Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 LISTIR I Largo desolato fjallar Váelav Havel um hvort heimspekingar og rithöfundar eigi aðeins að greina vandamál þjóðfélagsins eða taka afstöðu og jafnvel fylgja henni eftir í verki. GAGN EÐA GAGNS- LEYSI GÁFU- MENNA íviorgunoiaoio/jon övavarsson LEOPOLD er samfélagslegur og sögulegur „úrgangur", þessi endanlega framleiðsla, útkoman þegar hlutirnir hafa velkst í gegnum pípur samfélags og sögu. Hann er endastöðin og því gerir hann ekkert gagn. Frá honum liggja engar leiðir. Václav Jón Baldvin Erlingur Havel Hannibalsson Gíslason Thor Vilhjálmur Roland Vilhjálmsson Árnason Barthes Leikrít Václavs Havels, Largo desolato, vek- ur upp ýmsar spumingar um samfélagslegt hlutverk gáfumenna. Þröstur Helgason leitaði svara við þessum spurningum. HVERT er hlutverk gáfu- menna (intellektúala) í samfélaginu? Eiga þau einungis að greina og fjalla um þau vandamál sem steðja að þjóðinni eða eiga þau að taka opinbera og ljósa afstöðu til þeirra? Eiga þau jafnvel að ganga lengra og kasta frá sér ritvopninu og fylgja eftir afstöðu sinni og hugmyndum í verki? Eiga þau að vera sýnilegri, hætta sér út af blaðsíðum bókar- innar, út úr leynihólfum textans til að taka þátt í andófinu á götum úti? Þessar eru á meðal þeirra spum- inga sem hreyft er við í leikriti Václavs Havel, Largo desolato, sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. Aðal- persóna verksins, Leopold, er heim- spekingur og forystumaður andófs- manna í landi þar sem almúginn hefur verið undir oki kúgunarkerfis stjómvalda um langt skeið. Litið er á Leopold sem bjargvætt þessarar þjóðar, hann hefur talað og skrifað leynt og ljóst á móti ríkjandi stjórn- arfari en nú er farið að krefjast þess að hann láti ekki standa við orðin tóm. Allir virðast vilja kasta ábyrgðinni á hann en sjálfur vill hann ekki gangast við henni - og veit í raun ekki hvernig eða hvers vegna hann ætti að geta það. Þegar tveir verkamenn koma til hans og egna hann til aðgerða segir hann að sér sé ekki Ijóst til hvers sé ætl- ast af sér. Þetta veiklyndi Leopolds fer í taugamar á eiginkonu hans og vinum; þau segja að hann megi ekki láta hugfallast og ávíta hann fyrir að vera orðinn hálfgert linkumenni. Og hann fer að trúa því að svo sé: „Eg get bara ekki varist þeirri þrúg- andi tilhugsun, að eitthvað í mér sé upp á síðkastið farið að gefa sig.“ En um leið er þetta undankomuleið, meðvituð uppgjöf. Sú spurning hefur einnig vaknað hvort þetta leikrit fjalli um Havel sjálfan og stöðu hans í heimalandi sínu, Tékkóslóvakíu, á tímum kalda stríðsins. Havel var sjálfur forystu- maður í hópi andófsmanna þar og skrifaði reyndar leikritið skömmu eftir að honum hafði verið sleppt lausum úr fangelsi árið 1984 þar sem hann hafði setið vegna þátt- töku í andófi gegn stjórnvöldum og fyrir að stofna til ólöglegra félaga- samtaka. Menn hafa spurt hvort Havel hafi hugsanlega velt því fyr- ir sér að gefast upp, eins og sögu- persóna hans í leikritinu. Það var vegna allra þessara ósvöruðu spurninga sem ákveðið var að leita álits nokkurra áhorf- enda sem hugsanlega kynnu að eiga einhverjar úrlausnir í pokahorninu. Vinstribakkavesaldómur Allir þeir sem rætt var við voru sammála um að verkið fjallaði