Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ESB styrkir íslenska rannsókn á körlum í fæðingarorlofi AÐSTANDENDUR verkefnisins „Karlar og fæðing£irorlof“ kynntu það í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. F.v.: Hildur Jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi Reykjavíkurborgar, Steinunn V. Óskarsdóttir, formað- ur jafnréttisnefndar borgarinnar, Drifa Hjartardóttir, formaður Kvenfélagasambands Islands, Ing- ólfur V. Gíslason, starfsmaður karlanefndar Jafnréttisráðs, og Drífa H. Kristjánsdóttir, umsjónar- maður ESB-tengsla á Skrifstofu jafnréttismála. TILLAGA jafnréttisnefndar Reykja- víkurborgar um að hleypt verði af stokkunum verkefninu „karlar og fæðingarorlof" var samþykkt í borg- arráði á þriðjudag. Um er að ræða tilraunaverkefni, rannsókn á áhrif- um þess að feður taki fæðingaror- lof. Evrópusambandið (ESB) hefur ákveðið að styrkja verkefnið, en það verður liður í framkvæmdaáætlun ESB í jafnréttismálum. ESB mun bera 60% af kostnaði við verkefnið sjálft, en launakostnað feðranna, sem valdir verða úr hópi starfsmanna borgarinnar, ber borg- arsjóður einn. Aætlaður kostnaður við verkefnið er 8,7 milljónir króna, að viðbættum launakostnaði upp á u.þ.b. 3,8 milljónir. Nú þegar hefur ESB lagt til 1,7 milljónir, en sam- tals mun styrkur ESB verða um 5,2 milljónir. Verkefnið var eitt 60 verkefna víðsvegar um Evrópu, sem ESB ákvað að styrkja. Umsóknir voru alls um 600, sem ber því vitni, hve mikinn áhuga verkefnið hefur vakið hjá ESB. Feðraorlof í þrjá mánuði Sex til átta verðandi feður, sem starfa hjá borginni, munu eiga þess kost að taka þátt í verkefninu. Það mun felast í rannsókn á feðrunum og fjölskyldum þeirra. Þeim verður fylgt með viðtölum fyrir töku fæð- ingarorlofs, meðan á því stendur og eftir að því lýkur. Jafnframt er gert ráð fyrir að tekin verði viðtöl við yfirmenn og samstarfsmenn. Að sögn Hildar Jónsdóttur, jafnrétt- isfulltrúa Reykjavíkurborgar, sem mun hafa yfirumsjón með verkefn- inu, er ætlazt til, að þátttakandi feður taki einn orlofsmánuð strax eftir fæðingu barnsins og annan eft- ir að móðirin hefur hafíð vinnu á ný. Skilyrði til þátttöku er því, auk þess að faðirinn starfi hjá borginni, að móðirin sé útivinnandi. Með það að markmiði að árang- urinn af verkefninu verði sem mest- ur verður gerður sjónvarpsþáttur, þar sem reynt verður að sýna eðli samskipta fjölskyldumeðlimanna og breytingar á samskiptunum, og verður viðhorfsbreytingum lýst með eigin orðum þeirra sem þátt taka í verkefninu. Félagsleg tilraun Aðstandendur verkefnisins hjá jafnréttisnefnd leggja áherzlu á, að það sé hugsað sem félagsleg tilraun sem veita muni mikilvæga vitneskju um áhuga og afstöðu karla til fæð- ingarorlofs að því gefnu að þeim séu sköpuð hagstæð skilyrði til að taka orlofið. Þessi skilyrði felast fyrst og fremst í því, að feðurnir haldi fuilum launum í orlofinu. Hildur Jónsdóttir mun hafa yfir- umsjón með verkefninu eins og áður segir, en auk hennar verður ráðinn sérstakur rannsakandi, sem mun einbeita sér að hinni vísindaiegu hlið þess. Þar sem um tímabundna ráðn- ingu er að ræða verður staðan ekki auglýst, en að sögn Hildar er nú þegar búið að leita til manneskju, sem er að vinna að doktorsverkefni á skyldu sviði. Miðað er við, að verkefnið byiji 1. desember nk. og samkvæmt verkáætlun lýkur því 1. apríl 1998. * Aform um sameigin- lega Evrópumynt Engin út- tekt verið gerð á veg- um EFTA EFNAHAGSNEFND EFTA átti fund með fulltrúum frá fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins 15. október sl. þar sem menn skiptust á upplýsingum varðandi áform um sameiginlega mynt ríkja ESB. Að sögn Kjartans Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra EFTA, hefur engin