Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 43 FRÉTTIR Vestmannaeyjakvöld á Hótel Islandi á föstudag Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson MYNDIN er ekki tekin inni á gólfi á Hótel íslandi heldur í Herjólfsdal á síðustu þjóðhátíð, þar sem menn voru í óða önn að leggja parket i eitt tjaldið. Lundi, Logar og Hrekkjalómar VESTMANNAEYINGAR slá upp þjóðhátíðartjöldum á Hótel ís- landi á föstudagskvöld og skemmta sér eins og þeim einum er lagið. A matseðlinum er lundi úteyja- mannsins, sjávarfang úr „bugt- inni“ og ísrétturinn Heimaklett- ur. Lúðrasveitin Stalla Hú tekur á móti matargestum. Pétur Ein- arsson leikari fer með gamanmál og kvikmyndin Úr Eyjum verður sýnd á stóra tjaldinu en hana lét félagið Heimaklettur í Vest- mannaeyjum gera um mannlíf í Eyjum. Sönglagadagskrá annast söngvararnir Bjarni Arason, Ari Jónsson, Helena Káradóttir og Ólafur Þórarinsson sem syngja Eyjalög við undirleik hljómsveit- arinnar Karma. Hljómsveitin Logar, skipuð þeim Helga og Hermanni Inga Hermannssonum, Henrý Er- lendssyni og Guðlaugi Sigurðs- syni, tekur þátt í skemmtidag- skránni og leikur fyrir dansi að henni lokinni ásamt hljómsveit- inni Karma. Logar eru meðal annars þekktir fyrir plötuna Minning um mann, sem út kom árið 1973. Gítar og harmonikka velkomin Hrekkjalómafélagið og Árni Johnsen mæta til leiks og gera sitt til að auka á þjóðhátíðarbrag- inn. Þá er enn ótalinn Eyjasöngv- arinn Einar „klink“._I fréttatil- kynningu frá Hótel Islandi segir að gestir séu hvattir til að taka með sér gítarinn og harmonikk- una og slá upp fjöri í tjöldunum. Sérstök afsláttarfargjöld eru í boði hjá Heijólfi og Flugleiðum og Hótel Island býður afslátt á gistingu. Miðasalan á Hótel ís- landi er opin kl. 13-17. Guðlaugur Sigurðsson, félagi í hljómsveitinni Logum og einn af skipuleggjendum Vestmanna- eyjakvöldsins, segir að tilgangur gleðskaparins sé að skerpa á þjóðernisvitund brottfluttra Eyjamanna. Hann er ekki í vafa um að stemmningin verði góð. „Mér finnst Vestmannaeyingar kunna betur að skemmta sér en aðrir íslendingar. í Eyjum þekkja allir alla og þar af leið- andi nær fólk miklu betur sam- an. Vestmannaeyingar uppi á fasta landinu haga sér nákvæm- lega eins og Islendingar í útlönd- um. Fólk sem þekktist lítið og heilsaðist varla í Eyjum fer allt í einu að tala saman eins og það hafi þekkst í mörg ár,“ segir Guðlaugur. Nordia 96 hefst á Kjarvals- stöðum á morgnn NORRÆNA frímerkjasýningin Nor- dia 96 verður haldin á Kjarvalsstöð- um dagana 25. til 27. október. Nor- dia er haldin á íslandi á fimm ára fresti og er stærsta frímerkjasýning- in sem haldin er hérlendis. Aðgangur að Nordiu 96 er ókeyp- is. Sérstök unglingadeild er á sýning- unni og einnig er þar sérsýning á hátt í 3000 frímerkjatillögum sem 9-12 ára grunnskólanemar gerðu í tengslum við Nordiu 96. Fjöldinn allur af íslenskum og er- lendum frímerkjasöfnurum sýnir söfn sín á Nordiu 96 og keppa söfn þeirra til verðlauna. Af íslenskum frímerkjasöfnum má m.a. nefna söfn sem tengjast póstþjónustu á íslandi á stríðsárunum. Annað safnið er í eigu Skota og tekur fyrir hemám íslands, en hitt safnið er í eigu Svía sem tekur fyrir herpóst. í meistaraflokki Nordiu 96 sýnir Indriði Pálsson, stjómarformaður Skeljungs, eitt besta íslenska safnið sem til er í eigu Islendings. I safni Indriða er fjallað um islenska póst- þjónustu og þróun hennar frá 1836 til 1902. Fulltrúar frá nokkrum eriendum uppboðsfyrirtækjum verða með aðset- ur á Nordia 96 og bjóðast til að líta Morgunblaðið/RAX KJARVALSSTAÐIR, þar sem Nordia 96 fer fram. á frímerki og frímerkjasöfn sem kunna að hafa geymst í skúffum og skápum. Englendingurinn