Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 45 ____BRÉF TIL BLAÐSIIMS_ Enn um rjúpuna Frá Olgeiri Jónssyni: ÉG HEF aflað mér frétta í sjö hreppum í Þingeyjarsýslu, þar sem allir vilja láta alfriða íslensku rjúp- una, að undanskildum aðeins tveimur bæjum í einni sveitinni. Fólkið telur íslensku ijúpuna eina af fegurstu perlum í íslenskum heiðum, móum og hraunum. Mað- ur í kaupstað á Norðurlandi keypti sér rándýra haglabyssu og nokkur skot, fyllti siðan bilinn sinn af bensíni, sem kostaði 5.000 krónur, keyrði síðan á sunnudagsmorgni upp á afrétt, hann keyrði allan daginn og sá enga ijúpu fyrr en undir kvöld, þá sá hann nokkrar ijúpur í hóp, hanns sigtaði síðan á ijúpurnar í fjarlægð, til þess að höglin dreifðust sem mest, ein ijúpa flaug burt, hinar lágu. Hann fór svo að tína saman þær dauðu sem voru sex, tvær voru væng- brotnar, hann elti þær uppi og hengdi þær í greip sinni, svo hélt hann heim á leið með ijúpurnar, en það var ekki fyrir það að hann vantaði kjöt, því heima átti hann í frystikistu lambakjöt, alikálfa- kjöt, svínakjöt, kjúklinga, svart- fugl og lunda, það var bara ánægj- an að hæfa með skotinu og drepa; hann var þó ekki talinn neitt óhræsi. Einu sinni var ungt par á stórri jörð í Reykjadal, þau fengu að byggja sér nýbýli upp á brúninni ofan við bæinn, nefnist býlið Láfs- gerði, eftir bóndanum sem Ólafur hét. Hann hlóð garð í kringum nokkrar dagsláttur af landi, mann- hæðar háan, og byggði sér síðan bæ þar. Þarna bjó hann ásamt konu sinni í nokkur ár og þau eign- uðust nokkur börn, síðan veiktist maðurinn af ofreynslu og andað- ist. Svo er það eitt sinn að konan var að lesa húslesturinn og börnin voru í hóp í kringum hana — það var ekkert til að borða í kotinu, nema mjólk úr einni kú. Hún átti von á svolitlu úr kaupstað daginn eftir, með bóndanum á stórbýlinu. Hún endaði lesturinn með bæn, eilífí guðssonur hjálpaðu mér, sak- lausu börnunum mínum að bjarga. Það hafði gerst það ólán um dag- inn að börnin brutu eina rúðu í baðstofunni og rétt og hún er að enda við bænina kemur fljúgandi ijúpa inn um opna gluggann í fangið á henni. Hún tekur ijúpuna og snýr hana úr hálsliðnum, því hún taldi að hún væri send sér til bjargar. Rétt í því heyrir hún gól- ið í valnum úti og segir þá: Ham- ingjan hjálpi mér, hvað hef ég gert? Rjúpan hefur þá verið að flýja undan valnum og guð hefur yerið MICRON B TÖLVUR fyrir kröfuharða Tölvu-Pósturinn Hdmnrksgæði Lágnmrksverð GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601 að reyna á drenglyndi mitt. Börn- in fóru að gráta og struku ijúpuna og sögðu, ó hvað hún er falleg og drifhvít. Þessi kona varð tilefni að kvæði listaskáldsins góða; það er kvæðið „Óhræsið“. En ungi maðurinn í fyrri sögunni, sem fór upp á heiði að skjóta ijúpur, var aftur hetjan. Ég er búinn að vera hér í 12 ár og alltaf gefið snjótittlingum korn og brauð á veturna, en tvo síðustu vetur hef ég ekki séð neina fugla og ein starfsstúlkan hér var að segja mér að hún hefði ekki séð neina fugla, en var þó vön að gefa þeim korn. Mér datt í hug að fálkinn væri farinn að drepa smáfugla, af því svo lítið væri að ijúpunni og fannst mér það sanna hugsun mína, er ég heyrði að fund- ist höfðu músalappir og smáfugla- lappir hjá fálkahreiðri. Skrifað í Hvammi í október 1996, OLGEIR JÓNSSON frá Höskuldsstöðum. STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. gl KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Al sja Ifvirka r Til sölu notaðar, nýyfirfarnar E^VfAI A lilfii' ®Til afh. sfrax 3 mán. ábyrgð Meö uppsetningu kr. 3.850.000 m/vsk ný kr. 6.200.000 án vsk í litum rauð, blá, græn. Wesuinat á íslandi • Viðgerðarþjónusta á íslandi Up|>lýsin»ar í síma: 551 5968. 482 5750. 893 6006 Hyundai Elantra 1800, árg. 5 g„ 4 d„ grár, ek. 36 þús. km. Verö kr. 1.050 þús. Einnig til sjálfskiptur. OpSd l irkít liitgtt 1rit ki. - 1S. /ttiigtiniiigit 10 ■ 14 Notaðlr bilar Suðurlandsbraut 14 Ármúlo 13 Mikið úrval nýlegra uppitökubíla. Toyota Corolla XL 1300, árg. 5 g„ 3 d„ rauöur, ek. 131 þús. km. Verö kr. 440 þús. Renault Clio RN 1200, árg. '94, 5 g„ 5 d„ grár, ek. 25 þús. km. Verð kr. 830 þús. Hyundai Accent 1300, árg. '95, 5 g„ 4 d„ bleikur, ek. 31 þús. km. Verö kr. 890 þús. BMW520ÍA, árg. '91, sjálfsk., vínrauður, ek. 58 þús. km. Verö kr. 1.880 þús. Hyundai Pony GLSi 1500, árg. '94, 5 g„ 5 d„ rauður, ek. 45 þús. km. Verö kr. 760 þús. Hyundai Sonata 2000, arg. 5 g„ 4. d„ blár, ek. 104 þús. km. Verö kr. 980 þús. Hyundai Elantra 1600, árg. '92, sjálfsk., 4 d„ vínrauður, ek. 51 þús. Verö kr. 890 þús. Toyota Corolla XL 1600, árg. sjálfsk., 4 d„ grár, ek. 78 þús. km. Verö kr. 990 þús. Suzuki Vitara JLX 1600, árg. sjálfsk., 5 d„ hvítur, 90 þús. km. Verö kr. 1.370 þús. Mercedes Benz 280 GE, árg. sjálfsk., 5 d„ grár, ek. 183 þús. Verö kr. 1.650 þús. BMW 316i, árg. '92, 5 g„ vínrauöur, ek. 89 þús. km. Verökr. 1.390 þús. Hyundai Pony LS 1300, arg. '93, 5 g„ 4 d„ grár, ek. 23 þús. km. Verö 680 þús. Nissan Sunny 4x4 1600, árg. 5 g„ 4 d„ rauður, ek. 99 þús. Verð kr. 690 þús. ■> HYUnDFII RENAULT Greiðshikjör til cillt ctö 48 tnctrtctöa tin litborsznncir IUM GÓÐIR NOTAÐIR BILAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.