sameiginleg úttekt farið fram á því á vegum EFTA- ríkjanna hver áhrif sameiginlegrar Evrópumyntar yrðu í aðildarríkj- um EFTA, en hann útilokaði ekki að slík úttekt kynni að verða gerð. „Menn eru að reyna að fylgjast með þessu og ég held að flest lönd séu að skoða hvernig þeim lítist á. Það þýðir auðvitað að menn eru að velta því fyrir sér hvaða áhrif þetta geti haft hjá þeim sem utan við eru,“ sagði Kjartan Hann sagði að síðastliðið vor hefðu fáir haft trú á því að áform um sameiginlega Evrópumynt yrðu að veruleika, en viðhorfin hefðu hins vegar breyst í sumar. „Nú virðast menn vera þeirrar skoðunar að kjarni landanna í Evrópusambandinu sé orðinn mjög ákveðinn í því að l.áta þetta ger- ast, þannig að menn eru farnir að sjá alvöruna í málinu. Þá verð- ur hver og einn að skoða í sína pyngju ef ég má orða það þann- ig,“ sagði Kjartan. Sjónvarpsstöðvar um könnun umboðsmanns barna á auglýsingum og bönnuðum myndum Hvar eru mörkin? Niðurstöður könnunar á ofbeldi í sjónvarpi Á tímabilinu frá 2.-15. september 1996 voru sýndar96 auglýsingar um kvikmyndir og alls 14 kvikmyndir sem eru bannaðar börnum Auglýsingar Bannaðar innan 12 ára 3 Bannaðar innan 16 ára 30 0siðff. 22 33 £svr 2 1 Samtals fj. auglýsinga 33 55 5 3 Kvikmyndir R^v Stöð 2 Stöð 3 Sýn Bannaðar innan 12 ára engin 3 1 7 Bannaðar innan 16 ára engin 3 engin engin Samtals fj. kvikmynda engin 6 17 " ~ . - ~~ mmmsmimsMi immæsm „AUGLÝSINGAR sem sendar eru út í Sjónvarpinu eiga allar að miðast við að börn geti séð þær, sama á hvaða tíma dagsins þær eru sendar út. Við viljum alls ekki skaða börn- in,“ sagði Halldór V. Kristjánsson, auglýsingastjóri Ríkisútvarpsins- Sjónvarps. Hann vildi jafnframt að menn hefðu í huga að þótt þessar kvik- myndir kunni að vera auglýstar á þeim tíma sólarhrings þegar viðbúið sé að börn horfi á sjónvarpið jafn- gildi það ekki því að ofbeldisatriði séu í auglýsingunni og ennfremur að kvikmyndir séu ekki eingöngu bannaðar börnum vegna ofbeldis. Halldór sagði hins vegar að sjón- varpið skoðaði allar auglýsingar með tilliti til þess að þar sé ekkert á ferð- inni sem skaðað gæti börn og að kvikmyndahúsum hefði verið skrifað og þau minnt á þær reglur sjón- varpsins að miða skuli auglýsingar við að börn sjái þær, án tillits til útsendingartímans. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Sýnar sagðist ekki hafa farið í sau- mana á könnun umboðsmanns barna en taldi að samanburður milli sjón- varpsstöðva á grundvelli hennar væri ekki raunhæfur. „Sýn frumsýn- ir á fjórða hundrað kvikmyndir á ári en ég veit ekki hvort það hefur ver- ið ein einasta kvikmynd á dagskrá RÚV á því tímabili sem könnunin náði til. Sýn sýnir að öllum líkindum fleiri kvikmyndir á ári en RÚV og Stöð 3 til samans," sagði Páll. „Þeg- ar frumsýndar eru á fjórða hundrað kvikmyndir er eðlilegt að a.m.k. helmingur þeirra sé með einhveijum bannformerkjum. “ Páll nefndi einnig að könnunin næði væntanlega eingöngu til kvik- mynda í fullri lengd sem komið hafa til skoðunar hjá Kvikmyndaskoðun íslands og falla í bannflokka. „En hvað með allt annað sjónvarpsefni, hvað með ofbeldi í sjónvarpsþáttum og þess háttar? Af hveiju er það efni ekki skoðað?" Könnun umboðsmanns barna á auglýsingum fyrir kvikmyndir bann- aðar börnum og sýning- ar slíkra kvikmynda í sjónvarpsstöðvum kall- ar á viðbrögð talsmanna sj ónvarpsstöðvanna. 