David Loe sýnir á Nordiu 96 safn sem tekur fyrir póstsögu Múlasýslu. Þá er eitt besta íslenska bréfspjaldasafnið í eigu Bandaríkjamanns og er það til sýnis á Nordiu 96. Sýnd frímerki sem aldrei komu út Þá verða sýndar prufuprentanir og teikningar af íslenskum frímerkjum sem aldrei komu út. Þessar prufu- teikningar hafa ekki áður komið fyrir sjónir almennings. Þær eru flestar frá fjórða og fimmta áratugnum. Fimm safnarar sýna í svokölluðum meistaraflokki. íslenski þátttakand- inn er Indriði Pálsson. Söfn meistar- anna eiga það sameiginlegt að hafa fengið verðlaun á fjölda annarra sam- bærilegra sýninga. Eitt meistarasafn- ið hefur að geyma safn frímerkja frá Kambódíu og Laos, í öðru er sænsk póstsaga og því þriðja frímerki frá Cookeyjum, svo dæmi séu nefnd. Póststjórnir allra Norðurlandanna, Álandseyja, Færeyja og Grænlands, eru með söludeildir á Nordiu 96 og í flestum þeirra er hægt að fá póst- stimpiþ sem er tileinkaður sýning- unni. íslenska póststjórnin er með sérstimpil á hveijum sýningardegi. Fjöldi sölu- og kynningarbása er á Nordiu 96 með efni sem tengist frímerkjasöfnun á einn eða annan hátt. Þar á meðal má nefna frí- merkjakaupmenn, uppboðshaldara, póststjórnir og Thorvaldsensfélagið, sem kynnir jólamerki sín. Tveir frammámenn í heimsSam- tökum frímerkj asafnara eru meðal gesta sýningarinnar. Annar er Knud Mohr, varaheimsforseti Federation Internationale Philiatelic (FIP), og hinn er Ingolf Kapelrud, formaður Evrópusamtaka frímerkjasafnara (FEPA). Báðir eru þeir miklir fí- merkjasafnarar og sýnir Knut Mohr safn sitt í heiðursdeild en Ingolf Kapelrud í samkeppnisdeild. Landssamband ísienskra frí- merkjasafnara sér um að halda Nord- iu 96 með ijárhagslegum stuðningi póstsögusjóðs. Að baki landssam- bandinu standa frímerkjaklúbbarnir, sem eru til um allt land. Formaður LÍF er Sigurður R. Pétursson. Alls hafa verið gefin út um 1000 íslensk frímerki og eru þau öll til sýnis á Nordiu 96. Ráðstefna um málefni barna með krabbamein STYRKTARFÉLAG krabba- meinssjúkra barna (SKB) stend- ur fyrir ráðstefnu um málefni barna með krabbamein á Hótel Sögu laugardaginn 26. október klukkan 13-18. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 5 ára afmæli félagsins 2. september sl. Markmið ráðstefnunnar er að fá heildaryfirsýn yfir stöðu barna með krabbamein og aðstandenda þeirra í íslensku þjóðfélagi og að skyggnast fram á veginn. Um leið er kastljósinu beint að mál- efnum langveikra barna al- mennt. í þeim tilgangi verða eft- irfarandi erindi flutt: Staða málefna barna með krabbamein séð frá sjónarhóli foreldris, Benedikt Axelsson, for- maður SKB; Þróun lækninga á krabbameini í börnum, Guð- mundur Jónmundsson, sérfræð- ingur í barnalækningum; Al- mannatryggingar og böm með krabbamein, Sigríður Ólafsdótt- ir, yfirfélagsráðgjafi TR; Sálfé- lagslegur stuðningur þegar barn veikist, Margrét Halldórsdóttir sálfræðingur; Menntun barna og unglinga sem fá krabbamein, Kolbrún Gunnarsdóttir, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu; Félagsleg þjónusta, Áslaug Frið- riksdóttir, deildarsérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu. Á eftir hveiju erindi er gert ráð fyrir fyrirspurnum og um- ræðum. Ráðstefnustjóri verður Þorsteinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri SKB. Þeim sem vilja nálgast nánari upplýsingar um ráðstefnuna er bent á skrifstofu SKB sem opin er alla virka daga kl. 10-15. Jafnréttisþing á Grand Hóteli JAFNRÉTTISRÁÐ heldur jafn- réttisþing á Grand Hóteli í Reykjavík föstudaginn 25. októ- ber nk. Þetta er í annað sinn sem slíkt þing er haldið. Tilgangur þess er að vera stjórnvöldum til ráðgjafar og umsagnar