Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 40
4Ó FIMM'fUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Islenska OL-liðið heldur sínu striki BRIPS Ródos, Grikklandi ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótið í brids er haldið dag- ana 19. október til 2. nóvember. Upplýsingar um árangur íslenska liðsins eru í textavarpi Sjónvarps- ins, bls. 246, og á heimasíðu Bridge- sambands Islands: http://www.is- landia.is/'isbridge/ Einnigeru upplýsingar um mótið á heimasíðu Alþjóðabridssambandsins: http://wbf.bridge.gr/Rhodes.96/ rhodes.htm ÍSLENSKA liðið hélt sínu striki á Ólympíumótinu í brids á þriðjudags- kvöld og miðvikudagsmorgun og vann fjóra góða sigra í röð. í 11. umferð unnu íslendingar Svisslend- inga, 21-9 (48-24) og í 12. umferð unnu þeir Júgóslava 22-8 (57-26) en Júgóslavar höfðu fram að því verið í efstu sætum riðilsins. Aðalsteinn Jörgensen, Matthías Þorvaldsson, Guðmundur Páll Arnarson og Þorlák- ur Jónsson spiluðu báða þessa leiki. Júgóslavarnir spila nokkuð sér- kennilegt sagnkerfi en það dugði skammt á móti íslendingunum. Þetta spil er ágætt dæmi um það: Vestur gefur, NS á hættu Norður ♦ ÁKG102 V KG742 ♦ 6 Vestur 4 D7 í 763 ” 3 í Á10953 ÁK104 Suður ♦ 98 VÁ98 ♦ 872 ♦ G9532 Við annað borðið sátu Guðmundur Páll og Þorlákur AV en NS voru Vlajnic og Zipovski. Vestur Norður Austur Suður GPA Vljanic ÞJ Zip. 1 tígull 1 hjarta 2 grönd pass 3 lauf pass 3 tíglar/// Hjartasögn norðurs lofaði a.m.k. 4-4 í hálitunum. 2 grönd voru áskorun og 3 lauf Guðmundar var eðlileg sögn en jafnframt krafa um hring. Vljanic hugsaði sig lengi um áður en hann passaði og einnig þegar 3 tíglar komu til hans en á endanum gafst hann upp. Guð- mundur Páll fékk svo 9 slagi og 110 fyrir. Við hitt borðið sátu Aðalsteinn og Matthías NS og Jovanovic og Markovic AV: Vestur Norður Austur Suður Jov. AJ Mark. MÞ 2 spaðar 3 tíglar pass 3 hjörtu pass pass dobl/// Opnun vesturs sýndi opnun og báða lágliti og 3 tíglar Aðalsteins sýndu því báða háliti og betri spaða. Matthías valdi hjartað og austur doblaði í útsoginu. Vestur byijaði á að taka ÁK í laufi og tígulás. Hefði hann nú spil- að þriðja laufinu hefði Matthías væntanlega farið 1 niður á spilinu, en laufastaðan var ekki Ijós og vest- ur spilaði þess í stað tígli til að stytta blindan. Og það dugði Matthíasi. Hann trompaði, tók AK í spaða og tromp- aði spaða með áttunni, trompaði tígul í borði og spilaði þaðan spaða og trompaði með níunni þegar aust- ur henti tígli. Nú tók Matthías hjartaás og spilaði laufagosa og henti spaða í blindum. Austur trompaði en blindur fékk tvo síð- ustu slagina á KG í hjarta. ísland fékk því 730 og 13 impa. Orugg vörn Fyrsti leikurinn í gærmorgun var gegn Tælandi. Jón Baldursson og Sævar Þorbjömsson spiluðu hann ásamt Aðalsteini og Matthíasi og unnu 19-11 (52-35). Næsti leikur, í 14. umferð, var gegn Grikklandi en Grikkir hafa á að skipa góðu landsliði sem komst meðal annars í úrslit á síðasta