Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ástríðsárunum Tryggði ráns- fengur nas- ista friðinn? Ákafar umræður hafa blossað upp í Sviss um hlutverk landsins sem fjármálamiðstöðv- ar á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Því er m.a. haldið fram að landsmenn hafi ekki liðið þjáningar sem aðrar þjóðir vegna þess að þeir hafí verið tilbúnir til að taka við gulli og fjármunum þjóða sem þýskir nas- istar hertóku. Anna Bjamadóttir, fréttarit- ari Morgunblaðsins í Sviss, kynnti sér málið og ræddi við þekktan svissneskan sagnfræð- ing um ávirðingar þessar. Fjármálaviðskipti Svisslendinga Náms- menn mót- mælaí Búrma UM 500 háskólanemar í Rangoon efndu í gær til mót- mæla gegn herforingjastjórn- inni í Búrma vegna handtöku þriggja námsmanna nýlega. Mótmælin stóðu í þijár klukku- stundir og áttu sér stað um tveim kílómetrum frá húsi stjórnarandstöðuleiðtogans Aung San Suu Kyi. Stjórnin sagði að enginn hefði verið handtekinn vegna mótmæl- anna en erlendur stjórnarerind- reki kvaðst hafa frétt að nokkr- ir nemanna hefðu farið af staðnum í fylgd vopnaðra lög- reglumanna. Læknir Mitt- errands fær sektardóm DÓMSTÓLL í París úrskurðaði í gær að lækni Franeois Mit- terrands bæri að greiða fjöl- skyldu forset- ans fyrrver- andi 340.000 franka, jafn- virði 4,4 millj- óna króna, í skaðabætur vegna bókar sem hann skrifaði um baráttu Mitterrands við krabbamein. Læknirinn hafði áður fengið fjögurra ára skil- orðsbundinn fangelsisdóm fyrir trúnaðarbrot með því að skýra frá því að Mitterrand hefði haldið krabbameininu leyndu fyrir þjóðinni í áratug. Súrefni á Ganymedes VÍSINDAMENN við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkj- unum skýrðu frá því í gær að stærsta tungl Júpíters, Ganymedes, hefði þunnt súr- efnislag og hugsanlega ljósfýr- irbæri sem líktust norðurljós- unum á jörðu. Þeir sögðu þó að ekkert benti til þess að líf þrifist á Ganymedes. Borg gjald- þrota? ELLEFU lánardrottnar sænsku tennisstjörnunnar Björns Borg sögðust í gær ætla að óska eftir því að hann yrði lýstur gjald- þrota. Borg skuldar þeim 10 milljónir sænskra króna, rúmar 100 milljónir ís- lenskra, og lánardrottnarnir segjast vera orðnir þreyttir á biðinni eftir greiðslu. Mannskæð flóð í Súdan RÚMLEGA 100 manns hafa beðið bana af völdum flóða og úrhellis í suðurhluta Súdans og þúsundir manna hafa misst heimili sín síðustu daga. Nílar- fljót hefur flætt yfir bakka sína vegna úrhellisins. STARFSHÆTTIR svissnesku bank- anna hafa ávallt verið umdeildir en hlutverk Sviss sem fjármálaseturs í heimsstyijöldinni síðari hefur aldrei verið gagnrýnt eins harðlega og nú. Fréttir af skætingi Alfonse D’Amat- os, öldungadeildarþingmanns í Bandaríkjunum, í garð Sviss eru daglegt brauð. Hann segist vera að halda uppi þrýstingi á nefnd virtra einstaklinga undir forystu Pauls Vol- kes, fv. bankastjóra bandaríska seðlabankans, sem fylgist með leit að bankareikningum látinna gyðinga í svissneskum bönkum. Leynireikningar voru fyrst leyfðir í Sviss árið 1934. Þeir veittu einstakl- ingum tækifæri til að fela fé sitt fyrir yfirvöldum. Fjöldi gyðinga nýtti sér þessa „þjónustu", sumir fullyrða að hún hafí meðal annars verið veitt til að auðvelda þeim að koma pening- um undan nasistum. Svissnesku bankarnir hafa tvisvar leitað að bankareikningum sem gætu tilheyrt gyðingum sem létu lífið í helförinni. I seinni leitinni fundu þeir 40 milljón- ir franka (um 2.400 milljónir króna) á um 800 