Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAÖUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Heimsókn frá Andesfjöllum á 20 ára afmæli UNIFEM ÞESSA dagana er hér í heimsókn María del Carmen Ramirez frá Suð- ur-Ameríku, nánar tiltekið frá Perú. María er fulltrúi hóps kvenna sem 'tekur þátt í stóru ræktunarverkefni á vegum UNIF- EM, þróun- arsjóðs Sam- einuðu þjóð- anna. Verkefn- ið var sett á stofn til að að- stoða konur í Andesfjöllum til að efla jarðyrkju og til að auka tækni við ræktun. Það sem er merkilegt við þetta verkefni í Suður-Ameríku er að íslenska ríkið lagði þar nokkuð af mörkum í formi fjárstyrkja. Félag- ið UNIFEM á Islandi samdi við utanríkisráðuneytið um fjárfram- - -,Iög til þessa verkefnis árið 1993, 5 milljónir á ári í 3 ár, eða 15 milljónir alls. Verkefnið fór síðan af stað 1994 og lagði utanríkis- ráðuneytið þá strax fram 3,7 millj- ónir, en þar sem ekki fékkst meira fé komst verkefnið í vanda í byrjun árs 1995, en þá kom Lúxemborg til hjálpar og vandinn var leystur í bili. Hollendingar eru þriðji aðil- inn að þessu verkefni. Konur í Andesfjöllum sóttu um aðstoð UNIFEM vegna þess að nánast hungursneyð ríkti á svæð- inu. Konurnar höfðu misst land sitt í hendur fyrirtækja sem rækta grænmeti til útflutnings og því var orðið litið um afurðir til neyslu. Þær hófu gamlar ræktunaraðferðir til vegs á nýjan leik, t.d. við að rækta í stöllum og hefta uppblástur. Verk- efnið, sem María del Carmen Ram- irez tók þátt í, er einskonar sam- keppnisverkefni þar sem hópar kvenna keppa um að ná sem bestun tökum á ræktun og framleiðslu svo og sölu vöru sinnar. Hópurinn sem María er fulltrúi varð fyrir valinu vegna þess hve umbúðir utan um varning þeirra voru fallegar og ódýrar og hve vel þeim hafði geng- -4ð að markaðsfæra vöru sína. Verð- laun hafa verið veitt árlega fyrir bestan árangur og fór síðasta verð- launaafhendingin fram í Bogóta í Kólumbíu sL vor. Þá var fulltrúa UNIFEM á íslandi boðið að sitja í dómnefnd og vera viðstaddur verð- launaafhendinguna. Margrét Ein- arsdóttir, varaformaður UNIFEM á íslandi, var fulltrúi íslands við at- höfnina. Þar sem verkefninu er að ljúka var síðasta verðlaunahafan- um, Maríu del Carmen Ramirez, boðið að taka þátt í á 20 ára af- mæli samtakanna í New York 27.-31. október nk. Síðan var ákveðið að lengja ferð Maríu og því heimsækir hún einnig ísland og María verður gestur UNIFEM á íslandi á morgunverðarfundi fé- lagsins þann 24. október, á degi Sameinuðu þjóðanna. Það er mjög lærdómsríkt að taka beinan þátt í verkefnum sem þess- Það er mjög lærdóms- ríkt, segir Ella B. Bjarnason, að taka beinan þátt í verkefnum sem þessum. um. Sá tiltölulega litli fjárstyrkur sem kom til verkefnisins varð kon- unum í hrjóstrugum fjöllum Suður- Ameríku mikil hvatning og gerði þeim kleift að lyfta grettistaki á þeirra mælikvarða. Þróunarhjálp sem þessi er jákvæð og kemur ótrú- lega mörgum til góða, einkum þó fjölskyldum þeirra sem að verkefn- inu vinna. Einnig er lærdómsríkt að kynn- ast hvernig stjómvöld sinna málum sem þessum. Jón Baldvin Hanni- balsson var utanríkisráðherra er verkefnið fór af stað og samþykkti að veita þessu máli brautargengi. Það er hinsvegar ótrúlegt hvernig efndir ráðuneytisins hafa orðið er til átti að taka. Hér neðanvið eru framlög ríkisins til þessa verkefnis rakin: KONUR frá Ecuador að störfum. 1994: 3,7 millj. frá utanríkisráðu- neyti. 1995: 1,6 millj. frá Þróunarsam- vinnustofnun íslands. 