Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR AÐSEIMDAR GREINAR Nýjar bækur Náttúra og háskí Út ER komin ljóða- bókin Indíánasumar eftir Gyrði Elíasson. Indíánasumar hefur að geyma sjötíu ný ljóð. í kynningu segir: „Gyrðir Elíasson vinn- ur með ljóðmyndir sem virðast einfaldar, en búa yfir djúpri visku. Hann skrifar fallegar náttúrulýsingar þar sem háski býr undir. Indíánasumar hefur að geyma heillandi ljóðl- ist á því tæra máli sem er aðall Gyrðis.“ Gyrðir Elíasson Gyrðir Elíasson sendi síðast frá sér smásagnasafnið Kvöld í ljósturninum (1995), en eftir hann liggja nokkrar ljóðabækur, smá- sagnasöfn og skáld- saga. Útgefandi er Mál og menning. Indíána- sumar er 84 bls. unn- in í Prentsmiðjunni Odda hf. Mynd á kápu er eftir Elías B. Hall- dórsson. Verð 2.680 kr. Veruleikinn breytir um svip KOMIN er út skáld- sagana Snákabani eft- ir Kristján B. Jónas- son. Sagan gerist í kunnuglegu umhverfi, þorpi á landsbyggð- inni, og hefur að uppi- stöðu tilraunir með fiskeldi. „Meginvið- fangsefni bókarinnar er hins vegar þaú áhrif sem framandi kring- umstæður hafa á sál- arlíf persóna og hvem- ig veruleikinn breytir smám saman um svip. Þetta er íslensk nú- tímasaga sem hefur Kristján B. Jónasson táknræna merkingu og sjaldgæfa dýpt,“ segir í kynningu. Kristján B. Jónas- son er fæddur árið 1967 og hefur þegar getið sér gott orð fyr- ir skrif um bókmennt- ir. Snákabani er fyrsta skáldsaga hans. Útgefandi er Mál og menning. Snáka- bani er 225 bls. Alda Lóa Leifsdóttir hann- aði kápuna. Bókin er prentuð í Sviþjóð. Verð 1.980 kr. Sögukona fer út í heim REGNBOGI í póstin- um er skáldsaga eftir Gerði Kristnýju. Aðal- söguhetjan í þessari nútímasögu er ung kona sem hefur nýlok- ið stúdentsprófi. Á þeim tímamótum til- heyrir að fara út í heim og sögusviðið er Reykjavík, Kaupa- mannahöfn og París. „Leit sögukonunnar að sjálfri sér spánnar ýmis grátbrosleg atvik og hugleiðingar henn- ar um lífið og tilver- una eru í senn Gerður Kristný kunnuglegar og frum- legar,“ segir í kynn- ingu. Gerður Kristný er fædd árið 1970 og hefur lengi fengist við ljóðagerð._ Ljóðabók hennar, Isfrétt, kom út 1994. Regnbogi í póstinum er fyrsta skáldsaga hennar. Útgefandi er Mál og menning. Regnbogi í póstinum er 139 bls. Kápu hannaði Alda Lóa Leifsdóttir. Bókin er prentuð í Svíþjóð. Verð 1.980 kr. Draumkonan f önguð ÚT ERU komnar Engar smá sögur, smásagnasafn eftir Andra Snæ Magna- son. í Engum smá sög- um segir meðal ann- ars af sjóara sem fangar loks draum- konu sína hafmeyj- una, vísundinum Andra, sem gengur af trúnni og skrifar bókina Afhjúpun vís- indanna, og Magna íslenskufræðingi, sem ákveður í eitt skipti fyrir öll að kanna Andri Snær Magnason sannleiksgildi ís- lenskra málshátta. Andri Snær Magnason er fæddur árið 1973 og hefur áður sent frá sér ljóðabókina Ljóða- smygl og Skáldarán. Sú bók vakti tölu- verða athygli og þótti efnileg frumraun. Útgefandi er Mál og menning. Engar smá sögur er 109 bls. Kápu gerði Alda Lóa Leifsdóttir. Bókin er prentuð í Svíþjóð. Hún kostar 1.980 kr. • BRÓÐIR minn ljónshjarta er eftir Astrid Lindgren með teikn- ingum eftir Ilon Wikland. „Til Nangijala fara menn þegar þeir deyja, “ segir Jónatan við Karl litla bróður sinn sem er dauðvona. Óvæntir atburðir verða til þess að bræðumir fara báðir til Nangij- ala. Bókin hefur verið ófáanleg um skeið en var endurprentuð í Svíþjóð. Þorleifur Hauksson þýddi söguna sem er 250 bls. og kostar 1.290 kr. Útgefandi er Mál og menning. • ÞEKKIR þú Línu Langsokk? er eftir Astrid Lindgren en með myndum eftir Ingrid VangNy- man. Hér er á ferð myndabók sem hefur verið ófáanleg um langt skeið ogfjallar um ævintýri hinnar vinsælu söguhetju ímáli ogmynd- um. Þuríður Baxter þýddi söguna sem er 24 blaðsíður og kostar 