á sviði jafnréttismála samhliða því að vera vettvangur almennrar umræðu um jafnrétt- ismál, uppspretta og farvegur nýrra hugmynda. Félagasamtök- um sem vinna að jafnrétti kvenna og karla hefur verið boðið að kynna starfsemi sína á þingstað og hafa viðbrögð við því framtaki verið góð. Þingið hefst kl. 8.30 og stend- ur til kl. 17. Það er opið öllum og fer skráning fram á Skrifstofu jafnréttisráðs. Fundur um launamál og verkalýðsfélög FUNDUR um launamál og fleira sem tengist komandi kjarasamn- ingum verður haldinn á Digra- nesvegi 12 í Kópavogi í kvöld, fimmtudaginn 24. október, og hefst hann kl. 20.30. Á fundinn mætir félagsmála- ráðherra, Páll Pétursson. Frum- mælendur verða Sigrún Hallew- ell á Akranesi sem spyr „fyrir hveija eru verkalýðsfélögin?" og Þórður Ólafsson í Þorlákshöfn en hann fjallar um „hvort launin séu of lág“. Fundurinn er öllum opinn og það eru framsóknarkonur í Reykjavík og Freyja, félag fram- sóknarkvenna í Kópavogi, sem boða til fundarins. Hausthátíð varnarliðs- manna VARNARLIÐSMENN halda ár- lega hausthátíð sína með „karnival“-sniði laugardaginn 26. október nk. og eru allir vel- komnir. Hátíðin fer fram í stóra flug- skýlinu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11-17. Þátttaka í þrautum og leikjum og hressing af ýmsu tagi verður á boðstólum. Milli atriða gefst gestum kostur á að skoða flugvélar og annan búnað varn- arliðsins sem verður til sýnis á svæðinu. I fréttatilkynningu kemur fram að aðgangur sé ókeypis og allir velkomnir. Umferð er um Grænáshlið ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að hafa ekki með sér hunda. Canon-dagar hjá Nýherja CANON-DAGAR standa nú yfir í höfuðstöðvum Nýheija í Skafta- hlíð. Dagarnir hófust á miðviku- dag og lýkur á föstudag. Á Canon-dögum eru kynntar helstu nýjungar í ljósritunarvél- um, faxtækjum, prenturum og reiknivélum frá Canon auk ljós- myndavélar sem tekur stafræn- ar ljósmyndir. Myndir úr vélinni er hægt að prenta út í venjuleg- um prentara. Opið er frá kl. 9-17. ■ SKÓLAFUNDUR Mennta- skólans við Hamrahlíð sam- þykkti á þriðjudag eftirfarandi ályktun: „Við, nemendur í Menntaskól- anum við Hamrahlíð, skorum á allsheijamefnd að samþykkja þá tillögu sem liggur fyrir kirkju- þingi um að þjóðkirkjan leggi blessun sína yfir sambúð sam- kynhneigðra sem þess óska. Að öðrum kosti teljum við að kirkjan stuðli að fordómum í samfélag- inu. Ekki þýðir fyrir þjóðkirkjuna að bera það fyrir sig að hugsan- lega muni fólk segja sig úr þjóð- kirkjunni ef tillagan verði sam- þykkt. Líklegra verður að telja að jafnvel fleiri muni segja sig úr kirkjunni þegar litið er til lengri tíma, verði tillagan ekki samþykkt.“ LEIÐRÉTT Banvænn leikur á Stöð 3 Á dagskrársíðu blaðsins í gær var myndaflokkurinn Banvænn leikur (Deadly Games) sagður vera á Sýn. Rétt er að hann er á dagskrá Stöðvar 3 kl. 21.05 á miðvikudögum. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Árétting um viðræðuáætlun Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landsambands ís- lenzkra verzlunarmanna, vill taka fram vegna ummæla Þórar- ins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra VSI, í blaðinu í gær, að Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hefur ekki sam- ið um viðræðuáætlun við VSÍ. Það hefur hins vegar gengið frá viðræðuáætlun við Vinnumála- sambandið og Félag íslenskra stórkaupmanna. í viðtali við Magnús L. Sveins- son formann Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur, gætir mis- skilnings, þar sem segir að ekki hafi verið fallist á að gert yrði hlé á viðræðum yfir jól og ára- mót. Það yrði að sjálfsögðu gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.