Ólympíumóti fyrir fjórum ámm. Matthías og Aðalsteinn eru að spila í fyrsta skipti saman í lands- liði á Ólympíumótinu, enda er að- eins tæpt ár síðan þeir hófu félags- skap. En þeir hafa verið að spila mjög vel á Ródos eins liðið allt. Björn Eysteinsson fyrirliði lét þá spila áfram en Guðmundur og Þor- lákur skiptu við Jón og Sævar. Nið- urstaðan var góður sigur, 21-9. Þetta spil leystu íslendingarnir bet- ur en Grikkirnir: Suður gefur, enginn á hættu Norður + 4 ¥Á84 ♦ ÁKG84 Austur Vestur + DG103 ♦ 972 ♦ KDG1083 VKG72 VD109 ♦ D76 ♦ 103 Suður + 975 + 62 ♦ Á65 * 653 * 952 * ÁK84 Sagnir gengu eins við bæði borð. Suður opnaði á 1 laufi, vestur stökk í 2 spaða, norður sagði 3 spaða til að spyrja um spaðafyrirstöðu og suður sagði 3 grönd. Við bæði borð spilaðu vesturspil- aramir, Matthías og Zotos, út spaðakóng, sem lofaði góðum lit og bað austur um talningu. Bæði Aðalsteinn og Vlachaki létu spaða- níuna og sýndu þannig 3-lit. Spaða- kóngur hélt slag og einnig spaða- drottning sem kom næst. í hana lét austur sjöuna, hærri spaðann sem eftir var til að benda á styrk í hjarta. Matthías sá í hendi sér að lítið þýddi að fría spaðalitinn og ákvað því að hlíða hjartakalli Aðalsteins. Hann spilaði hjartaníunni, sem gat ýmist verið hæsta hjartað eða lofað tveimur háspilum fyrir ofan. Enn gaf sagnhafi og Aðalsteinn lét einn- ig lítið. Þar með var vömin búin að hnekkja spilinu því Matthías spilaði áfram hjarta og Lambrinos varð í fyllingu tímáns að gefa Aðal- steini á tíguldrottningu. Við hitt borðið spilaði Zotos hins vegar áfram spaða í þriðja slag. Nú gat Guðmundur Páll brotið tíg- ulinn í rólegheitum því austur átti ekki meiri spaða og of seint var að btjóta hjartað. Guðmundur fékk því 10 slagi og ísland græddi 11 impa. Eftir 14 umferðir voru íslending- ar með 276 stig í B-riðli. Efstir vom ísraelsmenn með 295 stig og næstir komu ítalir með 290 stig. I 4. sæti voru Tævanbúar með 267, Norðmenn vom í 5. sæti með 263, Indverjar í 6. sæti með 260, Rússar í 7. sæti með 256 og Bretar í 8. sæti með 252. í hinum riðlinum vom Frakkar efstir með 286 stig, en næstir komu Spánveijar og Nýsjálendingar með 274 og Indónesar með 264,5. Guðm. Sv. Hermannson Austur ♦ D54 VD1065 ♦ KDG4 ♦ 86 Morgunblaðið/Arnór BRIDSFÉLAGIÐ Muninn hefir bryddað upp á þeirri nýbreytni í haust að hafa spilakvöld fyrir vana og óvana keppnisspilara í pari og hefir teldst vel til. Myndin var tekin á síðasta spilakvöldi félagsins sl. fimmtudag en í kvöld er spilaður eins kvölds tvímenn- ingur. Spilað er í félagsheimilinu við Sandgerðisveg og hefst spilamennskan kl. 19.45. BRIPS U msjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 15.10. 22 pör mættu. Úrslit: N/S: ÞórarinnÁrnason-Ólafurlngvarsson 295 Jón Andrésson - Guðmundur Þórðarson 255 GarðarSigurðsson-PállHannesson 252 A/V: BaldurÁsgeirsson - Magnús Halldórsson 270 Hannes Alfonsson - Einar Elíasson 245 Sveinn Sæmundsson - Þórhailur Ámason 224 Meðalskor 216 Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstudaginn 18.10. 