1.290 kr. Útgefandi er Mál og menning. Mikilvægi Norræna menn- ingarmálasjóðsins fyrir íslenskt menningarlíf ÉG HEF átt þess kost að sitja i stjórn Norræna menningar- málasjóðsins. Það hef- ur verið áhugavert og fróðlegt og hefur gefið mér nokkra innsýn í menningarhf á Norð- urlöndum. Ég hef einn- ig orðið margs vísari um það sem er á döf- inni hér heima. Sjóður- inn hefur í mörgum til- fellum verið dijúgur bakhjarl ýmissa menn- ingarviðburða hér á landi. Norræni menningar- málasjóðurinn var stofnaður 1996 og er tilgangurinn með stofnun hans að styðja við sam- starf á sviði mennta- og menningar- mála auk rannsókna með því að styrkja samstarfsverkefni á milli landanna. Einnig eru veittir styrkir til norrænna samstarfsverkefna á alþjóða vísu í því skyni að kynna norræna menningu utan Norður- landanna. í sjóðsstjórn sitja 2 full- trúar frá hveiju norrænu landi, einn tilnefndur af Norðurlandsráði og annar af norrænu ráðherranefndinni og að auki skiptast sjálfsstjórnarrík- in þijú á að tilnefna fulltrúa í stjórn- ina. Sem stendur er það Færeyingur sem á sæti í stjórninni. Kjörtími stjórnarmanna er 2 ár í senn og verður kosin ný stjórn á þingi Norð- urlandaráðs í nóvember. A þessu ári hefur stjórnin um 25 milljónir dkr. til umráða. Verkefni - vinnubrögð Styrkir eru veittir á grundvelli umsókna sem skila þarf á sér- stöku eyðublaði fyrir ákveðna umsóknar- fresti, sem miðast við 15. janúar, 15. apríl, 15. ágúst og 15. októ- ber. Stjórnarfundir eru haldnir í framhaldi af þessum dagsetningum. Meginreglan við ákvarðanatöku um styrkveitingar er sú að um sérstætt verkefni sé að ræða en ekki eitt- hvað sem kalla mætti árlegan viðburð. Þá er það yfirleitt gert að skilyrði að 3 lönd taka þátt í verkefninu og falla sjálfstjórnar- svæðin Færeyjar, Grænland og Álandseyjar undir það. Undantekn- Ætíð er haft í huga, segir Valgerður Sverr- isdóttir, að sem flestir norrænir þegnar geti komið að verkefnunum. ingin er ef um 2 lönd er að ræða sem teljast vera á jaðarsvæðum Norðurlanda. Umsóknir sem kveða á um þátttöku allra Norðurlanda þykja áhugaverðastar og eru líkleg- astar til árangurs. Þá hefur skapast sú hefð að ann- að hvert ár hefur sjóðurinn frum- kvæði að uppsetningu á einni veg- legri norrænni sýningu. I lok siðasta árs var ákveðið að styrkja sýning- una „Fólk og bátar á Norðurlönd- um“ sem Sjóminjasafnið í Stokk- hólmi setur upp árið 1998 með dkr. 2.000.000. Sýningunni verðurþann- ig háttað að á ca 1.000 fm svæði verða um 20 bátar frá Svíþjóð, Finn- landi, Álandseyjum, _ Danmörku, Noregi, Færeyjum og íslandi sýndir í sínu rétta umhverfi og mun frá- sögn af háttum og líferni þeirra ein- staklinga sem notuðu bátana verða til staðar. Hlutur íslands Af íslenskum umsóknum sem hlotið hafa stuðning stjórnarinnar á síðustu misserum vil ég nefna nokk- ur: Listasafn íslands fékk styrk til flutnings á málverkasýningu hingað heim sem sett var upp í Barcelona á Spáni. Listaverkin voru gerð af þekktum listamönnum frá öllum norrænu löndunum sem uppi voru um síðustu aldamót. Skólakór Mela- skóla fékk styrk til söngferðalags um Norðurlönd. Ráðstefna um rann- sóknir í fiskveiðilögsögu N-Atlants- hafsins, sem haldin var í Vest- mannaeyjum. Hamrahlíðarkórinn til að vera fulltrúar norrænna þjóða á kórahátíð í ísrael. Kvennakórinn Lissý til söngferðar um Norðurlönd. Verkefnið „Time transfixed", sem íslenskir samtímalistamenn eru í forsvari fyrir. Sýningin verður á mismunandi stöðum í Reykjavík og Valgerður Sverrlsdóttir Vel er séð fyrir vegafé til höfuðborgar s væðisins MIÐVIKUDAGINN 16. október sat ég fjöl- mennan fund á Pat- reksfirði og þrem dög- um síðar aðalfund Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á báðum fundunum sner- ust umræðurnar fyrst og fremst um