reikningum. Afkomendur látinna gyðinga, sem telja að þeir eigi fé í svissneskum bönkum, geta nú snúið sér til sérstaks umboðs- manns og beðið um aðstoð. Um 900 manns hafa skrifað honum. Enginn þeirra, sem mættu nýlega í yfír- heyrslu hjá D’Amato og fóru stórum orðum um svissneska banka og millj- ónirnar sem þeir eiga inni hjá þeim, höfðu leitað réttar síns hjá umboðs- manninum. Seðlabanki Sviss hafði gull þýska seðlabankans, Reichsbank, í umboðs- sölu á stríðsárunum. Gagnrýnendur Sviss láta eins og stór hluti þess gulls hafí verið gull gyðinga, þar á meðal bræddar tannfyllingar og skartgripir. Georg Kreis sagnfræð- ingur segir það ólíklegt. „Þjóðveijar tóku gull þjóðanna sem þeir hersátu. Bankamaður af gyðingaættum segir mér að gull gyðinganna geti aðeins hafa verið örlítið brot af því magni sem þeir sendu til Sviss.“ GuII frá Reichsbank Reichsbank sendi gull að verð- mæti 1.638 milljarða franka til Sviss frá september 1939 til maí 1945. Þar af keypti svissneski seðlabankinn gull að verðmæti 1.209 milljarða, megnið á árunum 1941 til 1944, en afgangurinn var seldur Bank of Int- ernational Settlement og öðrum seðlabönkum. Union Bank of Switz- erland, stærsti bankinn í Sviss, minnti starfsmenn sína á í frétta- bréfí um miðjan október að Sviss var umkringt þýska hernum á þessum árum. BRAK Cessna-flugvélar híft ofan af þaki stórmarkaðar í bænum Yenice á Flórída í gær. Flugmað- urinn greip til þess ráðs að nauð- Portúgal, Spánn og Rúmenía, önn- ur lönd í Evrópu sem sluppu undan Þjóðveijum, tóku ekki við gulli Reichsbank á þessum árum. „Ég vil ekki veija svissneska seðlabankann en þó fínnst mér það hræsni þegar Portúgalar og Spánveijar hafa orð á því að þeir hafi ekki tekið við gulli Þjóðveija. Þeir tóku í staðinn við gulli merktu Sviss eða peningum sem þeir vissu að voru fengnir í skiptum fyrir þýskt gull,“ sagði Kreis. Bandaríkjamenn vöruðu Sviss- lendinga við í febrúar 1945 að gull Þjóðveija væri illa fengið. Svisslend- ingar héldu þó áfram að versla með það. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu samning við sviss- neska seðlabankann í Washington 1946 um 250 milljóna franka greiðslu. Kreis segir að greiðslan hafí ekki tengst gullinu. Seðlabank- inn borgaði fyrir gullið sem hann fékk. Greiðslan var útborgun á hugs- anlegum inneignum nasista í Sviss. Bandamenn vildu gera allt nasistafé upptækt. Svisslendingar litu á greiðsluna sem sinn skerf til endur- uppbyggingar Evrópu eftir stríð. Ienda á þakinu vegna mótorbil- unar er honum varð ljóst að hann næði ekki alla leið til flugvallar- ins, sem er í tveggja kílómetra' D’Amato hefur haft orð á að það þurfí að endurskoða Washington- samninginn. Kreis segir að samning- urinn komi nú mörgum spánskt fyrir sjónir. Hann var gerður í allt öðrum tíðaranda. „Hann var gerður þegar velferð ríkisins gekk fyrir og réttur einstaklingsins var ekki tekinn eins hátíðlega. Réttur einstaklingsins er orðinn mikilvægari og öðruvísi samn- ingur yrði gerður í dag en fyrir 50 árum.