ekki um Havel sjálfan, heldur væri það tilraun til að leita svara við ákveðn- um tilvistarlegum spurningum um tilgang og hlutverk. Jón Baldvin Hannibalsson, al- þingismaður og fyrrverandi utan- ríkisráðherra, þekkir sögu Havels vel, einkum sem stjórnmálamanns en einnig hefur hann kynnt sér verk hans. Jón Baldvin segir að sjálfsagt sæki Havel söguna í verk- inu í eigin reynslu en sem mynd af andófsmanni þyki sér samt verk- ið ekki ganga upp. „Mér fannst Leopold ekki mjög trúverðugur andófsmaður. Mín reynsla af and- ófsmönnum er að minnsta kosti sú að þeir eru gtjótharðir og standa keikir á hveiju sem dynur. Rithöf- undar, heimspekingar og hveijir þeir gagnrýnendur sem standa frammi fyrir kúgunarkerfi eins og því sem Leopold gerði eru hrein- lega þvingaðir til þess að sýna hörku og staðfestu, annars eru þeir beygðir, sigraðir. Ég þekkti marga af þeim mönnum í Eystra- saltslöndunum sem börðust gegn ofureflinu úr austri. Þrátt fyrir allt þeirra innra stríð, allar þeirra efa- semdir - þar á meðal um eigið ágæti - þá var krafan um að láta kerfið ekki beygja sig vegna mikil- vægis málstaðarins öllu öðru yfir- sterkari. En auðvitað lifa ekki allir slíka baráttu af. Sú saga sem sögð var í leikritinu fannst mér því einfaldlega ekki vera sönn mynd af andófsmanni. Hún minnti mig miklu meira á ein- hvern vinstribakkavesaldóm sem ber stundum á hjá ungum og róm- antískum mönnum. Ég hef því enga trú á því að Havel sé beinlínis að íjalla þarna um sjálfan sig - hann væri þá að minnsta kosti að ljúga þessu upp á sig ef svo væri.“ Erlingur Gíslason, Ieikari, hefur leikið í flestum leikritum Havels sem sett hafa verið upp hérlendis. Segist hann sammála Jóni Baldvini um að verkið fjalli ekki um Havel sjálfan. „Þetta verk fjallar um manninn og á að koma áhorfandan- um beint við. Það fjallar um hug- rekki mannsins eða hugleysi, um ágirnd og einurð, um það að standa uppréttur eða svínbeygður. Verkið fjallar um allt þetta í okkur öllum.“ Að varpa af sér hinu fræðilega hlutleysi Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, og Vilhjálmur Árnason, dósent í heimspeki við Háskóla Islands, eru sammála um að hlutverk sitt og stéttabræðra sinna sé ekki síst að greina eða hugsa um vandamálin sem steðja að á hveijum tíma og auðvelda þannig öðrum að takast á við þau. „Það er gott að hugsandi menn láti uppi hug sinn ef samviskan býður þeim að gera svo,“ segir Thor. „Hvort menn fara út á götur og mótmæla eða láta til skarar skríða á einhvern annan hátt hlýtur hins vegar hver og einn að gera upp við sig. Stundum krefst tíminn þess beinlínis af manni að maður hrindi af sér okinu, að maður sýni ábyrgð sína en að öllu jöfnu verða menn að láta guðsröddina í eigin bijósti ráða í þessum efnum.“ Vilhjálmur tekur undir þetta en segir jafnframt að sér finnist að fræðimenn mættu gera meira af því að taka rökstudda afstöðu til mála á opinberum vettvangi. „Og þá legg ég áherslu á rökstudda. Menn mættu þannig vissulega vera óhræddari við að varpa af sér hinu fræðilega hlutleysi og opinbera skoðanir sínar.