vegamál og auðvitað kom það ekki á óvart að á hvor- ugum staðnum voru þau rædd í samhengi við þær þarfir sem eru á bættum samgöngum annars staðar á land- inu. Hver er sjálfum sér næstur. Ef maður gætir ekki sjálfur sinna þrengstu hagsmuna eru aðrir ekki líklegir til að gera það. Nú er það sameiginlegt um höfuð- borgarsvæðið og Vestfírði að tímabil- ið síðan ég varð samgönguráðherra markar þáttaskil í vegamálum á þess- um svæðum með því að miklu meira vegafé hefur runnið til þangað en nokkru sinni fyrr. Og það kom að sjálfsögðu fram í ræðum manna að vel hefði verið að verki staðið þótt ég væri óþyrmilega á það minntur að enn væri margt ógert. Guði sé lof eru hlutirnir á hreyfingu og við höfum ráð á því, íslendingar, að búa enn betur um okkur en við höfum gert. Lengi vel var það svo að tilhneig- ing var til þess að líta framhjá þörf- um höfuðborgarinnar við útdeilingu vegafjár. Samt sem áður urðu fram- kvæmdirnar að halda áfram og smám saman safnaðist upp mikil skuld hjá vegasjóði við Reykjavíkur- borg. Vorið 1991 beitti Davíð Odds- son, sem þá var borgarstjóri, sér fyrir samkomulagi við ríkisstjórnina um uppgjör skuldar- innar. Samið var um að fjárhæðin skyldi vera 1025 m.kr. og greiðast með verð- tryggingu og án vaxta á næstu 7 árum og var áskilið að greiðslurnar yrðu ekki teknar af vegaframlögum til Reykjavíkur. Höfuðborgarsvæðið hefur sérstöðu í vega- málum okkar Islend- inga vegna þess að eft- ir að umferðin hefur náð vissum þunga margfaldast kostnaður- inn við umferðarmann- virki. Það er til marks um það að framkvæmdirnar frá Ár- túnsbrekku upp að Rauðavatni á ár- unum 1993-1996 kostuðu 1.385 m.kr. en samsvarandi upphæð dygði til að ljúka Djúpvegi eða veginum úr Mývatnssveit til Egilsstaða. Samt sem áður voru þetta arðsömustu og mest knýjandi framkvæmdirnar hér á landi til þess að draga úr slysa- hættu og koma í veg fyrir umferðart- afir. I nálægum löndum hefur hvar- vetna verið tekinn upp sá háttur að leggja á vegtoll, ýmist þegar komið er inn í borgirnar eða þegar farið er um sérstaklega dýr umferðar- mannvirki. Hér á landi eru ekki skil- yrði til að fara þessa leið nema í göngunum undir Ilvalfjörð. Það skýrist af því að vegalengdin styttist um 40 km ef farið er norður og 60 km ef farið er til Akraness, þannig að reynt er að ákveða gjaldið með hliðsjón af þeim kostnaði og þeim tíma sem sparast. Á teikniborðinu er strandleiðin frá Tvöföldun Reykjanes- brautar og Vesturlands- vegar upp fyrir Keldna- holt eru, að mati Hall- dórs Blöndals, meðal brýnustu framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Sundahöfn undir eða yfir Eliiðaár- vog um Gunnunes og yfir Kollafjörð. Ýmsir hafa látið sér detta í hug að hægt yrði að fjármagna hana með vegtollum. Það er þó býsna fjarlægt þar sem vegalengdin sem sparast yrði óveruleg. Líklegt er að margir reyndu að spara sér tollinn með því að aka lengri leiðina þannig að umferðarmannvirkin kæmu ekki að tilætluðum notum. Það er af þessum sökum sem sú leið var valin að skipta nokkrum hluta vegafjárins í sam- ræmi við höfðatölu en láta gömlu deilitöluna halda sér að öðru leyti. Þegar ríkísstjórnin var mynduð einsetti hún sér að ná tökum á rík- isfjármálunum og það blasir nú við að fjárlögin verða afgreidd með greiðsluafgangi. Til þess að þetta væri hægt var óhjákvæmilegt að ganga nærri sumum fjárlagaliðum. Fé til vegaframkvæmda verður skert nokkuð. Á höfuðborgarsvæðinu leið- ir það til þess að vegaframkvæmdir við Vesturlandsveg í Mosfellsbæ frestast um eitt ár. Sömuleiðis munu framkvæmdir við gatnamótin við Skeiðarvog og Kringlumýrarbraut dragast nokkuð. Á hinn bóginn hef- ur verið unnið og verður unnið sam- kvæmt áætlun við brýrnar yfir Ell- Halldór Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.