talsmenn B- og D-lista á Húsavík um sölu- gengi bréfanna í FH og Höfða Skynsamleg og hag- stæð sala fyrir bæinn „EF litið er hlutlaust á þessa sölu þá er hún mjög hagstæð fyrir Húsa- víkurbæ," segir Stefán Haraldsson, Framsóknarflokki, um sölu á hluta- bréfum Framkvæmdalánasjóðs bæjarins til væntanlegs sameinaðs hlutafélags Fiskiðjusamlags Húsa- víkur og Höfða á genginu 1,95. Fulltrúar Alþýðubandalags voru andvígir sölunni á fundi bæjar- stjórnar í vikunni og lögðu til að 9% hlutafjárins yrðu seld á opnum markaði til að fá sanngjarnt verði fyrir bréfin. en þeir héldu því fram að gengið 1,95 væri langt undir raunverulegu gengi og ekki í þágu hagsmuna bæjarfélagsins. Aðspurður af hveiju ekki var valin sú leið að selja bréfín á opnum hlutabréfamarkaði sagði Stefán: „Ég þykist vita að hugmynd stjórn- ar Fiskiðjusamlagsins, sem kaupir bréfin, muni vera að setja þau út á markað, eftir því sem talið er skyn- samlegt. Ef bærinn hefði valið þann kost að setja þau á opinn markað þá hefði það verið framkvæmt með svipuðum hætti. Menn vildu ná þeim árangri fyrir hluthafafundinn í næstu viku og aðalfund félagsins eftir einn til tvo mánuði að bærinn væri orðinn minnihlutaaðili að fé- laginu. Það hefði verið þvinguð staða fyrir bæinn að ætla að selja þetta magn hlutabréfa í fyrirtækinu fyrir þann tíma. Það var lítil skyn- semi í því að vera með svoleiðis til- burði,“ sagði Stefán. Aðspurður um skýringar á geng- inu 1,95 sagði Stefán að talið væri að innravirðisgengið í hinu væntan- lega sameinaða félagi væri á bilinu 2,3 til 2,6. „Sölugengi í mörgum stærstu fyrirtækjum sem eru skráð á Verðbréfaþingi, eins og t.d. Granda og Síldarvinnslunni, er um 80% af innra virði. Ef við gefum okkur að innravirðisgengi bréfa í Fiskiðjusamlaginu sé 2,6, og sölu- gengi í þessu sameinaða fyrirtæki yrði lægra eða jafnvel allt að 60%, þá eru menn að tala um gengið 1,66. Menn geta einnig skoðað þetta í þessu samhengi." Hluthöfum ekki fjölgað nema gengið sé aðgengilegt Sigurjón Benediktsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minni- hluta í bæjarstjórn, greiddi atkvæði með framsóknarmönnum í bæjar- stjórninni þegar salan var samþykkt og segir það skynsamlegri ráðstöf- un fyrir bæinn en tillögur alþýðu- bandalagsmanna. Tillögur þeirra hefðu verið illa ígrundaðar og þeir verið með hugmyndir um að selja á genginu 3. „Ég taldi það glóru- laust og hvorki bæjarfélaginu né hlutafélaginu hagkvæmt," sagði hann. „Gengið á þessum bréfum mun hins vegar hækka í tímans rás. Það hefur allt sinn meðgöngu- tírna," sagði Siguijón. „Auk þess markmiðs að sameina félögin og koma þeim á markað álít ég að þetta sé kjörið tækifæri til að fjölga hluthöfum. Það er ekki hægt nema gengið sé aðgengilegt,“ sagði Sigutjón. ) ) I I I i I I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.