24 pör mættu. Úrslit: N/S: Bjöm E. Kristjánsson - Hjörtur Elíasson 284 Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófersson 258 Ólafúr Ingvarsson - Þórarinn Ámason 252 Jón Andrésson - Bjöm Kristjánsson 232 A/V: Cyrus Hjartarson - Daníel Pálsson 263 Garðar Sigurðsson - Páll Hannesson 242 Þórhildur Magnúsd. - Halla Ólafsd, 240 Bergsveinn Breiðfjörð - Magnús Guðmundss. 227 Meðalskor 216 Borgnesingar heimsækja Suðurnesjamenn um helgina Borgnesingar koma í heimsókn á Suðurnesin um helgina. Spiluð verð- ur bæjarkeppni á laugardag og tví- menningur á sunnudag. Félögin hafa ekki áður leitt saman hesta sína ef svo má að orði komast en vonandi verður framhald á sam- starfi félaganna en heimsóknir sem þessar eru bragðsterkt krydd í tilver- una hjá bridsspilurum. Lokið er tveimur umferðum af fjórum í JGP sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: GuðfinnurKE 1247 Garðar Garðarsson - 1215 Krisrián Kristjánsson 1203 Jón Olafur Jónsson 1201 Eins og áður sagði verður spilað- alla helgina í félagsheimilinu. Áætl- að er að bytja að spila kl. 13 á laug- ardag. Þriðja umferðin í verður spil- uð nk. mánudagskvöld kl. 19.45. Bridsfélag Sauðárkróks Síðastliðið mánudagskvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 12 para. Miðlungur var 110. Úrslit urðu sem hér segir: Eyjólfur Sigurðsson - Ingvar Jónsson 130 Ásgrimur Sigurbjörnsson - Jón Bemdsen 130 Guðni Kristjánss. - Snæbjörn Valbergss. 130 Einar Svavarss. - Guðmundur Bjömss. 125 Nk. mánudagskvöld 28. október hefst 2 kvölda einmenningur. Áríð- andi er að þeir sem ætla að taka þátt skrái sig hjá Guðna í h.síma: 4535359 eða v.síma: 4535433. Spilað verður í Bóknámshúsi fjölbrautaskól- ans og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig. Spilamennska hefst kl. 20. Fj árhundakeppni að Hesti í Borgarfirði FJÁRHUNDAKEPPNI Vestur- landsdeildar Smalahundafélags íslands verður haldin í þriðja sinn að Hesti í Borgarfirði sunnudaginn 3. nóvember kl. 13. Keppt verður um „smalahundabikarinn“ sem gefinn er af Borgamesútibúi Bún- aðarbanka íslands. Keppnin er fólgin í því að hund- ur á að sækja kindur um 150 m og koma þeim til smalans. Að því loknu á hundurinn að reka þær í sveig í gegnum tvö hlið, stöðva kindurnar og róa þær í afmörkuð- um hring og að lokum koma þeim inn í litla rétt. Aðgangseyri verður í hóf stillt og er kaffi og meðlæti innifalið. Allir eru velkomnir. Keppni af þessu tagi er haldin í mörgum löndum. Hún gengur út það að sýna hve gott lag hund- ur, undir stjórn manns, hefur á kindum. í Bretlandi má segja að fjárhundakeppni sé álíka vinsæl og hestamót á íslandi. Breska ríkissjónvarpið BBC hefur um ára- bil gengist fyrir og sýnt fjárhunda- keppni og nýtur þetta efni fádæma vinsælda. Ekki hefur tekist að fá íslenska sjónvarpsstöð til að taka þessa þætti til sýningar, segir í fréttatilkynningu. Keppnin er opin og er þátttaka öllum heimil. Harpa J. Reynisdótt- ir