9-bíó á Sýn „Þá veit ég ekki af hverju umboðs- maður barna miðar við klukkan 10 á kvöldin en ekki klukkan 9,“ sagði Páll. Hann sagði þá viðmiðun tíðk- ast í Evrópu og að Sýn hefði frá upphafi gefið sig út fyrir að vera með „9-bíó“ a.m.k. fimm sinnum í viku. „Við tilgreinum skilmerkilega þær kvikmyndir sem eru bannaðar börnum og við höfum aldrei gefið okkur út fyrir að vera með efni fyr- ir alla fjölskylduna eftir klukkan níu á kvöldin." Þijár bannaðar kvikmyndir voru auglýstar á Sýn á þeim tíma sem könnunin náði til og sagði Páll að farið yrði yfir auglýsingaþáttinn að nýju í tilefni af þessu máli. Páll Baldvin Baldvinsson er fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs ís- lenska útvarpsfélagsins. Hann segir ljóst að í kjölfar þessarar ráðstefnu verði ekki gerð breyting á stefnu Stöðvar 2 varðandi sýningar á kvik- myndum. Hann sagði að líkt og flestar sjón- varpsstöðvar í Evrópu hefði Stöð 2 þá stefnu að sýna kvikmyndir eftir klukkan níu á kvöldin. „Jafnframt er þá stefnan sú að myndir sem eru „harðar" og sjónvarpsþættir sem eru „harðir" séu ekki sýnd fyrr en síðar á kvöldin, um eða eftir tíu. í endur- sýningar síðdegis notum við núna eingöngu myndir sem eru leyfðar fyrir alla aldurshópa," sagði Páll Baldvin. Páll Baldvin var meðal framsögu- manna á ráðstefnu Útvarpsréttar- nefndar um ofbeldi í sjónvarpi og sagðist telja að umboðsmaður barna hefði fyrst og fremst verið að tala gegn þeim myndum sem flokkaðar eru sem ofbeldismyndir. Hann sagði mikilvægt að gera sér ljóst að mynd- ir sem eru bannaðar yngri en 16 ára væru ekki allar ofbeldismyndir. Viljum fylgja lögum „Við höfum fyrst og fremst áhuga á að fylgja lögum. Við viljum gera sem best við okkar kúnna,“ sagði Laufey Guðjónsdóttir dag- skrárstjóri Stöðvar 3. Aðspurð hvort íyrirtækið mundi breyta stefnu sinni varðandi birtingu kvikmynda eða auglýsinga sagði hún að það þyrfti ekki að fara saman að auglýsa bann- aðar myndir og sýna þau myndskeið sem leiða til bannsins. Samkvæmt könnun umboðsmanns barna var ein kvikmynd bönnuð börnum sýnd á Stöð 3 á tímabilinu 2.-15. semptem- ber. Laufey sagðist hafa fengið á sig gagnrýni frá áhorfendum fyrir að vara of mikið við bönnuðum mynd- um, „en við reynum að láta fólk - og sérstaklega börn - njóta vafans og það er á stefnuskránni að vera ekki með bannað efni fyrr en klukk- an 10 á kvöldin." Laufey sagði mál af þessu tagi þurfa að vera til stöð- ugrar skoðunar og í stöðugri endur- skoðun inni á sjónvarpsstöðinni. Magnús Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs íslenska útvarpsfélagsins, sagði að sér væri ekki ljóst hvort könnun umboðs- manns hefði eingöngu náð til auglýs- inga frá kvikmyndahúsum og mynd- bandaleigum eða einnig til dagskrár- kynninga sjónvarpsstöðvanna sjálfra. Hann sagði að stór hluti vinsæl- ustu kvikmyndanna í kvikmynda- húsum og á myndbandaleigum væri bannaður börnum. „Þá er spurning- in: er í kynningum þessara mynda efni sem fer yfir einhver velsæmis- mörk? í reglum um auglýsingar eru ekki neinar almennar takmarkanir á því hvað viðskiptavinir mega auglýsa hvað þetta varðar. Menn hafa haft innanhússreglur um að auglýsingar séu ekki grófar, ósanngjarnar og geri ekki á hlut neins og að sjálf- sögðu viljum við engar auglýsingar sem meiða börn, en hvar liggja þessi mörk?“ Flestar auglýsingar gerðar erlendis Magnús sagði flestar auglýsingar fyrir kvikmyndir og myndbönd gerð- ar erlendis og væru þær sömu og notaðar eru við auglýsingar annars staðar í Evrópu. „Ætlum við að hafa öðru vísi reglur um auglýsingu kvikmynda en gilda almennt í Evr- ópu?“ I könnun umboðsmanns barna er miðað við auglýsingar og kvik- myndasýningar fyrir 10 að kvöldi. Magnús sagðist ekkert geta sagt um hver opinber háttatími barna yngri en 12 ára væri og sagðist jafnframt tregur til að ræða málið ítarlega þar sem hann hefði ekki kynnt sér frum- gögn um könnun umboðsmanns og umræður á ráðstefnunni. Ljóst væri hins vegar að skoðanir væru skipt- ar, bæði um áhrif ofbeldismynda á börn og eins um hvar draga eigi mörkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.