“ Vilhjálmur segist hins vegar fyrst og fremst hafa skilið þetta verk Havels sem afhjúpun á tilvistar- vanda Leopolds. „Hann er algjör- lega ósamkvæmur, getur ekki lifað samkvæmt eigin hugmyndum. Og á meðan hann getur það ekki þá getur hann ekki tekist á við önnur og stærri vandamál eins og verið er að krefjast af honum. Yfírvegun og æðruleysi eru oft taldir höfuð- kostir heimspekingsins en Leopold hefur hvorugan til að bera; öll hans heimspekilega hugarró er fyrir bí. Fáránleikinn litar alla hans til- vist. I samskiptum hans og vinar hans er spurningin til dæmis aldrei hvað hefur komið út úr höfðinu á honum þann daginn heldur hvað hefur komið aftur úr honum. Búk- sorgirnar eru aðalatriðið, ekki heimspeki hans.“ Lokaorð með Barthes: Menntamenn eru úrgangur Frönsk gáfumenni eru kannski frægust fyrir það að fylgja hug- myndum sínum eftir í verki; má jafn- vel segja að það hafi verið eitt helsta einkenni þeirra frá því að þetta hug- tak varð til þar við lok síðustu ald- ar. Frönsk gáfumenni hafa verið mjög virk í pólitískri umræðu á hveijum tíma en fræg eru dæmin um afskipti þeirra af utanríkisstefnu þjóðar sinnar. Einn var þó sá maður í þessum hópi Frakka sem ekki var mjög pólitískur í skrifum sínum, eða áberandi í mótmælagöngum á göt- um Parísarborgar, en það var Ro- land Barthes sem lést árið 1980. Afstaða hans til gáfumennanna var líka óvenjuleg en hann taldi þau vera algerlega gagnslaus og lýsti þeim sem úrgangi samfélagsins og sögunnar. Barthes gerði grein fyrir þessari afstöðu sinni í viðtali við starfsbróður sinn og landa, Bernard- Henry Lévy, í bók þess síðamefnda, Adventures on the Freedom Road (útg. 1991). Barthes segist þar frekar hallast að því að kalla gáfumennin „úr- gang“ samfélagsins, í strangasta 1 skilningi þess orðs, en „salt jarðar" eins og þau hafi oft gert sjálf. „Líf- rænn úrgangur er merki þess að efni hafi farið í gegnum ákveðið umbreytingarferli. Úrgangur mannsins er til dæmis endanleg mynd matar sem hefur verið neytt. Á líkan hátt er gáfumennið úrgang- ur sögulegrar þróunar. Það líkamn- j ar í formi úrgangs vilja, langanir, duldir og líkamlega kvilla sem allt samfélagið á örugglega sameigin- ' lega. Bjartsýnismenn tala oft um gáfumennið sem „vitnisbera“. Ég kýs frekar að Iíta einungis á það sem „farveg" einhvers." Barthes segir að gáfumennið sé gagnslaust en jafnframt hættulegt. „Öll þjóðfélög vilja að það haldi sér á mottunni. Hættan sem stafar af því er táknræns eðlis. Það er eins • og sjúkdómur sem verður að hafa j auga með, það er óþarfur og heldur i þreytandi hlutur sem er haldið við til þess að safna fantasíum og fijó- semi (ofgnótt) tungumálsins saman á einn stað. Sjálfur er ég farvegur þess áhuga sem menn hafa haft á tungumálinu í gegnum tíðina en jafnframt alls konar dellu og tískufyrirbæra sem tungumálið býr til.“ Leikrit Havels minnti oft á þessi orð Barthes um gáfumennið. í Leo- I pold birtist einmitt vilji, langanir, | duldir og líkamlegir kvillar samfé- lagsins. Um leið er hann eins konar farvegur hugmyndalegrar og sögu- legrar þróunar en fram kemur að hann hafi unnið kenningar sínar upp úr verkum fyrri manna. Leo- pold er samfélagslegur og söguleg- ur „úrgangur“, þessi endanlega framleiðsla, útkoman þegar hlutirn- | ir hafa velkst í gegnum pípur samfélags og sögu. Hann er enda- ' stöðin og því gerir hann ekkert ) gagn. Frá honum liggja engar leiðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.