Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 ERLENT Lebed gagnrýnir Tsjúbajs í sjónvarpsviðtali Segir Tsjerno- myrdín verða vikið frá næst Washington, Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, sem var rek- inn úr embætti yfirmanns rússneska öryggisráðsins, spáði því í gær að Viktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra yrði næsta fórnarlambið í valdabaráttunni í Kreml. Lebed sagði í viðtali við banda- ríska sjónvarpið ABC að Tsjerno- myrdín væri orðið ofaukið í Kreml. „Mat mitt er að næsti maðurinn til að verða sparkað, líklega um miðjan nóvember, sé Viktor Tsjernomyrd- ín,“ sagði hann. Lebed sakaði Anatolí Tsjúbajs, skrifstofustjóra forsetans, um að hafa fengið Jeltsín til að fallast á brottvikninguna í vikunni sem leið. „Hann er eini maðurinn sem hefur aðgang að forsetanum. Hann er sá sem hefur komið í veg fyrir að aðr- ir embættismenn, og ekki aðeins ég, geti rætt við forsetann." Tsjúbajs sakaður um lygar Lebed sagði Tsjúbajs hafa matað Jeltsín á „röngum upplýsingum". „Ég tel að logið hafi verið að forset- anum á mjög faglegan hátt. Forset- inn tók mark á þessum lygurum og tók ákvörðun. Ég vorkenni forsetan- um.“ Rússneska innanríkisráðuneytið hefur afhent saksóknurum gögn sem sögð eru sanna að Lebed hafi lagt Lebed Tsjúbajs BOB Dole ávarpar aðdáendur sína á kosningafundinum í Troy í Michigan-ríki á þriðjudag. Reuter nótt í svefnherbergi Abrahams Linc- oln? Ekkert mál. Langar þig í ferða- lag til Indónesíu? Hvíta húsið skipu- leggur það fyrir þig!“ En Dole talaði einnig um efnahag- inn og tillögu sína um 15 prósenta lækkun skatta. “Ef við lækkum skatta, grisjum allar þessar reglu- gerðir og breytum skattakerfinu, þá komum við efnahagnum aftur af stað. Hagvöxtur hefur aldrei verið hægari en einmitt núna,“ sagði Dole grafalvarlegur. Annálað skopskyn hans var hins vegar aldrei langt undan. „Meira að segja Bill Clinton mun fá skattaafslátt, ef hann lætur mig hafa nýja heimilisfangið sitt,“ bætti Dole við. Eftir rúmar 20 mínútur lauk Dole máli sínu og blandaði sér í hóp áhorf- enda, sem flestir voru áfjáðir í að taka í hönd hans, fá eiginhanda- ráskrift eða jafnvel mynd af sér með frambjóðandanum. Fyrir utan svæð- ið var hins vegar litill hópur fólks sem hafði lítinn áhuga á Bob Dole sem forsetaefni. Þau veifuðu skiltum þar sem stóð „Clinton-Gore 96“ og einn af þeim gekk um í röndóttum jakkafötum og með skopgrímu af Dole á höfðinu. Sá var með flösku í hendinni og bauð fólki að súpa af „fimmtán prósenta töframeðali" Do- les fyrir efnahaginn. Eins og við var að búast, afþökkuðu flestir boðið. Stuttu síðar var Dole horfinn á braut, á leiðinni til Columbus í Ohio, þar sem næsta samkoma beið hans. á ráðin um valdarán áður en honum var vikið frá. Heimiidarmaður í ráðu- neytinu sagði að gögnin „staðfestu hvert orð“ Anatolís Kúlíkovs innan- ríkisráðherra, sem hélt því fram að Lebed hefði ætlað að stofna sérstak- ar úrvalssveitir til að undirbúa valda- rán með aðstoð 1.500 skæruliða frá Tsjetsjníju. Lebed sagði ekkert hæft í þessum ásökunum í viðtali við rússneska vikublaðið Argumenty í Faktí. „Hvar eru stöðvar þeirra?" spurði hann. „Hvar geyma þeir vopnin? Hvar eru þessir Tsjetsjenar sem sagðir eru flykkjast til höfuðborgarinnar? Þetta er algjör tilbúningur." Níkolaj Kovaljov, yfirmaður rúss- nesku leyniþjónustunnar, sagði í gær að „alvarleg hætta“ hefði skapast í Tsjetsjníju og gerðar hefðu verið ráðstafanir til að hindra hermdar- verk af hálfu tsjetsjenskra aðskiln- aðarsinna í Rússlandi. Vinsælustu skcmmtisiglingar hcimsins. Fegursta eyjan - DOMINICANA - allt innifalið Öruggasta vetrarfríið - Jarðnesk paradís fyrir þig og vini þína - klúbbinn - félagið þitt. Verð frá kr. 100 þús. ÞÚ GERIR EKKIBETRIKAUP! CARNIVAL UMBOBIÐ AÍSLANDL. FEROASKKIFSTOIAÉ :ræti 17, 4. hæö101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 Þýskur uppruni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.