“ Rannsóknarnefnd skipuð Fulltrúadeild svissneska þingsins samþykkti einróma í lok september tillögu um að setja á fót nefnd sér- fræðinga sem á að rannsaka fjár- málaviðskipti Sviss á stríðsárunum. Efri deild þingsins afgreiðir tillöguna í desember. Samkvæmt henni á ríkis- stjómin að skipa nefndina. George Kreis er einn þeirra sem kemur sterk- lega til greina sem nefndarmaður. Hann er sérfræðingur í sögu stríðsár- anna, prófessor við Basel-háskóla og yfírmaður Evrópustofnunar hans. Hann telur mikilvægt að það verði hægt að sannreyna niðurstöður fjarlægð. Flugvélin eyðilagðist, skemmdir urðu á þaki stórmark- aðarins en flugmaðurinn slapp með smáskrámur. nefndarinnar. Staðreyndir munu liggja fyrir en ólíkar ályktanir kunna að verða dregnar af þeim. Fæstir búast við að nefndirnar tvær, nefnd Volkers og nefndin sem ríkisstjórnin skipar, leiði margt nýtt fram í dagsljósið. Þær eru báðar settar á fót vegna háværrar gagn- rýni og utanaðkomandi þrýstings. Hann kemur til af ýmsum ástæðum. Leynd hefur til dæmis verið lyft af 50 ára skjölum sem vekja upp spurn- ingar. „Þetta eru þó ekki ný skjöl," sagði Kreis. „Stjórnir landanna hafa ávallt haft þau undir höndum. Það hefði því verið hægt að taka Was- hington-samninginn til endurskoðun- ar hvenær sem er. Atorka D’Amatos nú ber keim af áróðri. Kjörtímabil hans rennur reyndar ekki út fyrr en eftir tvö ár en kosningabarátta stendur yfír í Bandaríkjunum og það hefur sitt að segja.“ Óþægileg umræða Hátíðarhöid sem svissneski herinn stóð fyrir þegar 50 ár voru liðin frá stríðslokum stuðluðu einnig að um- ræðu um hlutverk Sviss í stríðinu. „Svisslendingar gerðu ekki mikið úr hermætti sínum gegn Þjóðveijum eftir lok stríðsins. Þeir þökkuðu helst Guði fyrir að þjóðin var ekki hertek- in,“ sagði Kreis. „Það var ekki fyrr en í kalda stríðinu sem máttur hers- ins var blásinn út til að efla stuðning við hann á friðartímum. Fólk var ekki stöðugt minnt á að það kom íjóðveijum vel að hafa hlutlaust ríki sem stundaði íjármálaviðskipti fyrir þá í hjarta Evrópu. Umræðan núna kemur illa við marga. Einn fullorðinn maður sagði við mig að hann hefði ávallt verið stoltur af að hafa verið 4 ár við landamæri Sviss og tekið þátt í að veija landið. Nú heyrir hann að þjóðin hafi sloppið af því að hún var reiðubúin að versla með gull nasista. Honum finnst hann hafa eytt fjórum árum ævinnar til einskis. Mér fínnst óþarfí að líta þannig á það. Þjóðin slapp af ýmsum ástæð- um, einnig vegna gullviðskiptanna. Við verðum að sætta okkur við að mannorð hennar var ekki alveg flekklaust. Nefndin sem ríkisstjórnin skipar þarf að kanna í hvaða til- gangi viðskiptin voru gerð til að bjarga þjóðinni eða til að græða á þeim? Seðlabankinn starfaði sjálf- stætt eins og seðlabankar gera yfír- leitt. Það þarf að grafast fyrir um hversu náið svissneska ríkisstjórnin fylgdist með bankanum, hvort hún gerði sér grein fyrir viðskiptum hans eða hvort hún ákvað að hún vildi ekkert af þeim vita.“ Astkær öskunisti Cincinnati. Reuter. SUMIR geyma ösku látinna ástvina sinna í krukku uppi á hillu en það nýjasta nýtt er að bera hana í nisti um hálsinn. Var þessi skemmtilega nýjung kynnt á ráðstefnu bandarískra útfararstjóra í fyrradag. Terry Dieterle, útfararstjóri í Auroru í Illinois, er upphafs- maður tískunnar og sýndi á ráðstefnunni það, sem hann kallar „fjölskyldunistið". Er það í þremur útgáfum, rauðg- ult, ljósgult og gimsteinum greypt. Heita þau „Tárið“, „Ei- lífðin" og „Ástin“. Innan í þeim má geyma sýnishorn af ösk- unni úr þeim framliðna. Dieterle kvaðst hafa fundið fyrir því, að á „útfararmark- aðnum" væri vaxandi þörf fyr- ir eitthvað persónulegt, eitt- hvað dýrmætt, jafnt í tilfinn- ingalegum sem fagurfræðileg- um skilningi. Eru nistin hans nú fáanleg hjá útfarastjórum víða í Bandaríkjunum og kosta frá 120.000 kr. og upp í 660.000 kr. Reuter Nauðlent á húsþaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.