1996: 0,0 millj. frá utanríkisráðu- neyti. 9,7 millj. hafa ekki skilað sér til verkefnisins. Verkefnið lenti í miklum fjár- kröggum snemma árs 1995 og kom þá Lúxemborg inn í verkefnið og styrkti sem á vantaði. Þróunarsam- vinnustofnun íslands sýndi málinu skilning og lagði fram 1,6 milljónir króna sl. í lok síðasta árs, sem kom sér einkar vel fyrir verkefnið á lokastigi þess. Þær 9,7 milljónir sem ráðuneytið hafði heitið verk- efninu til viðbótar, er Sharon Cap- eling-Alakija, framkvæmdastjóri UNIFEM í New York, var hér í heimsókn vorið 1993, hafa vonandi farið til að styrkja enn meira þurf- andi, en fátæku konurnar í Andes- fjöllum. UNIFEM-þróunarsjóðurinn hef- ur nú starfað í 20 ár. Starfssvið sjóðsins hefur sífellt aukist og vinn- ur hann að markmiðum þeim, sem sett hafa verið á ráðstefnum Sam- einuðu þjóðanna á undanfömum árum um nauðsyn þess að bæta hag kvenna í þróunarlöndum. Það er mikil ánægja að fá Mariu del Carm- en Ramirez í heimsókn og þannig kynnast því hvemig þróunarverk- efni eru unnin. Einnig er hvetjandi að sjá hvaða áhrif þau hafa á fólk- ið sem tekur þátt í slíkum verkefn- um og hvað fólkið hefur þurft að leggja á sig til að ná árangri. Erfíð- ara er að þurfa að afsaka vanefnd- ir landa sinna. Höfundur er formaður UNIFEM á íslandi. Veisluscilir Vcttlngohð/lð lralGAPi-mn sími 555 4477 r FJfiLBRAUTASXÚUNN BREIOHOLTI SJÚKRALIÐANÁM' Fjölbrautaskólinn Breiðholti Innritun á vorönn 1997 lýkur 1. nóvember. Af heilbrigðissviði FB hafa 362 nemendur útskrifast sem sjúkraliðar frá árinu 1975. FB þegar þú velur sjúkraliðanám. Hvalir, svanir og æðarkollan SÚ VAR tíð, að eldri menn hér á landi hrósuðu sér af því að hafa drepið fjöldamarga svani og æðar- kollur. Nú á tímum finnst flestum vel upplýstum, vestrænum menningar- þjóðum álíka níðings- verk að drepa stóru sjávarspendýrin. I sumar kom hér til lands ungur drengur, sem var að deyja úr krabbameini. Hér fékk hann síðustu ósk sína uppfyllta, þá ósk að sjá stóru lagarspendýrin, heyra til þeirra og njóta nálægðar þeirra. Hann fór glaður heim með fagra minningu um þessa stórvöxnu vini mannanna. Síðar kom sorgarfregnin um drenginn litla sem dó. Hann tók mynd lagar- spendýranna og íslands með sér inn í eilífðina. Þegar vitrir menn koma saman á alþjóðaráðstefnum um friðun hvala hafa íslendingar aldrei sent Hvalaskoðun hefur, segir Rósa B. Blöndals, sterkt aðdráttarafl á ferðamenn. þangað fulltrúa, sem hafa verndun að sjónarmiði og jafnvel sent þang- að háttvirtan forstjóra olíufélagsins Esso, Kristján Loftsson, og á undan honum föður hans, Loft, forstjóra Hvals hf. Málflutningur þeirra var á þessum ráðstefnum Islandi til ævarandi smánar. Því miður vita menn lítið enn sem komið er um lífkeðju sjávarins eða hvað heldur henni gangandi í raun. Menn vita ef til vill enn minna um það hvað langt eyðingin á þessum hnetti má ganga til þess að sú eyðing sé óaft- urkallanleg og haldi áfram til al- gjörrar tortímingar. Jóhannes S. Kjarval skrifaði fyrstur grein um hvalfriðun. Hið stóra hjarta hvalanna. Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. mars 1948. Á þessum tíma vildu menn hefja hvalveiðar í stórum stíl til auðsöfnunar. í greininni segir listmálarinn m.a.: „í þessu máli, sem er stórmál, ber að líta á það listræna í þvi tignlega, tigulega lífi hvalanna. Eftirtektarvert er það, eftir því sem hvalveiðarahugsun fullkomnast og finnur sinn hag nær settu marki, eftir því grípur stríðs- æsingamöguleikinn víðtækara um sig í heiminum og þó er þetta í sjálfu sér engin furða, þar sem tilgangur- inn er að veiða hið stóra hjarta, sem auðvitað tekur á móti hinni grimm- úðlegu, mannlegu hyggju - hugsun og endurgeislar henni.