og Jóhann P. Jónsson á Hæl í Lundareykjardal gefa nánari upp- lýsingar. Þau skrá keppendur og einnig þeir Dagbjartur Dagbjarts- son á Refsstöðum og Gunnar Ein- arsson á Daðastöðum. Þjóðbúmngahátíð fyrsta vetrardag HEIMILISIÐNAÐARFELAG Is- lands stendur fyrir þjóðbúningahá- tíð að Hótel Sögu fyrsta vetrar- dag, 26. október, kl. 13.30 þar sem konur og karlar mæta í þjóðbún- ingi. Öllum er opin þátttaka í há- tíðinni, hvort sem þeir eru í félag- inu eða ekki. Á dagskrá hátíðarinnar verður upplestur um íslenska þjóðbúninga í flutningi Eddu Arnljótsdóttur og Ingvars Sigurðssonar, Þjóðdansa- félagið sýnir við undirleik, kaffi- veitingar og hljóðfæraleikur undir borðum í umsjá þeirra Jónasar Þóris Jónassonar og Jónasar Þóris Dagbjartssonar. I fréttatilkynningu segir: „Heimilisiðnaðarfélag íslands er áhugamannafélag um íslenska handverksmenningu. Eitt af markmiðum félagsins er að halda vörð um íslenska þjóðbúninginn, fræða almenning um þessa ger- semi okkar og gæta þess að kunn- átta og hefðir tengdar honum glatist ekki. Á námsskrá Heimilis- iðnaðarskólans eru m.a. námskeið í þjóðbúningasaumi, baldýringu, knipli sem tengist búningum og búningasaumi. Nú er mikil vakn- ing, sérstaklega meðal yngri kyn- slóðarinnar, að fræðast um og verða sér úti um þjóðbúning, hvort heldur upphlut eða peysu- flöt.“ auglýsingctr I.O.O.F. 5 = 17810248 =FL Landsst. 5996102419 VII I.O.O.F. 11 =17810248 = 872 0 I.O.O.F. 9 = 1781023872 = M.K. Listasafn (slands. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 í kvöld kl. 20.30 Lofgjörðarsam- koma. Allir hjartanlega velkomnir. Útsala í Flóamarkaðsbúðinni, Garðastræti 6, í dag og á morg- un kl. 13-18. Pýramídinn - Mjli andleg miðstöð Skyggnilýsingarfundur verður haldinn föstudagskvöldið 25. okt. kl. 20.30 i Pýramídanum. Miðlarnir Anna Carla og Ragn- heiður Ólafsdótt- ir, teiknimiðill, starfa saman. Húsið opnað kl. 19.30. Að- göngumiðar seld- ir við innganginn á meöan húsrúm leyfir. Uppl. í símum 588 1415 og '588 2526. >» Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Dulrænir dagar verða haldnir í Gerðubergi föstudaginn 1. nóv. og laugardaginn 2. nóv. Nánar auglýst í nk. sunnudags- blaði. SRFÍ. \ V--7/ KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl.20.30. Biblíu- lestur - Filemonsbréf. Umsjón: Ragnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK. Upphafsorö hefur Bragi Berg- sveinsson. Allir karlmenn eru velkomnir. HUNA Hawaiísk seiðmenning Huna er heimspeki, lífsviðhorf, heilunaraðferðir og hugleiðslu- tækni sem notuð er til að efla eigin styrk. Námskeiö verður haldið helgina 26. og 27. október kl. 10-18 báða dagana. Leiðbeinandi: Ragnar Halldór Blöndal. Á námskeiðinu munt þú upp- götva hvernig hugsanir bínar hafa áhrif á það sem þú upplifir; þú lærir að auka sjálfstraust þitt, innsæi og dulræna hæfileika. Skráning á námskeiðið hjá Ragnari I sfma 562 8878 í dag og 551 0409 í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.