Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 23 LISTIR Trio Nordica í forgrunni á tónleikum Sínfóníuhljómsveitarinnar Alltaf skemmtilegt að takast á við eitthvað nýtt TRIO Nordica verður í hlutverki ein- leikara á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói í kvöld. Mun tríóið, sem skipað er Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Monu Sandström píanóleikara, flytja Þrí- leikskonsert Beethovens en að auki eru á efnisskránni forleikur að óper- unni Oberon eftir Carl Maria von Weber og Sjöunda sinfónía Sergeis Prokofíevs. Hljómsveitarstjóri verður Bretinn Adrian Leaper. Ludwig van Beethoven lauk smíði Þríleikskonsertsins árið 1804 en fyrstu ár nítjándu aldarinnar voru afar fijór tími á tónsmíðaferli hans. Má nefna Eroica sinfóníuna, Wald- stein- og Appassionata píanósónöt- urnar og Leónóruforleikina sem dæmi um verk frá þeim tfma. Samdi Beethoven Þríleikskonsertinn fyrir nemanda sinn, píanóleikarann Rúdolf erkihertoga af Austurríki, sem frum- flutti verkið ásamt húshljómsveit sinni og einleikurum. Auður Hafsteinsdóttir segir að valið á Þríleikskonsertinum hafi ekki verið flókið enda sé ekki um auðugan garð að gresja þegar verk fyrir píanó- tríó og hljómsveit séu annars vegar. „Það eru skiptar skoðanir um Þrí- leikskonsertinn. Verkið er í léttari kantinum og sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kalla það skemmtiverk," bætir Bryndís Halla Gylfadóttir við. Þá segir hún að Rú- dolf karlinn hafi að líkindum verið frekar slakur píanóleikari því mun meira mæði á flðlunni og sellóinu en píanóinu. Það sé varla tilviljun. Mikill heiður Að sögn liðsmanna Trios Nordica er ekki mikill munur á því að flytja píanótríó á kammertónleikum og með hljómsveit. Tónleikamir í kvöld verði hins vegar sérstakir, þar sem það sé mikill heiður að fá að koma fram með Sinfóníuhljómsveit íslands, þó það sé „alltaf jafn mikið sjokk að spila í Háskólabíói" — hljómburður- inn sé hræðilegur. „Síðan þykir okk- ur alltaf skemmtilegt að takast á við eitthvað nýtt — að bæta verkum við efniskrána okkar,“ segir Auður. Upphaflega stóð til að tónleikamir yrðu síðastliðið vor en þá var þeim frestað þar sem Bryndís Halla bar bam undir belti — varð hún reyndar léttari í sömu vikunni og tónleikarnir áttu að fara fram. Og sellóleikarinn er ekki eini meðlimur Trios Nordica sem staðið hefur í stórræðum á þessu ári, því í ágúst var röðin komin að Auði að ala bam, „svona til að stað- festa samkenndina í tríóinu", eins og hún tekur til orða. Þá gekk Mona { það heilaga á dögunum en kveðst hins vegar ætla að láta barneignir bíða betri tíma. Trio Nordica var stofnað árið 1993 en starfar að jafnaði ekki nema hluta úr ári, þar sem stöllurnar standa víð- ar í eldlínunni, meðal annars sem einleikarar víða um heim. Þá hefur Bryndís Halla haft störfum að gegna sem sólósellisti Sinfóníuhljómsveitar Islands síðastliðin sex ár, auk þess sem Mona Sandström býr í Svíþjóð þar sem hún starfar með kammer- hljómsveit. Um þessar mundir skipar Trio Nordica hins vegar öndvegi en fram- undan á næstu vikum era tónleikar á Norrænu tónlistarhátíðinni í Kaup- mannahöfn og þátttaka í norrænni kammertónlistarkeppni á vegum Ríkisútvarpsins í sömu borg. „Síðan kemur stutt en vel þegið frí í nokkr- ar vikur," segir Auður. I vor hyggur Trio Nordica síðan á tónleikaferð um Norðurlönd. Bryndís Halla, Auður og Mona era á einu máli um að tónleikaferðir sem þessar skipti sköpum, ekki síst þar sem þær veiti þeim tækifæri til að spila sömu verkin oftar en einu sinni. Til þess gefist eðli málsins sam- kvæmt fá tækifæri hér heima. „Þeg- ar maður er búinn að æfa verk lang- tímum saman er svekkjandi að fá ekki nema eitt tækifæri til að spila það á tónleikum," segir Auður. Fjölhæfur sljómandi Hljómsveitarstjórinn Adrian Lea- per lagði stund á nám í píanóleik, hornleik, slagverksleik og hljómsveit- arstjórn við Konunglegu akademíuna í Lundúnum. Árið 1986 var hann ráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri við hina nafnkunnu hljómsveit Halle í Bretlandi og hefur ekki litið um öxl síðan. Leaper hefur stjómað mörgum af fremstu hljómsveitum Evrópu og er nú aðalhljómsveitarstjóri Fíl- hai-móníuhljómsveitarinnar á Gran Canaria sem stofnuð var um miðbik síðustu aldar. Þá ver hann umtals- verðum tíma í hljóðveri og hefur meðal annars nýlokið við að hljóðrita sinfóníur Carls Nielsens með Þjóðar- hljómsveit Irlands. Tónskáldið Carl Maria von Weber var statt í dyragætt dauðans þegar það samdi, samkvæmt beiðni, ópera við sögu breska rithöfundarins James Robinson Planche um álfakónginn Oberon. Þrátt fyrir veikindin lauk Weber við verkið og gott betur því hann stjómaði rómaðri framsýningu óperannar í Covent Garden 12. apríl 1824. Tveimur mánuðum síðar var hann allur, einungis 39 ára að aldri. Sergei Prokofíev fæddist í Úkraínu árið 1891 en stundaði tónlistamám í Pétursborg. Naut hann snemma á ferlinum mikillar hylli fyrir djarfar tónsmíðar sínar og fékk um árabil að ferðast um heiminn án afskipta alræðisaflanna heima fyrir. Dvaldist Prokofíev lengi í Bandaríkjunum og Frakklandi en sneri heim til Sovétríkj- anna árið 1936 og settist að í Moskvu. Hann lauk við Sjöundu sinfóníuna ári fyrir andlátið, 5. mars 1953, en þann dag syrgðu Sovétmenn annan son — nafn hans var Jósef Stalín. Morgunblaðið/Þorkell TRIO Nordica á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands í gærmorgun. Varst SÍBS ... jyrir lífið sjálft Vinsamlegast látið vita í síma SÍBS 552 2150 þú 4 Reykjalundi ? Laugardaginn 26. október klukkan 14.00 verður tekið upp að Reykjalundi lokaatriði sjónvarps- myndarinnar „Ég sigra" eftir Einar Heimisson. Hún fjallar um fólk sem notið hefur endur- hæfingar á Reykjalundi og komist út í þjóðfélagið á ný. Öllum íslendingum sem dvalist hafa á Reykjaiundi fyrr eða síðar er boðið að koma á staðinn og taka þátt í þessu atriði og þiggja veitingar á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.