“ Þessi orð ættu að sína hversu mjög Jóhannes Kjarval, listmálari, var á undan þjóð sinni í grundvallar- hugsun um verndun lífs og tilveru. Það má segja að nútíma vísinda- menn, sem fara um höfin og fylgja hvölunum eftir, Verða vinir og kynn- ast þeim náið sem vinir, komist að sömu niðurstöðu. Slíkir vísinda- menn eru óravegu frá viðhorfí þeirra vísindamanna, sem telja sig þurfa aðstoð hvaladrápara. Gísli Glslason, vísindamaður á þessu sviði, kallar rannsóknirnar, sem fara fram með aðstoð Hvals hf. - vísinda vændi. Nú stendur enn til að hefja hvalveiðar þó sölumögu- leikar og aðrar aðstæð- ur séu mjög breyttar frá því sem áður var. Hugsunarháttur for- stjóra Esso virðist þó ekki hafa breyst þar sem hann vill hefja hvaladráp án þess að hafa nokkurn vissan markað fyrir afurðirn- ar. Bara drepa og sjá svo hvort við seljum eitthvað á eftir virðist vera markaðstækni forstjórans. Það hefur borið við að Kristján Loftsson hefur komið fyrir alþjóð, að því er virðist í þeim tilgangi að kynna fyrir almenningi hversu mikil útgjöld eru samfara því hjá honum að halda hvaladrápstækjun- um hjá Hvali hf. í viðbragðsstöðu til hvaladrápa. Ef til vill væri snjall- ræði hjá Kristjáni að kynna sér brotajárnsmarkaði fremur en hval- kjötsmarkað. Það er almennt viður- kennd aðferð til að losa sig við úr- elt járnarusl. Einn af vorum stærstu hvöium - íslandssléttbakur - er útdauður. Þannig fara veiðimenn alltaf að hafi þeir fijálsar hendur. Nú hafa þau gleðitíðindi spurst, að á ný eru hvalir, jafnvel stór- hveli farin að koma aftur inn á flóa og firði. Húsvíkingar voru braut- ryðjendur í hvalaskoðun hér á landi. Þetta afburða snjalla framtak hefur nú hlotið slíkar vinsældir meðal ferðamanna, að vel gæti orðið um byltingu að ræða í aðsókn ferða- manna til landsins. Jafnvel hópur blindra manna kom hér til lands í sumar til þess að fá að heyra til stóru sjávarspen- dýranna og njóta nálægðar þeirra; kannski voru þessir blindu menn betur sjáandi en ýmsir íslenskir ráðamenn, sem eru fúsir að fórna erlendum mörkuðum fyrir hylli Kristjáns og Hvals hf. og telja sig ekki sjá hval ef það er ekki verið að kvelja úr honum lifið og hluta hann í sundur. Ein ástæðan fyrir hinum miklu vinsældum og aðdráttarafli ferða- manna að hvalaskoðun er hversu mikilla vinsælda sjónvarpsefni nýt- ur sem sýnir lifnaðarháttu hvala og lýsir þeirri miklu framþróun, sem á sér stað í þekkingu vísindamanna á veru þessara stóru lagarspendýra, sem hafa heitt blóð eins og við, næmt tilfinningalíf og flókið merkjamálakerfi í samskiptum sln á milli. Þessir vísindamenn dáðst mikið að því hversu náin vinátta tekst á milli þeirra og hvalanna sem þeir rannsaka, enda hafa hvalir marg sýnt mönnum vináttu og oft bjargað mönnum úr yfirvofandi háska. Það er með ólíkindum hvað lítið fréttist af starfí _ þessara vísindamanna hingað til íslands og ótrúleg sú ein- angrun sem virðist gilda, bæði á sjónvarpsefni og öðrum upplýsing- um frá þessu merka starfi. Höfundur er skáldkona. Rósa B. Biöndals 5\^é7/X^\ö5L r Gœðavara Gjafavara — matai oij kaffislcll. Allir verðílokkar. /VERSLUNIN Heimsfræqir hönniiðir m.a. Gianni Versatc. 'Lnngavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.